Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 26
*26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
Opið hús hjá Leik-
félagi Akureyrar
í SAMKOMUHÚSINU á Akureyri verður opið hús og öllum heimilt
að líta inn í dag, laugardag. Gestum býðst að fylgjast með leikæf-
ingu og skoða húsakost Leikfélags Akurgyrar.
Tilefni þessa opna húss er 50 ára klukkan þijú, þegar æfingum lýk-
afmæli Félags íslenskra leikara 22. ur, munu leikarar fylgja gestum í
nóvember. Viku fyrr bjóða öll at- skoðunarferð um leikhúsið, þar sem
-> vinnuleikhúsin þijú, Leikfélag Ak- þeir geta skoðað leiksviðið, litið inn
ureyrar, Þjóðleikhúsið og Borgar- í búningsklefana og meðal annars
Ieikhúsið, gestum að koma í heim- fylgst með förðun leikara, skoðað
sókn og fylgjast með þeirri starf- smjðaverkstæði og fleira.
semi sem fram fer innan veggja f anddyri leikhússins mun Val-
leikhúss. geir Skagfjörð leika á leikhúsflygil-
Að sögn Sunnu Borg hjá Leikfé- inn nokkur lög úr nýjum söngleik,
lagi Akureyrar er tilgangurinn með sem hann hefur samið og leikstýrir
því að hafa opið hús sá að bjóða . sjálfur, en þetta söngverk, Tjútt og
fólki að fylgjast með því Ijölbreytta tregi, verður jólaverkefni Leikfé-
starfi sem unnið er í leikhúsi, undir- lagsins. Nokkrir leikarar munu
búningi þess sem leikhúsgestir sjá spreyta sig á að syngja fyrir gesti
jafnan, leiksýningarinnar sjálfrar. lög úr þessum leik.
Samkomuhúsið á Akureyri verður Að lokum munu leikarar bjóða
opnað klukkan eitt eftir hádegi á gestum upp á kaffi í Borgarasal
laugardag. Þá gefst gestum fyrst Samkomuhússins, en þar er jöfnum
kostur á að fylgjast með æfingum höndum æfingasalur leikhússins og
,á Stálblómum, fyrsta verkefni leik- veitingasala þegar leiksýningar
ársins, en fyrirhugað er að frum- fara fram. Gestamóttöku leikara
sýna þetta verk 4. október. Um lýkur svö klukkan 5 síðdegis.
Morgunblaðið/Páll A. Pálsson
Leikkonurnar í Stálblómum hjá Leikfélagi Akureyrar: Standandi eru
Sunna Borg og Bryndís Pétursdóttir, í miðið heldur Hanna María
Karlsdóttir utan um háls Þóreyjar Aðalsteinsdóttur og Vilborgar
Haraldsdóttur en fremst er Þórdís Arnljótsdóttir.
Signrjóna Jakobs-
dóttir 100 ára
Siguijóna Jakobsdóttir verður
100 ára n.k. mánudag. Hún fædd-
ist á Básum í Grímsey 16. septem-
ber 1891, dóttir hjónanna Jakobs
Vilhjáims Jónssonar úr Flateyjardal
og Guðbjargar Guðmundsdóttur frá
~ iÞönglabakka í Þorgeirsfírði, en þau
bjuggu í Þorgeirsfirði uns þau fluttu
að Básum í Grímsey 1890. Þau hjón
fluttu úr eynni 1897 og settust loks
að á Oddeyri á Akureyri 1899. Þar
óx Siguijóna úr grasi.
Siguijóna naut barnamenntunar
og fermingarundirbúnings og auk
þess var hún við húsmæðranám á
Akureyri í einn vetur. Hún giftist
28. október 1909 Þorsteini M. Jóns-
syni (1885-1976) frá Útnyrðings-
nesi í Vallahreppi á Fljótsdalshér-
aði. Þorsteinn var kunnur bókaút-
j^gefandi, skólastjóri og bæjarfulltrúi
*” á Akureyri. Þau Siguijóna og Þor-
steinn bjuggu um hríð á Borgar-
firði eystra en lengst af á Akureyri
og á Svalbarðsströnd uns þau fluttu
til Reykjavíkur 1956.
Á Ákureyri helgaði Siguijóna sig
ung leiklistinni hjá góðtemplara-
reglunni og var síðar virkur þátt-
takandi í leikhúslífi bæjarins ára-
tugum saman. Auk þess hélt hún
barnmargt menningarheimili, en
börn þeirra Þorsteins urðu níu tals-
ins: Þórir Jónas(1909), Jónborg
(1910), Jakob Vilhjálmur (1912),
Guðbjörg (1918), Þórhalla (1920),
Halldór (1921), Jón Óli (1925) og
Anna Lára (1931).
Eftir að Þorsteinn féll frá árið
1976 fluttist Siguijóna að dvalar-
heimili aldraðra við Dalbraut í
Reykjavík. Endurminningar sínar,
Björtu hliðarnar, gaf hún út árið
1983. Siguijóna dvelst þessa dag-
ana á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Norræn skólaráðstefna
Fulltrúar á norrænni ráðstefnu um viðskipta- og hagfræðimenntun í framhaldsskólum á fundi á
Akureyri.
NORRÆN ráðstefna um viðskipta- og hagfræðimenntun á fram-
haldsskólastigi stendur nú á Akureyri. Fulltrúar frá öllum Norð-
urlöndum fjalla þar um fjárhagsmál og námsskrár skóla sinna.
Hinir norrænu fulltrúar sitja
fundi á Hótel KEA en hafa auk
þess farið í skoðunarferðir. Þeir
skoðuðu Verkmenntaskólann á
Akureyri í fyrradag og þágu veit-
ingar hjá nemendum, fóru í skoð-
unarferð til Mývatns og að lokn-
um morgunfundi í gær var farið
í kynnisferð í Slippstöðina og
Útgerðarfélag Akureyringa.
I hveiju Norðuriandanna er
starfandi landsnefnd um við-
skipta- og hagfræðimenntun í
framhaldsskólum. Formaður ís-
lensku nefndarinnar er Þorvarður
Elíasson, skólastjóri Verslunar-
skóla íslands. Hann sagði að ráð-
stefnur sem þessi væru haldnar
árlega í einhveiju Norðurland-
anna. Hér hefði áður verið þingað
í Reykjavík en þetta væri fyrsta
sinn sem ráðstefnan væri haldin
á Akureyri. Fulltrúar á ráðstefn-
unni væru frá skólum, mennta-
málaráðuneytum og vinnuveit-
endum í hveiju landanna. Að
þessu sinni væri sérstaklega íjall-
að um námsskrármál og fjármál,
en jafnan væri á samkomum þess-
um leitast við að bera saman
bækur, skiptast á skoðunum og
miðla af reynslu í viðskipta- og
hagfræðináminu.
Formaður þessarar norrænu
samtaka sem að ráðstefnunni
standa er Finninn Kauko Hamala-
inen. Ráðstefnunni lýkur um há-
degisbil í dag.
„Umhverfisnefnd veitir fram-
kvæmdavaldinu aðhald“
- segir Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður
UMHVERFISNEFND Alþingis lauk fundum sínum í Eyrarlandsstofu
á Akureyri s.l. fimmtudag. Nefndin kannaði sérstaklega starfsemi
Náttúrufræðistofnunar Norðurlands ög vann að könnun gagna sem
safnað hefur verið vegna starfsleyfis Alvers á Keilisnesi og fyrirhug-
aðrar Fjótsdalslínu. Formaður umhverfisnefndar telur vettvangsfundi
starfsnefnda Alþingis afar mikilvæga og gagnlega.
Gunnlaugur Stefánsson, alþing-
ismaður og formaður umhverfis-
nefndar, sagði að loknum fundi
nefndarinnar í Eyrarlandsstofu að
fundir sem þessir væru í anda nýrra
þingskapa. Þar sé stefnt að því að
hver starfsnefnd Alþingis geti einu
sinni á ári farið út á land og kynnt
sér aðstæður á vettvangi. Þetta taldi
hann afar gagnlegt og hann stefndi
að því að þetta yrði fastur þáttur í
starfsemi nefndarinnar. Samkvæmt
nýjum þingsköpum væri raunveru-
legur starfstími þingsins allt árið
og nefndir væru að störfum á sumr-
in þótt þingið sæti ekki.
Um starfssvið nefndarinnar sagði
Gunnlaugur að hún tæki til umfjöll-
unar mál sem þingið skyti til henn-
ar en auk þess væri nefndinni skv.
26. grein þingskapa heimilt að eigin
frumkvæði að fjalla um önnur mál.
Þetta hafi Umhverfisnefnd gert í
sumar. Þannig hafi hún tekið til
umræðu starfsleyfi fyrir álverið á
Keilisnesi og Fljótsdalslínu.
Varðandi fyrra málið sagði Gunn-
laugur að nefndin hefði safnað
gögnum, kynnt sér þau og rætt.
Umræður um þetta mál nálguðust
nú lokastig og þá fyrst yrði ákveðið
hvort gerð verði skýrsla eða höfð
afskipti af málinu. Það kæmi í ljós
um næstu mánaðamót. Um Fijóts-
dalslínumálið sagði Gunnlaugur að
það hefði verið tekið upp síðla sum-
ars og á Akureyri hefðu Stefán
Thors, skipulagsstjóri ríkisins, og
Þóroddur Þóroddsson, framkvæmd-
astjóri Náttúruverndarráðs, komið á
fund nefndarinnar og veitt henni
upplýsingar.
Gunnlaugur sagði að umhverfis-
nefnd veitti með starfi sínu fram-
kvæmdavaldinu nauðsynlegt að-
hald. Slíkt væri ekki síst mikilvægt
á sviði umhverfísmála. Með þessu
starfi sé reynt að uppfylla eftirlits-
og aðhaldsskyldu þingsins.
Sérstaklega dvaldist umhverfis-
Bæjarráð fjallaði á fundi sínum
um erindi Iðnþróunarfélags Eyja-
§arðar um hlutdeild bæjarins í
stofnun nýs ullarvinnslufyrirtækis,
samkvæmt þeim áætlunum sem
fyrir liggja. Að sögn Sigurðar J.
Sigurðssonar, forseta bæjarstjórn-
ar, hafði bæjarstjórn áður markað
sér þá stefnu að bærinn ætti ekki
meirihlutaaðild að fyrirtækinu. Á
fundi bæjarráðs var bæjarstjóra
falið að taka upp viðræður við Iðn-
þróunarfélagið um kaup á hlutafé
í fyrirtækinu, en stefnt er að því
að það nemi alls að minnsta kosti
nefnd á Akureyri til að kynna sér
starf Náttúrufræðistofnunar Akur-
eyrar. Nefndin fór þangað í heim-
sókn og hitti að máli Hörð Kristins-
son forstöðumann hennar. Gunn-
laugur sagði að það hefði verið afar
gagnlegt, en fjórir af níu nefndar-
mönnum væru í annarri nefnd, sem
hefði það hlutverk með höndum að
yfirfara frumvarp til laga um Nátt-
úrufræðistofnun íslands, sem fyrr-
verandi umhverfisráðherra hefði
lagt fram rétt fyrir þinglok í vor.
Þá hefði Umhverfisnefnd einnig far-
ið á óformlegan fund með Umhverf-
isnefnd Akureyrarbæjar og kynnt
sér málefni hennar og starf.
60 milljónum króna.
Sigurður sagði að í erindi Iðnþró-
unarfélagsins hefði falist ósk um
að bærinn keypti allt að 30 milljóna
króna hlut í hinu nýja félagi, en
allt væri þetta háð því hvernig gengi
að afla hlutafjár hjá öðrum aðilum.
Mat manna væri að umleitanir um
það hefðu hlotið fremur jákvæð við-
brögð. Ef það reyndist rétt ætti að
mega treysta því að stofnun nýs
ullariðnaðarfyrirtækis yrði að veru-
leika, jafnvel nú í Iok september-
mánaðar.
Bæjarráð Akureyrar:
Ekki meirihlutaeign í nýju
ullarvinnslufyrirtæki
Á FUNDI Bæjarráðs Akureyrar var á fimmtudag fjallað um væntan-
lega þátttöku Akureyrarbæjar í stofnun nýs ullariðnaðarfyrirtækis.
Sú meginstefna ræður að bærinn eigi ekki meirihluta í fyrirtækinu.