Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 27 Gönguferð um gosbeltið: Fjallið Skjaldbreiður eftir Tómas Einarsson Þegar farið er eftir Kaldadals- vegi milli Árnessýslu og uppsveita Borgarfjarðar dregur fjallið Skjaldbreiður óneitanlega að sér athygli ferðamannsins. Þetta forna, fagurformaða eldfjall er ein- stakt og sker sig algjörlega úr þeim fjöllum sem nálæg því eru hvað varðar form og lögun. Talið er að það sé allt að 9 þúsund ára gamalt og hafi myndast í löngu gosi eftir að ísöld lauk þar sem hinir miklu hraunstraumar gátu hindrunarlaust flætt til allra átta. Með þeim hætti hlóðst fjallið upp og er nú til að sjá eins og skjöldur á hvolfí. Hvernig landslagið var fyrir þessar hamfarir þar sem fjall- ið stendur nú, getur enginn sagt um, en tveir móbergshnjúkar sem standa sunnan í fjallinu og hafa verið nær kaffærðir í hraununum gefa smá vísbendingu um, að ef til vill leynist fleiri slíkir frá tímum ísaldar undir hraunhellunni. Hraunstraumarnir runnu langt og þeir lengstu allt suður í Þing- vallalægðina og mun unnt að finna þar Skjaldbreiðarhraun undir hraunum sem runnu síðar frá gíg- um á Tindfjallaheiði austan við Hrafnabjörg og þeir þekkja, sem hafa heimsótt Þingvelli. Skjaldbreiður er annar stærsti hraunskjöldur á íslandi, hinn er Trölladyngja í Ódáðahrauni. Hæð fjallsins er 1.060 m y.s. og það er, sökum lögunar sinnar, eitt þeirra fjalla sem fært er uppgöngu úr öllum áttum. Skiptir engu hvaðan gengið er og því óþarft að gefa sérstaka leiðarlýsingu. Fyrrum var venjulegast gengið á fjallið af Kaldadalsvegi frá Sand- kluftavatni, eða frá Hlöðuvöllum, en þetta breyttist eftir að raflínan frá Búrfellsvirkjun til Borgarfjarð- ar var lögð norðan við Skjaldbreið. Þá var gerður bílvegur meðfram línustæðinu, sem enn er fær fjór- hjóladrifnum bílum. Við það stytt- ist leiðin á fjallið afar mikið og mun hafa orðið mörgum hvatning til að ganga á það, enda öllum fært, sem á annað borð geta og vilja stunda þá hollu iðju. í toppi fjallsins er mikill og djúp- ur gígur. Hann er hringlaga, um 300 m í þvermál og auðvelt að ganga allan hringinn eftir börmun- um. Þótt Skjaldbreiður sé rúmir 1.000 m á hæð, er ekki mjög víð- sýnt þaðan, því umhverfis fjallið eru mörg há og mikilúðleg fjöll, sem skyggja á. Má þar m.a. nefna Þórisjökul, Hlóðufell, Skriðuna, Botnssúlur og Ok. Forfeður okkar eyddu ekki mikl- um tíma í að ganga á fjöll, enda á því engin þörf, ef erindið taldist ekki til nytsemda. En Skjaldbreið- ur hefur samt verið þeim hugstæð. Eftirfarandi klausa stendur í sögu Bárðar Snæfellsáss: „Segja það og nokkurir menn, að verið hafi að leikum í Skjaldbreið Ormur Stór- Á leið á Skjaldbreið. ólfsson og glímdi við Bergþór og hafi Ormur af borið. Þar var og Ormur skógarnefur ungur. Hann glímdi við Þóri úr Þórisdal. Sá dalur er í Geitlandsjökli. Var Þórir þeirra drjúgari. Þar var og Þórálf- ur Skólmsson er glímdi við Hall- mund úr Balljökli. Var nær um með þeim, en Bárður þótti þeim sem sterkastur mundi vera. Skildi svo þessa leika, að ekki yarð fleira til tíðinda." Og í sögu Ármanns í Ármannsfelli segir að fyrrum hafi bærinn Eiríksstaðir staðið við fjall- ið og hét bóndinn Eiríkur. „Hann var auðugur maður og kvongaður og átti mörg börn, bæði syni og dætur." Þar var „byggð mikil, þó nú sé af fallin fynróveðráttu og sandfjúki, samt sjást þar tæfur margar". Sé eitthvert sannleik- skorn í þessum sögum, sjást nú engin ummerki um byggð á þess- um slóðum svo mér sé kunnugt. En frá nágrenni Skjaldbreiðs kem- ur enn „sandfjúk" í „óveðráttu", sem allir þekkja sem heima eiga í Þingvallasveit og nálægum byggð- um. En það voru fleiri en Ármann og Bárður, sem áttu spor um hlíð- ar Skjaldbreiðar. Á flótta _um landið barst útlaginn Grettir Ás- Áslóðum Ferðafélags íslands mundarson í Þórisdal, sem er milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. Þar dvaldi hann um hríð og leið vel. Síðan segir svo í sögunni: „Fór hann þá í burt úr dalnum og gekk suður þvert af jöklum og kom þá norður að undir Skjaldbreið. Þar reisti hann upp hellu og klappaði í rauf og sagði svo: ef maður legði auga sitt við raufína í hellunni, þá mætti sjá gil það, sem fellur í Þórisdal." Það var ekki fyrr en sumarið 1792 sem Sveinn Pálsson gekk á Skjaldbreið fyrstur manna svo vit- að sé. Sumarið 1833 var Björn Gunnlaugsson skólakennari á Bessastöðum í rannsóknarferð um ísland og gekk á fjallið. Reyndi hann þá m.a. að glöggva sig á því, hvar Grettir hefði reist hell- una, en tókst ekki að finna hana þrátt fyrir ítarlega leit. Eftir því sem best er vitað hefur hún ekki fundist enn. Jónas Hallgrímsson var þó ekki að leita að hellu Grettis, er hann reið umhverfis Skjaldbreið aðfara- nótt 15. júlí 1841. Eftir þá ferð orti hann hið stórkostlega kvæði Fjallið Skjaldbreiður, sem allir ís- lendingar þekkja, sem hafa áhuga á ljóðum á annað borð. „Fanna skauta faldi háum fjallið allra hæða val" segir skáldið í upphafi ljóðsins. Eftir orðanna híjóðan hefur þá verið snjór á toppi þess, en ekki fylgir sögunni, hvort um var að ræða nýfallinn snjó eða samfellda skafla. Nú bræðir sum- arsólin allan vetrarsnjó af hlíðum fjallsins, aðeins í gígnum má finna skafla sem aldrei þiðna. Vinir Bárðar Snæfellsáss héldu íþróttamót sitt við Skjaldbreið. Síð- an hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. En á síðustu árum hefur fjallið aftur orðið vinsæll leikvöllur, ekki kraftajötna og glímukónga, heldur riddara hjarnbreiðunnar, vélsleða- kappa og ökuþóra sem fara um öræfin á breiðdekkja torfærutröll- um. Og uppi á gígbörmunum er meira að segja efnt til veislufagn- aðar á góðviðris vetrardögum. Þannig breytast tímarnir. Næstkomandi laugardag efnir Ferðafélag íslands til ferðar á Skjaldbreið. Verður þá genginn síðasti spölur . leiðarinnar vestan frá Reykjanestá, en í vor hóf félag- ið-á skipulegan hátt að ganga hana í 12 áföngum. Eru allir vel- komnir í þessa léttu öræfaferð sér til hressingar og ánægju. Höfundur er kennari. Brids Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Grethe íversen og Eiríkur Ellerts- son sigruðu í 15 para tvímenningi sl. miðvikudag en þessi keppni var loka- spilakvöldið í sumarbrids félagsins. Lokastaðan: , Gretheíversen-EiríkurEIlertsson 213 GisliTorfason-LogiÞormóðsson 202 KarlEinarsson-KarlKarlsson 189 PéturJúlíusson-HeiðarAgnarsson 178 Nk. mánudag hefst vetrarstarfið með eins kvölds tvímenningi en síðan hefst aðalhausttvímenningurinn sem er með Butler-fyrirkomulagi. Styðjum Iandsliðið Nú fer að líða að því að landsliðið okkar leggi í hann til Yokohama. Lið- ið leggur af stað miðvikudaginn 25. september. Undirbúningurinn er í'há- márki og allir bridsáhugamenn eru minntir á reikninginn í Islandsbanka í Garðabæ. Númerið ætti að vera auð- . velt að muna, 5252. Það vantar enn herslumuninn upp á að endar nái sam- an og munið, að margt smátt gerir eitt stórt. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 16. september var spilaður einskvölds tvímenningur. Þátttaka varð mjög góð og lá við að menn þyrftu frá að hverfa. Spil- að var í tveimur riðlum, einum 16 para og einum 10 para sem skipað- ur var byrjendum. Úrslit í A-riðli: Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 242 Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 238 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 235 Hulda Hjálmarsdóttir - Kristin Guðbjörnsdóttir 235 Gunnar Birgisson - Jóngeir Hlinason 235 ' Úrslit í B-riðli: IvarGuðnason-JónTryggvason 94 Júlíana Gísladóttir - Jón GEslason 86 Sigrún Arnórsdóttir - Björn Höskuldsson 80 Júlíana Sigurðardóttir - Kristján Björnsson 79 Sigríður Magnúsd. - Sveinbjörn Guðbjarnarson 78 Næsta mánudag hefst tveggja kvölda tvímenningur til minningar um þá Kristmund Þorsteinsson og Þórarinn Andrewsson sem spiluðu með okkur árum saman. Spilað verður um bikar sem gefinn er af ekkjum þeirra. Mæting erkl. 19.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Vetrarmitchell BSÍ Vetrarmitchell BSÍ fór vel af stað síðasta föstudag. Spilað verður á hverju föstudagskvöldi í vetur í Sig- túni 9, eins kvölds tvímenningur, sem hefst kl. 18.00. Allir geta mætt, annað hvort einu sinni eða alltaf eða allt þar á milli. Keppnisgjald er kr. 500 á mann og þeir sem vinna hvorn riðil fá endurgreitt keppnisgjaldið. SPARIÐ ¦ SETJIÐ SAMAN SJALF Sniðið eftir þinni hugmynd! B f! Drifbúnaður Fyrír spil of I. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER jörninn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sm'ða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að ótfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28S.621566 ¦Awt tréwm ófflamász r f « 21* f<fl«tt«fT1flITfMttl»ffftft««inifllftt lltffMtflttttfttfMIIIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.