Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 10
10?
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
Keramik Margrét-
arJónsdóttur
________Myndlist____________
EiríkurÞorláksson
Oft er talað með vorkunnartóni
um þá listamenn sem starfa utan
höfuðborgarsvæðisins; þeir hijóti að
eiga bágt, þar sem það sé erfítt
fyrir þá að fylgjast með því sem
er að geijast í borginni. En eðli-
' legra er að hafa endaskipti á þess-
um rökum og segja að vegna bú-
setu viðkomandi listamanna fái list-
unnendur á suðvesturhorninu ef til
vill færri tækifæri en ella til að
fylgjast með þeirri list sem þeir eru
að þróa. Því er alltaf þakkarvert
þegar þetta listafólk gefur sér tíma
til að halda sýningar í höfuðborg-
inni, þar sem fleiri fá notið verka
þeirra.
Einni slíkri sýningu er nú að ljúka
í Asmundarsal við Freyjugötu, en
þar er á ferðinni Margrét Jónsdótt-
ir leirlistarkona. Margrét stundaði
sitt nám við Kunsthaandværkskolen
í Kolding i Danmörku, og hefur
rekið vinnustofu og gallerí á Akur-
eyri frá 1985, þar sem hún býr.
Hún hefur tekið þátt í samsýningum
bæði hér á landi og í Danmörku,
og notið viðurkenningar fyrir list
sína; hún var m.a. fengin til að
hanna menningarverðlaun DV
1988. Þetta mun vera önnur einka-
sýning hennar sunnan heiða, en auk
þess hefur hún sýnt á Akureyri,
m.a. í safnaðarheimili Akureyrar á
kirkjulistaviku í apríl síðastliðnum.
Á sýningunni (sem ber einfald-
lega yfírskriftina „Sýningin hennar
Margrétar“) getur að líta skemmti-
lega blöndu af kertastjökum, skál-
um og sérstæðum .verkum, auk
þess sem heilt altari er sett upp á
sýningunni með öllum fylgihlutum.
Hér er oftast um að ræða frekar
dökk form, sem hafa til að bera
einhvem frumstæðan kraft í gróf-
leika sínum; samspil verka er mark-
visst í uppsetningunni, bæði þar
sem verk eru í tveimur hlutum, eins
og t.d. „Mynd og skál“ (nr. 21-23),
og einnig þar sem settir eru upp
flokkar verka sem tengjast formsins
vegna, líkt og „Fjórar systur“
(nr. 10-13).
Kertastjakar eru frjótt viðfangs-
efni í höndum Margrétar, og þó
sýningargestir séu eflaust ýmsu
vanir í gerð fjölarma kertastjaka,
er gaman að sjá hér ýmis tilbrigði
á því sviði, ekki síst þegar örmum
stjakan er fækkað, en örmum kert-
anna ijölgað í staðinn! Skraut er
notað hóflega, þannig að formið
sjálft og dökkur leirinn nýtur sín
afar vel fyrir vikið.
En það er ekki aðeins í grófleik
frumlegra forma sem Margrét kann
til verka, heldur farast henni hefð-
bundin viðfangsefni einnig mjög vel
úr hendi; skálar eins og þær sem
Háskólafyrirlestur um
nafnalög' og nafngiftir
HERMANN Pálsson prófessor
flytur opinberan fyrirlestur í
boði heimspekideildar Háskóla
íslands þriðjudaginn 17. sept-
ember 1991 kl. 17.15 í stofu 201
í Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „Nafnaiög
og nafngiftir“ og er öllum opinn.
Hermann Pálsson er prófessor
emeritus við Edinborgarháskóla og
hefur látið frá sér fjölda rita um
íslensk fræði. Þess má geta að hann
var kjörinn heiðursdoktor við heim-
spekideild 1987.
120 fm íbúðir til sölu
Á veðursælum stað í Grafarvogi eru til sölu vel skipu-
lagðar íbúðir. Góðar suðursvalir. Fallegt útsýni. Þvotta-
hús á hæðinni og vandaðar íslenskar innréttingar.
Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta m.a. vel fyrir eldra fólk.
Örn Isebarn, húsasmíðameistari,
sími31104.
V
511 Efl 51 57f| *-ÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori
L I I jU'falÓ/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali
Nýkomnar eignir á söluskrá:
Stór og góð - frábært útsýni
2ja herb. íbúð á 2. hæð 65,3 fm nettó við Arahóla í 3ja hæða blokk.
Nýlegt parket. Sérþvhús í íbúðinni. Geymslu- og föndurherb. í kj.
Ágæt sameign. Frábært útsýni. Laus fljótlega.
Skammt frá „Fjölbraut“ í Breiðholti
Stór og góð 4ra-5 herb. íbúð 107,6 fm nettó í lyftuhúsi við Hrafn-
hóla. Mikið útsýni. Húsvörður. Laus fljótlega. Sanngjarnt verð.
Fyrir smið eða laghentan
Parhús - steinhús á tveimur hæðum við Einarsnes í Skerjafirði með
5 herb. íbúð. Þarfnast nokkurra endurbóta. Húsnæðislán kr. 3 millj.
Eignaskipti möguleg.
Norðanmegin á Seltjarnarnesi
Við sjóinn nýlegt steinhús, hæð og ris með 5 herb. íbúð um 135 fm.
Góður bílsk. Skipti á góðri ibúð mögul.
í austurborginni - hagkvæm skipti
Velbyggt einbhús 165 fm á vinsælum stað í Vogunum. 5 svefnherb.
Bílsk. Skrúðgarður. Eignask. mögul.
Suðuríbúð við Fellsmúla
Velbyggð og velmeðfarin 4ra herb íb. á 3. hæð 99,8 fm. Rúmg. stofa,
3 svefnherb., þar af eitt forstherb. Stórar sólsvalir. Sérhlti. Mikil og
góð sameign. Útsýni.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Sérstaklega óskast 4ra herb. íb. í lyftuhúsi með sérinng. af gangsvöl-
um, sérhæð miðsvæðis i borginni og góðar íbúðir með bílskúrum.
• • •
Opið ídag kl. 10-16.
Skrifstofuhúsnæði óskast.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
fASTEIGHASAUN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
FYRIRTÆKI -
FYRIRSÆTUR
hér eru nr. 18 og 19 eru glæsilegir
gripir, og mundu sóma sér vel hvar
sem væri.
Það verk sýningarinnar sem
dregur gesti einna mest að sér er
væntanlega altarið (nr. 29), sem
er hér sett upp á sama hátt og í
safnaðarheimili Akureyrar í apríl.
Þetta verk er óvenjulegt viðfangs-
efni fyrir leirlistakonu, en tekst
mjög vel í heild sinni. Það byggist
á tveimur rekaviðsdrumbum, sem
eru tengdir saman til að mynda
altari. Brún altarisins, kertastjak-
arnir, kaleikurinn og aðrir fylgihlut-
ir eru i fábrotnum, gráum og gyllt-
um litum, og verða sterkari en ella
fyrir þann einfaldleika. Hér er kom-
ið altari sem mundi sóma sér vel í
hvaða nýrri kirkjubyggingu sem
væri.
Hér er á ferðinni lífleg sýning á
fjölbreyttri leirlist, og er listakon-
unni til sóma. Vonandi fá fleiri en
Akureyringar góð tækifæri til að
fylgast með henni í framtíðinni. Því
miður stendur sýning Margrétar of
stutt, en henni lýkur sunnudaginn
15.' september.
_________Myndiist______________
Bragi Ásgeirsson
Við sem skrifum um myndlist
þurfum iðulega að þola ýmislegt,
sem hrærir við innstu kviku okkar.
Á ég hér t.d. við, er meinlegar
stafvillur raska merkingu orða, svo
að setningar verða nær óskiljanleg-
ar og jafnvel heilar' málsgreinar.
Stundum er það vegna þess, að
örlítil biæbrigði orða misskiljast ein-
hvers staðar á leið í biaðið, og er
hér gott dæmi hið ágæta orð ófresk-
ur, sem merkir að hafa skyggni-
gáfu, verður oftar en ekki að ófersk-
ur(!) og nafnið á listamiðstöðinni í
Helsingfors, Svíavirki, verður að
Svíaríki, en eins og allir vita þá er
nokkur skilsmunur á ríki og virki,
en staðurinn var einmitt rammgert
sænskt virki fyrir utan Helsingfors,
þ.e. í Finnlandi.
Ég hef lengi reynt að þýða ýmis
algeng orð og hugtök í myndlistinni
yfir á íslenzku, og tekist misvel eins
og gengur, og svo hef ég tekið upp
gömul lítið notuð orð t.d. mynd-
verk, sem sumum þótti afspyrnu
ljótt í fyrstu, en fóru svo sjálfír að
nota.
Það er nefnilega svo miklu meira
varið í að geta komið frá sér skýrri
hugsun á því, sem ritað er um, á
móðurmáli sínu en að nota algeng
erlend orð og orðtæki.
En ef maður vill fá ýmis orð ör-
ugglega rétt í blaðið, þá virðist illu
heilli mun farsælla að nota erlendu
heitin og er hugtakið „modei“ gott
dæmi hér um, en allir vita, að það
er heiti á fyrirsætum af öllu mögu-
legu tagi, jafnt tízkufyrirsætum
sem fyrirsætum myndlistarmanna
og jafnframt hefur nafnið Sveaborg
aldrei komið rangt út í blaðinu í
skrifum mínum, en Svíavirki oftar
rangt en rétt.
En það gengur of langt, þegar
fyrirsætur verða að „fyrirtækjum",
eins og kom fram í spjalli mínu um
„Myndlist og bókmenntir" sl.
sunnudag. Málarinn Edvard Munch
tók stundum ijósmyndir af þeim
fyrirsætum sem hann málaði á sín-
um langa og merka listferli, en mér
er ekki kunnugt um, að hann hafí
átt nein fyrirtæki!
Munch var meira að segja svo
snjall ljósmyndari, að sumar mynd-
ir, sem hann tók af fyrirsætum sín-
um, gengu inn í ljósmyndasöguna,
svo sem af Rósu Meissner (sbr.
mynd), sem var tekin á hótel Rohne
í Warnemiinde árið 1907. Eftir
þessari og fleiri ljósmyndum af
hinni óvenju limafögru fyrirsætu
máD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 606. þáttur
Jóhannes Björnsson, Ytri-
Tungu, Tjömesi, sendir mér bréf
sem svo er vandað á alian hátt
að ég birti það óstytt og engum
stafkrók er ástæða til að breyta:
„Herra Gísli Jónsson.
Eg kaupi ekki Morgunblaðið,
en oft berast mér í hendur göm-
ul blöð. í þeim er jafnan eitthvað
sem ekki tapar gildi sínu eins
og fróðlegu þættirnir þínir um
ísl. mál. Þá læt ég aldrei ólesna
frá mér fara. Ég færi þér mínar
bestu þakkir fyrir þá alla.
í 594. þætti þínum beinir þú
fjórum spurningum til lesenda.
Einni þeirra vil ég reyna að
svara. Hún er svona: „Hvaða
skilyrði um ísl. mál ætti það
fólk að uppfylla, sem ráðið er í
starf þular eða fréttamanns við
vörpin (útvarp og sjónvarp)?“
Þeir verða umfram allt að
hafa skýran framburð og rétt-
an á ísl. máli, búa yfír mikilli
þekkingu á tungunni, ráða yfír
miklum orðaforða.
Þulir útvarps og sjónvarps eru
áhrifamestu íslenzkukennarar
þjóðarinnar, þess vegna má alls
ekki ráða aðra til slíkra starfa
en úrvalsmenn, sem gengið hafa
undir próf í þessu efni hjá hinum
færustu íslenzkumönnum þjóð-
arinnar.
Mér virðist nú heldur bera
minna en áður á linmæli og
áherzluhnykkjum í endingum
orða í þeim „vörpum", sem ég
horfí og hlýði á (Sjónv. ríkisins
og Rás 1). En þar er nýlega ris-
inn upp draugur, sem kveða
þarf niður með skjótum hætti;
þvoglmælið illræmda — og
bunulesturinn, sem færist í auk-
ana. „Ið greiðasta skeið til að
skrílmenna þjóð er skemmdir á
tungunni að vinna“, segir St.
G.St. [Kolbeinslag, 3. megin-
hluti; innskot umsjm.] Vörpin
geta verið stórvirk og skjótvirk
við „skemmdir á tungunni“, þar
sem þau ná inn í stofu hjá öllum
landsmönnum, ef stjórnendur
þeirra sofa á verðinum.
Ég nefni sem dæmi um það
orðin uppákoma og að mis-
muna, er fengið hafa andstæða
merkingu á fáum árum á við
það sem áður var.
Ég vandist því í æsku að orð-
ið uppákoma væri látið tákna
óhapp, slys eða fráfall eins og
Orðabók Menningarsjóðs skil-
greinir það, en ekki skemmtun!
Að mismuna þýddi þá að gera
betur við einhvern en annan.
Kindum, sem þrifust illa — dróg- ■
ust aftur úr fjöldanum í fóðrun,
var mismunað með deiggjöf eða
annarri matargjöf.
Nú er það líka nefnt að mis-
muna, sé einhver settur hjá —
afskiptur.
Fleira vil ég nefna, sem særir
málvitund mína. Fyrr á árum
var sauðfé stundum skorið nið-
ur á vorin, þegar heybirgðir
voru alveg þrotnar og algjört
jarðbann. Gamalt fólk hugsaði
með hryllingi til þessara verka
og vora, t.d. Niðurskurðarvors-
ins illræmda.
Nú má segja að fjölmiðlamenn
hafi tekið ástfóstri við þetta
orðatiltæki. Þeir skera niður dag
hvern, jafnt dautt og lifandi,
jafnvel heilu herfylkin, án þess
að gæti hins minnsta klökkva í
rödd þeirra, sem færa lands-
mönnum þessi válegu tíðindi!
Nú fyrir skömmu tóku þeir
til að urða allt, sem grafíð er í
jörðu. Hvalur var urðaður í sand-
fjöru! Urðunin tók mikinn fjör-
kipp með hinum nýja sorp-
geymslustað Reykvíkinga. Sorp-
ið var urðað og urðað frá
morgni til kvölds, með moldar-
eða mýrar-jarðvegi, sem trúlega
leynist ekki í einn hnefastór
steinn!
Fjölmiðlamenn breiða nú
þessa urðun út með slíkum
geysihraða, að eflaust verður
enginn maður innan fárra ára —
grafinn framar í kirkjugarði,
heldur urðaður, — jafnt á yztu
annesjum landsins og í
Reykjavík!
Ég veit ekki með vissu, hvort
veðurspá er lesin af starfsfólki
útvarpsins eða Veðurstofu ís-
lands. í henni heyrist oft —
stundum dag eftir dag — komist
svona að orði: „ ... þrír til fjög-
ur vindstig", „ ... tveir til þrjú
viridstig“ og fleira hliðstætt. Eg
læt þér eftir að ráða í það, hvað
ég kalla þetta!“
★
Ég þakka Jóhannesi bónda í
Ytri-Tungu fyrir þetta skörulega
bréf. Þeirra orða átti ég þaðan
von.
Hlymrekur handan kvað:
Mitt hugarskot fylltist af furðun,
er þeir frömdu á mér niðurskurðun,
en fannst þó frá bera,
sem þá fýsti að gera;
að framkvæma á líkinu urðun.
★
Þorgnýr — Þórgnýr.
Nafnið er oftast nær skrifað
með o skv. þeirri meginreglu, að
forliðurinn Þór- breyttist jafnan
í Þor, ef síðari hluti nafnsins hófst
ekki á sérhljóði eða h. í fomum
heimildum eru fáein dæmi. Þor-
steinn svörfuður er í sumum hand-
ritum kallaður Þorgnýsson, Þorg-
nýr jarl er nefndur í Göngu-
Ilrólfssögu, en frægastur er Þor-
gnýr Þorgnýsson í Ólafs sögu
helga eftir Snorra.
Fyrsti Þorgnýr á íslandi virðist
hafa verið sonur Guðmundar á
Sandi, fæddur snemma á þessari
öld. í þjóðskrá 1982 heita þrír
Þorgnýr (eða Þórgnýr) einu
nafni eða fyrra af tveimur. Hann
er þeirra langelstur. í árgöngun-
um 1960, 1976, 1982 og 1985
er enginn skírður þessu nafni, en
ég veit dæmi frá 1987 (með ó).
Gnýr kemur einu sinni fyrir sem
heiti í fornum skáldskap. Merking
orðsins Þorgnýr/Þórgnýr ætti
einna helst að vera; „kappi, harð-
skeyttur maður, helgaður Þór“.
★
Gott þótti umsjónarmanni að
heyra Örn Bjarnason lækni tala
um staðgöngumóður í útvarps-
fréttum, sbr. 573. þátt.