Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 23
, «■■■■■■■... ■ MQRflUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 23 LA OG AÐ LITLAR SKURÐDEILDIR VERÐILAGÐAR NIÐUR' idrætti eðingri ra lagagat og það verður ekki gert nema með hagræðingu, gjaldtöku eða aukinni skattheimtu.“ Hann kvaðst búast við að ráðherra héldi fundi með forráðamönnum sjúkra- húsanna í byijun næstu viku. Sjúkrahúsið á Blönduósi: Lítill aukakostnað- ur vegna skurðstofu - segir Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir „ÞESSI vmnubrögð ráðuneytis- ins eru óneitanlega skrýtin. Ég veit ekki betur en að nefnd á vegum ráðuneytisins hafi átt að skila áliti um það hvort leggja bæri þessa starfsemi niður. Það er leitt að ráðherra skuli ekki bíða álits nefndar sinnar áður en slíkt skref er stigið," sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfir- læknir sjúkrahússins á Blöndu- ósi um þær hugmyndir að leggja skurðdeild sjúkrahússins niður. Sigursteinn sagði að minni að- gerðir væru framkvæmdar á Blönduósi og því færi fjarri að mikill aukakostnaður fælist í rekstri skurðstofunnar. „Þó að- gerðum hafi eitthvað fækkað með bættum samgöngum, þá þýðir það ekki að þær hafi lagst af,“ sagði hann. „Heimamenn eru óhressir með þessa ákvörðun, enda virðist hún tekin að óathuguðu máli. Ég hef heyrt á skotspónum að okkur sé ætlað að spara fjórar milljónir á næsta ári, en ég skil ekki hvern- ig það á að nást með því að leggja skurðstofuna niður. Kostnaður við hana nær alls ekki þessari upp- hæð.“ Sigursteinn sagði að heimamenn vildu halda lágmarksaðstöðu á sjúkrahúsinu fyrir minni aðgerðir. „Það er ekki hægt að reka sjúkra- hús á hagkvæmari hátt en við gerum hér,“ sagði hann. „Lækn- arnir sinna bæði störfum sem heil- sugæslulæknar og sjúkrahúslækn- ar, svo starfsmannafjöldi er því í lágmarki. Ég á bágt með að ímynda mér annað en að kostnaður við að. senda alla sjúklinga héðan til aðgerða fari fljótt yfir þær fjór- ar milljónir sem okkur er ætlað að spara.“ Hafnarfj örður: Bæjarráð mótmælir Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarð- ar á fimnitudag kom fram að ráð- ið mótmælir „harðlega lítt grund- uðum hugmyndum.... og ekki síður vinnubrögðum rikisins," varðandi breytingar á rekstri St. Jósefsspít- ala. I fundargerðinni segir enn fremur, að Hafnaríjarðarbær, sem á 15% í spítalanum, hafí ekki fengið að heyra neitt um hugmyndir um að leggja niður St. Jósefsspítala og breyta honum í hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. Þá segir: „Við kaup á St. Jó- sefsspítala 1987 var það forsenda kaupanna af hálfu bæjarsjóðs og raunar ríkisvaldsins sömuleiðis, sbr. skriflegar yfirlýsingar þar um, að sjúkrahúsið yrði rekið áfram með óbreyttum hætti, þ.e. sem deildaskipt sjúkrahús. Bæjarráð telur brýnt að þessi áform verði þegar i stað lögð á hilluna, enda St. Jósefsspítali vel rekin sjúkrastofnun og til hans litið í ijárhagslegu sem og faglegu tilliti." Bæjarráð samþykkti að boða til fundar með þingmönnum kjördæmis- ins á mánudag, þar sem þetta mál verður rætt. St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi: Efast um að annað sjúkrahús sé rekið af meiri hagkvæmni - segir Jósef ------------------------------ Blöndal yfirlæknir St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi. „HÉRNÁ í Stykkishólmi eru menn nær orðlausir vegna hug- mynda um að Ieggja skurðdeild- ina niður. Ég dreg í efa að nokk- urt annað sjúkrahús sé rekið af meiri hagkvæmni en St. Fransis- kusspítalinn. Ef þessi þjónusta fellur niður þá óttast ég að reyndin verði sú að sjúkrahúsið verði aðeins hjúkrunarheimili fyrir langlegusjúklinga," sagði Jósef Blöndal, yfirlæknir St. Fransiskusspítalans í Stykkis- hólmi, í samtali við Morgunblað- ið. Jósef sagði að sjúkrahúsið hefði verið rekið í nær 60 ár sem al- mennt sjúkrahús með sérfræðiþjón- ustu á sviði skurðlækninga, kven- sjúkdómalækninga og fæðingar- hjálpar. „Það væri rothögg fyrir sjúkrahúsið ef skurðstofunni yrði lokað. Mér skilst að hugmyndir manna byggist á því að með þessu móti sparist fjórar milljónir á ári. Mér finnst afar vandséð hvernig það má verða, enda hlýtur mikill kostnaður vegna flutnings sjúklinga til aðgerða að koma þar á móti. Sá kostnaður er oft 50-80 þúsund krónur í hvert sinn.“ Jósef sagði að undanfarið ár hefðu um 250 aðgerðir verið gerðar á sjúkrahúsinu. „Við höfum 45 sjúkrarúm og verði sjúkrahúsinu breytt í hjúkrunarheimili þá er mér til efs að langlegusjúkingar af öllu Snæfellsnesinu fylli það rými. Raunin hefur verið sú undanfarin ár að við höfum haft 3-4 rúm fyrir' skammtímasjúklinga og þau höfum við nýtt. Fyrir utan þá nýtingu gerum við að sjálfsögðu margar aðgerðir, sem ekki kreljast þess að sjúklingar séu lagðir inn. Fólk vill geta sótt sérfræðiþjónustu og konur vilja fæða börnin sem næst sinni heimabyggð.“ Jósef sagði að heimamenn ætl- uðu að taka saman gögn um rekst- ur sjúkrahússins og gera heilbrigð- isráðuneytinu grein fyrir framtíð- aráformum. „Hingað átti að koma nefnd til að kanna hvort ástæða væri til að leggja þessa starfsemi niður, en þessi ákvörðun var tekin áður en af heimsókn nefndarinnar varð. Mér virðast einhveijar pólitískar þumalskrúfur vera hér á ferðinni, fyrst sjúkrahúsið hér, á Patreksfirði og á Blönduósi eru ein tekin út úr en öðrum sleppt, til dæmis sjúkrahúsinu á Siglufirði, sem oft hefur verið rætt um að leggja niður. Loks er vert að benda á hversu mikið áfall þetta er fyrir reglusystur, sem hafa lagt metnað sinn og ómælda vinnu í að gera sjúkrahúsið sem best úr garði,“ sagði Jósef Blöndal, yfírlæknir. Afallnar skuld- bindingar ríkissjóðs skv. ríkisreikningi 1989 Milljónir Lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna 38.819 Milljónir samtals: Lífeyrissjóður alþingismanna 1.945 Lífeyrissjóður ráðherra 248 Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna 2.573 43.585 Vextir Vextir spariskírteina 4.817 Vextir annarra lána 1.610 6.427 Skuldbindingar við sveitarfélög, þ.e. sameiginleg verkefni Grunnskólar, dagvistarheimili, íþróttamannvirki o.fl. 1.331 Fjölbrautaskólar, umsamdar framkvæmdir 310 Þjóðvegir í Reykjavík Hafnarframkvæmdir 865 218 • < Sjúkrahús, þar af 440 m. kr. rekstrarkostn. umfram fjárlög 552 3.276 Uppgjör Útvegsbankans Lífeyrisskuldbindingar að stærstum hluta 2.456 2.456 Orkuveitur, yfirteknar skuldir Rarik 2.757 Orkubú Vestfjarða 750 Hitaveitur 8 3.515 Landbúnaðarmál Útflutningsbætur, að hluta umfram búvörusamning 758 Jarðræktarstyrkir 271 1.029 Önnur mál Ríkisútvarp, afskrifuð skuld v. vangreiddra launa 319 Skipaútgerð ríkisins, yfirteknar skuldir 320 Verðjöfnunarsj. fiskiðnaðarins, ytirtekin skuld v. Seðlab. 230 869 Samtals: •=»ú .61.158 oo Skuldbindingar ríkissjóðs taldar með í ríkisreikningum 1989: Rekstrarhalli rík- issjóðs 64,5 millj- arðar í stað 4,5 REKSTRARHALLI á ríkissjóði árið 1989 var 64,5 milljarðar króna þeg- ar tekið er tillit til þeirra skuldbindinga sem á ríkissjóði hvíla og stofn- að liefur verið til af stjórnvöldum á liðnum árum. An áhvilandi skuld- bindinga varð rekstrarhallinn hins vegar 4,45 milljarðar. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 1989 sem fjármálaráðherra lagði fram i gær. Boðað er að í fjárlagafrumvörpum framtíðarinnar verði gerð grein fyrir áformuðum skuldbindingum, sem stofnað kann að verða til, en ekki aðeins þeim greiðslum sem falla á hlutaðeigandi ár. Heildargjöld á rekstrarreikningi, með skuldbindingum, námu 147,5 milljörðum króna 1989 en tekjur 83 milljörðum. Ef miðað er við reikn- ingsskilavenjur undanfarinna ára námu gjöldin hins vegar 86,4 millj- örðum en tekjur 81,9 milljörðum. Ríkisreikningur 1989 sýnirí fyrsta skipti, að hreinar skuldbindingar, sém á ríkissóði hvíla en hafa ekki verið áður færðar til bókar, nema um 61 miiljarði króna. Stærstur hlut- inn eða 45,5 milljarðar, er lífeyris- skuldbindingar vegna opinberra starfsmanna, hjúkrunarkvenna, al- þingismanna, ráðherra og fyrrver- andi starfsmanna Útvegsbanka ís- lands. Áfallnir og ógreiddir vextir, m.a. á spariskírteinum ríkissjóðs, nema 6,4 miiljörðum, skuldir vegna framkvæmda á vegum sveitarfélaga nema 3,6 milljörðum króna, skuldir vegna Útvegsbanka íslands 2,5 millj- örðum króna og yfirteknar skuldir orkuveitna 3,5 milljörðum króna. Skuldbindingar vegna lífeyrisrétt- indanna dreifast á allangt árabil, en greiðsluskylda vegna annara skuld- bindinga, svo sem vegna landbúnað- armála og viðskipta við sveitarfélög, falla á ríkissjóð á allra næstu árum. 26% af launum ríkisstarfsmanna í lífeyrissjóð? Á fréttamannafundi, þar sem Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra kynnti ríkisreikninginn, kom fram að áðurnefndar lífeyrisskuldbinding- ar héldu áfram að vaxa þar sem tekj- ur lífeyrissjóðanna hrykkju hvergi til að mæta skuldbindingum við sjóðsfé- laga. Tryggingafræðilegir útreikn- ingar sýndu, að framlög til lífeyris- sjóðs opinberra starfsmanna þyrftu að samsvara nær 26% af föstum launum í stað 10% af föstum lauijjjHi. eins og nú er. Friðrik Sophusson upplýsti að lífeyrisskuldbindingar vegna svo- nefndra B-hluta fyrirtækja ríkissjóðs væru í sérstakri athugun og þar gæti ríkissjóður borið ábyrgð á skuld- bindingum sem næmu nokkrum milljörðum, en sem eðlilegt væri að fyrirtækin stæðu sjálf undir kostnaði af. Friðrik nefndi, að tíðkast hefði á undanförnum árum að ríkið heimtaði arð af nokkrum þessara fyrirtækja, eins og Pósti og síma. Réttara kynni að vera, að heimta frekar upp- ígreiðslur vegna lífeýrisskuldbind- inga þessara fyrirtækja, vegna þess að lífeyrisskuldbindingar væru born- ar uppi af ríkissjóði. Það sama við um önnur fyrirtæki eins og Ríkisútvarpið, og þá ætti kostnaður þeirra vegna þessa, að koma fram í því verði sem fyrirtækin þyrftu að fá fyrir sína þjónustu. Þegar Friðrik var spurður hvort hann væri með þessu að boða hækk- un á gjaldskrám þessara fyrirtækja í náinni framtíð, sagði hann að ef fyrirtækin þyrftu að greiða rúmlega 15% af launum starfsmanna sinna til viðbótar, vegna lífeyrisskuldbind- inga, þá yrðu B-hlutafyrirtækin að afla tekna til að mæta þessum út- gjöldum. Pjármálaráðherra upplýsti eiiíhg' á fundinum, að hann hefði óskað eftir að Ríkisendurskoðun leggði mat á hvort viðhlítandi veð væru fyrir ýmsum ábyrgðum Ríkisábyrgðasjóðs og lána sem veitt hefðu verið sveitar- félögum og fyrirtækjum. Með þess- um hætti væri verið að fylla upp í þá heildarmynd af áhvílandi skuld- bindingum sem ríkissjóður stæði að baki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.