Morgunblaðið - 14.09.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 14. SEFTEMBER 1991
25*"
HEILSUGÆSLA
Starfsemi heilsugæslustöðva á Islandi
eftir Ólavíu S.
Sveinsdóttir
Fólk er í vaxandi mæli að vakna
til vitundar um þa staðreynd að
vemda þurfi heilsuna og vinna gegn
vanheilsu. Hver einstaklingur ber í
raun og veru ábyrgð á eigin heilsu
að vissu marki.
Nútímastefna í heilbrigðismálum
byggir á því að virkja hvern einstakl-
ing til sjálfsverndar og heilsugæslu.
I ljósi þeirrar þekkingar sem feng-
ist hefur vitum við að hægt er að
koma í veg fyrir íjölda sjúkdóma og
vanheilsu með réttum lifnaðarhátt-
um og koma í veg fyrir fjölda slysa
með slysavarnaaðgerðum.
Upplýsingar um holla lifnaðar-
hætti svo sem mataræði og líkams-
rækt, skaðsemi rangra lifnaðarhátta
svo og einkenni hættulegra og ban-
vænna sjúkdóma hafa verið fólki til-
tæk nú síðari árin í formi upplýsinga
og fræðslurita sem blasa við á hverri
heilsugæslustöð. Fjölmiðlar taka
þessi mál iðulega til umfjöllunar og
fræðslu. Heilsugæslu- og heilsu-
ræktarstöðvar hafa risið upp og
bjóða fólki aðstoð við að hjálpa sér
sjálft og styðja við bakið á því í við-
leitni til sjálfsverndar. Hjúkruna-
rfræðingar og læknar leggja í starfí
sínu sífellt aukna áherslu á fræðslu
til almennings og forvarnir.
Það vantar þó mikið á að vandinn
sé leystur og enn eru margir sjúk-
dómar ólæknandi með öllu og þá er
aðalatriðið að kunna að veijast þeim
eftir megni.
Erfiðlega gengur að ráða við sjúk-
dóma og slys sem verða af völdum
áfengis- og eiturlyfjaneyslu og er
það ógnvekjandi staðreynd að böm
og unglingar verða í vaxandi mæli
fórnardýr allskonar nautnalyfja.
Börn og unglingar virðast algjörlega
óvarin og háð félagslegum aðstæð-
um og ríkjandi tíðaranda. Það er
fullkomlega tímabært að taka í tau-
mana og gera eitthvað róttækt til
að vernda æskuna og erfíngja lands-
ins og þar þurfa foreldrar og stjórn-
völd að taka höndum saman.
Árangur forvarna er oftast lengi
að koma í ljós og verða marktækur.
En sá árangur er alltaf farsæll og
varanlegur.
Hér á landi er árangur forvarna
ótvíræður. Berklar eru að mestu úr
sögunni svo og ýmsar farsóttir sem
öll ungbörn eru bólusett gegn. Tíðni
ungbarnadauða er einhver sú lægsta
sem þekkist í heiminum og meðalald-
urinn einn sá hæsti sem þekkist.
Dánartíðni af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma hefur minnkað svo og
tíðni legháls-, maga- og vélindi-
skrabbameina. Influenzufaraldrar
hafa verið í lágmarki undanfarin ár
eða síðan farið var að bólusetja ár-
visst gegn influenzu. Tannskemmdir
hafa minnkað til muna og margt
fleira mætti nefna.
Að mínu mati er því starfi og
þeim íjármunum sem varið er til
forvama vel varið og góð fjárfesting.
Hlutverk heilsugæslustöðvar er í
aðalatriðum tvíþætt: Það eru lækn-
ingar og forvarnir. Að reyna að
lækna sjúkdóma og vanheilsu og
leitast við að koma í veg fyrir sjúk-
dóma og slys. Hvortveggja mikii-
vægir þættir. Forvarnir eru mjög
þýðingarmiklar, því betra er heilt
en gróið. Forvarnir hefjast á með-
göngutíma móður og fýlgst er með
einstaklingi frá fæðingu til loka
grunnskólaaldurs, að hann er talinn
ábyrgur að miklu leyti gagnvart eig-
in heilsu og að leita eftir þeirri að-
stoð og fræðslu sem hann þarf á
að halda til að viðhalda eigin heil-
brigði.
A heilsugæslustöðvum á fólk lög-
um samkvæmt rétt á þeirri þjónustu
sem nú skal upptalin:
Almenn iæknisþjónusta, hjúkr-
unarþjónusta, sjúkraþjálfun, iðju-
þjálfun, vaktþjónusta, vitjanir og
sjúkraflutningar.
Lækningarannsóknir: Blóðrann-
sóknir, rannsóknir á þvagi og saur,
sýklarannsóknir, ræktun og næmis-
próf og hjartarit..
Sérhæfð læknisþjónusta: Kven-
sjúkdómalæknir, augnlæknir, háls-,
nef- og eyrnalæknir, barnalæknir,
tannlæknir, talmeinafræðingur.
Heimahjúkrun er veitt þeim íbú-
um heilsugæslusvæðisins sem ekki
eru vistaðar á sjúkrahúsum, svo og
nýburum. Sú starfsemi fer ört vax-
andi.
Heilsuvernd
Aðalgreinar eru 15 talsins
lögum samkvæmt
Heilbrigðisfræðsla í fyrirbyggj-
andi tilgangi, bæði einstaklings-
bundin og í formi námskeiðahalda.
Mæðravernd. Allar verðandi
mæður eiga kost á eftirliti um með-
göngutímann frá 12. viku til 32.
viku á fjögurra vikna fresti. 32 til
36. viku á tveggja vikna fresti og
síðasta mánuðinn vikulega. Þetta
eftirlit annast læknir, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur.
Ungbarna- og smábarnavernd:
Þar innifalið eru allar ónæmisað-
gerðir. Það annast læknir, hjúkr-
unarfræðingur eða ljósmóðir.
Heilsugæsla í skólum er fólgin í
eftirliti með heilsufari nemenda og
ónæmisaðgerðum, einnig fræðsla:
heilbrigðisfræðsla, kynfræðsla,
fræðsla um kynsjúkdóma og varnir
gegn þeim, vernd gegn slysum og
sjúkdómum. Einnig er lögð vaxandi
áhersla á að kenna skyndihjálp.
Ónæmisaðgerðir gegn ýmsum
sjúkdómum: Rauðir hundar, misling-
ar, hettusótt, mænusótt, heilahimnu-
bólga, berklar. Einnig þær ónæmis-
aðgerðir sem krafist er vegna utan-
landsferða.
Berklavarnir: Berklapróf eru
framkvæmd á skólabörnum annað
hvert ár og á öðrum íbúum heilsu-
gæslusvæðisins eftir því sem þörf
er á.
Kynsjúkdómavarnir heyra til
starfssviðs heilsugæslulækna svo og
lækning og skrásetning þeirrar ef
um kynsjúkdóm er að ræða, sam-
anber lög nr. 16 1968 um varnir
gegn kynsjúkdómum.
Ráðgjöf um kynlíf og bameignir,
um getnaðarvarnir, fóstureyðingar
og ófrjósemisaðgerðir er veitt af
heilsugæslulækni eða í tengslum við
mæðraeftirlit og fjölskylduráðgjöf.
Geðvernd, áfengis-, tóbaks- og
fíkniefnavarnir.
Unnið er að verndun geðheilsu
með fræðslu um geðræn vandamál
og baráttu gegn fordómum. Fólk er
hvatt til að leita aðstoðar á byrjunar-
stigi hvers vandamáls og stuðla að
því að veita einstaklings- eða fjöl-
skyldumeðferð ef þörf er á.
Tóbaksvarnalög nr. 74 1984 miða
að því að draga úr tóbaksnotkun
með upplýsingum um skaðsemi og
takmörkunum hvar tóbaks megi
neyta.
Áfengis- og fíkniefnanefndir em
starfandi í hveiju heilsugæsluum-
dæmi.
Sjónvernd er tvíþætt, forvarnir
og lækningar og er starfandi augn-
læknir við allar heilsugæslustöðvar
með ákveðnu millibili.
Heyrnarvernd er fólgin í eftirliti
og heyrnarmælingum barna frá fjög-
urra ára aldri og þrisvar sinnum þar
til í lok skólagöngu. Áhættueinstakl-
ingum er vísað á Heyrnar- og tal-
meinastöð íslands.
Heilsuvernd aldraða: Lejtast er
við að hafa eftirlit með öldruðum
og sjúkum einstaklingum. Veita
þeim upplýsingar um hvert hægt er
að leita, eftir þeirri þjónustu sem í
boði er og vernda gegn influenzu
með árlegum ónæmisaðgerðum.
Hópskoðanir og skipulögð sjúk-
dómaleit er framkvæmd á heilsu-
gæslustöðvum og er vaxandi áhersla
lögð á að auka það. Læknir heilsu-
gæslustöðvar hefur með höndum
farsóttavamir samkvæmt farsóttar-
lögum nr. 10 1958.
Félagsráðgjöf er skylt að veita í
heilsugæsluumdæminu eftir því sem
þörf er á og kostur er.
Umhverfísheilsuvernd er starf-
rækt í sambandi við Hollustuvernd
ríkisins og felst í eftirliti með hýbýl-
um fólks og umhverfi, matvælaeft-
Ólavía S. Sveinsdóttir
„Öll sú þjónusta sem
upp er talin og hægt
er að veita á heilsugæsl-
ustöðvum er þó aðeins
stuðningur við líkam-
legt og andlegt mót-
stöðuafl hvers og eins
og þá sjálfsbjargarvið-
leitni og frumkvæði
sem hver einstaklingur
er gæddur.“
irliti og neysluvatni, mengunar- og
geislavörnum og rannsóknum er
þessi mál varða.
Atvinnusjúkdómavarnir, lög um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum er nr. 46 1980. Heilsu-
gæslustöð ber að annast atvinnu-
sjúkdómavarnir á heilsugæslusvæð-
inu í fyrirtækjum "með atvinnu-
rekstri er getur verið skaðlegur
heilsu fólks, með reglulegri skoðun
starfsfólks þessara fyrirtækja eftir
samningi milli heilsugæslustöðvar
og viðkomandi fyrirtæki.
Yfirumsjón með atvinnusjúkdóm-
um hefur Vinnueftirlit ríkisins.
Lokaorð
Öll sú þjónusta sem upp er talin
og hægt er að veita á heilsugæslu-
stöðvum er þó aðeins stuðningur við
líkamlegt og andlegt mótstöðuafl
hvers og eins og þá sjálfsbjargarvið-
leitni og frumkvæði sem hver ein-
staklingur er gæddur. Aðalatriðið
er að vera ábyrgur og vakandi fyrir
verndun eigin heilsu og lífí. Til þess
að geta verið virkur í lífsbaráttunni
fyrir sjálfan sig og aðra. Hamla
gegn hrörnun, sjúkdómum og slys-
um.
Heimildir:
Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins 1/1985 Heilsugæslustöðvar.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Leitarstöð
Krabbameinsfélags íslands.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri.
7 ára vígslu-
afmæli Lang-
holtskirkju
7 ÁR eru nú liðin frá því að Lang-
holtskirkja í Reykjavík var vígð.
Þess verður minnst með hátíðar-
messu nk. sunnudag. Sungin verð-
ur messa englanna (Missa de Ang-
elis). Kór Langholtskirkju syngur
undir sljórn Jóns Stefánssonar
söngstjóra og organista. Séra
Flóki Kristinsson hinn nýji sókn-
arprestur kirkjunnar þjónar fyrir
altari, séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson fráfarandi sóknarprestur
prédikar.
Að lokinni messu verður boðið upp v
á veislukaffi sem Kvenfélag Lang-
holtskirkju selur í fjáröflunarskyni
fyrir kirkjuna.
Vetrarstarfíð í söfnuðinum er nú
óðum að taka á sig mynd. Sl. mið-
vikudag hófst öldrunarstarf kirkj-
unnar í umsjá Sigrúnar Jóhannes-
dóttur sjúkraliða. Öldrunarstarfið
verður í vetur á miðvikudögum kl.
14-17.
Þá hófust einnig foreldramorgnar
sama dag og verða þeir í vetur á
miðvikudögum kl. 10-12. Umsjón
með þeim hefur Sigrún E. Hákonar-
dóttir. (Fréttatiikynning)
----------------
Norræna húsið:
Fyrirlestur
um kímni
JENS Hovgaard lektor við
Árósarháskólann heldur fyrirlest-
ur i Norræna húsinu laugardag-
inn 14. september kl. 16.00 og
ætlar að tala um kómík og húmor.
Hann leitar
fanga hjá danska
rithöfundinum
Ludvig Holberg og
tekur fyrir hið
spaugilega í leik-
ritum hans og velt-
ir vöngum yfír
hvort skopið breyt-
ist frá einum tíma Jens Hvogaard
til annars eftir tíðarandanum. Á
húmorinn sögu að baki og hvernig
er kímni Holbergs metin nú á tím-
um? Höfum við sama skopskyn og
fólk á 18. öld?
Jens Hovgaard er fæddur 1945
og er lektor við Árósarháskóla. Hann
hefur skrifað um danskar bókmennt-
ir á 17. og 18. öld i bókmenntasögu <
Gyldendals-bókaútgáfunnar. Þá hef-
ur hann skrifað greinar um róman-
tík í dönskum bókmenntum. í haust
kemur út bók um Holberg, sem Jens
Hovgaard hefur skrifað á ensku og
heitir „The Happy Madnes“.
(Fréttatilkynning)
Hitnar nndir Rakettumaiminum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Rakettumaðurinn („Rockete-
er“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leik-
s(jóri: Joe Johnston. Aðalhlut-
verk: Bill Campbell, Jennifer
Connelly, Alan Arkin,
Timothy Dalton.
Ævintýramyndin Rakettumað-
urinn er byggð á hasarblöðum um
flugkappann fræga Cliff Secord
og allt útlit hennar og andrúm er
í stíl hasarblaðanna, eins og það
sé markmið í sjálfu sér að filma
hasarblöð nákvæmlega eins og
hasarblöð eru teiknuð. Þannig
voru myndirnar um fornleifakap-
pann Indiana Jones og þær koma
fyrst upp í hugann þegar horft
er á Rakettumanninn, hasarmynd
sem reyndar er hægari í frásögn
en Indiana-myndirnar en veitir
ánægjulega skemmtun áður en
lýkur með æsilegum endapunkti
um borð í brennandi loftfari. Indi-
ana-myndirnar gerast líka á sama
tíma og Rakettumaðurinn og
óvinurinn er sá sami; það er rétt
fyrir stríð og gömlu, góðu, traustu
nasistaillfyglin ætla sér ekkert
gott frekar en fyrri daginn.
í myndum eins og þessum'er
kreditlistinn yfir tæknibrellu-
meistarana mun lengri og ábúðar-
meiri en leikaranna nokkurn tím-
ann og víst er að brellurnar eru
hinar skemmtilegustu. Þær snú-
ast að mestu um byltingarkennt
tæki, lítinn og nettlegan eld-
flaugabúnað sem hægt er að festa
á bakið á sér og fljúga með um
loftin blá á ógnarhraða. Ungur
og myndarlegur flugmaður og
hetja myndarinnar, Cliff Secord
(nýstirnið Bill Campbell), finnur
tækið í flugvélinni sinni og lærir
á það með hjálp föður síns (Alan
Arkin). En sambandslögreglan er
á höttunum eftir því líka, að skip-
un hönnuðar þess, Howard Hug-
hes (Terry O’Quinn), og það eru
nasistar einnig með þriðja vinsæi-
asta Hollywoodleikara ársins í
fararbroddi, Neville Sinclair (Ti-
mothy Dalton). Hættan er þessi:
Ef nasistar ná taki á tækinu fljúga
þeir í milljónatali yfir Atlantsála
og leggja undir sig Bandaríkin.
Cliff Secord er ekkert minna en
frelsari mannkyns.
Rakettumaðurinn hefur alla
góða eiginleika hasarsögunnar og
leikstjórinn, Joe Johnston, sem
reyndar hreppti Óskarinn fyrir
brellurnar í Ráninu á týndu örk-
inni og gerði metsölumyndina El-
skan, ég minnkaði börnin, vinnur
ágætlega úr efninu. Uppbygging-
in er einföld og persónurnar skýrt
markaðar; skúrkarnir eru skúrkar
og góðmennin sannkölluð góð-
menni. Einnig er þarna á ferðinni
rómantísk ástarsaga og falleg
stúlka í nauðum, Jenny (Jennifer
Connelly) kærasta Secords, sem
hann er tilbúinn að fórna mann-
kyninu fyrir. Myndin fer óneitan-
lega dulítið seint í gang, aðdrag-
andinn að látunum og kynning
persónanna, ástarsamband Jenny
og Cliffs, allt tekur þetta tíma.
Leikmyndir og búningar eru tipp
topp en ef manni finnst maður
sjá vandaða iðnaðarmenn
draumaverksmiðjunnar í gegnum
hvort tveggja þá er það einhvern
veginn orðið partur af skemmtun-
inni. Alveg eins og brellurnar.
Bill Campbell í hlutverki Rakettumannsins í samnefndri mynd.
Nýstirnið Campbell er eins og
sniðinn í hlutverkið, myndarlegur
al-amerískur gæðapiltur. En því
miður fyrir hann er það illinginn
eins og oft áður, í þetta sinn
Dalton, sem stelur senunni. í
myndinni leikur hann stórstjörnu
af Erroll Flynn gerðinni, sverðfim-
ur með mjótt yfirvaraskegg. En
hann hreykir sér líka af því að
vera nasisti (reyndar kom fram í
bók eftir Charles nokkurn Hig-
ham, sem þekktur er fyrir að
sletta aur yfir stórstjörnur, að
Flynn hefði jafnvel njósnað fyrir
nasista) og er sérlega kvikindis-
legur, kvennamaður greinilega,
morðingi og alhliða skúrkur sem
Dalton hefur auðsjáanlega unun
af að leika. Líklega strax þreyttur
á Bondrullunni. Hann hefur ógn-
arlegan aðstoðarmann með sér,
tveggja og hálfsmetra fjall, sem
leikari að nafni Tiny Ron leikur
á bak við andlitsgervi hannað af
Rick Baker er minnir ekki lítið á-
gervi glæponana í Dick Tracy.