Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
15
Ríkisútvarpið
eftir Guðjón Petersen
Á þingi Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, sem haldið var á
ísafirði helgina 17.—18. ágúst sl.,
gaf Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra til kynna að hann
væri hlynntur hugmyndum um að
gera Ríkisútvarpið að almennings-
hlutafélagi. Þó taldi hann, að því
að mér skilst, að margt þurfi að
skoða í því sambandi og nefndi það
sérstaka hlutverk Ríkisútvarpsins
að standa vðrð um íslenska menn-
ingu og að tryggja landsmönnum
hlutlausan fréttaflutning. Þriðja
hlutverk Ríkisútvarpsins var ekki
nefnt í þessu samhengi, en það er
hlutverk þess í öryggi landsmanna.
Það eru fáar þjóðir ef nokkrar í
heiminum sem búa við eins inarg-
háttaðar náttúruhættur og íslend-
ingar. Landið er einn stærsti þurr-
iendisstaður jarðar, sem er á gliðn-
unarmótum meginjarðfleka og þar
að auki yfir „heitum reit“ jarðmött-
ulsins, en þessir þættir ráða því að
eldvirkni er hér með því mesta sem
gerist á jörðinni. Landið er einnig
á hliðrunarsvæði jarðflekanna, með
tilheyrandi jarðskjálftavirkni, það
er vogskorið og fjöllótt á helstu
snjósöfnunarsvæðum þess, enda
snjóflóð og skriðuföll mjög tíð auk
þess sem það er á einu versta veðra-
svæði heims, sem er í byggð.
Að meðaltali. er endurtekningar-
tíðni eldgosa á íslandi talin vera
um 5 ár, en hleypur á tugum eða
hundruðum ára, miðað við einstaka
svæði á landinu. (Dæmi: Hekla,
Katla, Grímsvötn, Eyjafjallajökull,
Öræfajökull og Veiðivatnasvæðið.)
Jarðskjálftar af þeirri stærðargráðu
að þeir finnist verða á innan við 5
ára fresti en skjálftar af þeim styr-
leika að tjón verði á mannvirkjum
verða með tuga ára millibili. (Dæmi:
Kópasker 1976, Dalvík 1934,
Brennisteinsfjöll 1929, Landsveit
1912 og meginhluti Suðurlands
1896.) Snjóflóð eru árviss, en í
byggð á um 10 ára fresti og endur-
tekningartíðni hamfaraveðra er um
10 ár. (Dæmi: 1991, 1981, 1973
og 1963.)
Þetta segir þó ekki nema brot
af sögunni. Stórviðburðir í náttúru-
hamförum, sem geta valdið skaða
í heilum landshlutum eða á landinu
öllu, eiga sér stað með lengra milli-
bili en að ofan greinir. Minna má
því sambandi á sögu- og jarðfræð-
legar heimildir um eldsumbrot í
Heklu, Eyjafjallajökli, Mýrdalsjökli,
Öræfajökli og öði-um eldstöðvum í
Vatnajökli, Oskju og Lakagígum,
auk hálendisns norður og norðaust-
ur af Mýrdalsjökli, sem eru af þeirri
stærðargráðu að ösku- og gasfram-
leiðsla af eitruðum lofttegundum
nær til alls landsins og út fyrir land-
steinanna með skaðvænlegum
áhrifum. Einnig er nauðsynlegt að
minna á þá jarðskálfta sem eru jafn-
vel um 7 á Richter og þar yfir, sem
óhjákvæmilega valda skemmdum á
mannvirkjum og tæknibúnaði á
umtalsverðu svæði.
Samfélagshættir á íslandi hafa
tekið byltingum á þessari öld og
þá sérstaklega á síðari helmingi
hennar. Þannig hefur þjóðfélagið
breyst úr bændasamfélagi í borgar-
samfélag sem byggir afkomu sína
á gjörólíkum forsendum. Allt hefur
þetta gerst innan endurtekning-
artíma stórhamfara í náttúru Is-
lands. Því má segja að það þjóðfé-
lag og sá búnaður og tækni í orku-
öflun, samskiptum og samgöngum,
sem nútímaþjóðfélagið er háð, auk
þeirra mannvirkja sem byggð hafa
verið á síðustu 50—100 árum, hafi
aldrei „mætt“ þeirri tegund nátt-
úruhamfara sem orðið geta á ís-
landi, þrátt fyrir Vestmannaeyja-
gos, stórviðri og aðrar tíðari ham-
farir. Sama má segja um mannleg-
ir hamfarir. Skammdrægi hertóla
seinni heimsstyijaldarinnar hélt ís-
landi utan átakasvæða að mestu,
sem ekki myndi eiga við ef ófriður
yrði nú á eða við Norður-Atlants-
haf. Slys í notkun kjarnorku, svo
sem í kafbátum, gervitunglum og
kjarnorkuverum, geta einnig haft
mikil áhrif til tjóns hér á landi.
Miðlun upplýsinga er ein af for-
sendum þess að viðbúnaður al-
mannavarna virki og varnir takist.
Til að mynda er miðlun svo mikil-
væg á hættutímum að hvergi meðal
annarra þjóða eru viðvörunarkerfi
án þess að í merkjakerfi þeirra séu
merki sem þýði að hlusta eigi á
útvarp. Sama á við hér á landi og
hafa Almannavarnir ríkisins lagt
mikla áherslu á að fólk hlusti á leið-
beiningar í útvarpi á válegum tím-
um.
Hlutverk útvarpsstöðva í al-
mannavarnakerfi landsmanna er
því þetta:
— Áð upplýsa um hvað er að ger-
ast, hvar, hveijar afleiðingar
þess geti orðið og hversu víðtæk-
ar þær geta orðið.
— Að upplýsa um hvað megi gera
til að minnka líkur á að atburð-
urinn valdi tjóni á lífi og eignum.
— Að upplýsa um ráðstafanir sem
gerðar eru til almannavarna eða
skipulagðar eru til að forðast
tjón og veita líkn ef tjón verður.
— Áð gefa leiðbeiningar eða neyð-
arfyrirmæli um viðbrögð og
varnir.
Upplýsingamiðlunin er svo mikil-
væg í almannavörnum að í flestum
þróuðum ríkjum eru ráðstafanir
gerðar til að samtengja útvarps-
kerfi á hættutímum til að tryggja
að miðlun upplýsinga sé samhæfð
en ekki misvísandi. Má í því sam-
bandi nefna t.d. Vestur-Evrópurík-
in, en þar geta almannavarnir farið
fram á samtengingu allra útvarps-
stöðva á hættu- og neyðartímum.
Með nýrri tækni í útvarpsmálum
eru nú að opnast nýir möguleikar
á notkun útvarps til viðvarana
vegna almannavarna og er Ríkisút-
varpið að koma þessari tækni á.
Hér er um að ræða svokallað „Rad-
io Data System" og hafa Japanir
komið því upp í ofangreindum til-
gangi. Einnigjnun vera unnið að
því sama í Þýskalandi.
Ríkisútvarpið er eini upplýsinga-
miðill almannavarna sem nær til
allra landsmanna og er því ein af
þungamiðjum íslenskra öryggis-
hagsmuna. Byggist það einmitt á
þeirri grundvallarreglu að það skuli
ná til .gllra landsmanna, sem varla
verður hægt að gera að skyldu fyr-
ir einkastöðvar. Almannavarnir rík-
isins hafa því lagt megináherslu á
að tilkynningar, leiðbeiningar og
fyrirmæli sem varða öryggi fólks,
varnir og viðbrögð gegn vá eða
hættu, séu sendar fyrst og fremst
um rásir Ríkisútvarpsins.
Almannavarnir ríkisins hafa frá
upphafi þess að þær voru stofnsett-
ar árið 1962 bent á mikilvægi þess
að Ríkisútvarpið væri í stakk búið
til að geta smnt öryggishlutverki
sínu á válegum tímum. Til dæmis
lagði almannavarnaráð mikla
áherslu á að Ríkisútvarpið yrði búið
varaaflstöðvum til að tryggja út-
sendingar á hættutímum, auk þess
sem komið hefur verið upp þreföld-
um öryggissamböndum milli stjórn-
stöðvar Almannavarna ríkisins og
Ríkisútvarpsins til að tryggja sem
best miðlun upplýsinga.
Sem meginmarkmið tel ég þá
stefnu vera rétta að einkavæðing í
stað ríkisreksturs sé það sem stefna
beri að þar sem því verður við kom-
ið til hagsbóta fyrir þjóðféiagið og
framþróun þess. Hins vegar hljóta
öryggismál þjóðarinnar ávallt að
í ljósi öryggis
„ Vil ég með þessari
grein minna á nauðsyn
þess að í allri umræðu
og stefnumörkun um
framtíð útvarpsrekst-
urs í landinu verði ör-
yggishagsmunirnir
ekki vanmetnir.“
verða í höndum viðkomandi stjórn-
valda og rekin sem hluti af stjórn-
sýslu ríkis og sveitarfélaga. Því vil
ég með þessari grein minna á nauð-
syn þess að í allri umræðu og stefn-
umörkun um framtíð útvarpsrekst-
urs í landinu verði öryggishagsmun-
irnir ekki vanmetnir. Enn í dag
fullnægir Ríkisútvarpið ekki full-
komlega þeim skilyrðum sem setja
verður um öryggishlutverk þess.
Því er nauðsyn á að það verði enn
betur styrkt þar til eftirfarandi
markmið náðsts að fullu, en þau
eru að:
— miðlun um dreifikerfið nái til
allra landsmanna,
— sendar og dreifikerfi eigi ávallt
minnst eina varaleið ef aðalleið
bregst, helst tvær, og að vara-
leiðina megi virkja tafarlaust,
— dreifikerfið hafi innbyggða vörn
gegn helstu náttúruhamförum,
þar sem það liggur innan
þekktra náttúruhamfarasvæða
eða um þau,
— hlekkjum í dreifikerfinu sé for-
gangsraðað með hliðsjón af
varaafli, þannig að forgangur
eitt hafi sjálfvirkt varafl, for-
gangur tvö handvirkt varaafl og
forgangi þijú megi þjóna með
færanlegum rafstöðvum,
Guðjón Petersen
— dreifikerfíð sé varið fyrir hugs-
anlegri misbeitingu með fölskum
upplýsingum inn á kerfið.
Höfundur er forstjóri
Almannavarna ríkisins
Opió laugardaga 9-14