Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 43
i MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 43 « € í'J 4 KNATTSPYRNA Óiafur enná spítala ÓLAFUR Róbertsson, leikmað- ur Víðis, sem fór meiddur af leikveili gegn Víkingi í síðustu umferð Islandsmótsins, er enn á spítala. Olafur missti meðvitund er hann lenti í samstuði við einn leik- mann Víkings undir lok fyrri hálf- leiks. Hann féll við og datt yfir boltann - og vítaspyrna dæmd. Hann fékk aðhlynningu, var síðan studdur af velli og fór rakleiðis til læknis og síðan á Borgarspítalann. Þar kom í ljós að taug í vinstra innra auga var sprungin. Hann hefur legið rúmfastur síðan á laug- ardag og verður á spítalanum fram yfir næstu helgi að minnsta kosti. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Breytingar hjá Asgeíri Atli Eðvaldsson, landsliðsfyririiði, ekki valinn. Fjórirnýliðarílandsliðshópnum ÁSGEIR Elíasson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hef ur valið 19 manna landsliðshóp fyrir Evrópuleikinn gegn Spánverjum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudag, en það er fyrsti leikurinn undir stjórn Ásgeirs. Töluverðar breytingar eru á landsliðshópnum frá því Bo Johannsson stjórnaði landsliðinu. Liðið sptlar æfingaleik gegn U-21 árs landsliðinu á morgun. Eftir þann leik mun hann velja þá 16 leikmenn sem taka þátt í leiknum gegn Spánverjum. Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins til margra ára, er ekki í hópnum gegn Spánverj- um. Fjórir nýliðar eru í landsliðs- hópi Asgeirs: Atli Einarsson og Atli Helgason, Víkingi, Baldur Bjarnason, Fram og Hörður Magnússon, FH. Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðirt Birkir Kristinsson, Fram Friðrik Friðriksson, Þór. Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Tottenham Sævar Jónsson, Val Valur Valsson, UBK Pétur Ormslev, Fram • Kristján Jónsson, Fram Þorvaldur Örlygsson, Fram Sigurður Grétarss., Grasshoppers Sigurður Jónsson, Arsenal Ólafur Þórðarson, Lyn Atli Helgason, Víkingi Baldur Bjarnason, Fram Andri Marteinsson, FH Atli Einarsson, Víkingi Hörður Magnússon, FH Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart Grétar Einarsson, Víði Hlynur Stefánsson, ÍBV Þessir leikmenn, að undanskild- um „útlendingunum" leika æf- ingaleik við U-21 árs landsliðið á morgun, laugardag. Eftir það mun hann skera hópinn niður í 16 leikmenn. Þess má geta að Amór Guðjohnsen er í leikbanni. Ásgeir sagði að Atli Eðvaldsson væri ekkj inní myndinni í leiknum gegn Spánverjum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið íframtíðinni á fljótum og „teknískum" leik- mönnum. Ég hef haft lítinn tíma til undirbúnigs landsliðsins vegna deildarkeppninnar og Evrópu- leiksins hjá Fram. Æfingaleikur- inn á laugardag er eingöngu hugs- aður til að koma mínum hug- rnyndum inn hjá leikmönnum og til að kynnast hópnum," sagði Ásgeir. Hann sagði að Sigurður Jóns- son kæmi í æfingleikinn ef hann yrði ekki í byrjunarliði Arsenal á laugardag. Morgunblaoiö/Bjarni Eiriksson Fascal Becken markvörður hefur hér betur í baráttunni við Þórð Guðjónsson og Helga Sigurðsson. Belgar unnu því þessa orrustu en það voru íslensku piltarnir sem unnu stríðið. Sigur í lokaleiknum ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri lagði belgíska jaf n- aldra sína að velli í Mosfellsbæ í gær, 2:1. Leikur liðanna var liður í undankeppni HM og var leikurinn lokaleikur íslands í keppninni. Belgarnir voru ákveðnari til að byrja með, leikmenn liðsins léku vel saman úti á vellinum en íslendingar voru lengi í gang. Á ¦¦¦¦¦¦ 9. mínútu náðu Frosti Belgar forystunni Eiðsson með fallegu marki. skrífar gteve Vandu Borght skoraði með við- stöðulausu skoti frá vítateig. íslend- ingar komust inn í leikinn og í síðari hálfleiknum var Helgi Sig- urðsson tvívegis nálægt því að skora. íslenska liðið var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og tvö mörk með sex mínútna millibili eftir mistök KORFUBOLTI Island-Belgía2:1 íþróttavöllurinn að Varmá, Undan- keppni HM í knattspyrnu - Leikmenn 18 ára og yngri, fimmtudaginn 19. september 1991. Mörk fslands: Kristinri Lárusson (70.), Helgi Sigurðsson (76). Mark Belgíu: Steve Vanda Borgt (9). Lið lslands: Eggert Sigmundsson, Kári Steinn Ragnarsson (Hákon Sverrisson), Rúnar Sigmundsson, Auðunn Helgason, Sturlaugur Har- aldsson, Flóki Halldórsson, Rútur Snorrason, Pálmi Haraldsson, Þórður Guðjónsson, Kristinn Lárusson, Helgi Sigurðsson. Belga færðu liðinu bæði stigin. Helgi Sigurðsson komst inn í van- hugsaða sendingu á 72. minútu, lék á einn varnarmann hægra megin í vítateignum renndi knettinum þvert fyrir markið. Þar var Kristinn Lár- usson réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Sex mínútum síðar ætlaði varnarmaður Belga að hreinsa frá markinu. Ekki vildi betur til en svo að knötturinn fór í félaga hans og Helgi Sigurðs- son var fljótur að átta sig, náði knettinum, lék inn í vítateiginn og renndi knettinum framhjá mark- verði Belgíu og í netið. Það sem eftir lifði leiksins sóttu Belgar meira en færi íslands voru síst hættu- minni. Rúnar Sigmundsson og Helgi Sigurðsson voru bestu menn í ann- ars jöfnu lið íslands. „Ég var orðinn nokkuð svartsýnn í síðari hálfleiknum en það var gam- an að ljúka mótinu með sigri," sagði Helgi Sigurðsson eftir leikinn. „Baráttan var í lagi í þessum leik og við gáfumst ekki upp þegar við vorum marki undir. Við höfum þó leikið betur en við gerðum í dag en að þessu sinni var gæfan okkar megin," sagði Hörður Helgason þjálfari liðsins. Spennandi Reykjanesmót Reykjanesmótinu í körfuknatt- leik er nú að ljúka og er spenn- an á toppnum mjög mikil. Þar berj- ast Grindvíkingar,,Keflvíkingar og Njarðvíkingar og hafa léikir þessara liða verið skemmtilegir. Grindavík vann Njarðvík 84:82, Njarðvík vann Keflavík 94:78 og Keflvíkingar unnu Grindayík ;72:69.. Úrslitin ráðast um helgina þegar Keflvíkingar leika við Njarðvíkinga kl. 20 í kvöld og á sunnudag leika Keflvíkingar kl. 20 við Grindvík- inga. Önnur lið sem taka þátt eiga ekki möguleika á að sigra. Minnti meira á vináttuleik - sagðr RobertoMussisemskoraðifyrirTórínó Eg viðurkenni að við getum leik- : ið betur en við gerðum núna. Við erum vanir að leika í öðru umhverfi fyrir mun fleiri áhorfend- ur, sem skapa ákveðna stemmn- ingu. Það má kannski segja að þessi leikur hafi minnt meira á vináttu- leik en alvöruleik, en ég verð að bæta því við að mér fínnst skemmti- legra að leika í Evrópukeppni en ítölsku deildarkeppninni," sagði Roberto Mussi, sá er skoraði fyrra mark Tórínó. Stefnum að sigri „Þetta var ánægjulegur leikur og það var ánægjuleg reynsla að leika á íslandi. Við stefnum að því að sigra í Evrópukeppninni og metnaðurinn er mikill. Eg hef und- anfarið kannað tryggingar vegna bónusa og við munum á næstu dög- um ganga frá tryggingu við Lloyd í Englandi. Hver leikmaður fær um fimm milljón krónur ef við vinnum UEFA-keppnina, deildarkeppnina eða bikarkeppnina. Greiddur bónus yrði því um 150 milljón krónur, sem tryggingarfélagið mun greiða ef til kemur. Trygging af þessu tagi kost- ar hins vegar á bilinu 40 til 50 milljónir," sagði Gian Mauro Bors- ano forseti Tórínó" ángæður með sína menn. Frekar erf iður leikur „Mér þótti leikurinn frekar erfið- ur. Við þurftum að hafa svolítið fyrir sigrinum, en við erum betri! Eg hef leikið hér áður með spænska landsliðinu og veðráttan og völlur- inn komu mér þess vegna ekkert á óvart. Það voru ekki þeir þættir sem við þurftum að glíma við heldur KR-ingarnir. Evrópuleikir eru alltaf erfiðir og þessi leikur var engin undantekning. Ég kem hingað aftur í næstu viku með spænska landslið- inu og við komum svo sannarlega ekki til með að vanmeta andstæð- ingana fyrir leikinn," sagði Rafael Martin Vazquez, Spánverjinn í liði Tórinó. Erfiðara en ég bjóst við „Mér er illt í lærinu. íslending^" arnir fengu að brjóta of mikið á okkur án þess að dómarinn hefði nokkuð um það að segja, og við þurftum töluvert að hafa fyrir sigr- inum. Þetta var erfiðara en ég bjóst við, alls ekki eins auðveldur leikur og ég átti von á," sagði Giorgio Venturin. Lokahóf 1. deildar Lokahóf knattspyrnumanna og kvenna sem leika í 1. deild verður haldið á Hótel íslandi í kvöld. Þar verður gjört kunnugt val leikmanna liðanna á besta leik- manni deildarinnar og þeim efnileg- asta, bæði í karla- og kvenna- flokki. Húsið opnar kl. 19 og borð- hald hefst kl. 19.30. URSLIT ¦Einn leikur var í UEFA-keppninni í gær- kvöldi. Valletta frá Mörltu fékk Portó frá Portúgal í heimsókn og sigruðu gestirnir 3:0. ¦í Evrópukeppni bikarhafa jjerðu CSK<^ frá Búlgaríu og Parma frá Italíu marka- laust jafntefli í Búlgaríu að viðstöddum 20.000 áhorfendum. ¦Salgueiros frá Portúgal fékk Cannes í heimsókn og vann 1:0 með marki Piacido á 48. mínútu. ¦Real Oviedo frá Spáni tók á móti Genóva frá ítalíu og vann 1:0 og það var Bango sem gerði eina mark leiksins á 44. mínútu. Annoð opno safnmót Keilis verður haldið laugardaginn 21. september. Leiknar verða 18 holur með 7/8 forgjöf. Mótin verða fimm, en þrjú sem telja. Glæsileg verðlaun, utanlandsferðir og fleira. Skráning í skála í síma 53360 milli kl. 14 og 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.