Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991
Svíþjóð:
Allt bendir til að stjórn-
armyndun Bildts takist
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins
Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Svíþjóð halda áfram. I gær átti
Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, sem hefur fengið umboð til
myndunar ríkisstjórnar, meðal annars klukkustundarlangan fund
með Olof Johansson, formanni Miðflokksins. Johansson ítrekaði þá
þær áhyggjur sem Miðflokkurinn hefur af kjarnorku, brúnni yfir
Eyrarsund, umhverfismálum í Svíþjóð og mengun Eystrasalts.
Flokknum Nýju lýðræði hefur
fram til þessa verið haldið fyrir
utan viðræður borgaraflokkanna
fjögurra. Innri togstreita á sér stað
í flokknum og hafa leiðtogar hans,
þeir Ian Wachtmeister og Bert
Karlsson, haft mismunandi skoðan-
ir á því, hvort flokkurinn eigi að
gera einhveijar kröfur til þeirrar
fjórflokkastjórnar sem nú er verið
að mynda.
„Við getum ekki sett neinar kröf-
ur, þar sem við höfum ekki verið
beðnir um aðild að ríkisstjóminni,"
segir Wachtmeister. Hann greindi
einnig frá því að flokkurinn ætlaði
eftir fund flokksstjómar og þing-
flokks í dag að gefa út yfirlýsingu
um hvaða stefnu hann teldi æski-
legt að nýja stjómin íylgdi.
Segja fulltrúar Nýs lýðræðis að
flokkurinn ætli að reyna að hafa
áhrif í nefndum þingsins á stjómar-
stefnuna og ýta þar á mikilvæg
mál svo þau verði afgreidd fyrr.
Bendir allt til að Bildt muni tak-
ast að mynda stjórn með aðild íjög-
urra flokka og þegjandi samþykki
hins fímmta, Nýs lýðræðis.
Þegjandi og hljóðalaust vinnur
Bildt einnig að því að endurskipu-
Grænland:
Islensk mjólk
mjög vinsæl
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞRJÁR verslanir í Nuuk á Græn-
landi hagnast vel á þvi að selja
íslenska mjólk, að sögn græn-
lenska blaðsins Sermitsiak.
íslenska mjólkin, sem kemur með
flugi frá Keflavík á laugardögum,
er seld á lægra verði en mjólk sem
kemur flugleiðis frá Danmörku.
Talsmaður Gronlandsfly segir því
hins vegar vera takmörk sett hve
mikið sé hægt að flytja inn af ís-
lenskri mjólk, en nú komi eitt og
hálft til tvö tonn með hveiju flugi.
leggja starfsemi sænska utanríkis-
ráðuneytisins. Ráðuneytið á að
verða færara um að láta til sín taka
í Evrópumálum til að undirbúa að-
ild, Svíþjóðar að Evrópubandalag-
inu. Þá á að fylgjast í auknum
mæli með Sovétríkjunum til að Sví-
þjóð geti undirbúið aðstoð til handa
þeim ríkjum sem eru að losa sig frá
stórveldinu. Einnig verður sett á
laggimar sérstök deild til að fylgj-
ast með Eystrasaltsríkjunum.
Sænska þingið hefur störf að
nýju 1. október og hefur Bildt lofað
að ný ríkisstjóm muni líta dagsins
ljós eigi síðar en 4. október.
Reuter
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Hussein Jórdaníu-
konungur á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra í Amman i gær.
James Baker ræðir við Hussein Jórdaníukonung um deilu ísraela og araba:
Skora á Palestínumenn að
taka þátt í friðarráðstefnu
Amman, Túnisborg, Algeirsborg, Jerúsalem, Kaíró. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Hussein Jórd-
aníukonungur skoruðu i gær á Palestínumenn að taka þátt i hugsan-
legri ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum. Jamil Hilal, framkvæmda-
stjóri upplýsingaskrifstofu Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Túnis-
borg, sagði hins vegar að Baker hefði ekki gengið nægilega til
móts við kröfur Palestínumanna til að tryggja þátttöku þeirra í
ráðstefnunni.
seta, er vill ræða frekar skilyrði
sem Bandaríkjamenn hafa sett fyr-
ir þátttöku í ráðstefnunni. Fregnir
frá Washington herma að utanrík-
isráðherrann kunni einnig að fara
til ísraels áður en hann heldur
heimleiðis.
Gert hefur verið ráð fyrir því að
friðarráðstefnan fari fram í næsta
mánuði en arabísk dagblöð skýrðu
frá því í gær að sovésk stjómvöld
hefðu óskað eftir því að hún yrði
ekki haldin fyrr en í nóvember
vegna ótryggs ástands heima fyrir.
„Ég tel að þetta sé besta tæki-
færið sem við höfum fengið í lang-
an tíma til að tryggja frið,“ sagði
Baker eftir að hafa rætt við Huss-
ein Jórdaníukonung í Amman í
gær. Hann bætti við að langur tími
kynni að líða þar til slíkt tækifæri
gæfíst aftur og að engir hefðu jafn
mikinn hagaf því að friðarráðstefn-
an færi fram og Palestínumenn.
Hussein tók sterkar til orða og
sagði að Palestínumenn hefðu að-
eins um tvennt að velja; friðarráð-
stefnu eða „hörmungar", bæði fyr-
ir þá sjálfa og öll Miðausturlönd.
Hussein hefur lagt til að Palestínu-
menn og Jórdanir sendi sameigin-
lega sendinefnd á ráðstefnuna.
Baker óskaði eftir því að forystu-
menn Palestínumanna á hemumdu
svæðunum ræddú við sig í Amman
en Jamil Hilal sagði að slíkt væri
„tilgangslaust".
I ráði er að Þjóðarráð Palestínu,
útlagaþing Palestínumanna, komi
saman í Algeirsborg á mánudag.
Jamil Hilal, sem er talinn til hóf-
samra forystumanna PLO, sagði í
gær að svo kynni að fara að ákveð-
ið yrði á fundinum að Palestínu-
menn tækju ekki þátt í friðarráð-
stefnunni. Hann sagði að í bréfí,
sem Baker afhenti leiðtogum Pal-
estínumanna er hann ræddi við þá
á mánudag, væri ekki gengið nægi-
lega til móts við kröfur Palestínu-
manna um að réttindi þeirra yrðu
tryggð.
Yitzþak Shamir, forsætisráð-
herra Israels, sakaði í gær Banda-
ríkjastjóm um hlutdrægni í málefn-
um Miðausturlanda og sagði að
andstaða hennar við tafarlausar
lánatryggingar til handa ísraelum
yrðu til þess að torvelda friðar-
samninga.
Þetta er sjöunda friðarferð Bak-
ers til Miðausturlanda og áður en
hann kom til Amman ræddi hann
við stjómvöld í Sýrlandi. Ráðgert
er að hann fari þangað aftur til
viðræðna við Hafez al-Assad for-
Munch-safnið í Noregi:
Japanskt stórfyrirtæki
leysir fjárhagsvandann
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins
MUNCH-safnið í Osló fékk á miðvikudag óvænt 57 inilljónir norskra
króna (um 500 miiyónir ÍSK) að gjöf frá japanska olíufyrirtækinu
Idemitsu Kosan. Gerir þessi peningagjöf stofnuninni kleift að ráðast
í byggingu nýs húss undir hið einstaka safn mynda sem listamaður-
inn Edvard Munch ánafnaði Óslóborg að á sinum tíma.
Sjálfstæðishugmyndir í
austri berast til Spánar
Madríd. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HINN 27. þessa mánaðar hyggjast þjóðernissinnar katalónska
lýðveldisflokksins leggja fram kröfu um sambandsslit Katalóníu
við Spán. Sagði Angel Colom, aðalritari flokksins, að krafan
yrði lögð fram á katalónska þinginu og næði yfir allt landsvæðið
frá Rosellón í norðri til Guardamar, að Baleares-eyjunum meðtöld-
um. Hann minnti á að spænska ríkisstjórnin hefði viðurkennt
sjálfstæði Litháens, Eistlands og Lettlands og Katalóniumenn
Jordi Pujol, forseti Katalóníu,
sagði að Katalónía væri land einn-
ar þjóðar, rétt eins og Litháen og
Slóvenía. „Allt em þetta þjóðir
með sitt eigið tungumál, eigin
siði, sögu og þjóðarsál." Katal-
ónski þingmaðurinn Miquel Roca
gekk skrefí lengra og lýsti því
yfír að öll miðstýringarstefna
væri dauð og að Evrópa myndi í
framtíðinni tilheyra hinum ýmsu
þjóðum frekar en fjölþjóðaríkjum.
I kjölfar þessar orða létu þrír
katalónskir biskupar í sér heyra
og minntu á að engin þjóð hefði
rétt til að ráða yfír annarri. „Ka-
talóníumenn sjálfir og engir aðrir
verða að ákveða framtíð sína.“
Spænska þingið hefur ákveðið að
breyta nöfnum tveggja borga í
Katalóníu. í stað spænsku nafn-
anna Gerona og Lérida munu þær
heita Girona og Lléida.
Þjóðemissinnar í Baskahémð-
unum í norðurhluta Spánar hafa
ekki látið sitt eftir liggja. Iriaki
Anasagsti, talsmaður PNV
(flokks þjóðemissinnaðra Baska),
sagði að Baskar kæmu til með
að vinna með Katalóníumönnum
á spænska þinginu að því að ná
fram breytingum á stjómar-
skfánni svo héruðin tvö gætu
öðlast aukna sjálfstjóm. Hann tók
það hins vegar fram að þeir væm
engir ofstækismenn: „Við viljum
hvorki eigin her né vegabréf."
Það vilja samt sumir Baskar.
Hryðjuverkasamtökin ETA og
stjómmálaarmur þeirra, Herri
Batasuna, kreíjast fullveldis
Baskahéraðanna. Hófsamari með-
limir hreyfíngarinnar Alkartasuna
fara fram á hið sama, en vilja
fara lýðræðislegar leiðir að tak-
markinu. Carlos Garaicoetxea,
formaður flokksins, sagði: „Ef
ETA leggur niður vopn, þá mun-
um við taka það að okkur að berj-
ast fyrir sjálfstæði Baska hvar
og hvenær sem er, af eins mikilli
hörku og þörf er á.“
Bæði Baskar og Katalóníu-
menn hafa verið sakaðir um að
notfæra sér framvindu mála í
Sovétríkjunum og Júgóslavíu.
Ríkisstjómin neitar að ræða málið
og er algjörlega andvíg nokkrum
breytingum á stjómarskránni.
Það má með sanni segja að jap-
önsku milljónimar séu himnasend-
ing fyrir stjóm safnsins sem um
árabil hefur unnið að því að fjár-
magna endumýjun safnbyggingar-
innar sem verið hefur í niður-
níðslu. Hefur safnið um langt skeið
haldið uppi gagnrýni á Oslóborg
fyrir of lág fjárframlög og sagt
að verkin á safninu liggi undir
skemmdum.
„Ég hef aldrei upplifað nokkuð
eins undursamlegt. Eftir að við
höfðum kynnt mál okkar fyrir jap-
anska fyrirtækinu liðu einungis
tvær vikur áður en gengið hafði
verið frá öllum formsatriðum,“
sagði yfírmaður safnsins, Alf Boe,
við dagblaðið Aftenposten, greini-
lega í uppnámi.
Tsuyoshi Hashimoto, yfirmaður
Idemitsu International í Evrópu,
segir Munch ekki bara hafa miklá
þýðingu fyrir Noreg heldur einnig
Japan og raunar heimsbyggðina
alla. „Fyrirtækið hefur ekki ein-
ungis áhuga á olíuviðskiptum held-
ur einnig því að varðveita list og
menningu," sagði Hashimoto þeg-
ar hann afhenti ávísunina. Þess
má geta að Idemitsu Kosan setti
þegar árið 1966 á laggimar sitt
eigið listasafn í Japan.
Það var sendiherra Noregs í
Japan, Teije Johannessen, sem
fyrst kom á tengslum milli Munch-
safnsins og japanska stórfyrirtæk-
isins. í apríl sl. hélt hann boð þar
sem hann kynnti safnstjórann Bee
fyrir nokkrum fulltrúum Idemitsu
Kosan.
Sem þökk fyrir gjafmildi sína
hefur Idemitsu Kosan fengið loforð
um að fá 35 af þekktustu grafík-
verkum Munchs að láni á fimmtán
ára tímabili. Sagðist Tsuyoshi Has-
himoto hlakka til að geta sýnt
þennan mikilvæga hluta af menn-
ingararfi Noregs og heimsins við-
skiptavinum og listáhugamönnum
í Japan.
Grænlandsflug í
samvinnu með S AS
Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
LARS Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar
hefur tilkynnt Paul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, að
Grænlandsflug hafi áhuga á að fljúga á leiðinni milli Kaupmanna-
hafnar og Syðri-Straumsfjarðar í samvinnu við flugfélagið SAS.
SAS hefur sérleyfi á þessari
flugleið til ársins 2005 en það er
bundið þeim skilyrðum að það vinni
í samstarfí við grænlensk félög.
Danska ríkið og grænlenska
heimastjórnin eru hluthafar í
Grænlandsflugi og þeim er því
umhugað að skapa því verkefni.
Grænlandsflug kannar nú fjár-
hagslegan ávinning þess að fljúga
á þessari leið og hvort félagið ráði
við að kaupa fleiri flugvélar.