Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 16
16____________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991_ Landlæknir, kraft- lyftingar, vaxtarrækt eftir Ólaf Sigurgeirsson Eitt af því sem kraftamenn hér- lendis eiga sameiginlegt með stjórn- málamönnum eru stöðugar ádeilur og árásir, sem þeir verða fyrir. Sjaldnast njóta - þeir sannmælis frekar en stjórnmálamennirnir en gagnstætt þeim bera þessir íþrótta- menn sjaldnast hönd fyrir höfuð sér. I nokkur skipti hefur mönnum ofboðið og hefur stundum orðið mitt hlutskipti að sjá um varnir. I aprílmánuði í vetur ofbauð mörgum munnsöfnuður læknis norður á Akureyri um kraftlyft- inga- og vaxtarræktarmenn. Eink- anlega þó þau ummæli hans um vaxtarræktarmenn, að það heyri til undantekninga, að þeir karlmenn séu ekki á sprautum og, að eistun á þessum_ ræflum rýrni og verði ræfilsleg. í þessu tvennu felst mik- il lítillækkun. Lyíja er hægt að neyta annaðhvort _með sprautum eða í töfluformi. Áburður um að maður sé á sprautum er lítillækk- andi. Minnir á eiturlyf og kynsjúk- dóma. Niðrandi ummæli um kyn- færi er svo aftur það sem særir karlmann mest, aðför að sjálfri karlmannsímyndinni. Það sem mönnum blöskraði þó mest var, að ummælin voru frá lækni komin, sem notaði stöðu sína, menntún og embættisheiti svo mark væri tekið á orðum hans. Málflutn- ing hans mátti skilja svo, að hann hefði vitneskju sína úr starfi sínu. Framkoma læknisins kallaði á þrennar aðgerðir. Meiðyrðamál, kvörtun til siðanefndar iæknafé- lagsins vegna ætlaðra brota á siða- reglum lækna og síðast en ekki síst kvörtun til embættis landlæknis, sem skv. 1. nr. 56/1973 er skylt að sinna kvörtunum er varða sam- skipti almennings og heilbrigðis- stétta. Aðgerðir þessar vök'tu athygli fjölmiðla og meðan málinu var sinnt þar hitti ég menn, sem spurðu mig, hvort ég væri að leggja til atlögu við „læknamafíuna“. Þarna var orð- ið mafía notað eins og oft í daglegu tali um hóp manna, sem talinn er standa saman, ef á einn er ráðist. Ég mótmælti þessu mafíutali og sagðist ekki eiga von á öðru en réttlæti frá dómstólum og svo væri einnig um þau tvö erindi, sem snéru að læknum sjálfum. Nú er ég fullur efasemda. Kæra mín til siðanefndar fór 18. apríl sl. og henni hefur ekki verið sinnt. Kvörtun mín til landlæknis fór 15. maí sl. og vil ég nú rekja gang hennar. Meðferð landlæknis á kærunni Hjá embætti landlæknis var er- indi mitt hjá Matthíasi Halldórs- syni, aðstoðarlandlækni. Þegar ég fyrst grennslaðist fyrir um kvörtun mina hjá honum fann ég strax, að hjá honum fengi ég ekki hlutlausa málsmeðferð. Hann var haldinn miklum fordómum gagnvart notkun hormónalyfja og þegar fordómar blandast við vanþekkingu verður mottóið gjarnan, illt skal með illu út reka. Kvörtun mín var sameinuð at- hugun embættisins vegna ábend- ingar um verulega lyíjamisnotkun ákveðinna hópa íþróttamanna og henni var ekki sinnt meðan athugun þessi var í gangi. Liður í þessu var að senda dreifibréf til lækna, þar sem landlæknir óskaði eftir öllum upplýsingum, sem læknar kynnu að búa yfir um misnotkun hormóna- lyfja hér á landi t.d. ef sjúklingur hefði leitað læknis vegna aukaverk- ana eða haft á orði að hafa notað slík lyf. Frá þessu dreifibréfi var sagt í fjölmiðlum í sumar og eftir nokkurn tíma kom í sömu fjölmiðl- um sú frétt, að athugun hefði leitt í ljós töluverða notkun hjá ungu fólki. Unga fólkið var ekki flokkað eftir áhugamálum og þótti mér það framför. Það gerðist svo, að mér er til- kynnt um afgreiðslu kvörtunar minnar með bréfi dagsettu 4. sept- ember sl. Þar er greint frá þessu dreifibréfi og sagt að borist hafi upplýsingar frá 30 læknum og að af svörum læknanna megi draga þá ályktun, að steranotkun kraft- lyftingamanna og vaxtarræktar- manna sé útbreidd. Orð læknisins á Akureyri um lyfjanotkun ákveð- inna hópa íþróttamanna hafi því miður við rök að styðjast eins og athugun landlæknisembættisins staðfesti. Svarafár aðstoðarlandlæknir Við bréf þetta fannst mér tvennt athyglisvert. Annarsvegar dagsetn- ing þess 4. september, en 5. sept- ember átti læknirinn á Akureyri að skila vöm sinni í meiðyrðamálinu í greinargerðarformi, enda hittist líka svo einkennilega á, að bréfið til mín barst íjölmiðlum samdægurs og var lagt fram af hálfu læknisins með greinargerðinni í bæjarþinginu á Akureyri. Hins vegar þótti mér athyglisvert, að í bréfinu var talað um upplýsingar um kraftlyftinga- og vaxtarræktarmenn þ.e. lyíjamis- notkun þeirra. Ég þurfti að fá svör við nokkrum spurningum frá land- læknisembættinu og hringdi því í Matthías Halldórsson. Samtal hans við mig veitti honum enga gleði og heldur tregt var um svör. Ég vildi vita, hvort hann hefði látið embætt- ið afla gagna til að styðja lækninn á Akureyri í málferlunum. Hann sagði svo ekki vera. Tilviljun hefði ráðið dagsetningu bréfsins. Þessu trúði ég ekki þá og þessu trúi ég ekki enn. Þá vildi ég vita um hvað læknarnir hefðu verið spurðir, en áður hafði ég árangurslaust reynt að fá afrit af dreifibréfinu. Við þessu fékk dræm svör, en mér skild- ist þó, að einungis hefði verið beðið um upplýsingar um allt sem læknar vissu um frá sjúklingum sínum um misnotkun hormónalyfja hér á landi. Þá vildi ég vita hvernig kraftlyft- inga- og vaxtarræktarmenn blönd- uðust inn í þetta úr því einungis væri spurt um sjúklinga. Við þessu fékk ég engin svör og engin svör hef ég fengið. Hefði ég fengið svör hefði ég næst spurt, hvemig lækn- arnir skilgreindu kraftlyftinga- og vaxtarræktarmenn. Þar sem að- stoðarlandlæknir var nýbúinn að láta hafa eftir sér í Morgunblaðinu, að sterar væru útbreiddir í þessum íþróttum, þótti mér liggja beinast við að spyrja hann um hans skil- greiningu. Þá fékk ég merkilegt svar. Kraftlyftinga- og vaxtarrækt- armenn voru sem sagt allir þeir, sem stunda líkamsrækt með tækj- um eða lóðum, hver svo sem til- gangurinn með æfingunni er. Við- skiptavinir líkamsræktarstöðvanna eru m.ö.o. kraftlyftingamenn, hvort sem það eru húsmæður að ná af sér aukakílóum, sjúklingar að byggja sig upp að læknisráði, starfsmenn fyrirtækja að halda sér í formi, íþróttamenn hvers konar og svo þeir sem með réttu kallast kraftlyftinga- og vaxtarræktar- menn. Þeir sem slíkt kallast með réttu eru þeir sem æfa og keppa í kraftlyftingum eða vaxtarrækt og eru félagar í viðkomandi landsam- böndum. Aðstoðarlandlæknir sagði mér ekki koma við hverja hann kallaði þessum nöfnum og sagði ég honum þá, að samkvæmt hans skilgrein- ingu væri t.d. í Bandaríkjunum ekki til aðrir íþróttamenn, en kraftlyft- inga- og vaxtarræktarmenn. Þar byggðust allar vinsælustu íþróttirn- ar að miklu leyti á líkamlegu at- gervi og stór hluti þjálfunarinnar færi fram með tækjum og lóðum. Ég benti honum á svipað vanda- mál, sem Lyftingasamband Svíþjóð- Ólafur Sigurgeirsson „Þá fékk ég merkilegt svar. Kraftlyftinga- og vaxtarræktarmenn voru sem sagt allir þeir, sem stunda líkamsrækt með tækjum eða lóðum, hver svo sem tilgangur- inn með æfingunni er.“ ar glímdi við eftir að lyijapróf fóru að viðgangast á æfingatíma fyrir- varalaust. Eftirlitsmenn fara inn í tækjasalina og velja úr. Sumir gefa sýni, aðrir neita. Þeir fara í bann, sem neita og þeir, sem ekki standa prófið. Á ári hveijú eru um 40-50 manns í slíku banni og eru kallaðir lyftingamenn. Lyftingasambandið sænska segir þetta ekki lyftinga- menn, þeir séu hvergi á skrá hjá þeim sem keppnismenn. Um sé að ræða einstaklinga sem stunda al- menna líkamsrækt og þá skipti engu máli, hvort þeir séu í banni í lyftingum eða ekki. Ekki urðu viðræður okkar lengri, en fyrir utan furðu mína á notkun aðstoðarlandlæknis á íslensku máli var spurningum ósvarað. Gat verið að læknar væru að reyna að vernda félaga sinn. Ljóst var, að það gerði Matthías Halldórsson, en hvað um læknana 30. Hvað skyldu þeir hafa sagt í bréfunum sínum, skyldu þeir hafa nefnt annað en sjúklinga og þá komum við að þagnarskyldunni. Um þagnarskyldu Opinberir starfsmenn hafa ríka þagnarskyldu og varðar við almenn hegningarlög að upplýsa aðra um það sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara (greinar 136 og 230). í siðareglum (Codex ethieus) Læknafélags Islands eru strangari reglur um þagnarskylduna. í II. kafla 3. tölulið segir, að lækni sé skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúkl- inga. Honum er óheimilt að ljóstra upp einkamálefnum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúkl- ingsins, eftir úrskurði eða sam- kvæmt lagaboði. Meginreglan er því sú, að engum öðrum en lækni kemur við hvað sjúklingur segir honum. Hvorki landlæknisembætt- inu, ijölmiðlum eða öðrum. Það er trúnaðarsambandið, sem ber að varðveita. Það er mikilvægast. Skylda læknis er að sinna öllum sjúklingum og tryggja að allir þori að leita sér lækninga, jafnvel þótt eitthvað sé að fela. Sjúklingur verð- ur að geta sagt allt til að rétt sjúk- dómsgreining takist og í tíma sé brugðist rétt við. Sjúklingur á að vera fyrir lækninum sjúklingur og bara sjúklingur, ekki alþingismað- ur, vaxtarræktarmaður eða neitt annað, sem afmarkar hann til ákveðinnar stéttar eða áhugasviðs. Læknar geta ekki skotið sér undan þessu með því að telja menn, sem hafa tiltekið áhugasvið til áhættu- hóps og ætla að sniðganga þagnar- skylduna með því. Læknar hafa ekki sjálfdæmi um, hvenær þagnar- skylda er rofin, nema varðandi brot á siðareglum. Um þagnarskylduna fjalla dómstólar, ef opinber starfs- maður fær á sig kæru vegna ætlaðs brots. Mér sýnist eftir afgreiðslu aðstoðarlandlæknis á kvörtun minni, að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið í Sakadómi, hvort hann hafi brotið reglur hegningarlaga um þagnarskylduna með því að fá 30 lækna til að ijúfa trúnað við sjúkl- inga sína og bera þau trúnaðarmál á torg fjölmiðla. Valdþurrð landlækn- isembættisins En það er meiri maðkur í mys- unni, þegar afskiþti aðstoðarland- læknis eru skoðuð og nú skulum við víkja að því. Embætti landlækn- is heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og um embættið gilda tvenn lög. Önnur eru læknaskipunarlög nr. 43/1965 og hin eru lög um heil- brigðisþjónustu nr. 56/1973. Sam- kvæmt fyrrnefndu lögunum er emb- ætti landlæknis til ráðuneytis ráð- herra um allt, sem varðar heilbrigð- ismál og annast framkvæmdir þeirra fyrir hönd ráðherra sam- kvæmt lögum reglum og venjum er þar um gilda (10. gr.). Þar koma til síðargreindu lögin frá 1973. í II. kafla þeirra eru ákvæði um starfssvið landlæknis og í 3. gr. laganna er ákvæði um að ráðherra skuli með reglugerð ákveða verk- efni landlæknis þe. ákveða starf og stöðu. Slíkt hefur verið gert og er- indisbréf landlæknis er að finna í reglugerð nr. 41 frá 1973. Ég hef kynnt mér reglugerðina og hvergi sé ég staf fyrir því í erindisbréfinu, að afskipti af lyijaneyslu almenn- ings heyri undir embættið, hvergi sé ég staf fyrir því, að embættið geti krafið lækna um skýrslur um einkamál sjúklinga þeirra. í IV. kafla 6. gr. 3. tölulið segir, að telji landlæknir ástæðu til að fram- kvæma eftirlit eða athugun á lyfja- málum, þá beinir hann þeim tilmæl- um til Lyfjaeftirlits ríkisins um framkvæmd eftirlits eða athugunar. Nú er það svo, að ef íþróttamenn eða aðrir nota hormónalyf, þá eru þau ekki frá íslenskum læknum komin að minnsta kosti ekki, ef um anaboliska stera er að ræða, þar sem þau lyf hafa fyrir löngu verið tekin af lyfjaskrá. Lyfin eru þó ekki bönnuð, nema notkun íþrótta- manna af íþróttahreyfingum þeirra, innlendum samböndum sem al- þjóðasamböndunum. Með öðrum orðum er notkun ekki brot á lands- lögum. Lyf fengin erlendis með lyf- seðli er öllum heimilt að hafa með sér til landsins, nema magnið sp greinilega meira, en svo að eðlilegt teljist. Annar innflutningur er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.