Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 44
T-Jöfdar til
JLifólks í öllum
starfsgreinum!
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
l,8milljarðar í lán
vegna greiðsluerfið-
, -íeika frá áramótum
Einn lánþegi hafði hálfa millj. í tekjur
og yfir 9 millj. kr. hreina eign
HUSNÆÐISSTOFNUN ríkisins
hefur veitt 635 umsækjendum
lán á þessu ári vegna greiðsluerf-
iðleika. Heildarupphæð skuld-
breytinga vegna greiðsluerfið-
leika frá áramótum nemur 1.800
milljónum kr. að sögn Sigurðar
Geirssonar, forstöðumanns hús-
bréfadeildar.
Sigurður staðfesti að meðal
þeirra sem fengu afgreidd lán
-■^na greiðsluerfiðleika væru 12
umsækjendur sem hefðu um eða
yfir 400 þús. kr. mánaðarlaun en
miðað er við samanlagðar tekjur
þegar um hjón er að ræða. Skv.
upplýsingum Morgunblaðsins var
einn lánþegi með yfir 500 þús. kr.
laun á mánuði og hrein eign hans
var rúmlega níu millj. kr.
Að sögn Sigurðar verður
greiðslubyrði umsækjenda vegna
húsnæðiskaupa að ná ákveðnu há-
marki til að þeir eigi kost á skuld-
„þœytingu og einnig er miðað við
aKveðin tekju- og eignamörk að
teknu tilliti til ljölskyldustærðar og
íbúðarstærðar.
Tæplega 10% lánþega fengu
minna en eina millj. kr. lán en
meðallán vegna greiðsluerfiðleika á
þessu ári nema um þremur millj.
kr., skv. upplýsingum Sigurðar. 13
umsækjendur fengu greiðsluerfið-
leikalán að upphæð átta millj. kr.
eða meira.
Alls hafa borist 1.326 umsóknir
um greiðsluerfiðleikalán það sem
af er árinu og er það töluvert meira
en áætlanir gerðu ráð fyrir að sögn
Sigurðar. 272 umsóknum hefur
verið synjað en enn eru óafgreiddar
352 umsóknir og sagði Sigurður
ljóst að þær fengjust ekki allar af-
greiddar.
Hlutabréf í
Flugleiðum
seld fyrir
22,5 millj.
HJÁ Verðbréfamarkaði Islands-
banka hf. voru einum viðskipta-
aðila seld hlutabréf í Flugleiðum
í gær að upphæð tíu miHjónir kr.
á nafnvirði á sölugenginu 2,25
og söluverðið var þvi 22,5 millj-
ónir kr.
Svanbjörn Thoroddsen, deildar-
stjóri hlutabréfaviðskipta, sagði í
samtali við Morgunblaðið að verð-
lækkanir hlutabréfa í Flugleiðum
að undanförnu hefðu átt sér stað
þar sem framboð var meira en eftir-
spurn en nú stæðu vonir til að botn-
inum hefði verið náð og áhuginn
væri að glæðast að nýju.
Kjötsalan til Mexíkó:
FYRIRSPURNUM um kaup á
kindakjöti hefur rignt yfir land-
búnaðarráðuneytið eftir að
spurðist út um sölu á 800 tonnum
af ærkjöti til Mexíkó, að sögn
Sigurgeirs Þorgeirssonar, að-
stoðarmanns landbúnaðarráð-
herra.
í 500 tonn 1. september 1992, auk
þess sem umframframleiðsla þessa
hausts væri áætluð um 800 tonn.
Áætluð útflutningsþörf á einu ári
væri því um 1.700 tonn.
Veiðitímanum að ljúka
Stangveiðitímabilinu lýkur senn. 20. september lýkur veiðum í síðustu laxveiðiánni en sjóbirting má
veiða við Suðurland til 20. október. í mörgum vötnum er veitt allt árið. Laxveiði hefur almennt verið dræm
í sumar en silungsveiði hefur verið góð, t.d. í Þingvallavatni, þar sem þessi mynd var tekin fyrir skömmu.
Ríkisreikningar 1989:
Fyrirspumum uin kjöt
rignir yfir ráðuneytið
Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson
Ferða- og risnukostnaður
1,33% af ríkisútgjöldum
Ferðakostnaður ríkisins nam 1.004 milljónum króna árið 1989, eða
um 1,16% af útgjöldum rikissjóðs það árið. Risnukostnaður var tæp-
ar 148 milljónir og ferða- og risnukostnaður var því samtals 1.149
milljónir króna eða um 1,33% af ríkisútgjöldum ársins. Þau námu
alls 86,4 milljörðum króna samkvæmt reikningsskilavenjum undanf-
Sigurgeir sagði að áður en kjöt-
salan til Mexíkó hefði komist á
dagskrá hefði verið búið að leita
leiða til að losna við kjötið, leitað
'Wár til Sláturféiags Suðurlands og
Goða um að þeir reyndu að finna
kaupendur að kjötinu. Sláturfélagið
hefði komið með ákveðna lausn sem
þó hefði ekki samrýmst búvörulög-
unum, þar sem gert var ráð fyrir
nýtingu hluta kjötsins hér á landi.
Goði treysti sér ekki til að koma
kjötinu úr landi á jafnhagstæðan
hátt o g salan til Mexíkó feluf í sér.
„Það hafa alls konar spámenn
risið upp síðan. Það eru Is'endingar
sem hafa haft samband við okkur
en líklega fyrir hönd annarra, en
bað kom bara of seint. Enda er
^?£kert sem bendir til að þau tilboð
Séu á nokkurn hátt hagstæðari en
kjötsalan til Mexíkó,“ sagði Sigur-
geir.
Hann sagði að á næsta ári yrði
að flytja út verulegt magn af ær-
kjöti umfram það sem nú er flutt
út. Samkvæmt búvörusamningnum
,^’ði að minnka birgðir á milli ára
^r um 1.300 tonnum 1. september
arinna ára.
í ríkisreikningum 1989, sem
lagðir voru fram í gær, kemur fram
að ferðakostnaður innanlands nam
rúmum 542 milljónum og utanlands
rúmum 462 milljónum króna á ár-
inu. Ferðakostnaður tekur til far-
gjalda, dagpeninga og dvalarkostn-
aðar og annars minni háttar kostn-
aðar á ferðalögum, svo sem símtala.
Þar kemur einnig fram, að bifreiða-
kostnaður ríkissjóðs nam alls um
1,3 milljörðum króna, en sá kostn-
aður telst ekki til ferðakostnaðar.
Ferðakostnaður A-hluta ríkis-
sjóðs var alls 748 milljónir króna.
Þar af var ferðakostnaður hæstur
í samgönguráðuneyti, 148 milljónir,
næsthæstur í menntamálaráðu-
neyti, 97,6 milljónir, í heilbrigðis-
ráðuneyti er ferðakostnaður 87,7
milljónir, í dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti 83 milljónir, í utanríkis-
ráðuneyti 73,6 milljónir, í iðnaðar-
ráðuneyti 50,7 milljónir, í sjávarút-
vegsráðuneyti 48 miiljónir, land-
búnaðarráðuneyti 45,3 milljónir,
félagsmálaráðuneyti 23,8 milljónir,
fjármálaráðuneyti 21,4 milljónir,
forsætisráðuneyti tæpar 8 milljónir,
viðskiptaráðuneyti 6,8 milljónir og
Hagstofu íslands 2,4 milljónir.
Ferðakostnaðui' æðstu stjórnar
ríkisins var 50,2 milljónir og fjár-
laga og hagsýslustofnunar 1,6 millj-
ónir.
Risnukostnaður A-hluta ríkis-
sjóðs var alls 128 milljónir króna.
Hæstur var hann í utanríkisráðu-
neyti, rúmar 27 milljónir króna. Þá
í menntamálaráðuneyti 19,6 millj-
ónir, 19,1 milljón hjá æðstu stjórn
ríkisins, 12 milljónir í samgöngu-
ráðuneyti, 9,4 milljónir í dóms og
kirkjumálaráðuneyti, 6,9 milljónir í
heilbrigðisráðuneyti, 6,5 milljónir í
iðnaðarráðuneyti, 5,8 milljónir í
sjávarútvegsráðuneyti, 5,67 millj-
ónir í fjármálaráðuneyti, 4,9 millj-
ónir í forsætisráðuneyti, 8,5 milljón-
ir í landbúnaðarráðuneyti, 3,3 millj-
ónir í félagsmálaráðuneyti, 2,8
milljónir í viðskiptaráðuneyti, 477
þúsund í fjáriaga og hagsýslustofn-
un og 456 þúsund hjá Hagstofu
íslands.
Sjá nánar um ríkisreikninginn
1989 á miðopnu.