Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
21
Eystrasaltsríkin;
Deilt um réttindi íbúa
af rússneskum ættum
Litháar vísa ásökunum um vægð gagnvart stríðsglæpamönnum á bug
Riga, Vilnius, Vín. Reuter.
ÞINGSTÖRF í Lettlandi eru að verulegu leyti lömuð vegna deilna
um réttindi íbúa af rússneskum ættum sem eru meira en þriðjungur
íbúanna. Flestir Rússarnir fluttust til landsins síðustu áratugi vegna
þess að Iífskjör voru skárri en í heimahögum þeirra. Sovésk stjórn-
völd reistu einnig risastór iðjuver í landinu og löðuðu Rússa til bú-
setu í Lettlandi með ýmsum hætti.
„Þetta er meginvandinn núna,
þetta er það sem umheimurinn fylg-
ist grannt með,“ sagði Janis Dine-
vitch, þingflokksformaður Þjóðar-
fylkingarinnar sem fer með völd.
„Svarið við spurningunni um frek-
ari efnahagsaðstoð erlendis frá mun
fara að miklu leyti eftir því hvernig
við leysum málið.“ Margir Rússar
segja að þeir vilji gerast lettneskir
borgarar og bíða nú milli vonar og
ótta eftir ákvörðun þingsins í mál-
inu. Búist er við að það ákveði á
næstu dögum hvort Rússarnir fái
atkvæðisrétt á borð við Litháa.
Lettneskir þjóðemissinnar líta al-
mennt á Rússana sem fulltrúa
hernámsveldis. Anatolijs Gorbunovs
forseti vill á hinn bóginn að allir
sem bjuggu í landinu þegar það
lýsti yfir fullveldi á síðasta ári geti
fengið borgararétt.
Stjórn Litháens sagði nýlega
að hún væri reiðubúin að veita
alþjóðlegum stofnunum aðgang
að skjalasöfnum í landinu, þar á
meðal gögnum sovésku öryggis-
lögreglunnar KGB. Tilefni þess-
ara ummæla er að litháísk stjórn-
völd höfðu verið sökuð um að
Frakkland:
Njósna um
bandarísk
fyrirtæki
hafa veitt Litháum, sem tóku
þátt í fjöldamorðum á gyðingum
í síðari heimsstyijöldinni, upp-
reisn æru. Litháíska stjómin hef-
ur vísað á bug fregnum í vest-
rænum ijölmiðlum um að stríðs-
glæpamenn úr síðari heimsstyrj-
öld séu á meðal þeirra sem feng-
ið hafa uppreisn æm. Vytautas
Landsbergis, forseti landsins, rit-
aði bréf til ýmissa samtaka gyð-
inga og hvatti þau til að trúa
ekki þessum ásökunum.
Um 200.000 litháískir gyðingar
vom myrtir er nasistar hernámu
Litháen í síðari heimsstyrjöldinni.
Emanuelis Zingeris, þingmaður og
formaður Menningarsambands
gyðinga í Litháen, kvaðst ekki trúa
að litháískum samverkamönnum
nasista yrði nokkurn tíma veitt
uppreisn æru.
tömffljMtitgtít&lúitih mfimlalfíEiiimlhttth ithtlftwÉBimnmllðttir
iÍluiiillilliiin-11. iBjonttmn faftnlláímllbitstiiltíh (átíkarQii.SltguTtMmi
ISÍjtihnnríSiífflSmsmi iRlisúhntWtii IfíóljfiBIúllgflmsson
Reuter
Biðröð á sovéskri bensínstöð
Þó svo að Sovétríkin séu stærsti olíuframbeiðandi heims getur ver-
ið erfiðleikum bundið að nálgast olíuafurðir þar í landi. Þar er eink-
um slæmu dreifingarkerfí um að kenna. Á myndinni, sem var tekin
í vikunni, hefur myndast dálagleg röð bíla við einmana bensíntank
og allir þurfa þeir skammtinn sinn til að geta haldið áfram ferð-
inni. Venjulega tekur bið á bensínstöð í Sovétríkjunum um 30 mínút-
ur.
$otijti$dhiiiillt ÁdtnlRtikéllEjmimtiiUilr WIMhn ifíðkmmon
m" * i --^ééÉíW
IKiturlfíjúltesteti (Qiitmin Ú. ifíjúltusttill íjtírptíBMt'htUtlék
cl > vÆÉ * .:' '' 'viBi i s ui WáSSikL. ■ -p aL v wj,*
IRqgiilwítHiri&iitmiimtlsllútiir (bllfpíjiguijtmUiltilr SjftjffiIfaJMim
New York. Reuter.
FRANSKA leyniþjónustan hefur
háð efnahagsstríð gegn banda-
rískum fyrirtækjum með því að
njósna um stjórnendur og starfs-
menn þeirra í Frakklandi í að
minnsta kosti áratug, að því er
skýrt var frá í iVBC-sjónvarpinu
bandaríska í gær.
Fyrrverandi yfírmaður leyniþjón-
ustunnar, Pierre Marion, sagði í sam-
tali við fréttamann sjónvarpsins að
njósnirnar hefðu hafist fyrir tíu árum
að undirlagi hans „í þágu Frakk-
lands".
Sjónvarpið sagði að njósnasér-
fræðingar hefðu hvatt bandaríska
kaupsýslumenn, sem fara til Parísar,
að gera ráðstafanir til að koma í veg
fyrir að iðnaðarleyndarmál kæmust
í hendur Frakka. Franska leyniþjón-
ustan kynni að hafa falið hljóðnema
innan í sætum franskra flugvéla til
að komast yfir leynilegar upplýsing-
ar. Franskir njósnarar, sem þættust
farþegar, eða flugþjónar gætu einnig
hafa komið upplýsingum til leyni-
þjónustunnar.
■ ■*' -----__j ——---------------------------------------------------------------HHHsbsI_________i * hHHílHHHHhL-^^HI
OitSltijiirg!iómilöttii ÁsrímiEllninsilðtiir MtiQpðtS. tCÍliifsllótín iSigiStiurtiS. SímmeítsB iE'ódliísUilfsiltittir lEjiirgíMtimtitlttir
■ÁsUtutg Ámuilóltir WmuzÉititömm lElísMdlphssun IRiisíjaniísúkssoii IRjtilgSsaksdðtíir Einur mignúsMagnússon
---------------
Vaxtalækkun í
Bandaríkj unum
Washington. Reuter.
SEÐLABANKI Bandaríkjanna
lækkaði í gær forvexti sínu í 5%
úr 5,% til að binda enda á efna-
hágssamdráttinn í landinu.
Helstu viðskiptabankar ákváðu
þegar að lækka eigin vexti. Mogan
Guaranty Trust, stór banki í New
York, lækkaði til að mynda vexti
sína í 8% úr 8,5%.
Seðlabankinn tekur forvextina
fyrir skammtímalán sem hann veitir
viðskiptabönkunum og þeir hafa mik-
il áhrif á útlánsvexti bankanna.
Lægri vextir leiða til aukinnar neyslu
og þenslu, sem ekki er vanþörf á nú
til að binda enda á samdráttinn í
/ USTASAFNIALÞYÐU, GRENSASVEGI 16A, 3 L AGUST TIL 15. SEPTEMBER 1991
I tilefni 100 ára afmælis Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sýna 30 félagar V.R.
verk sín, en þeir vinna allir að myndlist í tómstundum sínum.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22
ALLIR VELKOMNIR • ÓKEYPIS AÐGANGUR
1 í
l-nl ' ' k m
1%. M I'
efnahagslífínu sem hófst í júlí í fyrra.