Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 11
MÖKGUMBMSBIÐ UA'UGARDAGISR'T«U SEHTEMBER 1S91/ íai Húsfyllir á Amínu Amína á Hótel íslandi á fimmtudagskvöld. sinni málaði hann svo mörg heims- fræg myndverk. Þannig geta einstök orð í grein- um mínum fengið alveg nýja merk- ingu á síðum blaðsins, og því miður hef ég sjaldnast tök á að lesa próf- arkirnar, vegna þess að það raskar tíma mínum um of. Þá þykir mér full langt gengið, er við rjúfum landhelgi annaiTa þjóða í tungumálum og færum út- lend nöfn að meira eða minna leyti yfir á íslenzkar stafsetningarreglur, þannig að t.d. seta verður að essi, og jafnvel er tvöföldu vaffi hvolft, þannig að úr verði emm! Það átti sér stað í listrýni minni um pólsku listakonuna með sérkennilega nafn- ið Malgorzata Zurakowska er birt- ist 10. ágúst, sem varð að Malgors- ata Zurakomska, en seinna í grein- inni að Melgorsata(I) og er trú mín, að hinni frábæru listakonu hafi mislíkað það, ekki síður en íslend- ingum er bera erlend ættarnöfn! í hinni miklu umræðu um ís- lenzkuna að undanförnu má svo ekki gleyma því, að það er jafn mikilvægt, að hugtök séu rétt skil- greind og inntak orðanna kórrétt og t.d. hvar setja eigi kommur og greinarmerki. Réttur skilningur orðtaka er af- bakaður allt í kringum okkur, eins og t.d. er vara, sem er í hæsta máta vafasöm í framleiðslu fær forsetninguna „gæði“ og fiskur, sem er fluttur frá nálægum sem Ijarlægum verstöðvum er auglýstur glænýr í fiskbúðum. — Það, sem er hrært saman úr mörgum áttum úr misgóðu hráefni, á ekkert skylt við gæðahugtakið, heldur er hér um blandaða vöru að ræða, og fiskur er aldrei glænýr nema nýkominn upp úr sjó, vatni eða ám. Þetta eru einungis tvö dæmi af fjölmörgum hvimleiðum og hér ætti að setja einhver mörk, því að þetta afbakar réttan skilning á orðunum, og sljóvgar um leið málkennd al- mennings. Lýk ég svo þessum pistli með þeirri frómu von að sjá aldrei hið ágæta orð listhús, sem tekið er upp úr pistlum Gísla Jónssonar, verða að lystihgsi! MIKIL stemmning var á tónleik- um Amínu og hljómsveit í Hótel íslandi. Amína á fjölbreytilegan aðdáendahóp hér á landi og voru gestir frá 10 ára til sjötugs. Gleðisveitin Júpiters hóf tón- leikana, lék stutt en náði upp mikilli stemmingu. Amína lét bíða eftir sér en þegar í fyrsta laginu vann hún hug áhorfenda sem flykktust að sviðinu til að missa ekki af neinu. Hljómsveitin er skipuð sjö hljóðfæraleikurum og er hljóðfæraskipan óvenjuleg. Þrír menn sjá um ásláttarhljóð- færi af ýmsum gerðum án þess þó að hefðbundið trommusett sé til staðar. Sveitarmenn spila einnig á rafmagnaðan kassagít- ar, bassa, hljómborð, harmóníku, sem gefur franskan kaffitónlist- arhúsablæ, og loks flautu, sem gefur arabískan hljóm. Sagt er að Amína hafi ekki sungið opin- berlega síðan í Eurovision-söng- keppninni, en það var ekki að heyra. Á nýútkomnum geisla- diski, sem gefinn var út með eldri lögum Aminu og „sigurlaginu" úr söngvakeppninni, Le dernier qui a parti ... má heyra að enn er verið að þróa þann söngstíl sem hefur getið henni mestrar frægðar. Á diskinum eru lög sem eru ofurliði borin af hljóðgervlum en á tónleikunum varð Ijóst að Amína hefur fullkomnað stíl sinn. Lögin sem Amína flutti voru flest ný en þó mátti þekkja ein fjögur lög af geisladiskinum. Fyrsta lag- ið, Neila, sem er sungið á arab- ísku, einnig lagið Mektoubi, sem er lag líklegt til vinsælda, Cercle rouge, sem er sungið á frönsku og arabísku og lokst auðvitað Le dernier qui a parti ... sem sung- ið er á frönsku. Amína er sjálf holdtekin blanda austurs og vesturs, sem söngur hennar end- urspeglar. Við fyrstu sýn var hún klædd á hefðbundna arabíska vísu, í svörtum kjól með sjal, en þegar betur var skoðað mátti sjá teygjubuxur og svarta íþróttaskó. Sviðsframkoma Amínu var lífleg og þokkafull. Tónleikar Amínu á Hótel Is- landi voru fyrstu tónleikarnir í rokksamskiptum íslands og Frakklands, en annar hluti verður tveggja daga rokkhátíð í næsta mánuði. Þá munu kamerúnski tónlistarmaðurinn Manu Di- bango og frönsku sveitirnar Les Satellites og Babylon Fighters skemmta. íslensk sveit mun síð- an fara utan til að taka þátt í norrænni rokkhátíð snemma á næsta ári. Með Amínu barst ferskur og spennandi blær inn í íslenskan dægurtónlistaheim. Texti og myndir: Björg Sveinsdóttir ífl Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ-LEIKHÚSIÐ ÞITTílp VERKEFIMI í ÁSKRIFT Á STÓRA SVIÐI: GLEÐISPILIÐ eftir Kjartan Ragnarsson HIMNESKT ER AÐ LIFA eftir Paul Osborn M.BUTTERFLY eftir David Henry Hwang RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare ELÍN, HELGA, GUÐRÍÐUR eftir Þórunni Sigurðardóttur NÚERALLT LEYFT söngleikur eftir Cole Porter mki •». V \, ASKRIFTARKORT: VERKEFNI ÍÁSKRIFT ÁLITLA SVIÐI: KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razumovskaju ÉG HEITIÍSBJÖRG - ÉG ER LJÓN eftir Vigdísi Grimsdóttur íleikgerð Hávars Sigurjónssonar RÍTAGENGUR MENNTAVEGINN eftir Willy Russel! I VETUR BJOÐUM VIÐ I FYRSTA SKIPTI 5 VALMÖGULEIKA ALLAR SYNINGAR Gleðispilið, KæraJelena, Himneskt er að lifa, M. Butterfly, Rómeó og Júlía, Ég heiti ísbjörg - égerljón, Elín, Helgá, Guðríður, Ríta gengur menntaveginn, Núerallt leyft (söngleikur). Venjulegt verð: 14.500,- Áskriftaverð: 11.600,- Þú sparar 2.900,- STORA SViÐIÐ Gleðispilið, Himneskt er að lifa, M. Butterfly, Rómeó ogJúlía, Elín, Helga, Guðríður, Nú er allt leyft (söngleikur). Venjulegt verð: 10.000,- Áskriftarverð: 8.000,- Þú sparar 2.000,- ISLENSK ÞRENNA Gleðispilið, Ég heiti Isbjörg - ég erljón, Elín, Helga, Guðríður. Venjulegt verð: 4.500,- Áskriftarverð: 3.600,- Þú sparar 900,- UNGA FOLKIÐ KæraJelena, Rómeó og Júlía, Ég heiti Isbjörg - ég er Ijón, Nú er allt leyft (söngleikur). Venjulegt verð: 7.000,- Áskriftarverð: 5.600,- Þúsparar 1.400,- LITLA SVIÐIÐ KæraJelena, Égheiti ísbjörg - ég er Ijón, Ríta gengur menntaveginn Venjulegtverð: 4.500,- Áskriftarverð: 3.600, Þú sparar 900,- MiðasalaÞjóðleikhússins er opin frá kl. I3.00- 18.00alladaga nema mánudaga. Miðasölusími II200. Grænalínan 996160.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.