Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER L991
19
Stofnun Sigxirðar Nordals fimm ára:
Nauðsynlegt að hafa opinn
glugga til annarra landa
A _
- segir Ulfar Bragason forstöðumaður stofnunarinnar
STOFNUN Sigurðar Nordals var komið á fót 14. september 1986
þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Sigurðar Nordals eða fyrir
réttum fimm árum í dag. Samkvæmt reglugerð fyrir stofnunina er
það hlutverk hennar „að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og
kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra
pg erlendra fræðimanna á því sviði“. Stofnunin er á vegnm Háskóla
Islands en lýtur eigin sljórn.
í reglugerðinni segir ennfremur
að hlutverki sínu gegni stofnunin
einkum með því að afla gagna um
rannsóknir tengdar íslenskri menn-
ingu; með því að bjóða erlendum
fræðimönnum til Islands til að
kynna rannsóknir sínar, afla gagna
til þeirra eða til að stunda rannsókn-
ir; með því að gangast fyrir ráð-
stefnum, umræðufundum, nám-
skeiðum og fyrirlestrum um ís-
lenska menningu; með því að styðja
eða standa fyrir útgáfu rita um ís-
lenska menningu, hafa forgöngu
um kennslu í íslensku og íslenskum
fræðum erlendis og annast þjónustu
við íslenska sendikennara; með því
að styrkja íslenska fræðimenn til
utanfara til að stúnda rannsóknir í
fræðum sínum eða til að kynna
þau; og með því að hafa samvinnu
við erlenda aðila einkum á Norður-
löndum um hver þau verkefni sem
falþa undir verksvið stofnunarinnar.
Úlfar Bragason, bókmennta-
fræðingur, var ráðinn forstöðumað-
ur stofnunarinnar í ársbyrjun 1988.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að undanfarin ár hefði mest-
um tíma verið varið í að kynna hlut-
verk stofnunarinnar, ganga frá
húsnæðismálum hennar og sinna
þeim verkefnum sem henni voru
falin eftir því sem naurnar flárveit-
ingar hafa leyft. Stofnunin hefur
aðsetur á Þingholtsstræti 29 en
húsið var keypt undir starfsemi
hennar á árinu 1987. Það var reist
fyrir aldamót og er í svokölluðum
„sveitser“-stíl. Húsið er eitt hið
elsta sinnar te'gundar á landinu. Það
er að mestu óbreytt frá því það var
byggt og heyrir til A-flokki friðaðra
húsa. Jón Magnússon, síðar forsæt-
isráðherra, keypti viði þess til-
höggna frá Noregi og lét reisa það
en það var í mikilli niðurníðslu þeg-
ar það var keypt handa stofnun-
inni. Allar endurbætur á því hafa
verið gerðar í samvinnu við húsfrið-
unarnefnd og er þeim nýlokið. End-
urbætumar hafa kostað rúmar níu
milljónir og hafa auk ríkisins Há-
skóli íslands, ýmsar opinberar
stofnanir og sjóðir og einkafyrir-
tæki lagt fram fé til þeirra. Skrif-
stofur stofnunarinnar eru á neðri
hæðinni en á þeirri efri hefur verið
innréttuð íbúð sem erlendir fræði-
menn á sviðum íslenskra fræða
geta fengið afnot af gegn vægu
gjaldi meðan þeir dveljast hérlendis
við rannsóknir. Tveir tékkneskir
fræðimenn dvelja þar nú.
Úlfar sagði að mikill tími hefði
einnig farið í það að koma á sam-
bandi við fjölmarga fræðimenn og
stofnanir um víða veröld sem fást
við íslensk fræði. Nú væru um 900
einstaklingar og stofnanir utan ís-
lands komnar á póstfangsskrá
stofnunarinnar og þeim væri sent
fréttabréf um íslensk fræði tvisvar
á ári. Þá hefðu á undanförnum
árum verið haldnar tvær ráðstefnur
um íslensk fræði og íslenska menn-
ingu og í undirbúningi væri ráð-
stefna í júní á næsta ári til heiðurs
Halldóri Laxness níræðum. Þessi
ráðstefna yrði haldin í tengslum við
listahátíð og þar myndu bæði inn-
lendir og erlendir fræðimenn halda
fyrirlestra. Stofnunin hefði einnig
staðið að ráðstefnum með öðrum
aðilum og í næstu viku yrði haldið
þýðendaþing í samvinnu við Bók-
menntakynningarsjóð. Til ráðstefn-
unnar hefði verið boðið um 20 er-
lendum þýðendum íslenskra forn-
og samtímbókmennta. Ætlunin
væri að kynna þeim það sem efst
væri á baugi í íslenskum bókmennt-
um nú. Þá yrði rætt um útgáfu ís-
lenskra bókmennta erlendis og fjall-
að um þann vanda sem fylgdi því
að þýða af einu tungumáli á annað.
Stofnuninni væri einnig ætlað að
efla íslenskukennslu erlendis og
þjóna þeim Íslendingum sem væru
að kenna íslensku við háskóla er-
lendis. Núna væru íslenskir sendi-
kennarar á öllum Norðurlöndunum,
auk Frakklands, Þýskalands og
Bretlands. Stofnunin hefði verið í
sambandi við þá og sent þeim upp-
lýsingar um íslenskt mál og samfé-
lag, auk þess sem stofnunin hefði
tekið þátt í undirbúningi árlegra
funda þeirra. Frá næstu áramótum
væri síðan ætlunin að stofnunin
tæki að sér stjórn þessara mála af
menntamálaráðuneytinu.
Þá hefði stofnunin tekið þátt í
skipulagningu alþjóðlegra sum-
arnámskeiða í íslensku við Háskóla
íslands. Þriðja námskeiðið hefði
verið haldið í sumar. Það væri mik-
ill áhugi fyrir þessum námskeiðum
og stöðugt fleiri sem óskuðu eftir
að sækja þau. Hins vegar hefði
reynst erfitt að afla nægilegs fjár
til þeirra, auk þess sem komið hefði
í ljós að þörf væri á fjölbreyttara
námskeiðahaldi, því undirbúningur
og væntingar fólks til námskeið-
anna væru mjög mismunandi.
Úlfar sagði að einnig væri í und-
irbúningi að gefa út á ensku út-
drætti úr íslenskum fræðiritum og
Bók um sálfarir frá BAB
BOKAKLUBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur sent frá sér nýja
bók, Sálfarir, bók um dularfulla
reynslu.
í kynningu útgefanda segir:
„Sumum finnst sem þeir yfirgefi
líkamann og ferðist sálförum um
heiminn, aðrir virðast deyja og
vakna svo aftur til lífsins, en hafa
orðið fyrir margvíslegum skynjun-
um í dauðastríðinu. Þá er og al-
gengt að fólk telji sig muna fyrri
jarðvistir, staði, atburði og fólk sem
þeir þá kynntust. Allar þessar teg-
undir fyrirbæra eiga sér stað víðs-
vegar um heiminn, óháð löndum og
Morgunblaðið/KGA
Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, fyrir
framan aðsetur stofnunarinnar á Þingholtsstræti 29, en það er frið-
að timburhús byggt skömmu fyrir aldamót og er eitt elsta hús sinn-
ar tegundar hér á landi.
greinum um íslenskt mál, bók-
menntir og sögu og senda þeim sem
stunda rannsóknir í íslensku að
minnsta kosti einu sinni á ári. Þá
færi mikill tími í að sinna hvers
kyns fyrirspurnum og aðstoða er-
lenda fræðimenn sem hingað koma.
„Síðan stofnuninni var komið fót
hefur verið unnið að því að koma
henni fyrir og kynna starfssvið
hennar. I framtíðinni virðist mér
þróunin verða sú að stofnunin hafi
með höndum umsjón sendikennsl-
unnar við háskóla erlendis. Hún
mun standa fyrir námskeiðum fyrir
útlendinga um íslenskt mál, bók-
menntir og sögu. Hún mun standa
að námskeiðum fyrir þýðendur,
endurmenntunarnámskeiðum fyrir
útlendinga sem eru að fást við ís-
lensk fræði og hún mun standa að
ráðstefnum um íslensk fræði. Þetta
er í raun og veru þjónustustofnun
en ekki rannsóknastöð. í háskólan-
um eru auðvitað rannsóknastofnan-
ir á sviðum íslenskra fræða, en jafnt
og Sigurður Nordal taldi mikilsvert
að byggja upp háskólann var honum
jafnljós nauðsyn þess að hafa opinn
glugga til annarra landa. Margt af
því fólki sem leggur stund á íslensk
fræði erlendis kemur að þeim með
öðrum hætti en við. Það er sprottið
úr öðrum menningarheimi og sér
hlutina í öðru samhengi og í öðru
ljósi en við og það er auðvitað hollt
fyrir okkur að hlusta á hvað það
hefur að segja. Þannig opnast nýjar
leiðir í rannsóknum í íslenskum
fræðum, auk þess sem það er gott
fyrir það að koma hingað og sjá
að hveiju er unnið hér. Háskóli Is-
lands er ekki nema 80 ára og áður
var Kaupmannahafnarháskóli há-
skóli íslendinga. Lengi framan af
öldinni voru íslensk fræði alveg eins
stunduð þar, ekki síst af því Arna-
safn var þar. Nú þegar búið er að
endurheimta handritin hlýtur Há-
skóli íslands að vera aðalmiðstöð í
rannsóknum á fornum og nýjum
bókmenntum, íslenskri sögu og
samfélagi og íslensku máli,“ sagði
Úlfar.
trúarbrögðum og er víða unnið að
rannsóknum á þeipi.
Bókin byggist á þessum rann-
sóknum, en fjallar þó einkum um
þau fyrirbæri sem fólkið telur sig
hafa séð og skynjað."
Bókin er í brotinu 61X49 sm, 143
bls. og er gefin út í samvinnu við
Time-Life-útgáfuna og tilheyrir rit-
röð sem hlotið hefur á íslensku
nafnið Leyndardómar hins óþekkta.
Þetta er önnur bókin á íslensku í
þessari ritröð, sú fyrri heitir Duldir
heimar og kom út hjá bókaklúbbn-
um snemma á þessu ári.
Helga Þórarinsdóttir hefur þýtt
báðar bækurnar.
ODYRIR OG
GÓÐIR
LFJKIIMI- OG
IÞRÓTTAS KÓ R
KM. 1.795.
Stærðir 33-46
HAGKAUP
Reykjavík • Njarðvík • Akureyri
Póstverslun sími 91-3 09 80