Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991 21 Sandinistar víg- búast í Nicaragua Malpaisillo. Reuter. HÓPAR manna, sem voru áður í her Sandinista í Nicaragua, hafa vígbúist að nýju eins og hundruð af gömlum andstæðingum þeirra, kontra-skæruliðunum fyrrverandi. Mennirnir segjast ekki vilja koma af stað stríði, heldur verja sig og Sandinistabyltinguna fyrir atlögum „eignastéttarinnar". „Auðstéttin hefur sótt í sig veðrið og er að Sovétsendi- herrarláta af störfum Stokkhólmi. Reuter. Utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, Borís Pankín, seg- ir að flestir. sendiherrarnir sem kallaðir voru heim til Moskvu eftir valdaránið mis- heppnaða hafi fallist á að hverfa til annarra starfa eftir að hafa farið áður í stutta kveðjuheimsókn til viðkom- andi landa. Pankín var sjálfur sendiherra í Tékkóslóvakíu en tók strax afstöðu gegn valdaránsklíkunni. „Við stungum upp á því að sendiherrarnir skyldu, eftir að að hafa hlýtt á mál okkar, sjálf- ir ákveða hvaða störfum þeir sneru sér að í framtíðinni," sagði Pankín á blaðamannafundi í Stokkhólmi en hann er í opin- berri heimsókn í Svíþjóð. Búist er við því að Níkolaj Uspenskíj, sendiherra í Svíþjóð, Leóníd Zamjatín í London og Júríj Dúb- ínín í París séu meðal þeirra sem víki úr embætti. Þeir ráku allir erindi valdaránsklíkunnar og hinn fyrstnefndi lýsti beinlínis stuðningi við aðgerðir áttmenn- inganna. Pankín sagði að fækkað yrði mjög í starfsliði sovésku örygg- islögreglunnar, KGB, í sovésk- um sendiráðum. breyta lögum frá byltingunni, skaða öreigastéttina, og við getum ekki látið það viðgangast," sagði einn þeirra, fyrrum höfuðsmaður í Sandinistahernum. Sveitir kontra-skæruliða voru leystar upp í fyrra þegar Violeta Chamorro varð forseti eftir sigur á Sandinistum í kosningum. Hluti þeirra hefur gripið til vopna á ný og stjórnvöld óttast að til átaka kunni að koma á milli fylkinganna. ? ? ? ¦ BUKAREST - Virgil Mag- ureanu, yfirmaður rúmensku leyni- þjónustunnar, lofaði í gær að hefja rannsókn á starfsemi Securitate, öryggislögreglunnar hötuðu, sem hélt landinu í helgreipum í stjórn- artíð Nicolae Ceausescus. Hann sagði að rúmenska Ieyniþjónustan hefði mikið af gögnum undir hönd- um sem nota mætti í réttarhöldum yfir fyrrum félögum í Securitate. ¦ VARSJÁ - Kaþólskir bisk- upar í Póllandi hafa farið þess á leit við kjósendur að þeir kjósi ekki flokka sem eru hlynntir fóstur- eyðingum í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. „Siðferðileg grundvallaratriði ... standa í vegi fyrir því að kristnir menn kjósi þá sem eru hlynntir fóstureyðingum eða umberi að þær og líknardráp séu leyfð," sagði í tilkynningu frá biskupunum sem lesin verður upp- hátt í öllum kirkjum á sunnudag. ¦ ISLAMABAD - Skæruliðar í Afganistan gerðu í gær harðar skot- og sprengjuárasir á Gardez, heimabæ Najibullahs forseta, og höfðu að engu tilraunir til að binda enda á styrjöldina í landinu eftir pólitískum leiðum. Að sögn þar- lendra heimildarmanna hófu skær- uliðarnir árásir á bæinn á miðviku- dagskvöld og virtust vera að und- irbúa stórárás. Reuter Kosningabaráttan byrjuð í Bretlandi Vegfarandi gengur framhjá auglýsingaskilti breska Verkamannaflokksins í gær, þar sem ekki er farið leynt með hvaða áhrif flokkurinn telur að stjórn íhaldsflokksins hafi haft á kjör almennings í landinu. Veggspjaldið markar upphaf kosningabaráttunnar í Bretlandi, og bendir margt til þess að hún verði hörð og illskeytt. Margir stjórnmálaskýrendur búast við því að boðað verði til kosninga innan skamms. Bandarískar herstöðvar á Filippseyjum: Fallið frá þjóðaratkvæðagreiðslu Uppreisnarmaðurinn Gringo kemur úr felum Manila. Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, hefur látið undan þrýstingi frá öldungadeild filippeyska þingsins og segir þjóðaratkvæðagreiðslu um bandaríska herstöðvasamninginn einungis koma til ef þjóðin krefjist þess. Uppreisnarforinginn Gregorio Honasan, eða Gringo eins og hann hefur verið kallaður, er nú kominn úr felum til friðarviðræðna við stjórnina. Ákvörðun Aquino um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir áð þing- menn öldungadeildar höfðu hafnað áframhaldandi veru bandaríska hersins á Filippseyjum, olli mikilli reiði meðal þingmanna. Hún var meðal annars sökuð um að vanvirða stjórnarskrána. Jovito Salonga, for- seti öldungadeildarinnar, sagði að Aquino yrði að gera sér grein fyrir því að öldungadeildin hefði gert að' engu samning hennar um áfram- haldandi veru bandaríska hersins. Aquino sagði í gær að hún hefði viljað vera örugg um að vilji fólksins kæmi í ljós og þess vegna hefði hún ákveðið að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu en ef það kæmi í ljós að almenningur væri henni andvígur þá yrði hún ekki haldin. Uppreisnarforinginn Honasan hefur verið talinn ein helsta ógnunin við stöðu Aquino en embættismenn innan varnarmálaráðuneytisins segja áhrif hans meðal hermanna hafa minnkað eftir misheppnaða byltingu árið 1989. Honasan hefur verið á flótta síðan í apríl 1988 þegar hann og fjórtán menn hans flúðu af fangaskipi hers- ins. Meðan á friðarviðræðunum stendur verður hann. ekki sóttur til saka. VÉLSLEÐAR Á ÁRSGÖMLU VERÐI Sleðasýning föstudag og laugardag Við rýmum nú fyrir nýrri árgerö, og bjóöum því ónotaöa Arctic Cat vélsleöa árgerö 1991, á ársgömlu verði. Veriö velkomin á vélsleöasýninguna hjá okkur aö Ármúla 13 og hjá Bílaleigunni Ernir á ísafirði. Sýningin veröur föstudaginn 20. sept. og laugardaginn 21. sept. frá kl. 10-17. Sýnum einnig úrval notaðra vélsleða. Nýir Arctic Cat vélsleðar, árgerð 1992, væntanlegir í október. ARCTKCAT BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Sfmar 6812 00 & 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.