Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 213. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 Préntsmiðja Morgunblaðsins m—m Reuter Neyðaraðstoð við Sovétríkin: Þörfrn sögð tvöfalt meiri en ætlað var Moskvu, Brussel. Reuter. JURÍ Lúzhkov, aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna, skýrði fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) frá því í gær, að heildar- þörf Sovétmanna fyrir fjárhagsaðstoð og matargjafir frá Vesturlönd- urn á næsta ári næmi 14,7 milljörðum Bandarikjadollara eða um 880 milljörðum ISK. Er þetta tvöfalt hærri upphæð en menn höfðu hing- að til gert ráð fyrir. í síðustu viku fóru Sovétmenn fram á sjö milljarða Bandaríkjadoll- ara í lán og matargjafir og kom sú beiðni EB algjörlega í opna skjöldu. Skýrði Lúzhkov, sem var í tveggja daga heimsókn í Brussel, fram- kvæmdastjórninni frá því í gær að sú fjárhæð hefði einungis átt við um aðstoð frá EB. Framkvæmdastjórnin hélt að þarna hefði verið um heildar- upphæðina að ræða og að þjóðir á borð við Bandaríkin og Japan gætu aðstoðað við ijármögnunina. Nicholas Brady, fjármálaráðherra Serbar veifa fagnandi til hermanna á skriðdrekum sem stefna frá Belgrad til Króatíu. Orrustuþotur sambandshersins gerðu árásir á skotmörk við Adriahafsströndina. Þær beindu skeytum sínum einkum að fjarskiptaturnum og Ta/yug’-fréttastofan skýrði frá því að þær hefðu jafnað sendistöð nálægt hafnar- borginni Split við jörðu. Ráðstefna utanríkisráðherra EB í Haag árangurslítill: Hugmyndir um að senda her á vettvang úr sögunni Lest júgóslavneskra hermanna og skriðdreka á leið frá Belgrad til Króatíu Haag, Zagreb, Bonn, Búdapest. Reuter. Á FRIÐARRÁÐSTEFNU Evrópubandalagsins (EB) í Haag í gær ákváðu utanríkisráðherrar bandalagsins að leggja á hilluna allar hug- myndir um að senda vopnaðar friðargæslusveitir til Króatíu til að sjá um að vopnahléinu sem taka átti gildi á miðvikudag verði framfylgt. Fulltrúar Serba og Króata tóku þátt í fundinum og utanríkisráðherfa Serbíu, Vladímír Jovanovic, aftók með öllu að slíkar sveitir yrðu sendar. „Það er ekki friðargæsla að senda hermenn inn í land án samþykkis þess, heldur innrás," sagði hann. Ráðherrar EB samþykktu að biðja Vestur-Evrópusambandið, samtök níu EB-ríkja er jafnframt eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), að kanna hvað sambandið gæti gert til að stilla til friðar og aðstoða við vopnahléseftirlit. Bretar, sem eru andvígir því að senda herlið á vett- vang, sögðust ánægðir með niður- stöðuna. Eitt helsta deiluefnið á ráð- • • Qfyggis^áðið: Irakar mega selja olíu Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍRAKAR fá leyfi til að selja nokkurt magn olíu næstu sex mán- uði á heimsmarkaði en viðskiptabanni hefur verið haldið uppi gagnvart landinu frá því að Saddam Hussein forseti réðst inn í Kúveit í ágúst á sl. ári. Ályktunin um oliusöluna var samþykkt á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær. SÞ krefst þess að samtökin geti fylgst með olíusölunni, kann- að sölusamninga og gengið úr skugga um að tekjumar verði notaðar til að kaupa nauðsynjar handa almenningi og inna af hendi greiðslur í sjóð sem ætlað er að bæta stríðsskaða sem hern- aður íraka olli. írakar eiga nóg af olíu í leiðslum til að geta þeg- ar hafið sölu en þeir neita að sætta sig við ályktun SÞ, telja hana ólögleg afskipti af innanrík- ismálum. íraksstjórn hefur ekki sagt neitt opinberlega um hótanir Bandaríkjamanna sem segjast reiðubúnir að senda aukið lið til Persaflóa ef írakar torveldi áfram starf fulltrúa SÞ sem kanna eiga vopnabúnað landsins. Stjórnar- málgagnið al-Jumhouríya birti þó forystugrein þar sem Bandaríkja- menn voru sagðir beija stríðs- bumbur og standa að „lygaher- ferð“ til að réttlæta viðskipta- bannið. stefnunni var hvort bardagar þyrftu að hafa verið stöðvaðir áður en friðargæslusveitir yrðu sendar á vettvang, og hversu víðtæku alþjóð- legu umboði þörf væri á. „Það verða ekki fleiri ráðstefnur haldnar áður en vopnahlé er komið á í raun,“ sagði utanríkisráðherra Króatíu, Zvonimir Separovic. Ráðamenn í Króatíu hvöttu í gær þjóðir heims til að senda Króötum vopn og spáðu stórárás af hálfu Serba. Tuttugu kílómetra löng röð af skriðdrekum og hermönnum lagði upp frá Beigrad, höfuðborg Júgó- slavíu og Serbíu, í gær áleiðis til Króatíu. Svo virtist sem lestin, sem í voru um 700 farartæki, þ. á m. 200 skriðdrekar, væri send til að styðja við bakið á sambandshemum í bardögum við króatískar sveit- ir.Bardagar voru háðir í gær víðs vegar um Króatíu. Útvarp lands- manna skýrði frá því að a.m.k. sext- án menn hefðu fallið og 68 særst í bænum Vinokovci og götubardagar geisuðu á milli króatískra sveita og serbneskra skæruliða í bænum Vukovar í austurhluta Króatíu í gær. í yfirlýsingu sem Francois Mitt- errand Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, skrifuðu undir í gærmorgun, sagði að EB ætti að leita eftir umboði frá Samein- uðu þjóðunum og Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) til að senda friðargæslu- sveitir til Júgóslavíu. Þar sagði einn- ig að EB myndi ekki samþykkja neinar þær-breytingar á landamær- um sem ættu rætur að rekja til vald- beitingar. I Brussel boðuðu Banda- ríkin sendiherra ríkja NATO til fund- ar í dag til að ræða hvaða áhrif það gæti haft á NATO-samstarfið ef V-Evrópusambandið sendi hersveitir til Júgóslavíu. Franz Vranitzky, kanslari Aust- urríkis, og forsætisráðherra Ung- veijalands, Jozsef Antall, hittust í gær. Vranitzky sagði að Austurríki væri í grundvallaratriðum reiðubúið að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu, og Antall sagði að Ung- verjar myndu einnig hugleiða það ef ljóst væri að Júgóslavía yrði ekki áfram sambandsríki. Bandaríkjanna, er nú staddur í Moskvu og átti hann m.a. fund með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovét- ríkjanna, í gær. Brady sagði að sové- skir ráðamenn hefðu fullvissað sig um að þeir myndu tryggja að vest- ræn aðstoð rynni til þeirra sem mest þyrftu á henni að halda. Myndu stofnanir sem nytu almenns trausts, s.s. Rauði krossinn, sjá um að dreifa henni. ♦ ♦ ♦ Grænland: Bjór víkur fyr- ir brennivíni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. VERULEGUR samdráttur í grænlenskri bjórneyslu er far- inn að valda vandræðum. Á inn- an við áratug hefur neyslan dregist saman um nær helming og hefur þurft að fækka störfum í bjórverksmiðjunni í Nuuk. Þar starfa nú 40 manns sem er 20 færra en fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og neysla á bjór minnkar eykst hún að sama skapi á víni og sterku áfengi. Hafa stjórnvöld ekki síst áhyggjur af þessu vegna þess að heimastjórnin hefur fjárfest fyrir tæpar fjögur hundruð milljónir í bjórverksmiðj- unni til að reyna að draga úr inn- flutningi á bjór og skapa atvinnu- tækifæri. Borgarstjórinn í Nuuk, Kunuk Lynge, sem einnig á sæti í stjórn brugghússins, segir að lækka verði opinber gjöld á bjór þannig að menn neyti hans frekar en annars áfengis. Reuter Misheppnað flugrán 26 ára Túnismaður, Mohammed Bouchnak, sem hafði rænt ítalskri farþegaþotu af gerðinni DC-7, var handtekinn á flugvellinum í Túnis- borg í gær eftir að hafa sleppt öllum farþegum og áhöfn hennar. 130 farþegar voru um borð í þotunni, auk sjö.manna áhafnar, og engan sakaði. Þotan var á flugi frá Róm til Túnisborgar er henni var rænt yfir Sardiníu. Myndin var tekin á flugvellinum áður en öryggisverðir yfirbuguðu manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.