Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Skólaskógar: Það er mikilvægt að prýða landið triám segja Elín Rut og Árdís úr Melaskóla Gróðursetning Skólaskóga við Rauðavatn fer nú fram fjórða árið í röð. Þegar hafa 4000 reykvískir grunnskóla- nemar plantað áttaþúsund birkiplöntum í skógunum. Yfir- umsjón með gróðursetningunni hefur Skógræktarfélag Reykja- víkur. Björn Júlíusson, hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur, tók á móti tveimur tíu ára bekkjum úr Mela- skóla í Skólaskógunum í gær- morgun. Hann byrjaði á því að bjóða krakkana velkomna og út- skýrði fyrir þeim hvernig best væri að haga gróðursetningunni. Fyrsta þumalputtaregla væri að mæla eina plöntustafslengd á milli plantnanna sem gróðursettar væru eftir línum. Önnur reglan væri að gera þrjár holur í"þumal- fingursfjarlægð frá plöntunni. Þær ætti síðan að fylla af skít sem Björn sagði að væri „Cheerios" plantnanna. Höndla ætti skítinn eins og næringu, helst án vettl- inga. Lagði hann ríka áherslu á að ýta þyrfti plöntunum vel niður í holuna og þjappa vel í kring. Auðvelt og skemmtilegt að gróðursetja Eftir þessar leiðbeingar hófust börnin handa, tvö og tvö saman með 6 plöntur, plöntustaf og hálfa fötu af skít. Elín Rut Kristinsdótt- ir og Árdís Pétursdóttir sögðust báðar miklu frekar vílja vinna við gróðursetningu en vera í skólan- um. Gróðursetningin væri auðveld og skemmtileg því ekki væri mik- ið um steina í jarðveginum. Þær voru sammála um að mikilvægt væri að prýða landið trjám og Elín sagðist hafa heyrt að áður fyrr hefði verið mikið af trjám á íslandi. „Svofórfólk að byggja hús og eyddi öllum skógin- um. Við þurfum að planta skógi og passa að hann eyðist ekki," sagði Elín. Árdís sagði að í garðinum heima hjá henni væri mikið af reyni trjám. „Við búum í sama húsi og amma. Hún ræktar mikið af reynitrjám. Þau eru mjög falleg 6g á haustin finnst mér gaman að tína sam- an laufin sem falla af trjánum og líma þau á pappa." Stelp- urnar sögðust stað- ráðnar í að gróður- setja fleiri tré í framtíðinni. Til dæmis þar sem þær ættu eftir að búa því gaman væri að hafa tré í umhverfi sínu. Árdis Pétursdóttir og Elín Rut Kristinsdóttir. Morgunbiaðið/Bjarni Björn Júlíusson gefur krökkunum góð ráð. Beint framhald af líffræðikennslu Jóna Sveinsdóttir, kennari í Melaskóla, sagði að gróðursetn- ingin væri í raun beint framhald af líffræðikennslu sem krakkarnir hefðu fengið. Fyrst hefði verið farið í vettvangsferðir út í náttúr- una þar sem meðal annars hefðu fundist brúnklukkur en seinna hefði verið fjallað um reyni, birki, víði og ösp. „Ég teiknaði fyrir krakkana útlínur af þessum trjám. Þau tíndu svo lauf og límdu á greinarnar en. lituðu stofninn," sagði Jóna. Hún sagði að krakk- arnir hefðu tekið verkefnið mjög alvarlega og verið passasöm með að líma ekki lauf af einni trjáteg- undi á aðra. Björn Júlíusson sagði að upp- haflega hefði gróðursetning í Skólaskógum farið fram á vorin en núorðið væri farið að skipta hópnum í tvennt, annar kæmi að vori en hinn að hausti. Hann sagði að öllum 10 ára bekkjum í grunn- skólum Reykjavíkur væri boðið að taka þátt í gróðursetningunni og hefðu flestir skólar þegið boðið. Yfirleitt skemmtu krakkarnir sér vel og gott væri að ná til þeirra. Þetta færi þó töluvert eftir veðri. Unnið af kappi. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Ingvar Björnsson _ Leikstjóri: Halldór E. Laxness Leikarar: Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ellert A. Ingúnundarson, Gunnar Helgason, Halldór Björnsson, Harald G. Haralds, Helga Þ. Stephensen, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Karl Kristjánsson, Kjartan Bjargmundsson, Kormákur Geirharðsson, Ólafur Orn Thoroddsen, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Þröstur Guðbjartsson og Valgerður Dan. Frumsýning föstud. 20. september. Uppselt. 2. sýning laugard. 21. september. Grá kort gilda. 3. sýning fimmtud. 26. september. Rauð kort gilda. 4. sýning laugard. 28. september. Blá kort gilda. Miðasalan er opin alia virka daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. naveis <Bi<B eftir Halldór Laxness <Bi<B RnSluíWlBorgarleikhús Ráðherra keyptill málverk fyr- irsýslumann FYRRUM dómsmálaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson, keypti er hann var við embætti 11 málverk eftir Grétar Hjaltason listmálara á Selfossi fyrir 180 þúsund krón- ur til að skreyta húsakynni sýslu- mannsembættisins á Selfossi án samráðs við sýslumann. Myndirn- ar bárust embættinu fyrir skömmu. Að sögn Þorleifs Pálssonar skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu voru kaupin gerð á kostnað sýslu- mannsembættisins og drógust út- gjöldin frá um 6 milljóna fjárveit- ingu til embættisins vegna kaupa á tækjum og búnaði. Myndirnar voru um skeið geymd- ar í Reykjavík en voru nýlega sendar til sýslumannsins á Selfossi. Ekki náðist í Andrés Valdimarsson sýslumann í gær en Ingvi Eben- hardsson, skrifstofustjóri embættis- ins, kvaðst telja að kaupin hefðu verið gerð án samráðs við sýslu- mann og að ekki væri vitað hvað gert yrði við myndirnar. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásföurn Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.