Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 9
, ftjQRGUþíBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14- SpPTEMBER 1991 9 Krabbameinsfélag íslands SAMHJÁLP KVENNA Leikfimi fyrir konur sem hafa gengið undir brjóstaaðgerð Nýtt námskeið er að hefjast. Enn eru nokkur pláss laus. Allar upplýsingar veita fyrir hönd Samhjálpar kvenna, Kristbjörg í síma 65 78 13 og Lovísa í síma 42777. NÝJA BÍLAHOLLIN FUNAHÖFÐA 1-112- Rvík.- FAX 673983 Nissan Primera 2.0 GLX '91, 8.000 km.f hvítur, sjálfsk., með öllu. MMC Pajero langur EXt, diesel turbo '88, hvítur, krómfelgur, brettakantar, grind. V. 1.790 þús. Skipti. Toyota Landcruiser langur, diesel 86, 126.000 km., brúnn. V. 1.850 þús. Skipti. Ford Bronco II ’86, 90.000 km., blár, sjálfsk. V. 1.280 þús. Skipti. Saab 900i ’88, 45.000 km., brúnn. V. 1.250 þús. Skipti. Pajero stuttur EXE, diesel turbo ’88, 93.000 km., sjálfsk. V. 1.450 þús. Skipti. Mazda 626 2.0 '88, grar, V. 990 þús. Skipti. Mercedes Benz 0309D '78, hvítur/blár, gott eintak, nýtt lakk, mjög mikið end- urnýjaður. V. 1.190 þús. Aðstoð við Sovétríkin Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung gagnrýnir Hans Dietrich Genscher utanríkisráð- herra Þýskalands harðlega í forystugrein í vik- unni. Er hann sakaður um skort á skarpskyggni í viðskiptum við ráðamenn í Sovétríkjunum er hann leggur upp á sitt eindæmi til að alþjóðlegar fjármálastofnanir liðsinni Sovétmönnum. Er hann minntur á að á leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í júlí hafi verið ákveðið að ekki væri ráð- legt að ausa fé í botnlausa hít Sovétríkjanna. í breska vikuritinu The Economist kemurfram svip- að sjónarmið og þar segir að peningar komi Sov- étmönnum ekki að haldi nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt. I bandaríska dagblaðinu The New York Times er Bandaríkjastjórn hins vegar hvött til að grípa nú þegar til aðgerða til að afstýra hungursneyð og almennri óánægju í Sovétríkjun- um. Skarpskyggni Genschers I forystugrein Frankf- urter Allgemeine Zeit- ung 12. september sl. segir: „Genscher er [...] þeirrar skoðunar að hlut- verk þýskrar utanríkis- stefnu sé að skerpa vest- rænum bandamönnum sýnina á hversu miklar breytingamar í Sov- étríkjunum séu. Ráðherr- ann heyrðist segja frá því í sjónvarpi að hann hefði orðið var við miklar bréytingar í Sovétríkjun- um sem „margir á Vest- urlöndum" hefðu ekki gert sér grein fyrir. Þar á hann við sína helstu bandamenn og sá sem heyrir hann tala „allt að því reiðan“ um þetta efni veit að hann á einkum við frönsku og bresku ríkisstjómina. En á fyrsta degi valda- ránsins í Moskvu var sýn þýska utanríkisráðherr- ans ekki sérlega skörp en það mátti hins vegar segja um Bush og Major. Þeir urðu fyrstir til að segja að þeir myndu ekki viðurkenna valdaræn- ingjana; þeir yrðu að segja af sér og kalla Gorbatsjov aftur til starfa. Það var ekki fyrr en eftir þessi orð sem Genscher tók afstöðu. Þó hafði Jeltsín á þessum örlagaríka degi fyrst reynt að ná sambandi við þýsku stjórnina með hjálp neyðarsíma. Hann vildi veita stjóminni upp- lýsingar um ástandið og láta í þós þann ásetning sinn að beygja sig ekki undir valdarænhigjana. En þýska stjórnin var ekki til viðræðu. Þá sneri Jeltsín sér til bresku stjómarinnar með beiðni til umheimsins um dipl- ómatískan stuðning. Þegar til Moskvu var komið ráðlagði Genscher bandamönnum sínum í viðtölum við fréttameim að leyfa Sovétríkjunum að nálgast alþjóðastofn- anir eins og Alþjóða- bankann og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn nú þeg- ar og að fullu, hvað sem það nú þýðir, en ekki hvetja á fætur annarri. Þess má geta að á leið- togafundinum í London í júlí vom bandamemúm- ir þeirrar skoðunar að það væri gagnslaust að hella milljörðum í bein- hörðum peningum í botn- lausa hít. Þarf ekki líka eftir valdaránið að setja botn í hítina?“ Tvíbent aðstoð I forystugrein breska vikuritsins The Econom- ist um síðustu helgi segir um sama efni: ,,[F]ylgis- menn nýrrar Marshall- áætlunar hafa augljós- lega háskalega rangt fyr- ir sér að einu leyti: Þeir ganga út frá því að vest- ræn ríki geti hjálpað þjóðum Sovétríkjanna með því einu að undirrita ávísanir. Peningar koma ekki að haldi nema uppfyllt séu tiltekin pólitisk og efnahagsleg skilyi-ði. Þessi skilyrði em brýn en lýðveldin hafa eim ekki uppfyllt þau. Hug- sjónamönnum finnst að sjálfsögðu að slíkt tal sé óbærileg smámunasemi. Hafið í huga hvað er í húfi, segja þeir, aðstoð er áhætta sem er þess virði að taka. Mai'gir skattgreiðendur (en þeir eiga féð, ekki má gleyma því) myndu samsinna þessu eða a.m.k. væri hægt að fá þá til þess. Þeir gætu jafnvel haft rétt fyrir sér — ef sann- leikurinn væri sá að mis- heppnuð aðstoð væri í versta falli einfaldlega sóun. Því miður er þessu ekki þannig farið. Aðstoð hefur oft ýtt landi út í meiri erfiðleika en það átti upphaflega við að etja annaðhvort með því að valda skuldasöfnun eða með því að auðvelda ríkisstjórninni að fresta umbótum sem annars hefðu verið óumflýjan- legar.“ Tafarlausar aðgerðir I forystugrein banda- riska dagblaðsins The New York Times sem birtist í International Herald Tribune í vikunni er Bandarikjastjóm hvött til að grípa þegar til aðgerða til að afstýra hungursneyð og al- mennri óánægju í Sov- étríkjunum: „Nú þegar sovéskt hagkerfi hrinur er æ erfiðara fyrir Sovét- menn að eiga til Imifs og skeiðar. Þegar vetrar- hörkumar byija verða matvælaflutningar erfið- ari. Þess vegna er hyggi- legt af stjóm Bush að grípa tafarlaust til að- gerða til að meta skort- inn og ákveða með hvaða hætti sé best að dreifa matargjöfum. Með góðri samvisku em Bandaríkjamenn reiðubúnir að rétta hjálp- arhönd. Það er mannúð- legt og einnig hyggilegt. Bandaríkjamenn hafa engan hag af því að auka efnahagski-eppuna sem nú vofir yfir Sovétríkjun- um. Það myndi einungis stuðla að almemu'i óánægju og upplausn og þar með torvelda lýðræð- islega stefnumörkun og tilurð markaðshagkerf- is.“ HÁ ÁVÖXTUN Á ERLENDUM VERÐBRÉFUM Opið í Kringlunni í dag á milli kl.10 og 16. Sérfræðingur Fjárfestingarfélagsins í erlendum verðbréfum, Agnar Jón Ágústsson hagfræðingur, verður í Kringlunni í dag. Verið velkomin! Raunávöxtun í Skandifond verðbréfasjóðunum frá áramótum: North-America 60,37% United Kingdom 24,13% Far East 47,20% Nordic 24,09% Global 34,84% Cöntinental Europe 8,14% Japan 31,83% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7.101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.