Morgunblaðið - 14.09.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
Séð yfir kórinn.
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar
kórnum á tónleikum á hátíðinni.
Hamrahlíðarkórinn á kórahátíðinni Europa Cantat 11 18.-28. júlí:
Forréttindi að flylja góða
tónlist með góðu fólki
- segir Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi kórsins
„ÞVI FYLGIR mögnuð tilfinning og er ógleymanleg reynsla að fylgj-
ast með ungu fólki sem aldrei hefur farið á hátið af þessu tagi,
upplifa hátíðina með þeim og vísa þeim veginn inn í þennan heim
listarinnar. Söngferðalögin eru sérstök og ólík öðrum ferðalögum
að því leyti að þú ert ekki einungis búinn að safna fyrir þeim verald-
lega heldur einnig andlega," segir Þorgerður Ingólfsdóttir, kór-
stjóri, í samtali sem átt var við hana í tilefni af síðustu ferð hennar
og Hamrahlíðarkórsins á kórahátíðina Europa Cantat. Hún heldur
áfram. „Við erum búin að mæta á allar þessar æfingar og leggja
svo hart að okkur í myrkrinu sem ætlaði aldrei að taka enda í vet-
ur, hafa trú á einhverju sem virtist fjarrænt en varð um síðir að
veruleika," bætir hún við og augun glampa. Áhuginn leynir sér ekki
í fari Þorgerðar þegar hún talar um kórana sína tvo sem hafa und-
ir hennar stjórn sungið um víðan heim.
Hátíðin heitir uppá latínu Europa
Cantat eða Evrópa syngur og er
haldin þriðja hvert ár í löndum
Evrópu. Sú sem nú var haldin var
sú ellefta í röðinni. Hún var haldin
í höfuðborg Baska á Norður-Spáni,
Vitoriu.
Þorgerður er ekki ókunnug hátíð-
inni þar sem hún hefur sex sinnum
tekið þátt í henni með Hamrahlíð-
arkórnum. „Við tókum við af Pól-
ýfónkórnum sem tvisvar hafði tekið
þátt í hátíðinni áður. Árið 1976 var
okkur boðið að syngja með sem
gestakór og gekk svo vel að okkur
var boðið að gerast fullgildir aðilar
að samtökunum sem standa að
hátíðinni. Síðan höfum við tekið
þátt í fímm hátíðum, á Englandi, í
Sviss, Belgíu, Frakklandi og fyrstu
hátíðinni í Austur-Evrópu, í Ung-
verjalandi árið 1988.“
Öflugt lið frá íslandi
Ákvörðun um að taka þátt í
Spánarhátíðinni var tekin síðastliðið
sumar. „Skipan hópsins var þó ekki
endanlega ljós fyrr en í febrúar á
liðnum vetri þegar 110 kórfélagar
úr báðum kórunum, sem kenna sig
við Hamrahlíð, fluttu Ljóðasinfóníu
Hróðmars Sigurbjörnssonar í Há-
skólabíói með Sinfóníuhljómsveit
íslands. Þá var ákveðið að 80 kórfé-
lagar úr þeim hópi tækju þátt í
hátíðinni," segir Þorgerður og bæt-
■ir við að kórinn hafí ekki verið eini
fulltrúi íslands í Europa Cantat 11.
„Dómkórinn var líka á hátíðinni,"
segir hún. „íslendingar voru með
afskaplega gott og öflugt lið.“
Sameining í söng og tónlist
Þorgerður segir að yfirlýstur til-
gangur hátíðarinnar sé að sameina
Evrópu í söng og tónlist. „Á hátíð-
inni fer fram kynning á tónlist hinna
ýmsu landa þar sem kórarnir flytja
tónverk frá sínum heimalöndum.
Mikil áhersla er einnig lögð á sam-
söng allra þátttakenda. Á Spáni fór
hann fram á Plaza de Toros [nauta-
atshringur] þar sem stjórnandinn
stóð út í hringnum og stjórnaði kór
með 3.400 söngvurum."
„Flutningur á viðamiklum tón-
verkum í samvinnu kóranna er líka
mikilvægur þáttur hátíðarinnar. Að
þessu sinni gátum við valið um að
taka þátt í flutningi eins af tuttugu
og sjö stórum verkum sem voru
æfð og flutt á hátíðinni. Við völdum
að taka þátt í verki sem Benjamin
Britten samdi í tilefni af 100 ára
afmæli Rauða' krossins 1963 en
textinn er frásögnin um miskunn-
sama Samveijann. Verkið Cantata
Misericordium er skrifað fyrir kór,
hljómsveit og 2 einsöngvara, tenór
og baritón. Æfíngar fóru fram á
hveijum degi á hátíðinni og verkið
var flutt í kirkju heilags Mikaels
undir stjórn Johans Duijck frá Belg-
íu. Nú hefur verið ákveðið að hann
komi hingað til íslands í byijun
næsta árs og flytji verkið með okk-
ur.“
Kórinn byrjaði að æfa fyrir hátíð-
ina seinnihluta vetrar. „Efnisskráin,
sem við héldum út með, var bæði
kreijandi og erfið en ég álit að hún
hafí gefíð góðan þverskurð af ís-
lenskri kórtónlist,“ segir Þorgerður
og telur upp nöfn nokkurra þeirra
tónskálda sem áttu verk á efnis-
skránni. Má þar nefna Jón Leifs,
Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi,
Jón Nordal, Hafliða Hallgrímsson
o.fl. Kórnum var afar vel tekið á
hátíðinni og hann beðinn að halda
aukatónleika.
Strik í reikninginn
Þorgerði er mikils virði að kynna
kórstarfið fyrir ungu fólki. Þessi
hugsunargangur kemur sér líka vel
þegar litið er til þess að sífelld end-
urnýjun á sér stað í kórnum. Má í
því sambandi geta þess að 50 af
80 Spánarförum höfðu aldrei áður
farið með henni í söngferðalag til
útlanda.
Nokkurt strik setti í hátíðina að
þessu sinni að matareitrun kom upp
meðal þátttakenda hátíðarinnar og
raskaði hátíðarhaldinu í tvo daga.
„Fólk lagðist í veikindi eftir að hafa
borðað skemmdan mat eitt kvöldið.
Menn tóku þessu, eins og gengur,
með mismiklu jafnaðargeði en okk-
ar fólk var sem betur fer sterkt og
reis fljótt á fætur. Heilbrigðisyfir-
völd Spánar gáfu út skýrslu um
málið sem síðar var dreift til
allra hátíðargesta."
Það var því í mörg horn að líta
því ýmsu er að sinna í stórum hópi
á tónleikaferðalagi. „En sem betur
fer höfðum við fararstjóra, Sigurð
Hjartarson sagnfræðing, sem
reyndist okkur afar vel,“ segir Þor-
gerður., „Hann er ótæmandi fróð-
leiksbrunnur og spænskumælandi."
Trúboð í tvær áttir
I minningabók sem kemur út
eftir hátíðina hafa verið valin tvö
viðtöl við kórstjóra, að þessu sinni
tvær konur, önnur er Þorgerður,
hin er kórstjóri frá Venesúela.
„Konur eru sjaldgæfar sem stjórn-
endur á hátíðinni, oftast erum við
2-5 á móti rúmlega 100 körium.
Þetta er algjört karlaveldi og ekki
svo einfalt að hljóta viðurkenningu
til jafns við þá,“ segir Þorgerður
og bætir við að í viðtalinu segist
hún vinna hálfgildirigs trúboðastarf
í kóratónlistinni. „Eg kynni íslenska
tónlist með kórnum mínum á þess-
um stóra vettvangi og flyt síðan
tónlist annarra þjóða með mér heim
þar sem ég kem henni á framfæri."
Þorgerður hrósar hópnum sem
fór með henni út til Vitoria. Segir
hann hafa verið afskaplega góðan,
bæði félagslega og tónlistarlega,
en þess má geta að kórfélagar voru
á aldrinum 16 til 30 ára. Hún seg-
ir erfítt að bera hátíðirnar sem hún
hafi farið á saman því hátíðir af
þessu tagi einkennist oftast þó-
nokkuð af því landi þar sem þær
séu haldnar í. Næsta hátíð verður
SOLBER
(Ribes nigrum)
Blóm vtkunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
221. þáttur
Hérlendis hefur ræktun sól-
beija í heimilisgörðum aldrei náð
útbreiðslu í líkingu við rifs sem
líklega er langalgengasta runna-
tegundin á lóðum í þéttbýli. Má
vera að ein af ástæðunum fyrir
því að sólber hafi ekki náð að
öðlast tryggan sess kunni að vera
hinn sérkennilegi þefur runnans
og hið kynlega kryddbragð beij-
anna, en lyktin kemur frá kirtlum
sem eru á víð og dreif á grænum
hlutum plöntunnar. Eins er það
að sólbeijarunninn er heldur við-
kvæmari en rifs þar sem kjörin
eru óblíð. Sólber eru mjög holl
og mikilvæg uppspretta C-vítam-
íns. Þau eru ríkari C-vítamíngjafí
en flestur annar jarðargróður. í
100 g beija eru nálægt 190 mg
á móti 150 mg í papriku og 50
mg í appelsínum. Berin geyma
einnig ýmis sölt. Smám saman
hafa þessi ber náð að verða mik-
ilsmetinn ræktunargróður víðs-
vegar annars staðar en hér. Einn-
ig má geta þess að frá gamali
tíð hefur sólbeijarunnanum verið
hrósað sem góðri lækningaplöntu
hér og þar. Te af blöðum þótti
gott gegn hitasótt og seyði af
rótum og greinum var ráðlagt
gegn gigt. Á þýsku voru sólber
og nefnd gigtarber. Sólbeijasafi
þótti einnig kælandi og svalandi.
Ræktun sólbeija í heimilis-
görðum ætti í raun að vera jafn
algeng og rifsbeijaræktun því
hún er ekki vandasöm. Auk þess
hafa komið fram ýmis þolnari og
fijósamari ræktunaryrki á seinni
árum en áður þekktust. Sólber
gera nokkru meira tilkall en rifs
til skjóls, jarðvegs og raka, en
þola aftur á móti aðeins meiri
skugga. Þó kemur það venjulega
niður á afrakstrinum ef slakað
er mikið á hvað þetta atriði varð-
ar.
Árleg beijatekja sólbeija er
minni en hjá rifsi. Reikna má
með að runni í fullum vexti geti
skilað 2,5-3 kg í mesta lagi hjá
þeim sem hlúa vel að gróðrinum.
Beijatekjan er að sjálfsögðu einn-
ig mikið háð árferði og vaxtar:
rými. Runnar þurfa gott pláss. í
heimilisgörðum gæti gengið með
rými í kringum 1,25-1,70 m ef
árlegri afkvistun er vel fram-
fylgt. Reglubundin klipping er
líka nauðsynleg, því ungar grein-
ar eru fijósamar. Greinar skyldu
því endurnýjaðar á 3-4 ára fresti.
Frá gamalli tíð hafa að mestu
verið hér í görðum miðevrópsk
yrki, frekar kalgjörn. Á seinni
árum hafa verið hér fáanleg mun
vetrarþolnari skandinavísk yrki,
eins og Brödtorp og Öjebyn. Á
vegum Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins hefur verið feng-
ist við að athuga og bera saman
fjölda erlendra yrkja undanfarin
12-14 ár. Það sem komið hefur
best út úr könnun RALA er norð-
ur-sænskur og fínnskur efniviður
sem hefur upprunalega verið tek-
inn úti í náttúrunni og fluttur í
garða. Hér skulu nefnd 5 „heima-
yrki“ sem virðast skara fram úr:
Erkheikki VII, Jánkisjárvi, Melal-
athi, Nikkala XI, Sunderbyn II.
Melalathi er með stærst ber og
gefur jafn besta uppskeru.
Þessi yrki eru nú aðeins í upp-
eldi á örfáum gróðrarstöðvum.
Fjölgun er auðveld með græð-
lingum, en uppeldi á útplöntunar-
hæfum plöntum tekur ein 3 ár.
Hvernig væri nú að athuga
þessa ræktun, hugleiða málið í
vetur?
Óli Valur Hansson