Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 17 Meðganga, fæðing og svo ... eftirBraga Skúlason Dagana 25. og 26. júlí sl. sótti undirritaður námsstefnu í London. Channi Kumar, geðlæknir, og starfslið hans við „The Institute of Psychiatry", sem tengt er „Bethle- hem Royal" og „Maudsley"-sjúkra- húsinu, skipulögðu námsstefnuna. Hún fjallaði um: „Problem parents: Advances in Clinical Care of Ment- ally ill Mothers and Their Infants", þ.e.a.s. umönnun mæðra, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, og barna þeirra. Námsstefnuna sótti heilbrigðis- starfsfólk víðs vegar að úr heimin- um, geðlæknar, hjúkrunarfræðing- ar, ljósmæður, félagsráðgjafar, sjúkrahúsprestar, sjálfboðaliðar, sem vinna á geðdeildum o.fl. Þeir, sem Jengst voru að komnir, komu frá Ástralíu og S-Afríku. Þátttak- endur voru um 100 talsins. Efni námsstefnunnar Á námsstefnunni var tekið á margvíslegum hliðum ofangreinds efnis. Fjallað var um sérhæfða þjón- ustu á geðdeildum og göngudeild- um, sem stendur þessum mæðrum til boða í Bretlandi. Rætt var um þátt feðra og félagslegs umhverfis, þátt efnabreytinga í líkama móður- innar, stuðning eða skort á stuðn- ingi innan heilbrigðiskerfisins. Enn- fremur var rætt um einstaka geð- sjúkdóma, um þá foreldra, sem misnota og jafnvel deyða börn sín, um viðbrögð löggjafans og laga- setningu er varðar framangreind efni. Þá var rætt um lagalega stöðu barna þessara mæðra og um geð- ræna og tilfinningalega velferð þeirra síðar á lífsleiðinni. Fyrirlesarar nefndu, að enn væru fordómar miklir í garð geðsjúkra, sem leiddu til verri þjónustu innan heilbrigðiskerfisins þeim til handa. Rætt var um ofuráherslu samfé- lagsins á hina hamingjusömu móð- ur, sem hefði fundið lífsfyllingu í því að fæða af sér barn, og þá erfið- ¦ NÝ HLJÓMSVEIT leikur í Garðakránni við Garðatorg 1 í Garðabæ föstudags- og laugar- dagskvöld, 20. og 21. september. Hljómsveitin sem er bandarísk að uppruna heitir „The Rockville Trolls" og er skipuð fjórum hljóð- færaleikurum og söngkonu. Á gítar og „steel"-gítar leikur Pat Tennis frá Seattle, á gítar Hörður Hákon- arson, á bassa Óðinn B. Helga- son, á trommur Steinar Helgason og söngkonan er Olga Dís Emils- dóttir einnig frá Seattle. Hljóm- sveitin spilar „country rock" tónlist sem er mjög vinsæl í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Einnig verða sígildir dansar þessi kvöld dansaðir af dansflokknum „Northing Bar Country" sem er frá Keflavíkur- flugvelli. (Fréttatilkynning) ^ 18 LITRA ORBYLGJUOFN 650 vött 5 stillingar, 60 mfn. klukka, snún- ingsdiskur, íslenskur leiðarvfsir, matreiðslunámskeið innifalið. Sértilboð 15.950," stgr. VÖNDUÐ VERSLUN 2S Afborgunarskiknálar [||] FAKAFEN 11 — SlMI 688005 leika, sem þær mæður, sem upplifa ekki þessa hamingju, horfast í augu við.^ Á námsstefnunni kom fram, að búast mætti við, að 1 móðir af hverj- um 500 til 1 af hverjum 1.000 þyrfti á innlögn á geðdeild að halda. Hins vegar mætti búast við að u.þ.b. 10% mæðra væru útskrifaðar heim og upplifðu þar mikinn geðrænan og tilfinningalegan vanda, sem þær fengju lítinn sem engan stuðning til að vinna sig í gegnum. Á Bretlandseyjum er nokkuð um svokallaðar „Mother-Baby Units", sérhæfðar geðdeildir, sem sinna þessum skjólstæðingum sérstak- lega. Þar starfa saman t.d. geð- læknar, geðhjúkrunarfræðingar, sjúkrahúsprestar, . félagsráðgjafar o.fl. Langflestar innlagnir eiga sér stað á fyrstu 2 vikum eftir fæð- ingu. Ennfremur sjá sérhæfðar göngudeildir fyrir þjónustu við þá foreldra, sem þurfa ekki á innlögn á lokaðri geðdeild að halda. Þessir einstaklingar eða fjölskyldur eru í viðtalsmeðferð, lyfjameðferð o.s.frv. íslenskar aðstæður Margar spurningar vakna við það, að hlusta á umfjöllun á náms- „Það er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að viðurkenna, að fólk reynir meðgöngu og barnsfæðingu út frá mismunandi forsendum uppeldis, heilsufars, lífsreynslu, félagslegs umhverfis, trúar, svo nokkuð sé nefnt." stefnu sem þessari. Ég hef ekki séð tölur yfir tíðni geðrænna vanda- mála eftir barnsburð hér á lándi. Slík mál koma þó upp hjá okkur eins og hjá öðrum þjóðum. Við bú- um ekki yfir sérhæfðum meðferðar- deildum fyrir þessa skjólstæðinga og sjálfsagt skiptir þar fjöldi tilfella mestu máli. Hins vegar hefur með mér vaknað upp sú spurning, hvers konar fylgd kæmi þeim fjölskyldum best, sem eiga við tilfinningaleg og geðræn vandamál að stríða í tengsl- um við meðgöngú, fæðingu og eftir fæðingu. Og þetta á ekki síður við um þá, sem horfast í augu við missi við þessar aðstæður, hvort sem um er að ræða fósturlát, fæðingu fatl- aðs barns, fæðingu fyrirbura, fæð- ingu andvana barns, fæðingu heil- brigðs barns en móðir verður þung- lynd og svo mætti lengi telja. Lokaorð Meðganga og barnsfæðing er stór reynsla og mikil að vöxtum, sem auðveldlega leiðir til mikillar streitu. Að sjálfsögðu vildum við, sem erum foreldrar, ekki vera án þessarar reynslu, því börnin okkar geta veitt okkur svo mikla gleði. En það er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að viðurkenna, að fólk reynir meðgöngu og barnsfæð- ingu út frá mismunandi forsendum uppeldis, heilsufars, lífsreynslu, fé- lagslegs umhverfis, trúar, svo nokk- uð sé nefnt. Og við sem einstakling- ar erum ólík. Þess vegna er það eðlilegt, að ein meðganga sé ann- arri ólík og ein fæðing annarri ólík, þótt um sama líffræðilega ferlið sé að ræða. Ég lít svo á, að mæður á með- göngu séu ekki „sjúklingar". Hins vegar geta komið upp sjúkdómar á meðgöngu, sem krefjast allrar hæfni okkar til úrvinnslu og með- ferðar. Fordómar eiga þar ekki Bragi Skúlason heima, heldur fyrst og fremst um- hyggja. Á námsstefnunni í London var mikið rætt um vonina og þátt henn- ar í að bæta líðan og horfur þeirra fjölskyldna, sem eiga við andleg og geðræn vandamál að stríða. Þar var líka rætt um vonleysi og einmana- leikakennd. Enginn er meira einn og vonlaus en sá, sem verður fyrir fordómum samfélagsins. Höfimdur er sjúkrahúsprestur Ríkisspítala. FRANSKAR DUNULPUR BRAMBILLA Frönsku BRAMBELLA úlpurnar eru ekta dúnúlpur, hlýjar og fallegar. BRAMBBLLA dúnúlpurnar eru vendiúlpur. Því færð þú í raun tvær dúnúlpur á verði einnar. BRAMBHIA dúnúlpumar eru til í öllum stærðum, jafnt á börn og fullorðna. Nýju BRAMBILLA vendi-dúnúlpurnar eru á verði frá kr. 8.980 í bamastærðum og frá kr. 11.900 í fullorðinsstærðum. BRAMBHIA dúnúlpur - töffbáöum megin ' WWH UTILIF Glæsibæ Sími91-812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.