Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 18

Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 Stofnendur nýs félags um ullar- og bandvinnslu: Tugmilljóiia samn- ingar í hættu á næstu dögum STOFNAÐ hefur verið undirbúningsfélag að nýju fyrirtæki um ullar- þvott og bandvinnslu sem tæki við starfsemi Álafoss hf. í Hvera- gerði og Mosfellsbæ. Aðilar með hliðstæða eignaraðild að félaginu eru fjórir fyrrverandi starfsmenn Álafoss hf., Stéttarsamband bænda, Landssamtök sauðfjárbænda, aðilar sem annast ullarmóttöku og ull- armat auk þýskra aðila. Hlutafé hins nýja félags verður 60 milljón- ir kr. Samningar fata- og vefnaðardeildar á Akureyri upp á tugi milljóna króna við erlenda aðila eru í hættu verði ekki af endur- reisn ullar- og bandvinnslu á næstu dögum, að sögn stofnenda félags- ins. Morgunblaðið/RAX Fjórir af fimm listamönnum sem eiga verk í Listhúsinu. F.v.: Erla Magnúsdóttir, Ragnheiður Ágústs- dóttir, Odd Stefán og Þórdís Ágústsdóttir. Listhúsið: Sýning „ An sýnilegs titils“ „ÁN sýnilegs titils“ er heiti sýningar sem opnuð verður á grímum, ljósmyndum, leirlist og myndverkum í Listhúsinu Vesturgötu 17 sunnudaginn 15. september kl. 16. Sýningin er haldin í boði frönsku sendiherrahjónanna, Jacpueline og Jack Mer, og hafa allir listamenn- irnir dvalist í Frakklandi um lengri eða skemmri tíma. Sýningin er opin milli kl. 12 og 18. Henni lýkur 22. september. Guðjón Kristinsspn, einn fyrrver- andi starfsmanna Álafoss, sagði að gengið hefði verið til samninga við eigendur véla og húsnæðis Álafoss um leigu og jákvæð viðbrögð hefðu borist frá nokkrum aðilum. Helsti kröfuhafi þrotabúsins er Lands- bankinn, sem hefur stofnað félag um rekstur búsins til áramóta. Já- kvæð viðbrögð hefðu fengist hjá Landsbankanum um yfirtöku hins nýja félags á rekstrinum. Samning- ar við atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar væru einnig langt komnir. Hins vegar strandi samn- ingar á því sem Guðjón kallaði „óraunhæfar" hugmyndir Fram- kvæmdasjóðs um leigu á húsnæði bandvinnsludeildar Álafoss í Mos- fellsbæ, sem er í eigu sjóðsins. Framkvæmdasjóður hefur hafnað tilboði félagsins, en það hljóðaði upp á 10 milljónir kr. á ári, sem dygði til greiðslu á fasteignagjöldum, tryggingum og viðhaldi hússins, að sögn Guðjóns. Gagntilboð Fram- kvæmdasjóðs hljóðar upp á 24 millj- óna kr. í leigu á ári. Guðjón sagði að um væri að ræða stofnun lítils iðnfyrirtækis með lágmarksyfirbyggingu. Starfs- menn yrðu alls 57, þar af 53 við framleiðslustörf. Rekstrarhorfur væru taldar nokkuð góðar og áætl- anir byggðar á þeim mörkuðum sem taldir væru tryggir. Áætluð fram- leiðsla yrði um helmingi minni en verið hefði hjá Álafossi og öll um- svif minni. Rekstur ullar- og band- vinnslu væri forsenda þess að fata- og vefnaðarfyrirtæki verði endur- reist á Akureyri, og áætlanir sýndu að reksturinn gæti skilað arði en þar réði um mestu lægri fjármagns- kostnaður en var hjá Alafossi. Guð- jón sagði að bæjarstjóm Mosfells- „Að gefnu tilefni er nauðsynlegt að taka af tvímæli um afgreiðslu ríkisstjórnar og þingflokks Alþýðu- flokksins á tillögum menntamála- ráðherra um hvemig heimildir gild- andi laga um gjaldtöku í framhalds- skólum og háskólum megi nýta á fjárlagaárinu 1992. * Á ríkisstjómarfundi 3. september sl. voru útgjaldarammar mennta- málaráðuneytis hækkaðir um 50 millj. króna. * Skólum er því ætlað að brúa bil áætlaðra rekstrarútgjalda og ríkis- framlaga, annaðhvort með frekari spamaði eða með því að nýta heim- ildir laga til gjaldtöku, allt að 250 millj. * Upplýst var að gjaldtaka af nem- endum í umræddum skólum hefði á sl. skólaári verið á biiinu 300 til 350 millj. króna. Hér er því um að ræða lækkun áþeirri gjaldtöku, sem viðgengist hefur. * Ríkisstjórnin ákvað að skipa bæjar hefði samþykkt að aðstoða þetta fyrirtæki með framlagi upp á 10 milljónir kr. á fyrstu tveimur starfsámm þess. Fyrir bæjarstjórn Hveragerðis liggi samsvarandi beiðni. „Náist samningar ekki um leigu á eigum sjóðsins er okkur vandi á höndum. Eg er fullviss um að fram- tíð fataiðnaðar hér á landi byggist á því að hér verið framleitt band áfram. Mikið framboð er af notuð- um vélum til þessa iðnaðar um alla Evrópu sem fást á lágu verði svo við myndum skoða þann möguleika að setja upp bandfyrirtækið annars staðar á landinu. „Ég trúi því ekki að óreyndu að Framkvæmdasjóður ætli að koma í veg fyrir að þessi iðnaður verði áfram í Mosfellsbæ," sagði Guðjón. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að gert væri ráð fyrir því að sauðfjár- bændur afsöluðu sér ákveðnum hlut af ullarandvirði sem þeir fái greitt í formi hlutafjár. Haukur benti á að tíminn væri naumur og hætta væri á því að mikilvægir viðskipta- samningar við útlönd glatist. Fyrir skömmu hefðu japanskir aðilar ver- ið hér á landi til að ganga úr skugga um hvort framhald yrði á þeim samningum sem þeir höfðu við fata- og "vefnaðarfyrirtæki Álafoss á Akureyri. Ekki hefði verið hægt að gefa ákveðin svör við því, þar sem ekki lægi fyrir hvort ullar- og band- vinnslan yrði endurreist. Þeir vilji fá staðfestingu á því strax eftir helgi hvort af þessum samningum verði eður ei. Samningarnir eru upp á 50 milljónir kr. og muni þeir snúa sér annað geti ekki orðið af þessu. Hann sagði að fleiri slíkir samning- ar væru í hættu. nefnd til að „samræma fyrirkomu- lag um eigin tekjuöflun skóla, svo sem innritunar- og efnisgjöld, sem lög heimila og lengi hafa viðgeng- ist“. * Nefndin á að skila niðurstöðum, m.a. um lagaheimildir til ráðstöfun- ar á innheimtufé til reksturs skóla, fyrir lok fjárlagaafgreiðslu. * Að því er varðar Ijárlagaaf- greiðslu verður því ekki svarað, fyrr en nefndin hefur lokið störfum, að hve miklu leyti heimilt er að ráðstafa innheimtufé til reksturs skóla (sbr. minnisblað menntamála- ráðuneytis um kostnaðarþátttöku nemenda í framhaldsskólum dags. 3.9.91). Endanlegar tölur um rekstrargjöld framhaldsskóla verða endurskoðaðar í ljósi niðurstöðu nefndarinnar. * Þar sem hér er um heimildar- ákvæði að ræða, en ekki kvöð eða fyrirmæli, er það síðan í höndum skólanna sjálfra, að hve miklu leyti Erla Magnúsdóttir sýnir grímur sem eru eins konar blanda af mál- verki og skúlptúr. Hún segir að hugmyndirnar að grímunum kom til hennar eftir ólíkum leiðum. „Stundum þarf fólk ekki að segja við mig nema eitt orð og ég fæ hugmynd að grímu,“ segir hún og nefnir sem dæmi grímuna Heilbrot. Sjaldnast segist hún hafa í huga ákveðin þemu. Engu að síður eru á sýningunni þijár grímur sem allar tengjast peningum. „Sú fyrsta seg- ir frá málshættinum „Margur verð- ur að aurum api“ en næsta er af hagfræðingi að tala í sjónvarpið. Síðustu grímuna nefni ég Hermang- arann.“ Af fleiri grímum má nefna Hjartadrottninguna, Kleópötru og Sólmyrkva en sú mynd er sérstak- lega gerð fyrir frönsku sendiherrahjónin. Á sýningunni eru skrautleg leir- listaverk eftir Ragnheiði Ágústdótt- ur sem lauk 5 ára listanámi í Frakk- landi nú í sumar. „í verkum mínum bý ég til ímyndaðan heim útfrá því hvemig ég upplifi sjóinn, dularfulla hyldýpið,“ segir Ragnheiður. „Ég reyni að koma á framfæri upplifun minni en verkin eru einnig ,að hluta þeir mæta útgjaldaþörf sinni með spamaði og að hve miklu leyti með nýtingu lagaheimilda um gjaldtöku á fjárlagaárinu 1992 að settu há- marki 250 millj. króna. * Á þessum forsendum samþykkti þingflokkur Alþýðuflokksins gjaldahlið íjárlaga, þ.m.t. mennta- málaráðuneytis. Allir þingmenn Al- þýðuflokksins (að undanskildum einum, sem var fjarverandi) hafa því skuldbundið sig til að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar, á þessum forsendum, að því er menntamálaráðuneytið varðar. í bókun 3 þingmanna Alþýðu- flokksins, þeirra Rannveigar Guð- mundsdóttur, Sigbjörns Gunnars- sonar og Össurar Skarphéðinsson- ar, við afgreiðslu málsins, segir m.a. eftirfarandi: „Með þessum fyrirvörum getum við fallist á þann ramma fjárlaga sem snýr að menntamálaráðuneyt- inu, en áskiljum okkur rétt til að hlutast til um breytingar á lögum um framhaldsskóla til að tryggja til, nytjalist," segir hún en bendir á að engu að síður sé hún alfarið á mót því að verkin séu lokuð inn í skáp eins og stundum komi fyrir nytjalist. „Ég vil að þau séu inn í stofu. Séu alltaf á sýningu.“ Þórdís, systir Ragnheiðar, sýnir litmyndasyrpu af stórmörkuðum á sýningunni. „Ég vel stórmarkaði vegna þess að þeir og umhverfi þeirra eru sérstakur heimur útaf fyrir sig, land í landinu,“ segir hún. Áðspurð segist Þórdís taka litmynd- ir framyfir svarthvítar myndir HÚSVÍSK matvæli hf hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en eng- in starfsémi hefur verið á þeirra veg^um frá 19. apríl s.l. að sögn Einars Njálssonar fyrrum stjórn- arformanns. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri 31. maí voru skuldir fyrirtækisins um 24,6 að í framtíðinni verði námsgjöld ekki látin standa undir rekstri skóla í meiri mæli en nú tíðkast. * Loks skal tekið fram að sú full- yrðing menntamálaráðherra að þessi tillaga (þ.e. um gjaldtöku í skólum) sé „upphaflega komin frá formanni Alþýðuflokksins" er úr lausu lofti gripin. Gildandi laga- heimildir eru frá menntamálaráð- herratíð Birgis ísleifs Gunnarsson- ar. Þeim Iagaheimildum var við- haldið af fv. menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, við síðari laga- breytingar. Innheimta skólagjalda, á grundvelli þessara lagaheimilda, hefur vaxið verulega á sl. árum. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1992 var hugmyndin fyrst sett á blað í „hugmyndabanka" fjármála- ráðuneytis þann 24. júní sl. Tillagan um ráðstöfun innheimtra gjalda var að sjálfsögðu sett fram að frum- kvæði og á ábyrgð menntamálaráð- herra, sem hluti af sparnaðartillög- um hans ráðuneytis.“ vegna þess að með þeim hætti séu myndirnar raunsærri og skili betur alls kyns skiltum og skreytingum í stórmörkuðunum og nágrenni þeirra. Hún segist hafa áhuga á að halda áfram með syrpuna, gera jan- vel heila bók. Odd Stefán sýnir svarthvítar myndir úr daglega lífinu í Reykja- vík á þessu og síðasta ári. Hann tengir saman ljóðlist og mynd með þeim hætti að hverri mynd fylgir lína úr ljóði eftir Stein Steinar. „Ég geri þetta þannig að ég hugsa mér eina línu úr Ijóði og hef hana í huga þegar ég tek myndina," segir Odd Stefán. Hann segist ekki áður hafa reynt að tengja ljóðlist og ljós- myndir með þessum hætti. Auk fjórmenninganna sýnir Yann Hervé myndverk á sýningunni. milljónir umfram bókfært verð eigna. 25 aðilar áttu hlut í fyrirtækinu en hlutafé þess var 27,6 milljónir. Stærstu eigendur voru Þróunarsjóð- ur lagmetis með 22,4%, Fisiðjusam- lag Húsavíkur með 15,2%, Flóki hf og Húsavíkurkaupstaður með 14,5% hvor. I fyrrgreindu bráðabirgðaupp- gjöri voru skuldir fyrirtækisins tald- ar nema um 86,1 milljón króna, þar af voru skammtímaskuldir 61,1 milljón króna, en stór hluti þeirra voru vegna afurðalána hjá Lands- banka íslands. Langtímaskuldir námu um 25 miltjónum króna, þar af 11,3 milljóna skuld við Lands- banka og 5,4 milljóna skuld við atvinnutryggingasjóð, að sögn Ein- ars Njálssonar. Bókfært verðmæti eigna var 61,5 milljónir króna. Vörubirgðir og ógreiddur útflutningur voru taldar 48,4 milljóna virði, fasteign félags- ins var bókfærð á 4,3 milljónir og vélar og tæki á 8,2 milljónir. Húsvísk matvæli framleiddi nær eingöngu niðursoðna rækju hin síð- ari ár og seldi afurðirnar í gegnum Sölusamtök lagmetisiðnaðarins en það háði félaginu, að sögn Einars Njálssonar, að hafa ekki yfír pillun- arvél að ráða heldur þurfa að kaupa pillaða rækju til að vinna úr. Allir 13 starfsmenn félagsins létu af störfum 19. apríl og tókst flestum þeirra strax að útvega sér aðra vinnu, að sögn Einars. Hann kvaðst ekki hafa heyrt um neinar þreifing- ar til að endurreisa félagið eða heíja starfsemi í húsakynnum þess. Að sögn Halldórs Kristinssonar, bæjarfógeta og skiptaráðanda á Húsavík, hefur ekki verið tekin ákvörðun um skipun bústjóra til að fara með málefni búsins. Innköllun krafna er ekki hafin. Jón Baldvin Hannibalsson: Tillaga um ráðstöfun skólagjalda á ábyrgð menntamálaráðherra Hér á eftir fer í heild fréttatilkynning Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins um skólagjöldin: Húsvísk matvæli gjaldþrota: Skuldir 24,6 millj. umfram eigiiir samkvæmt bókhaldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.