Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 23
t MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. 1991 a Arkitektar frá New York í Asmundarsal I SAMVINNU Arkitektafélags ís- lands og Menningarstofnunar Bandaríkjanna hefur borist hing- að alþjóðlega farandsýningin „New York Architects" og hefst Fimmta bók- in komin út íritsafni Laxness í Þýskalandi SKÁLDSAGAN Gerpla eftir Hall- dór Laxness er komin út hjá bóka- forlaginu Steidl í Göttingen í Þýskalandi og er hún fimmta bók- in sem það forlag gefur út eftir Nóbelsskáldið. Hinar fyrri eru Vefarinn mikli frá Kasmír, Atóm- stöðin, Kristnihald undir Jökli og smásagnasafnið Sjö töframenn. Gerpla ber í þýsku útgáfunni heit- ið Die Gliicklichen Krieger. Hér er um að ræða endurskoðaða gerð þýð- ingar sem Bruno Kress gerði á sínum tíma. Umsjónarmaður útgáfunnar Hubert Seelow bjó bókina til prent- unar eins og hinar fyrri og ritar eftir- mála en Seelow þýddi sjálfur Vefar- ann mikla frá Kasmír og Sjö töfra- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Vöku-Helgafelli sem annast útgáfu- réttarmál fyrir Halldór Laxness gagnvart erlendum bókaforlögum, er nú unnið að nýrri þýskri þýðingu íslandsklukkunnar til útgáfu hjá Steidl-forlaginu jafnframt endur- skoðun þýðinga nokkurra annarra bóka sem ákveðið er að komi í rit- safninu á næstu árum. hún nk. laugardag kl. 17.00 í Ás- mundarsal. Sýningin er þverskurður af verk- um síðmódernískra arkitekta frá New York; teikningum þeirra, ljós- myndum og líkönum Qg spannar vítt svið frá hönnun húsgagna til háhýsa. I fréttatilkynningu Arkitektafé- lags Islands segir: „Meginhugmyndir arkitektanna tuttugu og tveggja er mynda sýningarhópinn endurspegla einkum ríka tilhneigingu til áfram- halds nútímastefnunnar í arkitektúr þessarar aldar og ummyndun þeirra hefða sem henni hafa fylgt. Þó má einnig greina vangaveltur um hversu mikinn slagkraft þessi stefna hefur enn í dag og hvort orka hennar Og aðferðir nægi til viðhalds þeirri gagnrýni og sköpun sem til áhrifa þarf í síbreytilegri veröld og þá sérs- taklega New York. Það má segja að sýning þessi sé jafnframt því að koma hugmyndum og gangrýni á framfæri viðleitni til að koma á mótvægi við arkitektúr glanstímaritanna, hvort sem um er að ræða afturhvarfssinnaðan og klisjugjarnan eftirmódernisma eða uppsprengdan þyrilhvít framúrstefn- Helsti forsprakki sýningarinnar, Rúmeninn Livio G. Dimitriu, hefur ritað inngangsorð í sýningarskrá og kennir þar margra grasa um jafn ólík efni og Richard Meier og spá- dóma Nostradamusar, byggingariist rúmenska myndhöggvarans Const- antin Brancusi og ofanvarpsteikn- ingar Dr. Alberto Sartoris og túlkun hans á gildi þeirra sem ópersónulegs verkfæris í afstæðri veröld." Sýningin er opin daglega frá 14.00-18.00 og 14.00-20.00 á laug- ardögum og sunnudögum. Henni lýkur 2. október. (Fréttatílkynning) Tveir myndlistarmenn sýna á Kjarvalsstöðum Myndlistarmennirnir Grétar Reynisson og Guðjón Ketílsson opna sýningar í austursal Kjarvalsstaða á laugardaginn kl. 16. Báðir útskrif- uðust þeir frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1978. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar sýna verk sin saman, þ.e. tvær einkasýn- ingar í sömu salarkynnum. Guðjón stundaði framhaldsnám í Kanada og h'efur síðan haldið átta einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á íslandi, í Kanada, Finn- landi, Svíþjóð og Sviss. Á sýning- unni á Kjarvalsstöðum sýnir Guðjón málverk og tréskúlptúra sem hann hefur unnið síðastliðin þrjú ár. Grétar dvaldi í Hollandi að loknu námi hér á landi. Þetta er níunda einkasýning Grétars en einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Grétar hefur einnig gert á þriðja tug leikmynda í leikhúsum Reykjavíkur. Á sýning- unni sýnir Grétar ný myndverk sín með olíu, akríl og blýanti á krossvið, striga, járn og pappír. Sýningar Grétars og Guðjóns á Kjarvalsstöðum eru opnar daglega kl. 10-18 og standa til 6. október. AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON Atvinnutrygging- arsjóður umdeild- ur allt frá stofnun BYGGÐASTOFNUN hefur sent ríkisstíórninni 1,4 milljarða króna reikning vegna skuldbindinga Atvinnutryggingarsjóðs á næsta ári. Samkvæmt því staða sjóðsins mun verri en skýrslur Ríkisendurskoð- unar hafa gefið til kynna. Þessi sjóður hefur verið umdeildur frá því hann var stofnaður og ljóst að svo verður áfram í ljósi þessarar stöðu. Hér á eftir verður stiklað á stóru í sögu Atvinnutryggingar- sjóðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg garstjóri skoða nýja íþróttahúsið. Frá vinstri Kristján Oskarsson, Þórður sson, Aðalsteinn Helgason, Hallur Hallsson, Ómar Einarsson, framkvæmnda- ðs, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, Eysteinn Helgason, Ágúst Ingi Jóns- singafulltrúi Reykjavíkurborgar. Atvinnutryggingarsjóður atvinn- ugreinanna var settur á stofn með bráðabirgðalögum, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar setti þegar hún tók við 28. september 1988. Sú ríkisstjórn tók við á miðju kjörtímabili, eftir að stjórn Þor- steins Pálssonar sprakk vegna deilna um efnahagsaðgerðir. Þá um sumarið var ljóst að mikl- ir erfiðleikar voru yfirvofandi í sjáv- arútvegi og raunar öðrum útflutn- ingsgreinum. Ráðgjafarnefnd um efnahagsaðgerðir, undir stjórn Ein- ars Odds Kristjánssonar forstjóra á Flateyri, hafði lagt til að farin yrði svonefnd niðurfærsluleið, þ.e. verð- lag og laun yrðu lækkuð með stjórn- valdsaðgerðum til að draga úr kostnaði fyrirtækja og verðbólgu. Ríkisstjórnin náði ekki samkomu- lagi um þá leið. Sjálfstæðisflokkur- inn vildi þá fella gengið, en hinir tveir sjórnarflokkarnir, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, höfnuðu því og vildu frekar fara einskonar millifærsluleið, þ.e. að færa fjármuni til útflutningsgrein- anna gegnum skattheimtu og skuldbreytingu. Atvinnutryggingarsjóðnum var ætlað að leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækja íútflutningsgreinum með lánum og skuldbreytingum. Sam- kvæmt bráðabirgðalögunum átti sjóðurinn að fá tvo milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum. Þar af átti milljarður að koma sem framlag úr ríkissjóði, en millj- arð átti að taka að láni í útlöndum. Þá var sjóðnum heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt * að 5 milljarða af lausaskuldum út- flutningsfyrirtækja, með því að taka við skuldabrfum frá fyrirtækjum íútflutningsgreinum og gefa á móti út skuldabrf til lánardrottna þeirra. Formannssæti úthlutað í stjórnarmyndunarviðræðum Sjóðurinn varð umdeildur áður en hann var stofnaður, því í stjórn- armyndunarviðræðunum var ákveðið að formannssæti í stjórn sjóðsins kæmi í hlut stjórnmála- samtaka Stefáns Valgeirssonar sem var aðili að ríkisstjórninni. Tilvonandi stjórnarandstaða gagn- rýndi að stjórn sjóðsins væri versl- unarvara í stjórnarmyndunarvið- ræðum og hafnaði síðar að skipa menn í stjórnina þótt það stæði henni til boða. Stefán Valgeirsson valdi Gunnar Hilmarsson sveitar- stjóra á Raufarhöfn sem formanns- efni sjóðsins. Sjóðurinn fékk inni í Byggða- stofnun fyrir starfsemi sína en tengist henni ekki að öðru leyti. í reglugerð sjóðsins, sem sett var skömmu síðar er það sett sem skil- yrði fyrir lánveitingau eða skuld- breytinga, að grundvöllur teljist vera fyrir rekstri þeirra að loknum skipulagsbreytingum á fjárhag. Þessu var síðar breytt þannig að grundvöllur yrði að vera fyrir rekstrinum þegar til lengri tíma væri litið. í reglugerðinni kom einnig fram að skuldbreytingar hans áttu að fara fram með þeim hætti, að fyrir- tæki gæfu út skuldabrf til sjóðsins, með þeirri fjárhæð sem lánar- drottnar hefðu samþykkt að skuld- breyta, allt til 10 ára. Atvinnu- tryggingarsjóður gæfi síðan sðan aftur út skuldabrf til lánardrottna, allt til 6 ára. Vaxtamunur átti að vera 1%, sjóðnum í hag. Auglýst var eftir umsóknum um skuldbreytingarlán og fjöldi fyrir- tækja sótti um.. Fyrsta afgreiðsla sjóðsins var í lok nóvember, þá til 10 fyrirtækja. Á meðan voru bráða- birgðalögin um sjóðinn enn óaf- greidd á Alþingi þar sem óvíst var hvort þau, og þar með ríkisstjórnin, hefðu tilskilinn meirihluta í neðri deild. Kvennalistinn og Sjálfstæðis- flokkur lýstu yfír andstöðu við lögin og Atvinnutrygingarsjóð sér- staklega og lögðu til að í hans stað yrði stofnuð srstök rekstrardeild við Byggðastofnun, til að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja íútflutn ings- og samkeppnisgreinum. En þegar fyrstu atkvæðagreiðslur um lögin fóru fram á þingi rétt fyrir jól, voru þau studd af einstökum þingmönnum Borgaraflokksins og þá varð ljóst að stjórnin héldi velli. Sjóðurinn fær ríkisábyrgð. Bráðabirgðalögin voru ekki af- greidd endanlega fyrr en í byrjun mars, og í millitíðinni voru gerðar á þeim nokkrar breytingar varðandi Atvinnutryggingarsjóð. Ein kom í kjölfar mikilla umræðna um hvort skuldabréf sjóðsins væru nægilega trygg, en í upphafi sagði í bráðabirgðalögunum að sjóðurinn bæri ábyrgð á útgefnum skulda- bréfum með eignum sínum. Lífeyr- issjóðum og bönkum þótti þetta ekki nægileg trygging og til að koma í veg fyrir há afföll af skulda- bréfunum, breytti ríkisstjórnin bráðabirgðalögunum um miðjan janúar þannig að tekin voru af öll tvímæli um að rkissjóður ábyrgist skuldbindingar sjóðsins og greiddi þær ef eignir og tekjur hrykkju ekki til. Þá var Hlutafjársjóður settur á stofn með breytingu á bráðabirgða- lögunum í febrúar. í janúarlok var ljóst að eiginfjárstaða margra fyrir- tækja var svo slæm að þau fengju ekki fyrirgreiðslu ,í Atvinnutrygg- ingarsjóði. Ríkisstjórnin lagði þá til að stofnaður yrði sjálfstæður hlutafjársjóður vegna þeirra fyrir- tækja sem Atvinnutryggingarsjóður vísaði frá. Sjóðurinn átti m.a. að kaupa hlutabréf í starfandi fyrir- tækjum og hafa milligöngu um að breyta skuldum í hlutafé. Hugmynd um hlutafjársjóð hafði komið fram í nefhdaráliti Sjálfstæð- isflokks og Kvennalista fyrr um veturinn, e þar var lagt til að stofn- aður yrði hlutafjársjóður við Byggð- astofnun, sem keypti hlutabrf í fyr- irtækjum í tengslum við fjár hags- lega endurskipulagningu þeirra eða samruna fyrirtækja. En þegar ríkis- stjórnin lagði svo fram tillðgu um stofnun sjálfstæðs hliitafjársjóðs á Alþingi um miðjan febrúar lýstu talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna því yfir að með henni væri verið að gera hlutafjársjóð að rusla- kistu fyrir þá sem ekki uppfylltu skilyrði Atvinnutryggingarsjóðs. 400 fengu 8,7 milljarða Haustið 1989 var Atvinnutrygg- ingarsjóði heimilað að taka 900 milljóna króna erlent lán til viðbótar því sem lög um hann sögðu fyrir um. í febrúar 1990 skilaði Ríkis- endurskoðun skýrslu um sjóðinn, þar sem talið var að um 15-20% útlána sjóðsins, eða 1,5 til 2 millj- arðar króna, gætu verið tapað fé. Þá væru greiðsluerfiðleikar fyrir- sjáanlegir, jafnvel þótt engin útlán ¦ töpuðust, vegna þess tímamunar sem var á skuldabrfunum, sem sjóðurinn gaf út, og bréfunum sem sjóðurinn tæki við. Gunnar Hilm- arsson véfengdi þessar tölur og sagði trygg veð vera fyrir útlánum. Um síðustu áramót hætti At- vinnutryggingarsjóður starfsemi og Byggðastofnun tók við innheimtu á útlánum hans, um leið og sjóðurinn var gerður að deild í Byggðastofnun. Alls fengu 398 fyrirtæki og einstaklingar lán úr sjóðnum, samtals að fjarhæð 8,7 milljarðar. í sumar skilaði Ríkis- endurskoðun svo annari skýrslu um sjóðinn, þar sem kom fram, að vanskil á endurgreiðslun lántaka til sjóðsins væru tæplega 50% þótt þær endurgreiðslur fælust að langmestu leyti einungis í vaxtagreiðslum þar sem lánin voru afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Ríkisendurskoðun áætlaði að af- skrifa mætti um 1,8 milljarða af lánum sjóðsins, sem svarar til 15-20% útlánanna. Miðað við það taldi Ríkisendurskoðun, að greiðslu- staða sjóðsins yrði sámtals neikvæð um nálægt 500 milljónir króna og við það mætti bæta 400 milljóna króna stofnframlagi ríkissjóðs þannig að heildartap sjóðsins yrði um 900 milljónir króna. Ríkisendurskoðun taldi að sjóð- urinn, sem nú var orðinn atvinnu- tryggingardeild Byggðastofnunar, myndi þurfa á viðbótarfjármagni að halda til að mæta greiðsluvanda á næstu árum, m.a. vegna mismun- andi lánstma og afborgunarskil- mála inn- og útlána Atvinnutrygg- ingarsjóðs, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að allir lánþegar sjóðsins standi í skilum. Væri tekið mið af áætluðu útlánatapi myndi greiðslu- staðan versna enn frekar. Byggðastofnun tók undir þessar niðurstöður Ríkiendurskoðunar í greinargerð sem send var forsætis- ráðherra 5. september sl. Þar kom fram að þörf væri á 1,4 milljarða króna framlagi úr ríkissjóði þegar á næsta ári til að mæta skuldbind- ingum sjóðsins. Þá sé óliklegt að vaxtamunur sjóðsins verði jákvæður þegar fram í sækir, og því verði tap ríkisins vegna sjóðsins meira en Ríkisendurskoðun reiknaði með. »r I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.