Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 28
-28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
ATVIN BWAUGL YSINGAR
Bifvélavirkjar
Óska eftir bifvélavirkja, vönum fólksbílavið-
gerðum, stillingum og rafkerfum.
Friðrik Óiafsson, bifreiðaverkstæði,
Smiðjuvegi 14, Kópavogi.
[£b
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar
eftir bókasafnsfræðingi til starfa.
Upplýsingar gefur skólameistari
í síma 98-22111.
Kennara vantar
f Reykjavík
Vegna forfalla vantar kennara við Folda-
skóla, bæði og yngri og eldri barna.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 672222.
Kennarar
Kennara vantar til kennslu yngri barna við
Grunnskólann á Þingeyri. Flutningsstyrkur.
Útvegum húsnæði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
91-32001.
-
KENNSLA
Þýskunámskeið Germaníu
Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna
á öllum stigum eru að hefjast. Innritað verð-
ur á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla ís-
lands, stofu 102, fimmtudaginn 19. septem-
ber kl. 20.30.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705
kl. 10.30-12.30 eða kl. 17-19.
Geymið auglýsinguna.
Stjórn Germaníu.
> S-
Innritun íalmenna flokka
(tómstundanám)
Verklegar greinar:
Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun,
leðursmíði, bókband, myndbandagerð
(vídeo), hlutateikning, teikning og málun,
umhverfisteikning (m.a. unnið utandyra),
grafík (mónóþrykk), bridge, vélritun.
Bóklegar greinar:
íslenska (stafsetning og málfræði), íslenska
fyrir útlendinga (byrjenda- og framhaldsnám-
skeið), danska, norska, sænska, enska,
þýska, hollenska, franska, ítalska, ítalskar
bókmenntir, spænska, spænskar bókmennt-
ir, latína, gríska, portúgalska, hebreska,
tékkneska, rússneska, kínverska, byrjenda-
og framhaldsnámskeið.
Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10
ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna
sem kunna eitthvað fyrir í málunum.
Stærðfræði á grunnskóla- og framhalds-
skólastigi, aðstoð við skólafólk.
Stafsetning, ítarnámskeið, ætlað fram-
haldsskólanemendum.
Nýmámskeið:
Málun, framhaldsnámskeið - litafræði og
málun (vatnslitir, akrýllitir). Teikning og mál-
un, umhverfisteikning (m.a. unnið úti í nátt-
úrunni) - dag- og kvöldnámskeið.
Grafík (mónóþrykk).
íslenska fyrir útlendinga, íslenskt þjóðfélag,
bókmenntir og menning. Undirstöðukunn-
átta í íslensku nauðsynleg.
Búlgarska
í almennum flokkum er kennt einu sinni eða
tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustund-
ir í senn í 11 vikur.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Gerðu-
bergi og Árbæjarskóla.
Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greið-
ist við innritun.
Kennsla hefst 30. september.
Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum,
Fríkirkjuvegi 1, dagana 18. og 19. september
kl. 17-20.
Skákskóli íslands
Fyrsta starfsár Skákskóla íslands hefst
mánudaginn 16. september. Kennslan fer
fram kl. 17-19 alla virka daga í Faxafeni 12,
í húsakynnum Skáksambands íslands. Loka-
skráning fyrir fyrstu námskeið verður í dag,
laugardaginn 14. september, og á morgun,
sunnudaginn 15. sptember, kl. 13-17 í síma
689141 og 680410.
Námskeið standa í 2x6 vikur, þ.e.a.s. tvö
námskeið fyrir jól og tvö eftir áramót. Einnig
er kennsla í fullorðinsflokkum. Þrjú slík nám-
skeið eru í boði:
1. Heimsmeistarar í skák.
2. Skákbyrjanir.
3. Heimsbikarmót Flugleiða, kynning á
keppendum og fylgst með mótinu.
Landsbyggðinni er bent á Bréfaskákskóla
íslands, en sú kennsla hefst í haust. Sendið
inn heimilisfang og þið fáið til baka kynningu
á fyrsta námskeiði Bréfaskákskólans.
Skólastjóri.
EÍMSPEKÍSKOLÍNM
I
Námskeið í gagnrýninni og skapandi hugsun
hefjast 17. september. Kennt verður í sam-
ræmi við sígilda samræðuhefð heimspekinn-
ar. Eftirtalin námskeið verða í boði:
Hugtakatengsl fyrir 5-6 ára.
Tengsl manns og náttúru fyrir 7-8 ára.
Mál og hugsun fyrir 9-10 ára.
Ráðgátur og rökleikni fyrir 11-12 ára.
Siðfræði fyrir 13-14 ára.
Siðfræði fyrir 15-16 ára.
Kennt verður í húsnæði gamla Verslunarskól-
ans. N
Upplýsingar og innritun í síma 628083
kl. 10-19 alla daga.
KVÓTI
Til leigu kvóti
Botnfiskkvóti til leigu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„J - 9533".
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
AðalfundurTogaraútgerðar ísafjarðar hf. fyr-
ir árið 1990 verður haldinn laugardaginn
28. september nk. kl. 14.00 á Hótel ísafirði,
1. hæð.
Dagskrá:
Samkvæmt 15. gr. samþykkta félagsins.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990 liggur
frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofunni,
Aðalstræti 26, 2. hæð.
Isafirði, 6. september 1991.
F.h. Togaraútgerðar ísafjarðar hf.,
Magnús Reynir Guðmundsson.
TIL SÓLU
Hráolíutankur
Höfum til sölu rösklega 300 lítra hráolíutank
með dælu.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið
samband við Brynleif hjá Smjörlíki/Sól
í síma 626300.
TILKYNNINGAR
HALLDOR JONSSON /VOCAFELL HF
Mánudaginn 16. september breytum við aft-
ur yfir í vetraropnunartíma. Skrifstofa og
söludeild verður opin frá 9-17 mánudaga til
fimmtudaga og 8-16 á föstudögum.
Verslun Lystadúns verður opin 9-18 mánud.
YMISLEGT
Söngfólk - kór
Við Laugarneskirkju starfar 35-40 manna
kór (stjórnandi: Ronald V. Turner) sem getur
bætt við sig söngfólki nú í vetur. Við leitum
að 2 tenórum og 2 bössum. Æskilegt er að
umsækjendur hafi grunnþekkingu í nótna-
lestri. Meðal verkefna vetrarins verða Requi-
em eftir Gabriel Faureé, mótettur eftir Pa-
lestrína, Byrd o.fl.
Boðið verður uppá söngkennslu að kostnað-
arlausu í einkatímum eða smáhópum. Æfing-
ar eru á miðvikudagskvöldum.
Inntökupróf fer fram í safnaðarheimili Laugar-
neskirkju kl. 16.00-17.00 laugardaginn 14.
september.
Áhugafólk um söng
Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði vantar söng-
fólk í allar raddir.
Áhugasömum veittar upplýsingar í símum
654238, Stefanía og 653212, Guðrún.
SJALFSTÆDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Sjálfstæðisflokkurinn
Hafnarfirði
Mánudaginn 16. september nk. kl. 20.30 eru allir, sem sitja í nefnd-
um, ráðum og stjórnum á vegum flokksins, boðaðir til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu v/Strandgötu. A fundinn mæta bæjarfulltrúar til skrafs
og ráðagerða um vetrarstarfið.
Fundurinn er ætlaður jafnt aðal- sem varafulltrúum i nefndum/ráð-
um/stjórnum.
Þá eru fulltrúaráðsmeðlimir velkomnir.
Stjórn fulltrúaráösins.