Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBEÉ 1991 Iraskir herfangar neita að fara heim Manama í Bahrain, New York. Reuter. UM 13.000 íraskir hermenn, er teknir voru höndum í Persaflóa- Eystrasalts- ríkin gætu orð- ið aðilar að EB á næstu árum Bonn. Reuter. HANS-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, gætu orðið fullgildir aðilar að Evrópubandaiaginu eftir nokkur ár. Hann sagði einnig að rikin þyrftu að fá aukaaðild að banda- laginu innan nokkurra mánaða. Ráðherrann sagði einnig að enn væri ágreiningur innan Evrópuband- alagsins um tillögu sína um að það féllist á aukaaðild ríkjanna þriggja sem fyrst. „Ganga þarf frá samningi um aukaaðild innan nokkurra mán- aða og hægt verður að ljúka viðræð- um um fullgilda aðild á nokkrum árum,“ sagði hann. Genscher sagði að iðnríkin 24 í Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) ættu að veita Eystrasalts- ríkjunum fjárhagsaðstoð. stríðinu, neita að snúa heim, að sögn talsmanna Rauða krossins. Mennirnir dveljast nú í búðum í Saudi-Arabíu en þarlend sljórn- völd hafa heitið öllum stríðsföng- um landvistarleyfi ef þeir fari fram á það. Þeir hafa þó ekki fengið leyfi til að yfírgefa búð- irnar. v Um 70.000 herfangar hafa nú verið fluttir til íraks á ný, að sögn Rauða krossins. Talið er að auk hermannanna séu nær 30.000 íraskir flóttamenn í Saudi-Arabíu. Bandaríska blaðið New York Newsday segir að ef til vill hafi þúsundir íraskra hermanna kafnað í skotgröfum sínum í fremstu víglínujjegar bandamenn hófu sókn gegn Irökum í febrúar sl. Beitt hafi verið skriðdrekum búnum plóg- jámum til að tæta upp skotgrafir á víglínunni og hafi mennirnir verið grafnir lifandi í sandinn. íraskir hermenn, er fylgdust með félögum sínum í framlínunni, munu hafa gefist upp umsvifalaust er þeir sáu hvaða örlög biðu þeirra. „Ég veit að þessar lýsingar hljóma hræði- Iega,“ sagði bandarískur liðsforingi sem var á vígstöðvunum, „en það hefði verið enn hræðilegra ef við hefðum þurft að senda lið ofan í skotgrafimar og vinna bug á þeim með byssustingjum." Tengiliður Treholts rekinn úr starfí hjá KGB Moskvu. Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov Sovétleiðtogi rak á fímmtudag tvo háttsetta yfirmenn í sovésku öryggislögreglunni, KGB. Samkvæmt sovésku frétt- astofunni TASS var annar mannanna Gennadíj Títov, varaformaður öryggisráðs ríkisins og yfirmaður þeirrar deildar KGB sem sér um að beijast gegn starfsemi erlendra leyniþjónusta í Sovétríkjunum. Hann var á sínum tíma tengiliður norska njósnarans Arne Treholts. Títov hafði verið skipaður í nefnd sem Gorbatsjov setti á laggimar til að rannsaka hlut KGB í valdaráninu í síðasta mánuði. Við sæti hans í nefndinni tók Anatólíj Oleinikov, að sögn TASS-fréttastofunnar. , Gorbatsjov gaf einnig út tilskipun þar sem hann leysti Valeríj Lebedev, sem líka var yfirmaður í KGB og formaður upplýsingadeild- ar stofnunarinnar, frá störfum. Lebedev var eitt sinn yfirmaður hinnar illræmdu nefndar, sem Hafði það verk með höndum að kveða niður andóf í landinu. Hann var eitt sinn ráðgjafi Vladímírs Kijútsjovs, fyrrum yfirmanns KGB og einn valdaræningjanna. Enn greiðist úr gíslamálinu í gær var Ali Abu Hilal, háttsett- um leiðtoga í Lýðræðisfylkingunni til frelsunar Palestínu (DFLP), leyft að snúa aftur til hernumdu svæðanna á vesturbakka árinnar Jórdan gegn því að líkamsleifum ísraelska liðþjálfans Samir Assad var skilað, en DFLP tók hann höndum árið 1983. Skriður er nú kominn á gíslamálið í Líbanon og virðist sem bæði ísraelar og íslam- skir heittrúarmenn í Líbanon vilji nú öllu til kosta til að það leysist að fullu. Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, er nú bjartsýnn á að fleiri gíslar og fangar verði látnir laus- ir fljótlega. Halil, sem á innfelldu myndinni sést fagna heimkom- unni ásamt konu sinni og móður, er sama sinnis. Stærri myndin sýnir þegar tekið var á móti líkam- sleifum Assads. Abu Hilal kom með sömu flugvél. Viðræður íslendinga o g Norð- manna við EB hefjast í næstu viku Evropska efnahagssvæðið: Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTI tvíhliða fundur íslendinga eftir sumarleyfi með samninga- mönnum Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál verður í Brussel á fimmtudag í næstu viku. Á miðvikudag er ákveðinn tvíhliða fund- ur á milli fulltrúa EB og Norðmanna um sama efni. Samkvæmt heimildum í Brussel munu framkvæmdastjóramir Frans Andriessen, sem fer með samningana við Fríverslunarband- alag Evrópu (EFTA) og Manuel Marin, framkvæmdastjóri fiski- mála, ræða stöðuna í sjávarútveg- sviðræðunum í Brussel á þriðjudag. Hannes Hafstein, sendiherra í Brussel og aðalsamningamaður Islands í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið (EES), átti á fimmtudag viðræður við Horst Krenzler, aðalsamningamann EB, þar sem m.a. varð samkomulag um fundinn á fimmtudaginn kem- ur. íslendingar hyggjast krefja EB svara um áherslur bandalagsins í samningunum um greiðari að- gang sjávarafurða á EB-mark- aði. Lögð verður áhersla á kröfu EFTA um fríverslun með sjávar- afurðir innan EES eða a.m.k. fullt tollfrelsi 'y viðskiptum með þær afurðir. Islendingar hafa farið fram á að fulltrúi frá Finn- um, sem eru í forsæti ráðherrar- áðs EFTA, sitji fundinn til að leggja áherslu á að málið snýst ekki um íslenskar sérkröfur heldur sameiginlega kröfu allra aðildarríkja EFTA í samningun- um. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, kemur einmitt til Brussel á mánudag til viðræðna við Jacques Delors, forseta framkvæmdasljórnar EB, Frans Andriessen, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjórn- inni, og fleiri aðila. Samkvæmt heimildum í Brussel verður af EFTA hálfu lagt kapp á að EB samþykki tollfijáls viðskipti með sjávaraf- urðir innan EES að fullu en á móti verði EFTA-ríkin tilbúin til að semja um aðlögunartíma eða undanþágur frá tollfrelsi á tilteknum afurðum í undantek- ingar tilfellum. Ekki verði fallist á þau vinnubrögð að samið verði um tollaívilnanir á hverri vöru- tegund fyrir sig. Forsenda tak- markaðs tollfrelsis verði að vera viðurkenning EB á þeirri grunn- reglu að takmarkanir heyri undantekningum til, grundvall- arreglan verði tollfijáls viðskipti. Bildt og Westerberg von- góðir á endasprettinum Kosnmgabaráttan í Svíþjóð: Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. EF CARL Bildt, formaður Hægriflokksins í Svíþjóð, verður næsti forsætisráðherra landsins verður hann fyrsti íhaldsmaðurinn til að gegna því embætti síðan árið 1930. Bildt sem tók við for- mennsku í flokknum af Ulf Adelsohn 1986 virðist staðráðinn í að sjá til þess að svo verði. Þessa viku hefur hann þeyst um Sviþjóð í lítilli flugvél og haldið óteljandi fundi út um allt land. Hægriflokkurinn hefur slæma reynslu af því að missa fylgi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og því var í þetta skipti tek- in ákvörðun um að „endurtaka" kosningabaráttuna síðustu dag- ana fyrir kosningar þó í smækkuðu formi væri. Bengt Westerberg í kosningabaráttunni. Rétt eins og Ingvar Carlsson forsætisráðherra, hefur Bildt það orð á sér að vera ekki mjög „spennandi“ stjómmálamaður. Hinn hávaxni leiðtogi hægri- manna sést sjaldan eða aldrei nema í dökkum jakkafötum og í stað þess að reyna að höfða til fólks með því að vera „einn af þeim“ eða segja brandara talar hann um pólitík og þylur upp stað- reyndir. Enginn efast um þekk- ingu hans á flestum málaflokkum og er hann til að mynda talinn vera sá sænski stjórnmálamaður sem hvað besta þekkingu hefur á alþjóðamálum. Það er ekkert leyndarmál að Ingvar Carlsson er meinilla við Bildt en það sama er ekki hægt að segja um Bengt Westerberg, formann Þjóðarflokksins. Með Bildt og Westerberg hefur tekist mjög gott samstarf og í kosninga- baráttunni hafa þeir lagt fram sameiginlega stefnuskrá í efna- hagsmálum sem ber heitið „Nýtt upphaf fyrir Svíþjóð“. Þar eru lögð drög að stefnu sem byggir á skattalækkunum, minni ríkisum- svifum og auknu valfrelsi innan velferðarkerfisins. Bildt hefur líka lagt mikla áherslu á mikilvægi Evrópubandalagsins fyrir Svíþjóð en aðild að því telur hann vera mikilvægt skref í þá átt að draga úr sósíalisma í Svíþjóð. Boðskapur Bildt vekur athygli og hafa þúsundir Svía mætt á hver fundinn á fætur öðrum í þessari viku til að hlýða á hann tala um mistök og brotin loforð jafnaðarmanna og hvernig hægt sé að koma Svíþjóð á lappir á ný. í könnun sem SIFO-stofnunin gerði í kjölfar sjónvarpsþáttar þar sem allir flokksleiðtogar voru teknir á beinið einn í einu var spurt hvort menn teldu að viðkom- andi flokksleiðtogi hefði frekar virst vera sigurvegari eða sá sem muni tapa. Bildt var sá sem lang- flestir, eða rúm 70%, nefndu sem sigurvegara. Ef sú verður einnig raunin eru skemmtilegir mánuðir framundan hjá Bildt. Ekki nóg með að hann sé þá líklegastur sem næsti forsætisráðherra Svíþjóðar, heldur á eiginkona hans, Mia, sem raunar er dóttir Gösta Bohman, fyrrum formanns Hægriflokksins, von á öðru barni þeirra hjóna inn- an nokkurra vikna. Bengt Westerberg er á margan hátt mjög ólíkur Bildt. Þegar hann kemur til að ræða við blaðamenn er hann klæddur hvítri peysu, hvítum strigaskóm og grænum buxum. Hann er í góðu skapi og segist hafa ástæðu til: „Við erum mjög ánægðir með hvernig kosn- ingabaráttan hefur gengið." Tvö mál segir hann skipta Þjóðar- flokkinn öllu máli komist hann í ríkisstjórn. Annars vegar að koma efnahagsmálum í jafnvægi á grundvelli hinnar sameiginlegu stefnuskrár og hins vegar að bæta aðstæður aldraðra og fatl- aðra Svía. Hann talar af mikilli innlifun um hversu illa sé nú búið að þessum hópum og að það hljóti að vera forgangsverkefni allra fijálslyndra stjórnmálamanna að beijast fyrir úrbótum. Skattbyrðin, sem nú er rúm 57%, segir hann vilja lækka niður í um 50% en með slíkri skattbyrði sé að hans mati áfram hægt að halda úti núverandi velferðar- kerfi. Spurður um hvar skera eigi niður á móti, nefnir hann fyrst og fremst ýmiss konar millifærsl- ur til heimila og að sjúkratrygg- ingar verði ekki greiddar fyrr en á þriðja degi. Þeir skattar sem mikilvægast sé að lækka séu skattar á smáfyr- irtæki og einnig verði að lækka virðisaukaskattinn, en hann er nú 25%. Westerberg segir að virðis- aukann verði að fara nær því stigi sem er að finna innan EB og nefn- ir töluna 18-20%. Hann talar líka af meiri hrein- skilni en flestir aðrir sænskir stjórnmálamenn um framtíð sænska hlutleysisins. Hina hefð- bundnu hlutleysisstefnu segir hann ekki eiga framtíð fyrir sér og telur ekkert því til fyrirstöðu að Svíþjóð gerist aðili að einhvers konar hernaðarbandalagi í fram- tíðinni. „Það gerist kannski ekk- ert næstu tíu til fimmtán árin, en til lengri tíma litið er okkur ekki stætt á því að eiga aðild að EB og ætla að halda í hlutleysið," segir Westerberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.