Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 40
’40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
// Ég x£bx. cuS berc\ ÁÆym- s i/ö/tA.. þcL
þcirftu -c-tíci s/feLlt aS t/em m '/ru'ÆryvQ
d fv/em'/h'íhann kostaác."
pabbi? Hefur þú hér heillaóska-
kort fyrir galdramenn?
Stafsetningarkimnátta
Stundatöflu þessari var dreift til
nemenda í einum skóla borgarinn-
ar. Aðstandandi eins þeirra hafði
orð á því við Velvakanda, að ekki
væri við góðu að búast úr því að
stafsetningarkunnáttu þess, sem
gekk frá töflunni væri ekki betri.
Það skal tekið fram að leiðrétt ein-
tak var sent út daginn eftir.
Tannlæknakostnaður:
Það er hægt
að spara
Miklat' umræður eru nú í gangi
um heilbrigðismál og því finnst mér
rétt að benda á leið til sparnaðar
og þá á ég við tannlæknakostnað
því að hann er alltof hár hér á landi.
Ég og dóttir mín fórum til Eng-
lands á þessu ári fyrst og fremst
til þess að spara og iækka þennan
dýra kostnaðarlið. I hreinskilni sagt
varð þessi kostnaðarliður tvisvar til
þrisvar sinnum ódýrari þar en hér.
Við vorum mjög ánægðar með
þessa ferð.
Fólk á hiklaust að notfæra sér
vandaða og ódýra tannlæknaþjón-
ustu erlendis því að nú er ódýrt að
fljúga og auðvelt að velja um ferðir.
Mér finnst sjálfsagt að fólk geri
eitthvað í alvöru vat'ðandi þessa
rándýru tannlæknaþjónustu hér á
landi.
Kristin
Stunrflr M&nud. tMðJuí. Mlflvhtud. Flmmtud.. Fflstud.
8.10-IL50
8^0.9JO 5un i á k 'Htótöf' vrc
/0”- /0* D&HCr'it
lo^-ll20 STÍfLKl/þ STULKuf <
12** MÍHMÐÍl
1^ yjÍHMWí
2S°~- Uahd$.
/j,D Hmnt JTÓNMenT SAMVK,f þifcmr
LLÆ r isiViMi IMCFÍIHf
i
* va 2V~. j»0£>
5j40-8J0 Cb 1 öuquuyy t-
6.20-7.00
Fjarvlstir nomijnd* jkulu tilkynnur 1 ilm» 331110 ou 30745.
Þessir hringdu ..
Lady Rós
Fimm ára gömul læða, Lady
Rós, hvarf frá Grettisgötunni 19
ágúst síðastliðinn. Lady Rós er
litskrúðugur köttur, svört, brún,
gul, framan á hálsi og loppum er
hún hvít. Ef einhver hefur séð
þessa kisu eða veit hvar hún er,
er sá hinn sami vinsamlega beðinn
um að hafa samband við Rósu í
símum 45652 eða 609674.
Lyklakippa týnd
Svört lyklakippa með mörgum
lyklum, húslyklum, bíllyklum o.fl.
tapaðist í nágrenni við Lindargöt-
una fimmtudaginn 5. september.
Sá sem kynni að finna eða hefur
fundið lyklakippuna er beðinn um
að skila henni til lögreglunnar.
Finnandi má gjarnan láta nafn
og heimilisfang fylgja með svo
eigandi geti veitt honum fundar-
laun.
Frábær Perla
Kona hringdi, hún gat ekki
orða bundist vegna kvartana og
hnútukasts um Perluna í Öskju-
hlíð. Konan vildi sérstaklega
þakka afgreiðslufólki í kaffiter-
íunni fyrir alúðlega framkomu,
góða afgreiðslu og veitingar. Ex-
presso-kaffið sem hún hefði keypt
hefði smakkast ágætlega. Konan
sagði Reykvíkinga geta verið
stolta af Perlunni þótt hún' væri
nokkuð dýr. Utlendingar sem hún
hefði verið í fylgd með hefðu
tæpast átt orð til að lýsa ánægju
sinni og hrifningu á veitingunum
og öllu því sem fyrir augu bar í
Perlunni.
Kjarasamningar BSRB
Ríkisstarfsmaður vill benda
fréttamönnum á, að á formannar-
áðstefnu Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, BSRB, var sam-
þykkt að aðildarfélög bandalags-
ins semdu hvert í sínu lagi. Fjölm-
iðlum væri því nær að spyija for-
menn sérfélaganna um kjara-
samningana. Ögmundur Jónasson
formaður bandalagsins hefði ekk-
ert umboð til að svara.
Víkverji skrifar
Almennur áhugi á skógrækt
hefur vaxið á undanförnum
árum eins og merkja má af aðal-
fundum Skógræktarfélags íslands.
Fyrir nokkrum árum þótti viðburð-
ur ef ungt fólk sýndi skógræktinni
verðskuldaðan áhuga en nú ber svo
við að öldungarnir og frumkvöðl-
arnir eru í minnihluta á fundunum,
unga fólkið er tekið við og komast
færri að en vilja. Það ánægjuleg-
asta er að samkomulag milli kyn-
slóðanna er með miklum ágætum
enda er það hugsjónin sem tengir
þær saman. Þarna hittist fólk úr
öllum stéttum, úr dreifbýli og þétt-
býli, fulltrúar skógræktarfélag-
anna á hveijum stað. Hér má því
segja að orðið hafi þjóðarvakning
og tímabært að ráðamenn þjóðar-
innar vakni og styðji við bakið á
þeim fjölmörgu áhugamönnum um
allt land sem vilja klæða landið
skógi. Minna má á að Skógræktar-
félagi íslands voru veitt Umhverf-
isverðlaun Norðurlandaráðs í sum-
ar, í fyrsta sinn sem þau voru veitt.
Ákvörðun Jóns Loftssonar skóg-
ræktarstjóra um að leggja félögun-
um ti! eina milljón plantna á næsta
ári er vissulega ánægjulegt merki
um breytt hugarfar stjómvalda.
Með þessari gjöf er landgræðslu-
skógaátakið, sem hófst með þátt-
töku 8.000 sjálfboðaliða, tryggt
þriðja árið í röð.
xxx
Kunningjar Víkverja af erlendu
bergi, sem hafa heimsótt ís-
land í sumar, hafa haft stærst orð
um tvo hluti: fegurð íslenzkrar
náttúru og hátt verð á matvöru.
Þýzkir ferðalangar sögðust í
fyrstu alls ekki hafa trúað öðru,
en að það verð, sem þeim var gert
að greiða fyrir gistingu og mat,
væri sérstaklega ætlað útlending-
um og ekkert annað en ósvífin
peningafrekja. Mikil var undrun
þeirra, þegar þeir komust að því
að við íslendingar greiddum sömu
upphæðir fyrir þessar vörur og
þjónustu. Sögðust þeir hreint ekki
skilja, hvemig íslendingar færu að
þessu og þá ekki síst þeir, sem
Þjóðveijarnir sögðust hafa frétt
að ynnu í frystihúsum fyrir 60
þúsund krónur á mánuði.
Þessir Þjóðveijar sögðust ekki
hafa efni á að koma aftur, þótt
þeir vildu, til að skoða meira af is-
lenzkri náttúrufegurð, nema þeir
fengju að taka stærstan hluta
matarbirgðanna með sér að heim-
an..
Annað dæmi er kunningi Vík-
veija, sem hefur búið í Englandi
um skeið.
Hann kom eiginlega í uppnámi
úr innkaupaferð í matvömbúð í
Reykjavík. Kostar þetta virkilega
svona mikið? hafði hann spurt við
hvern hlut, sem keyptur var.
Þegar heim var komið hringdi
hann í kaupmanninn sinn í London
og bað hann að segja til um, hvað
þessir hlutir kostuðu hjá honum.
Tekið skal fram, að um almenn
matarinnkaup var að ræða og mik-
ið grænmeti. Á kvittun verzlunar-
innar í Reykjavík var niðurstöð-
utalan um 3.100 krónur, sem jafn-
gilda 30 sterlingspundum.
Þegar enski kaupmaðurinn hafði
lagt vörulistann saman hjá sér fékk
hann út 3,5 sterlingspund!