Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYGGING ^kf SEM BRUAR \yjjft\^. tk? BILID ^Jfewj? i >5!f SJÓVÁDC kALMENNAR flfotgmiÞIafrife l,V KII.II'W AP GÓPU KVÖLÐI 'CK' LETTOl FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Sauðfjárslátrun: Svipaður fallþungi og í fyrra TALIÐ er að meðalfallþungi dilka í haust verði svipaður og í fyrrahaust, en þá var hann 14,7 kg. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins er gert ráð fyrir að kindakjötsfram- leiðslan í þessari sláturtíð verði á bilinu 9.200-9.300 tonn, en í fyrra var hún tæplega 9.200 tonn. ? ? ? Útlit fyrir að enn dragi úr námslánum á næsta ári STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna telur sjóðinn þurfa 2,2 milh'arða fjárveitingu ríkis- sjóðs á næsta ári. I fjárlagafrum- varpi sem í smíðum er mun hins vegar gert ráð fyrir að 2 millj- arðar renni til sjóðsins og myndi það því hafa í för með sér enn frekari samdrátt lánveitinga til námsmanna. Lárus Jónsson formaður Lána- sjóðsins segir að á þessu ári hafi stefnt í að námsaðstoð yrði 4 millj- arðar og 160 milljónir. En með breytingum sem gerðar voru á út- hlutunarreglum sjóðsins í vor hafi lán lækkað um 16,7% og niður- skurður á árinu numið 250 milljón- um króna. Enn vanti þó um 400 milljónir til að fullnægja fjárþörf sjóðsins í ár og vonast sé eftir að þær fáist með aukafjárveitingu. Lárus segir breytingarnar valda 650 milljóna króna lækkun á fjár- þörf sjóðsins næsta ár. Lánasjóður- inn fékk 1.730 milljónir króna á fjárlögum þessa árs. Talið er að á næsta ári verði talan 2 milljarðar, sem þýða myndi þörf á draga enn frekar úr lánveitingum sjóðsins. STÓÐRETTIR I STAÐARRETT I SKAGAFIRÐI Morgunbláðið/RAX Stefnir í meira en millj- arðs tap IS AL á þessu ári Ovenjulágt álverð vegna mikils framboðs frá Sovétríkjunum ÚTLIT er fyrir að tap á rekstri íslenzka álfélagsins verði yfir einn milljarður króna á þessu ári, að sögn Rannveigar Rist, blaðafulltrúa fyrirtækisins. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var á tíunda milljarð króna. Rannveig segir að vegna slæmrar afkomu sé mikils aðhalds gætt í rekstrinum, en ekki standi til að segja upp starfsfólki eða draga úrstárfsemi álverksmiðjunnar í Straumsvík. Álverð hefur verið afar lágt á I 1.500-1.600 dalir í byrjun árs og mörkuðum undanfarið. Verðið hefur komið niður í 1.350 dali um mitt farið sílækkandi á þessu ári, var I árið. Meðalverð síðustu þriggja mán- aða er um 1.240 Bandaríkjadalir á tonnið, en var þegar bezt lét á miðju ári 1988 um 3.000 dalir. Álverð hefur ekki verið lægra í aldarfjórð- ung og stendur ekki undir fram- leiðslukostnaði flestra álfyrirtækja. Að sögn Rannveigar Rist eru or- sakir lágs verðs meðal annars efna- hagslægð og lítil eftirspurn í Banda- Um 65% útflutts ferskfisks á vegum útgerða fiskvinnslu Vestmannaeyjum. FISKVINNSLAN flutti út 3.100 tonn af ferskum fiski á markaði erlend- is síðustu þrjár vikurnar í ágúst og þá fyrstu í september, samkvæmt lauslegri úttekt Aflamiðlunar á útflutningi fisks í gániuin og fiskiskip- um. I heildina voru flutt út 4.800 tonn þannig að hlutur útgerða sem tengdar eru fiskvinnslu með beinni eða óbeinni eignaraðild var þetta tímabil 65% en sjálfstæðir útgerðarmenn fluttu út 35% aflans. Ef skoðaðar eru útflutningstölur einstakra tegunda þá vora flutt út 1.045 tonn af þorski og þar af flutti ¦"^fiskvinnslan út 68%. Af 1.040 tonn- um af ýsu sem flutt voru út átti fisk- vinnslan 61%. Af útfluttum ufsa.átti fískvinnslan 69%, af karfanum 68% og 59% af öðrum tegundum. Samtök fiskvinnslustöðva sam- þykktu nýlega áskorun um að út- flutningur ferskfisks yrði takmark- aður enn frekar en orðið er og út- ~T flutningur þorsks og ýsu bannaður. Morgunblaðið hafði í gær samband við Arnár Sigurmundsson, formann Samtaka fiskvinnslustöðva, og spurði hvort þessi samþykkt skyti ekki skökku við með tilliti til þess hversu stór hluti ferskfiskútflutn- ingsins er tengdur vinnslunni. „Okk- ar samþykkt er fyrst og fremst beint til Aflamiðlunar en er þó ekki síður áskorun til okkar sjálfra um að minnka útflutninginn. Yfir 70% fiskiskipa eru tengd vinnslunni á einhvern hátt þannig að auðvitað erum við að tala til þessara aðila jafnt og annarra útgerðarmanna. Reyndar hef ég trú á að útflutning- ur dragist verulega saman með nýju kvótaári og vinnslan leggi meira kapp á að vinna sjálf aflann og þá sérstaklega þorskinn og ýsuna. Eg held líka að augu útgerðarmanna séu að opnast fyrir því að þeir fá fyllilega sambærilegt verð á inn- lendu mórkuðunum miðað við er- lendis, ef tekið er tillit til alls kostn- aðar, kvótaskerðingar og yfírvigtar á útfluttum afla. Enda held ég að 40% samdráttur í útflutningi þorsks og ýsu á þessu ári staðfesti þetta," sagði Arnar. Sigurður G. Þórarinsson, útgerð- armaður og fersfiskútflytjandi í Eyj- um, sagði í samtali við Morgunblað- ið að niðurstaðan í úttekt Aflamiðl- unar staðfesti það sem hann og fleiri útgerðarmenn hefðu haldið fram, að stærsti hluti útflutnings á ferskum fiski kæmi frá fískvinnslunni. „Það er ekki nema um 20% af kvóta fisk- veiðiflotans sem ekki er tengdur vinnslunni og okkur finnst að við eigum að fá að ráða því sjálfir hvar við seljum aflann. Við seljum hann þar sem best verð fæst fyrir hann og viljum því fá að hafa frjálsar hendur með hvar hann er seldur. Vinnslan er bara orðin svo stór í útgerðinni og^ þeir hafa svo sterk ítök innan LIÚ og Aflamiðlunar að það er smám saman verið að bola okkur þessum sjálfstæðu útgerðar- mönnum út úr þessu. Ég flutti til dæmis um 25% af öllum gámafiski á Þýskalandsmarkað á tímabili en nú fæ ég oft ekki meira en þrjú til fimm tonn á viku. Vinnslan er þarna búin að kippa í spotta til að koma sínum afla á markaðinn úti, " sagði Sigurður. Grímur ríkjunum og gífurlegt framboð af áli frá Sovétríkjunum. „Framboðið af rússnesku áli á Vestur-Evrópu- markaði er nú um ein milljón tonna á ári, en var áður um 200.000 tonn, þannig að framboðið hefur fimm- faldazt," sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið. Austur-Evrópu- ríkin hafa beint miklu áli til Vestur- Evrópumarkaða síðastliðin misseri til að reyna að ná í gjaldeyri, sem þau sárvantar. Rannveig sagði að ljóst væri að tap ÍSALs á árinu yrði meira en milljarður króna, en vildi ekki nefna nákvæma tölu. „Það gæti orðið ell- efu hundruð milljónir eða fimmtán hundruð milljónir. Alltént verður það meira en milljarður," sagði Rann- veig. Hún sagði að fyrirtækið myndi halda að sér höndum og gæta ýtr- asta aðhalds í öllum rekstrarþáttum. Allur ónauðsynlegur kostnaður hefði verið skorinn niður. ? ? * 3-4% hækkun hafnargjalda Samgðnguráðherra hefur staðfest 3 til 4% hækkun á hafn- argjöldum á landinu frá og með 1. september síðastliðnum. Að sögn Ólafs Steinars Valdi- marssonar ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, má rekja hækk- unina til almennrar verðlagsþróun- ar. Hafnargjöld hækkuðu síðast í byrjun febrúar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.