Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20: SEPTEMBER 1991 Tlufasia, Hcílsuvörur nútímafólks Sýningardagana 20. og 21. sept. STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST OG ENDAST LP þakrennukerfið sameinarkosti ólíkra efna- kjarninn úr stáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu HEILDARLAUSN • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert Ifm. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur bér á óvart. Leitiðupplýsingahjá sölumönnum okkar BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD ÓJMí SMIÐSHÖFÐA 9 112REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 Vershmarskóh Islands er rekinn af ríkinu eftir Ingólf A. Þorkelsson í Morgunblaðinu föstudaginn 6. september stendur skrifað: „Að sögn Ólafs G. Einarssonar mennt- amálaráðherra nær samkomulag ríkisstjórnarinnar ekki til Verslun- arskólans þar sem hann er ekki ríkisrekinn." Það var og. Hæstvirt- ur ráðherra ætti að vita betur enda játar skólastjóri Verslunar- skólans hið gagnstæða með því að viðurkenna í viðtali við blaðið að VI fái jafnhátt framlag frá rík- inu og ríkisskólarnir tveir, MR og MS. Nafngiftir til að fela sérréttindi Ríkið borgar öll laun og annan rekstrarkostnað fyrir skólann og húsaleigu þar til viðbótar (kemur í stað stofnkostnaðar) og þess vegna er skólinn ríkisrekinn hvað sem öllum nafngiftum líður. Reynt er leynt og ljóst að hylma yfir þessa staðreynd með því að kalla skólann einkaskóla eða sjálfseign- astofnun. Það hefur verið gert til þess að fela sérréttindin. Þau sér- Ingólfur A. Þorkelsson „Er þetta skólagjald, sem nemur mörgum tugum milljóna kr., ekki líka notað til leyni- legra yfirborgana?" réttindi að geta lagt risahá skóla- gjöld á nemendur, gjöld sem verða á næsta skólaári 37 þús. kr. á hvern nemanda en af þeirri upp- hæð fá nemendur, þ.e. skólafélag- ið, aðeins örlítið brot eða kr. 3.500 fyrir hvern nemanda, miklu minna hlutfall en í nokkrum öðrum fram- haldsskóla í landinu. Aðspurður segir skólastjóri VI að gjaldið standi undir tækjavæðingu skól- ans og fleiri kennslutímum en í öðrum skólum. Þetta er fróðleg játning er sýnir vel sérréttindin sem skólinn hefur fengið á silfur- fati. Mér er spurn í framhaldi af þessu: Er þetta skólagjald, sem nemur mörgum tugum milljóna kr., ekki líka notað til leynilegra yfirborgana? Fyrrnefnd ummæli mennta- málaráðherra eru einkar athyglis- verð í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram um skólagjöld að undanförnu — þar sem ráðherrar töldu leikinn til þess gerðan að setja þak á gjöldin en þó ekki í VÍ þótt hann sé eini skólinn sem þarf að þekja. Höfundur er skólameistari Menntaskólans íKópavogi. Vetrarstarf í Laugarneskirkju Um þessar mundir er vetrarstarf Laugarneskirkju að hefjast. I vetur verður fjölbreytt starf í kirkjunni eins og undanfarin ár og vonum við að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfí. Nýr aðstoðarprestur var ráðinn að kirkjunni í haust, sr. Sigrún Óskarsdóttir, en hún var vígð til starfsins 15. september sl. Guðsþjónustur verða með hefð- bundnu formi kl. 11.00 alla sunnu- daga-. Barnastarf verður á sama tíma, en börnin eru með í guðsþjón- ustunni fram að prédikun, en þá fara þau niður í safnaðarsalinn og fá fræðslu við sitt hæfi í þremur aldurs- hópum. Einu sinni í mánuði verða tvær guðsþjónustur, þ.e. bæði kl. 11.00 og 14.00. Eftir seinni guðs- þjónustuna verður boðið upp á kaffí- veitingar og dagskrá eins og gert var í fyrra, þá verður einnig boðið upp á akstur til og frá kirkju. Rútu- ferð verður frá Hátúni 10 og Dal- braut 18-20. Eftir guðsþjónusturnar kl. 11.00 verður boðið upp á mola- sopa. Kyrrðarstundir verða hvern fimmtudag kl. 12.00 á hádegi. Org- elleikur, altarisganga og fyrirbænir. Eftir stundina í kirkjunni er boðið uppá léttan hádegisverð. Fleiri og fleiri nýta sér þessa þjónustu, en hún er öllum opin. Barna- og unglingastarf verður með sama hætti og í fyrra. Starf fyrir 10-12 ára verður á fimmtudög- um kl. 17.00, þar sem börnin fá fræðslu, leiki og helgihald, einnig verður æskulýðsstarf á sunnudags- kvöldum. Drengjakór og bjöllukór voru stofnaðir við kirkjuna í fyrrahaust. Nú eru yfir 30 drengir í drengjakórn- um og í vetur verður starfræktur undirbúningskór, Scola Cantorum, fyrir byriendur. Einníg er í ráði að stofna annan bjöllukór. Þetta tónlist- arstarf kirkjunnar eflir mjög safnað- arstarfið og koma þessir kórar oft fram í guðsþjónustum safnaðarins auk þess að fara í lengri og skemmri ferðir í æfingabúðir og til að koma fram. Fermingarstarfið hefst á næstu dögum og verða fermingarbörn næsta vors innrituð þriðjudaginn 24. september kl. 17-18. Safnaðarkvöld verða að jafnaði mánaðarlega á mánudögum. Fyrsta kvöldið verður 28. október kl. 20.30 í safhaðarheimili kirkjunnar. Grétar Sigurbergsson geðlæknir mun þá ræða um breytingaskeið kvenna og karla. Einnig verður boðið upp á góða tónlist, Gústaf Jóhannesson og Sigrún Gústafsdóttir leika á blokk- flautu og píanó. Kvenfélagið hefur vetrarstarf sitt fyrsta mánudaginn í október, en fundir félagsins eru mánaðarlega og eru allar konur í sókninni velkomnar til starfa. Kór Laugarneskirkju hóf æfingar snemma í september. Kórfélagar eru nú 48 talsins og verður vetrarstarfið mjög fjölbreytt að vanda, en aðal- markmið kórsins er að hlúa að guðs- þjónustulífi safnaðarins og halda tón- íeika. Auk hins hefðbundna safnaðar- starfs starfa þrjú samtök í kirkjunni sem bjóða safnaðarfólk velkomið til samfélags og fræðslu, en það eru AA-samtökin, sem hafa sína fundi hvern fimmtudag í safnaðarheimil- inu, Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem hafa opið hús á þriðjudögum kl. 20.00 og fræðslu- fundi einu sinni í mánuði. Þá hefur Kristilegt félag heilbrigðisstétta sína fundi í safnaðarheimilinu þriðja mánudag hvers mánaðar. Af þessu öllu má sjá að kirkjan og safnaðarheimilið mun iða af lífi hvern einasta dag vikunnar og er það von okkar og bæn að sem flest- ir hljóti blessun af, en kirkjan er ein- mitt kölluð til að flytja blessun Guðs áfram frá kynslóð til kynslóðar. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Styrkir til háskólakvenna Alþjóðasamband háskólakvenna í Genf hefur beðið Kvenstúdent- afélag íslands - Félag íslenskra háskólakvenna að koma á fram- færi upplýsingum um þriá stýrki sem veittir eru á yegum sam- bandsins til meðlima félaga háskólakvenna innan þess. American Association of University Women Edueational FoUndátion og Fé- lag norskra háskólakvenna bjóða islenskum konum einnig styrk úr sjóðum sínum. Alþjóðasamband háskóla- kvenna býður upp á International Fellowships styrki sem veittir eru til að gera háskólagengnum kon- um kleift að stunda rannsóknir í a.m.k. 8 mánuði og er ætlast til að ekki sé dvalið í heimalandi né í því landi þar sem menntunar var aflað. Winifred Cullis Fund styrk- ur er einnig í boði til sjálfstæðra rannsókna, nauðsynlegrar sér- hæfðrar þjálfunar vegna rann- sókna umsækjanda eða til þjálfun- ar í nýrri tækni. Fjárhæð styrksins er metin í hverju tilviki fyrir sig og er hann veittur til a.m.k. 2-3 mánaða. í boði er Dorothy Leet Fund styrkur sem veittur er kon- um, sem búsettar eru í löndum með lágar tekjur á íbúa eða til kvenna sem vinna sem sérfræðing- ar í slíkum löndum eða koma með störfum sínum slíkum löndum að miklu gagni. American Association of Uni- versity Women Educational Fo- undation býður sína árlegu Intern- ational Fellowships styrki sem veittir eru háskólagengnum kon- um til framhaldsnáms eða rann- sókna í Bandaríkjunum. Skilyrði fyrir veitingu er að styrkþegi snúi aftur til síns heimalands að dvöl lokinni og stundi þar störf á sínu sviðið. Forgang hafa konur sem unnið hafa að því að bæta hag kvenna á ýmsum sviðum. Fjárhæð nemur 13.000 dollurum. Félag norskra háskólakvenna býður styrk úr Ellen Gletisch Sti- pendiefond sjóðnum til háskóla- genginna kvenna til sjálfstæðra rannsókna við hvaða háskóla sem er eða hliðstæða stofnun í Noregi. Styrkurinn nemur 40.000 norsk- um kr., veittur til 6 mánaða. Umsækjendur skulu vera með- limir í félögum háskólakvenna í sínum heimalöndum. Sótt er um styrkina til eigin félags sem síðar kemur umsóknum áfram. Nánari upplýsingar fást hjá fqrmanni Kvenstúdentafélags íslands- Félagi íslenskra háskólakvenna Þóreyju Guðmuhdsdóttur, Miklu- braut 32, eða varaformanni Lovísu Óladóttur, Barmahlíð 46, eigi síðar en 1. nóvember. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.