Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 199Í
Ingibjörg G. Högna-
dóttirfrá Vestinamm-
eyjum - Minning
Fædd 23. desember 1904
Dáin 3. september 1991
Ingibjörg Guðrún frænka mín,
var svo sterkt tengd Vestmannaeyj-
um, að það má líkja lífi hennar við
jurt, sem festir rætur á vísum stað,
— blómstrar, brosir við sólu og regni
og hnígur á hljóðlátan hátt til jarð-
ar að hausti.
Frá því ég var barn man ég eft-
ir henni, sem ungri stúlku á ís-
lenska búningnum — með þykkar
rauðgullnar fléttur, langt niður á
bak — og hvað ég dáðist að henni
sveiflandi peysufatapilsinu í léttu
dansspori.
Ingibjörg Guðrún, eða Imba
frænka, eins og ég kallaði hana
alltaf, — var dóttir hjónanna Högna
Sigurðssonar útvegsbónda og
hreppstjóra í Vestmannaeyjum og
Mörtu Jónsdóttur.
Högni var frá Barkarstöðum í
Fijótshlíð, yngstur af 17 börnum
þeirra Sigurðar ísleifssonar og Ingi-
bjargar Sæmundsdóttur, en hún var
systir Tómasar Sæmundssonar
Fjölnismanns.
Marta Jónsdóttir var frá Eystri-
Sólheimum í Mýrdal, yngst 6 barna
þeirra Jóns Þorsteinssonar bónda
og Ingibjargar Magnúsdóttur frá
Kanastöðum í Landeyjum. Móðir
Ingibjargar var Guðrún ísleifsdótt-
ir, — hún var frá Séljalandi undir
Eyjafjöllum og systir Sigurðar
ísleifssonar á Barkarstöðum. Þann-
ig fléttuðust ættir saman. En Ingi-
björg Högnadóttir bar nafn amm-
anna beggja og Guðrúnar nafn
langömmu sinnar frá Seljalandi.
Högni og Marta byijuðu búskap
að Seljalandi, en fluttist til Vest-
mannaeyja 1901 með tvo syni sína
Sigurjón og ísleif.
A Þorláksmessu 23. desember
1904 fæddist Ingibjörg einkadóttir
og ljúflingur foreldra sinna. Þau
þjuggu _ í Baldurshaga, ásamt
Agústi Árnasyni kennara og Ólöfu
konu hans. Þau áttu 4 dætur.
Baldurshagi var stórt og fagurt
timburhús með stórri lóð og steypt-
um garði umhverfis. Samlyndi og
vinátta þessara beggja ijölskyldna
var alveg einstæð — sú vinátta er
enn við lýði meðal afkomenda.
Þarna ólst Imba upp, umkringd
fegurð Eyjanna og því sérstæða
andrúmslofti, sem þar er að fínna.
Imba missti föður sinn þegar hún
var 18 ára og var hans sárt sakn-
að. Það var 1923 og synirnir giftir
og farnir að heiman. En Imba og
Marta móðir hennar, (amma mín)
bjuggu lengi eftir það í Baldurs-
haga. Mæðgurnar voru mjög sam-
rýndar, enda var Marta amma með
dóttur sinni til æviloka.
Ég sóttist eftir því sem barn, að
fá að vera hjá þeim í Baldurshaga
og fékk stund um að sofa í stóra
hjónarúminu á milli þeirra mæðgna.
Þá stjönuðu þær við mig og amma
sagði sögur og fór með ljóð. Þetta
voru sæludagar. Fyrir stuttu talaði
ég við Imbu í síma, þá minntist hún
á, hvað sólin hefði skinið glatt og
verið hlý í gamla daga, þegar þær
amma unnu á stakkstæðum hans
Árna í Görðum. Ég man að ég fékk
að koma með, og á skýra mynd í
huga mér af bláum himni, heitri sól
— mjallahvítum salt-fiskinum —
konur með hvítar skuplur, í ljósum
léreftskjólum, berandi fisk á börn-
um og raðandi í stórá fallega
stakka.
Imba giftist 1935 Sigurjóni Sig-
urðssyni frá Brekkuhúsi í Vest-
mannaeyjum. Þau stofnuðu heimili
á Kirkjuvegi 88 og Marta amma
flutti þangað með þeim. Siguijón
var glæsilegur maður. Hann var
formaður og síðar fiskimatsmaður,
rak fiskverslun, veiddi lunda við
bjargbrún, hafði nokkrar kindur og
var fimur sigmaður. Heimili þeirra
hjóna tók öllu fram í snyrtimennsku
og hreinlæti og hjartahlýjan og
ástúðin réði þar rfkjum.
Imba tók þátt í að jnrða um kind-
urnar og hún reitti lundann með
fimum og nákvæmum handtökum,
sem unun var á að horfa.
Þau höfðu það lengi fyrir sið, að
dansa gömlu dansana í eldhúsinu á
föstudagskvöldum í þá gömlu góðu
daga, þegar harmonikkulögin
hljómuðu í útvarpinu.
Imba og Siguijón eignuðust tvö
börn, Siguijón og Mörtu. Bæði voru
þau myndarleg og vel gerð og veittu
foreldrum sínum yndi og hamingju.
Marta amma dó 1948 á heimili
dóttur sinnar í hárri elli, eftir erfið
veikindi — þar sem Imba hjúkraði
henni með mikilli umhyggju.
Þrem árum síðar 1951 urðu þau
hjónin fyrir þeirri miklu sorg að
missa son sinn Siguijón 21 árs að
aldri í flugslysi þegar Gullfaxi fórst
með allri áhöfn. Þessa sorg báru
þau bæði í bijósti tii dauðadags.
Við Ólafur heimsóttum þau hjón-
in eitt sinn og vorum óheppin með
veður — það var rok og rigning í
Eyjum og varla hundi út sigandi.
Þá var það sem Imba vann hylli
Ólafs með umhyggju sinni og hlý-
hug. Sú hylli hefur ekki dvínað með
árunum.
Átta árum síðar, 1959, missti
Imba Siguijón mann sinn. Hún seldi
þá húsið að Kirkjuvegi og fór inn
á heimili Mörtu dóttur sinnar og
tengdasonar Ingólfs Þórarinssonar,
að Fjólugötu 4, sem er staðsett í
Helgafellshlíðum og sér þaðan yfir
allan bæinn og ijallahringinn.
Úr glugganum sínum hafði hún
horft á Surtsey rísa úr sæ — og
æðrulaus fór hún úr Eyjum þegar
Heimaeyjargosið hófst. Imba og
fjölskylda hennar voru á meðal
þeirra fyrstu, sem sópuðu öskuna
úr húsi og fluttu heim eftir gos.
Þórður Guðmunds
son - Minning
Fæddur 30. mars 1900
Dáinn 6. september 1991
Með nokkrum orðum viljum við
systkinin minnast og kveðja föður
okkar.
Hann var fæddur í Bjarghúsum,
Höfnum, Gullbringusýslu. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sigurlaug Þórð-
ardóttir ættuð úr Fljótshlíð og Guð-
mundur Salomonsson ættaður úr
Höfnum. Þau bjuggu lengst af á
Ragnheiðarstöðum, Höfnum. Auk
pabba áttu þau tvær dætur, þær
Sigurlaugu og Ragnheiði. Einnig
ólu þau upp fósturson, Guðjón Jóns-
son. Öll lifa þau bróður sinn og eru
nú búsett eða dvelja í Keflavík.
. Líf pabba snérist að mestu um
að hafa í og á sig og sína. Hann
var aldamótabarn (maður) og gerði
ekki miklar kröfur til þess sem nú
er kallað lífsgæði. Tók ekki þátt í
lífskjarakapphlaupi því sem nú allt
of margir steypast á höfuðið í.
Árið 1925 kvæntist pabbi móður
okkar Guðrúnu Hólmfríði Magnús-
dóttur frá Staðarhóli, Höfnum.
Bjuggu þau þar fyrstu árin, eða
þangað til þau byggðu yfir sig lítið,
snoturt hús. Húsið nefndu þau
Höfn. Þeirra búskapur var í þá tíð
nefndur þurrabúð, því engar land-
nytjar fylgdu Höfn. Varð því að
treysta einvörðungu á það sem sjór-
inn gaf. Á stundum var það harð-
sótt, til dæmis þegar treysta varð
á árar og segl til að komast í fisk,
en með komu véla í þessa opna
báta léttist róðurinn í þess orðs
skilningi. En sjórinn var misgjöfull
þá sem nú og oft fékkst lítið fyrir
aflann. Varð því að leita annarra
fanga, taka hvaða vinnu sem fékkst
bæði á sjó og landi. Eftir hveija
vetrarvertíð fór pabbi að heiman,
oft á síld fyrir Norðurlandi og eitt
sinn á norskan línuveiðara og svo
á togara.
Eftir 21 árs búsetu á Höfnum
fluttust foreldrar okkartil Keflavík-
ur. Þar byggðu þau hús á Sólvalla-
götu 36, í samvinnu við dóttur sína,
Auði og tengdason Halldór Jó-
haiinsson, sem lést fyrir tæpu ári.
Husið í keflavík var einnig nefnt
Höfn eins og í Höfnum.
Eftir að til Keflavíkur kom vann
pabbi við fiskverkun, eða við smíðar
hjá bandaríska hernum. Gekk hann
til fullra starfa þar til hann varð
áttræður. Fyrir tæpum tveim árum
lést Guðrún kona pabba, var hún
æði iasburða undir það síðasta og
var pabbi háaldraður að reyna að
aðstoða við heimilishaldið. Nú síð-
ustu tvö árin voru honum heilsu-
farslega erfið og má segja að það
kæmi að miklu leyti í hlut Auðar
að annast hann, þangað til hann
vistaðist á hjúkrunarheimilið Sól-
vang, Hafnarfirði. Eftir að þangað
kom annaðist starfsfólk Sólvangs
hann með stakri prýði. Kunnum við
því bestu þakkir fyrir alla alúð. Þá
þjónustu fáum við aklrei fuliþakkað.
Einkenni í fari pabba voru æðru-
leysi og hugarró, enda alinn upp
við að guðs handleiðslu skyldi
treyst. Hann sæi um allar okkar
þarfir. Við þau vegamót sem nú
skilja okkur að, en við eigum öll
eftir að fara, óskum við að hinsta
ferðin leiði hann á fund horfinna
ástvina, sem von hans og trú stóðu
til. Guð varðveiti hann.
Magnús, Emil, Auður,
Guðmundur Kristinn.
Tlutcuu*
Hcílsuvörur
nútímafólks
31
í blíðu og stríðu elskaði hún
Eyjarnar og vildi hvergi annars
staðar vera.
Við fráfall Imbu, sendum við
Ólafur samúðai'kveðjur til Mörtu
og fólksins hennar. _
Erla Guðrún Isleifsdóttir
Ingibjörgu Högnadóttur og
manni hennar kynntist ég er ég var
sex ára gömul og að byija skóla-
göngu í svokölluðum stöfunarbekk
við Barnaskóla Vestmannaeyja.
Bakhliðin að húsi þeirra við Kirkju-
veginn lá í gönguleið minni í skól-
ann. Fyrst tók ég eftir stórum og
myndarlegum manni með mikið
grátt hár og yfirskegg sem var að
sýsla við fé þarna við bakhlið húss-
ins. Eftir nokkurn tíma gaf hann
sig á tal við mig og sagði mér að
hann héti Siguijón. Ég stoppaði
þarna oft, sleit upp hálfsölnuð grös
og reyndi að fá kindurnar til að
borða úr lófa mínum en það gekk
ekki vel. Þá fékk ég brauðenda með
mér að heiman og virtist ég aldrei
hafa nóg. Þegar ég sá ömmu Ingi-
björgu fyrst var ég á flótta undan
skólabræðrum mínum sem eins og
stráka var siður stríddu okkur stelp-
unum óspart og ég tala nú ekki um
að toga í flétturnar á okkur. í þetta
skiptið tókst mér að komast inn á
lóðina hjá þeim og loka hliðinu á
eftir mér svo þeir sáu ekki hvert
ég fór. Þar sem ég stóð þarna skjálf-
andi með tárin í augunum, kom til
mín há og grannvaxin kona. Hún
var með ljósrauðar fléttur í hring
um höfuðið. Bauð hún mér inn í
eldhús, þerraði tárin og gaf mér
mjólk og nýbakaðar kleinur. Þarna
átti ég eftir að koma oft og fljót-
lega tók ég að kalla Ingibjörgu
ömmu, og það hef ég gert síðan.
Hvernig mér datt þetta í hug veit
ég ekki, sérstaklega þar eð hún var
nokkrum árum yngri en faðir minn.
En það hvað hún var alltaf góð við
mig hefur ábyggilega átt sinn þátt
í því. Þessari nafngift tók hún vel,
og varð það mér mikil ánægja er
ég fékk leyfi hennar til að skíra
einkadóttur mína í höfuðið á henni.
Ég vona að nafninu fylgi sú gæska
og kærleikur sem amma sýndi mér
og öðrum sem ég þekkti alla tíð.
Þegar ég hugsa til baka koma ótal
minningar upp í hugann, gjafirnar
sem ég fékk frá þeim hjónum, hand-
málaður kistill, kommóða og ótal
fleiri hlutir, þó held ég að ferðalag
út í Stórhöfða með þeim hjónum
og fleira fólki, til að vera viðstödd
smölun á fénu, hafi verið eitt það
eftirminnilegasta atvik úr æsku
minni. Það varð frekar lítið úr svefni
nóttina áður, svo mikil var tilhlökk-
unin. Amma var mjög snaggaraleg
og létt á fæti þangað til fyrir nokkr-
um árum er hún veiktist og þurfti
að ganga undir aðgerð. Hún náði
aldrei sömu heilsu aftur og fékk
hægt andlát að morgni þriðja sept-
ember. Ingibjörg og Siguijón áttu'
tvö börn, Siguijón sem fórst með
Glitfaxa 31. janúar 1951 aðeins 18
ára að aldri og Mörtu. Marta er
gift Ingólfi Þórarinssyni og eiga þau
þijá syni Siguijón Inga, Þórarinn
og Gunnar Örn. Þeim votta ég sam-
úð mína og þakka þeim fyrir að
leyfa mér að deila með sér henni
ömmu, og aila þá vináttu og tryggð
sem þau hafa sýnt mér og fjöl-
skyldu minni í öll þessi ár. Megi
amma fara í friði.
Fríða Einarsdóttir
Fatnaóur,
búsáhölð oJI.
Sérstakt •••
Kostaboð
lUÓ eM-lestun
Laugav. 116, s. 629030
INNIMARKAÐUR
I DAG
KL. 14.00
F.M.F.
ÞYTUR
heldur stór
flugsýningu á
flugvelli félagsins
við Hamranes
sunnan við
Hafnarfjörð
Margt verður til
skemmtunar,
meðal annars:
MÓDELFLUG
4-
FALLHLÍFAR-
STÖKK
4
LISTFLUG
4-
ÞYRLUFLUG
HÓPFLUG
AUK MARGRA ANNARRA
SKEMMTILEGRA
FLUGATRIÐA
Á ÖLLUM TEGUNDUM
FLUGFARARTÆKJA
-0 HAMRANES • FLUGSÝNING
TIL KEFLAVÍKUR ■
- TIL KEFLAVÍKUR
~7..r
Akið sem leið liggur í áit til
Krísuvíkur og fylgið skiltunum.
AÐGANGSEYRIR:
FULLORÐNIR 500 kr.
BÖRN 300 kr.
mona
Tómstundahúsið