Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 20. SEPTBMBER 1991
15
Við frestum ekki framtíðinni
eftir Leu
Þórarinsdóttur
Þrátt fyrir ríkidæmi og háar
þjóðartekjur er umsamið kaup lágt
á íslandi. Kauptaxtar opinberra
starfsmanna eru til marks um það,
en nú í septemberbyrjun þegar
samningar eru lausir eru meðal-
taxtalaun BSRB-félaga vel innan
við 70 þúsund krónur á mánuði.
Stærsti hluti póstmanna fellur t.d.
inn í þennan hóp láglaunamanna.
Um kaupmáttinn þarf ekki að fjöl-
yrða við fólk sem stundar það efna-
hagslega kraftaverk að teygja á
slíkum launum milli mánaðamóta.
Það eru raunar engin ný sann-
indi að kauptaxtar séu lágir hér á
landi, og nú þegar lýkur alllöngu
samningstímabili sem kennt hefur
verið við þjóðarsátt er því við hæfi
að rifja upp forsendur þeirra kjara-
samninga.
Það er engin ástæða til að draga
fjöður yfír það að kauptaxtar voru
lágir þegar skrifað var upp á þjóð-
arsáttina í febrúar í fyrra, og að
kaupmáttur kauptaxta megi heita
hinn sami nú og þá. Mergurinn
málsins er sá, að samtök launa-
fólks sömdu um því sem næst
óbreyttan kaupmátt, gegn því að
unnið yrði á verðbólgunni og efna-
hagslegur stöðugleiki aukinn. Er í
því sambandi nauðsynlegt að rifja
upp að atvinnulífíð var í úlfakreppu
og fjöldaatvinnuleysi á næstu grös-
um að öllu óbreyttu. Jafnframt fór
ekki á milli mála að þetta umþótt-
unartímabil ríkisvaldsins og at-
vinnufyrirtækjanna skyldi notað til
að búa í haginn fyrir aukinn kaup-
mátt launafólks.
Samningstímabilinu lauk núna
um mánaðamótin, og í ljósi þess
sem hér hefur verið rifjað upp er
launafólki fyllsta alvara þegar það
nú gerir tilkall til þess að staðið
verði við gefín fyrirheit. Því verður
ekki skotið á frest inn í einhverja
óskilgreinda framtíð. Eða með orð-
um Ógmundar Jónassonar, for-
manns BSRB, á bandalagsráð-
stefnu samtakanna fyrir
skemmstu: „Ef viðsemjendur okk-
ar fallast ekki á að næstu kjara-
samningar grundvallist á þessari
hugsun og samþykkir hana í verki
eru þeir einfaldlega að hlaupast
undan merkjum. Og þá er eitt víst
að næstu kjarasamningar verða
ekki kenndir við þjóðarsátt.“
í umræðum um launamál er
þeirri skoðun mjög flaggað að tómt
mál sé að tala um taxtalaun; heild-
arlaunin séu miklu hærri og ekki
V
Litsjónvarpstæki
14" m/Qarst.
Kr. 21.950,-stgr.
5 ára ábyrgð
á myndlampa
VÖNDUÐ VERSLUN
HUðMGO
FÁKAFEN 11 — SfMI 688005
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á jjíöum MoggansL y
raunhæft annað en að miða við
þau. Sannleikskomið sem í þessari
skoðun felst er í meira lagi létt-
vægt, og það af tveimur ástæðum:
1. Hvað sem öllum meðaltölum
um heildarlaun líður er það stað-
reynd að fjöldi fólks hefur ekkert
annað en dagvinnulaunin. Dag-
vinnutaxtarnir einir sér eru öðru
fremur hlutskipti opinberra starfs-
manna eins og sýnt hefur verið
fram á í fjölmörgum könnunum.
2. Langur vinnutími hér á landi
er nauðvörn fólks út úr ógöngum
lágra taxtalauna. Fram hjá því
verður ekki litið að frítíma, tóm-
stundum og samvistum við fjöl-
skylduna er fómað á altari
„heildarlaunanna".
Kjarasamningav.iðræður þær
sem standa fyrir dyrum verða háð-
ar í skugga niðurskurðaráforma
núverandi ríkisstjórnar. Jafnan
þegar rætt hefur verið um niður-
skurð og sparnað í hinu opinbera
kerfi hafa ráðamenn einblínt á
„Fram hjá því verður
ekki litið að frítíma,
tómstundum og sam-
vistum við fjölskylduna
er fórnað á altari
„heildarlaunanna“.“
velferðarkerfíð og þá sem við það
starfa. Nú þegar er einsýnt að
skattahækkanir ríkisstjómarinnar
í formi ýmissa þjónustugjalda og
álagna nema nokkrum prósentum.
Þref undanfarinna daga og vikna
meðal ráðherra og þingmanna rík-
isstjómarflokkanna um skólagjöld
og sjúklingaskatta sýna að langt
er seilst og takmörkunin er lítii.
Sannleikurinn er sá að velferð-
arkerfið íslenska er að ýmsu leyti
gloppóttara en gengur og gerist
hjá grannþjóðum okkar á Norður-
löndum sem við berum okkur
gjarnan saman við á góðum stund-
um. Þannig eru stórir póstar á
borð við leikskólavist yngstu barn-
anna að mestu leyti gerðir að
einkavandamálum foreldra þeirra,
og það þótt slík mál hrópi á samfé-
lagslegar lausnir vegna þess að
láglaunastefnan smalar öllum sem
vettlingi geta valdið út að vinna.
Það liggur t.a.m. fyrir að atvinnu-
þátttaka kvenna er hvergi meiri í
heiminum en á íslandi, að Svíþjóð
einni undanskilinni.
Þrátt fyrir þetta er ríkisstjórnin
komin á fullt með að draga úr þjón-
ustu velferðarkerfisins. Eins og tí-
undað hefur verið í fréttum er þó
ekki einhugur í röðum stjórnar-
flokkanna um niðurskurðinn. Sem
betur fer. Þessi atlaga er ekki í
samræmi við þann veruleika sem
launafólk á ísladi býr við í dag.
Hreyfing launafólks á drýgstan
þátt í uppbyggingu íslenska vel-
ferðarkerfisins og mun ekki horfa
Lea Þórarinsdóttir
upp á niðurrif þess með þegjandi
þögninni.
Höfundur er formaður
Póstmannafélags íslands og
stjórnarmaður í BSRB.
NÝTÍI
SERUTGAFA
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
MEB EFTIRFARAMOI SÉRBÚMABl:
1 Stuðarar, vatnskassahlíf. hliðarlistar. hurðahandföng og útispeglar,
allt í sama lit og yfirbyggingin
Heilir hjólkoppar □ Rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar □ Vindkljúfur á framstuðara
Sætaáklæöi/gólfteppi - ný gerð □ Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt)
□ Sportstýrishjól
A
MITSUBISHI
MOTORS
A
MITSUBISHI
MOTORS
MITSUBISHI COLT-EXE
MITSUBISHI LANGER stallbakur-EXE
MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE
ALUR MEÐ 12 VENTLA HREYFIL MED FJÖLINNSPRAUTUN
ALLIR MED AFLSTÝRI - ALLIR MED HVARFAKÚT
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ
HVARFAKÚTUR
MINNI MENGUN
e
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500