Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 + Wlht0mM$Aíib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Enn eitt reiðarslagið Niðurstaða seiðarannsókna Hafrannsóknastofnunar er enn eitt reiðarslagið, sem ríður yfír íslenzkan þjóðarbú- skap á skömmum tíma. Hún gefur til kynna, að þorskár- gangurinn 1991 verði sá sjötti í röð lélegra árganga. Fiski- fræðingar telja, að þessi lélega nýliðun þorskstofnsins þoli ekki nema 250 þúsund tonna afla næstu árin. Þetta boðar áfram- hald þess mikla samdráttar, sem ákveðinn var í þorskveið- um í kjölfar skýrslu og tillagna Hafrannsóknastofnunar í júlí- mánuði sl. um ástand hrygn- ingarstofnsins. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra ákvað að heimila 265 þúsund tonna þorskveiði á nýbyrjuðu kvótaári, en Haf- rannsóknastofnun lagði til að aflinn yrði 250 þúsund tonn. Aflaskerðingin nemur um 55 þúsund tonnum frá því sem áætluð þorskveiði var á sl. kvótaári. Það er gífurlegur samdráttur og að sönnu reiðar- slag, eins og Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ komst að orði. Fiskifræðingar segja, að nið- urstaðan úr seiðarannsóknun- um sé vísbending en ekki end- anleg, því ýmsir þættir geti breytt myndinni um stærð hrygningarstofnsins t.d. þorsk- göngur frá Grænlandi. Það er samt full ástæða til þess að taka þessa vísbendingu alvar- lega og gera ráðstafanir tíman- lega til að snúast til varnar. Þjóðhagsstofnun telur, að tekjur sjávarútvegsins muni m'innka um 6-7 milljarða króna á ári næstu árin miðað við 250 þúsund tonna þorskveiði. Það þýðir fyrirsjáanlega stöðnun í mikilvægustu atvinnugrein landsmanna, sem hefur haldið uppi þeim lífskjörum, sem ís- lendingar eru orðnir vanir og gera kröfur um. Það blasir við, að stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi grípi til aðgerða til að verjast áfallinu. I fyrsta lagi verður að gera ráðstafanir til að styrkja hrygningarstofninn. í þyí sambandi hefur formaður LÍÚ bent á, að til greina komi að friða hrygningarslóðir þorsksins við Suðurströndina og banna dragnóta- og neta- veiðar á hrygningartímanum. Jakob Jakobsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunar, hefur tekið vel í þessa hug- mynd. Augljóst er, að sjávarútvegs- ráðherra er opinn fyrir nýjum hugmyndum eins og sjá má af eftirfarandi ummælum hans í Ríkisútvarpinu í fyrrakvöld: „Ég held að það fari ekkert milli mála, að við þurfum að hugsa ýmislegt upp á nýtt. Við þurfum að skoða alveg frá grunni ýmis álitamál, sem menn hafa verið að deila um og þræta um, eins og friðun ákveðinna svæða, notkun veið- arfæra og þar fram eftir götun- um. Ég held, að eftir upplýs- ingar af þessu tagi þá verði ekki hjá því komizt að skoða viðfangsefni af þessu tagi al- gerlega frá grunni og meta upp á nýtt." Þá ítrekaði Þorsteinn Páls- vson enn einu sinni þau augljósu sannindi, að sóknargeta fiski- skipaflotans er meiri en af- rakstursgeta fískistofnanna. Ráðherrann kvað nauðsyn að fækka skipum og minrika til- kostnað við veiðarnar verulega til þess að unnt verði að njóta hámarksarðsemi af sjávarút- veginum. Þetta hefur verið þungamiðj- an í öllum opinberum umræð- um um málefni sjávarútvegsins um langt árabil en mikil tregða hefur verið á að hrinda mark- vissum áætlunum í fram- kvæmd til að ná árangri. Það verður að fækka fískiskipum, það verður að fækka frystihús- um til að ná þessu marki. Ann- að hvort verður að ná því með sameiningu fyrirtækja og skapa þannig öflugri og hag- kvæmari rekstrareiningar eða hreinlega að hætta rekstri óarðbærustu fyrirtækjanna, þeirra sem hefur verið haldið gangandi ár eftir ár með opin- beru fé. Sjávarútvegurinn mun búa við stöðnun og kyrrstöðu næstu árin, ef fer fram sem horfir. Hann mun engum hagvexti skila í þjóðarbúið. Það er því brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr að leita annarra leiða til að vega upp á móti samdrættin- um í efnahagslífinu. Margar leiðir koma þar til álita, en stór- virkust er hagnýting þeirra miklu orkuauðlinda sem íslend- ingar eiga. Horfur eru á því að næsta stóra skrefíð í þeim efnum verið stigið með samn- ingunum við Atlantál og virkj- unarframkvæmdir geti hafizt á næsta ári. Niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar sýna ljós- lega, að ekki má láta þar við sitja. Pétur Friðrik við tvö verka sinna. Morgunblaðið/RAX Listamiðstöðin Hafnarborg í Hafnarfirði: Þingvellir og Heiðmörk eru mér kær myndefni - segir Pétur Friðrik sem opnar sýningu um helgina Pétur Friðrik Sigurðsson, listmálari, var í óða önn að undirbúa myndlistarsýningu sína í Hafnarborg þegar blaðamann bar þar að garði. Fjöldi uppstillinga og landslagsmynda þakkti veggina en hlaðar af myndum báru vott um að enn væri nokkuð verk fyr- ir höndum. Þegar undirbúningi lýkur verða 60 akrýl-, olíu- og vatnslitamyndir eftir Pétur til sýnis í Hafnarborg. Sýningin verð- ur opnuð á laugardaginn kl. 14 og stendur yfir til sunnudagsins 6. október. Hafnarborg er opin daglega milíi kl. 14 og 19 nema á þriðjudögum en þá er menningar- og listastofnunin lokuð. Pétur Friðrik byrjaði að mála með olíulitum 12 ára gamall. Hann settist á skólabekk í Myndlista- og handíðaskólanum en 17 ára gamall hélt hann sína fyrstu mál- verkasýningu. „Ég hélt sýningu í gamla Listamannaskálanum og seldi verk fyrir uppihaldi mínu þá þrjá vetur sem ég stundaði nám í listaháskólanum í Danmörku. Pen- ingarnir komu í góðar þarfir því að á þessum tíma voru engin námslán og því urðu menn annað hvort að halda sér uppi sjálfír eða treysta á ávísanir að heiman. For- eldrar mínur þurftu hins vegar ekki að láta eyri af hendi rakna," segir Pétur Friðrik. Hann rifjar upp hvernig var að koma til Kaupmannahafnar í nám árið 1946 eftir Seinni heimsstyrj- öldina. „Mikill skortur var í borg- inni. Margar búðir tómar og skammtað kjöt. Þó var nóg til af grænmeti. Við komum nokkrir frá Islandi þennan vetur því einhverjir höfðu þurft að fresta námi vegna stríðsins. Meðal íslendinganna voru Karl Kvaran, Veturliði Gunn- arsson, Einar G. Baldvinsson og Hrólfur Sigurðsson. Sumir bjuggu við slæman kost. Jafnvel í húsum þar sem ekki var upphitin því ekki voru öll hús hituð upp í Kaup- mannahöfn á þessum tíma en ég var svo heppin að vera á góðu pensionati." „Ég var í Kaupmannahöfn í 3 ár en veturinn 1948,frá hausti og fram að áramótum, skoðaði ég söfn í París þar sem var hópur íslendinga. Þeirra á meðal voru Örlygur Sigurðsson, Thor Vil- hjálmsson, Gunnar Elísson, Hall- dór Þorsteinsson og Hörður Ág- ústsson. Hópurinn hélt til á Montmartre. Hann(var ágætur og ansi gaman að vera í París á þess- um tíma," segir Pétur. Þó segir hann að lítið hafi verið um góða listakennslu í París á þessum árum. Fólk hafi fengið að teikna módel fyrir aur en enginn leiðbein- andi hafí verið til staðar. Eftir námsárin í Kaupmanna- höfn hélt Pétur Friðrik til íslands þar sem hann hefur búið síðan. „Ég hélt ekki áfram námi en hef farið í einstaka námsferðir eftir það. Til dæmis til Bandaríkjanna og Hollands. Mér fínnst alltaf jafn gaman að koma þangað og skoða verk Rembrandts, Van Goghs og fleiri hollenskra meistara," segir Pétur. Aðspurður segist hann ekki geta neitað því að finna megi áhrif frá Van Gogh í myndum eftir hann en bætir við að finna megi áhrif frá listamanninum hjá fleiri ís- lenskum málurum. Megi þar nefna Kjarval og Ásgrím Jónsson. Elsta myndin á sýningunni er andlitsmynd frá árinu 1951 en yngstu myndirnar eru frá því í ár. Nokkrar eru af gömlum húsum í Hafnarfirði þar sem Pétur Friðrik bjó í um 20 ár. Þá eru nokkrar uppstillingar en landslags myndir eru í miklum meirihluta. „Eg á mér ekki neinn einn uppáhaldss- stað en Þingvellir og Heiðmörk eru mér kærir. Fleiri staði á landinu hef ég líka reynt að fanga í myndefni." Pétur segist vinna jöfnum hönd- um með olíu, vatnsliti og akrýl. „ Stundum hef ég bæði með mér olíu og vatnsliti. Ef er bjart úti og létt mála ég með vatnslitum en annars með olíulitum." Ef Pétur kemst ekki út í náttúruna málar hann uppstillingar heima í vinnu- stofu sinni á Arnarnesinu. „Ég mála líka stundum út í garði. Meira að segja stundum í stof- unni," segir Pétur Friðrik en hann hefur séð sér farboða með mál- verkum sínum undanfarin ár. Fæst verkanna á sýningunni hafa verið sýnd almenningi áður. Nokkur hafa þó verið sýnd á er- lendri grund en Pétur Friðrik hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Hann hefur haldið einka sýningar í New -York, Lúxemborg og Köln. Borgarstjóri heimsæk- ir Víking í Stjörnugróf Iþróttahús félagsins vígt 2. nóvember EFTIR rúmar sex vikur verður íþróttahús Víkings við Stjörnugróf í Fossvogi tekið í notkun, en fyrirhugað er að vígja húsið 2. nóvember. Framkvæmdum hefur miðað vel áfram og í vikunni var byijað að leggja grind unclir beykiparket á gólf salarins. Fyrstu skóflustungu að húsinu tók Davíð Oddsson, þáverandi borg- arstjóri, í byrjun marzmánaðar á síð- asta vetri. Reykjavíkurborg styrkir byggingu íþróttahússins og frágang á vallarhúsi og félagsheimili á myndar- legan hátt. og í vikunni heimsótti Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, höfuðstöðvar Víkings í Stjörnugróf. Að lokinni skoðunarferð um íþrótta- húsið og félagsheimilið var sest niður og málefni félagsins rædd. Fram- kvæmdir við nýjan knattspyrnuvöll voru ofarlega á baugi í þeim umræð- um, en einnig fjölgun bílastæða við íþróttamannvirkin og leiga á tímum í íþróttahúsinu. Gert er ráð fyrir alhliða íþrótta- starfsemi í íþróttahúsinu, en gólfflötur þess er 44x33 metrar. Sæti verða fyrir um 1.200 manns í húsinu, en einnig er hægt að skipta því með tjaldi í tvo íþróttasali. Félagsheimilið bætir úr brýnni þörf Víkinga, en félagið hefur verið á hrakhólum með félagsað- stöðu frá þvi' að heimilið við Hæðar- garð var selt borginni fyrir tæpum þremur árum. Forystumenn Víkings og borgarst Bergmann, Jón Kr. Valdimarsson, . stjóri Iþrótta- og tómstundaráðs, M; son og Ólafur Jónsson, upplýsingaJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.