Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 42

Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGL'K 14. SEPTEMBER 1991 KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA Tap í London Nú er að duga eða drepast! Grindavík - ÍR á Grindavíkurvelli laugardaginn 14. september kl. 14.00. Verður ekkert Suðurnesjalið í 1. deild að ári? Grindvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn: Nú fjölmennum við á völlinn og hvetjum strákana til sigurs. Taktu lýsi daglega heilsunnar vegna HAGKAUP Söluturninn Stiarnan ^42___________________ Mm ■ FOLK ■ KANADA og Bandaríkin leika til úrslita í keppninni um Kanada- bikarinn í íshokkí. Kanada vann Svíþjóð 4:0 í undanúrslitum. Tommy Söderström var hetja Svía og varði 43 af 47 skotum, en Wayne Gretzky kom Kanada- mönnum á bragðið undir iok ann- ars leikhluta. Þetta er fimmta mó- tið og hefur Kanada ávallt leikið til úrslita, en Bandaríkin, sem _unnu Finnland 7:3, hafa ekki fyrr ■^náð svona langt. ■ GRÍGORI Mísútín frá Sov- étríkjunum fékk gullverðlaunin í frjálsum æfingum karla á HM í fim- leikum. Hann fékk 59,050 sti gúr sex greinum eða 9,84 að meðaltali. Sovétmenn voru í þremur efstu sætunum, en þeir hafa unnið til gullverðlauna á síðustu átta heims- meistaramótum. ■ SOVÉSKU stúlkurnar fengu gullverðlaunin í liðakeppninni á HM í fimleikum, sem fer fram í Indiana-. polis í Bandaríkjunum. Sovésku stúlkurnar hafa þar með sigrað á fimm af síðustu sex heimsmeistara- mótum. ■ MICK Harford er aftur kominn \ til Luton eftir 18 mánaða veru hjá Derby. Luton borgaði 325.000 pund (Um 33 millj. ÍSK) fyrir þenn- an fyrrum miðheija enska landsl- iðsins, en hann er 32 ára. ■ FRJÁLSÍÞRÓTTAFÓLK, sem fellur á lyfjaprófi hefur hingað til verið dæmt í tveggja ára bann við fyrsta brot, en frá og með HM í Japan á dögunum verður bannið fjögur ár. DAVID Szewczul frá Banda- ríkjunum greiddi um 300.000 ÍSK til að komast í fyrsta sinn á breska áhugamannamótið í golfi. Hann sló aldrei upphafshöggið — var dæmd- ur úr keppni fyrir að mæta ekki á réttan keppnisvöll! Szewczul er í aganefnd á heimaslóðum og hefur einu sinni dæmt mann úr leik fyrir sams konar atvik. Guðni mikil- vægur hlekkur hjá Spurs Valsstúlkur tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu, þegar þær unnu KR- stúlkur 5:2 í úrslitaleik á gervigras- inu í Laugardal í fyrrakvöld. Bryndís Valsdóttir gerði þijú mörk fyrir Val og Arney Magnúsdóttir og Kristín Arnþórsdóttir sitt markið hvor, en Helena Ólafsdóttir og Valdís Rögnvaldsdóttir skoruðu fyr- ir KR. Liðin léku tvo leiki um titilinn sl. vor. Valur vann fyrri leikinn 3:1, en KR þann seinni 2:0. Því þurfti þriðja leikinn og fór hann loks fram í fyrrakvöld. Strákarnir í íslenska unglinga- landsliðinu voru óheppir að tapa, 1:2, fyrir Englendingum í Evrópu- keppni U 18 á Selhurst Park í fyrra- kvöld. „Það voru allir sammála um að kraftaknattspyrnan hafi borið sig- urorð á léttleika og tækni,“ sagði Helgi Þorvaldsson, formaður ungl- inganefndar. „Strákarnir áttu að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfieik og skora þetta fjögur mörk. Markvörður Englendinga var rekinn af leikvelli í seinni hálfleik, en það dugði ekki. Englendingar skoruðu tvö skallamörk áður en Óskar Þorvaldsson svaraði fyrir okkur,“ sagði Helgi. Fótboltaferð til Glasgow Úrval-Útsýn gengst fyrir þriggja daga ferð til Glasgow dagana 21. til 23. september n.k. og er ferðin sett upp fyrir meistaraflokksmenn íslenskra knattspyrnufélaga, að- standendur liðanna, stjórnarmenn og maka. Möguleiki verður að sjá Guðmund Torfason og félaga í St. Mirren leika gegn Glasgow Ran- gers, en ferðin er aðallega hugsuð til að gefa íslensku knattspyrnu- fólki tækifæri til að slappa af eftir keppnistímabilið. Valur meistari Guðni Bergsson hefur leikið vel með Tottenham að undanförnu. TOTTENHAM hefur gengið vel í ensku knattspyrnunni að undanf- örnu og segir Gary Mabbutt, fyrirliði, að mannabreytingar í vörn- inni hafi styrkt hana til muna og góður varnarleikur geti gert það að verkum að Spurs eigi raunhæfa möguleika á að berjast um titilinn. Breytingarnar eru þær að lan Walker hefur tekið stöðu Norðmannsins Eriks Thorstvedts í markinu, Guðni Bergs- son er miðvörður í stað Steves Sedgleys og Paul Stewart hefur verið færður úr fremstu víglíu og leikur fyrir framan miðverðina. Guðni var úti í kuldanum hjá Terry Venables, en Peter Shreeves hefur gert árangursríkar brejrtingar á liðinu. Hann settj Guðna inná sem varamann gegn Nottingham Forest fyrir skömmu og síðan hefur allt gengið í haginn með óbreyttu liði — Tottenham hefur ekki fengið á sig mark í tæp- lega ijórum leikjum. Guðni hefur fengið góða dóma og er að vonum ánægður. „Það er allt annað að fá að spila sem miðvörður, en í þeirri stöðu kann ég best við mig,“ sagði Guðni við Morgunblaðið aðspurður um stöðu hans hjá liðinu. „Walker hefur staðið sig vel í markinu og haldið hreinu í þremur leikjum. Þá hefur verið mjög gott að leika með Mabbutt á miðjunni og Stewart, sem er geysilega sterkur, hefur verið sem múi’brjótur fyrir framan okkur og dæmið hefur gengið upp. Tal um meistaratitil er samt óraun- hæft, því keppnin er rétt að byija, en auðvitað vonum við að við höld- um okkar striki.“ Tottenham fær QPR í heimsókn - í dag, en mætir síðan Hadjuk Split frá Júgóslavíu í Evrópukeppni bik- arhafa og fer leikurinn fram í Aust- urríki á þriðjudag. Guðni verður væntanlega í byijunarliðinu í báð- um leikjunum, nema eitthvað óvænt komi uppá. „Með sigri gegn QPR yrði staða okkar, vænleg og við höfum fullan hug á að standa okk- ur í Evrópukeppninni." Kemur í landsleikinn ísland leikur gegn Spáni í Evr- ópukeppninni á Laugardalsvellinum 25. september, en sama dag á Tott- enham leik. Guðni sagði að Shree- ves hefði spurt hvort landsleikurinn skipti nokkru máli og bent a'að Erik Thorstvedt hefði misst stöðu sína í liði Spurs eftir að hafa farið í landsleik með Noregi. ,Ég sagðist fara í landsleikinn og það stendur,“ sagði Guðni. Boðsmiðar á Evrópukeppni félagsliða Athygli íþróttaforystumanna, dómara og annarra hand- hafa aðgönguskírteina (passa) er vakin á því, að breytt hefur verið reglum um frímiða (boðsmiða) að landsleikj- um, Evrópukeppnum félagsliða og Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Aðgönguskírteini (passar) gilda ekki að framan- greindum leikjum, en handhafar þeirra geta sótt miða á leikina á skrifstofu KSÍ í Laugardal gegn framvísun skírteina (passa). Miðar á leiki Vals, Fram og KR í Evrópukeppni félagsliða, verða afgreiddir á skrifstofu KSÍ 16.-18. sept. kl. 12-18. Þá er rétt að benda handhöfum boðsmiða á, að eftirleið- is er þeim ætlað að ganga inn um sérstakt hlið, merkt: Boðsmiðar. Við hliðið verða skírteinishafar að sýna skírteini sín ásamt boðsmiða. ALHENHT STIG KSÍ heldur þjálfaranámskeið - ALMENNT STIG - í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 20.-22. sept- ember nk. (Sambandsþjálfari II). Efni: Markmannsþjálfun, 10 leiðir í þálfun, leik- fræði/taktik og erindi Friðfinns Sigurðssonar, íþróttalæknis frá Svíþjóð, um álagsmeiðsl í knatt- spyrnu. Inntökuskilyrði: Sambandsþjálfari I. Verð kr. 7.500,- Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KSÍ, sími 814444. Góð þjálfun - betri knattspyrna Fræðslunefnd KSÍ Um helgina Knattspyrna í dag kl. 14 1. deild: Laugardalsv......Fram-ÍBV Garðsv........Víðir-Víkingur Akureyrarv............KA-KR Valsv..............Valur-FH Stjörnuv......Stj arnan-UBK 2. deild: Grindavíkurv...Grindavík-ÍR Fylkisv..........Fylkir-Þór Akranesv.........ÍA-Selfoss Keflavíkurv..ÍBK-Tindastóll Hvaleyrarholtsv. .............Haukar-Þróttur Handknattleikur Haustmóti Stjörnunnar lýkur í dag og verður úrslitaleikur- inn kl. 13 í íþróttamiðstöðinni Garðabæ, en átta 1. deildar lið tóku þátt. FN-mótið í handknattleik verður í íþróttahöllinni á Ak- ureyri á morgun, sunnudag, og hefst kl. 16, en Þór, KA og Islandsmeistarar Vals taka þátt. Fjölskylduskokk Á morgun, sunnudag, verður íjölskylduskokk KR og hefst það kl. 14. Farið verður frá KR-heimilinu upp Kapla- skjólsveg eftir' Hringbraut, Suðurgötu, Starhaga, Ægis- íðu og Kaplaskjólsveg að KR-heimilinu, samtals 3,7 km. Skráning hefst kl. 13 í KR-heimilinu. Golf Opið öldungamót verður á Jaðarsvelli í dag kl. 14. Keppt verður um Jóhannesarbikar- inn. Nýliðamót verður einnig haldið á Jaðarsvellinum í dag og hefst það kl. 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.