Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 8
'fc MORGUtíEÍÍABÍÐ DAGBÓK SU'NNUDAGÚlí 29.' SKFTÉKlBER 1991 1F\ A f~^er sunnudagur 29. september, sem er 18. sd. eftir trínitatis, 272. dagur ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 9.25 og síðdegisflóð kl. 21.47. Fjara kl. 3.11 og kl. 15.45. Sólarupprás í Rvík kl. 7.29 og sólarlag kl. 19.06. Myrkur kl. 19.49. Sólin er í hádegisstað íRvíkkl. 13.18 ogtunglið erísuðri kl. 19.12. (Almanak Háskóla íslands.) En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh. 17,3.) ÁRIMAÐ HEILLA Q pT ára afmæli. Á morgun, í/mánudag, 30. sept ember, er 95 ára frú Sal- björg Jóhannsdóttir fyrr- um ljósmóðir og húsfreyja í Lyngholti á Snæfjalla- strönd, nú heimilismaður á dvalarheimili aldraðra á ísafirði. Eiginmaður hennar var Ingvar Ásgeirsson bóndi í Lyngholti. Hann lést árið 1956. r7 fXára afmæli. Næstkom- I U andi þriðjudag, 1. október, er sjötugur Björn Júlíusson barnalæknir, Stóragerði 11, Rvík. Hann og kona hans, Þórunn Krist- jánsdóttir, taka á móti gest- um í Akógessalnum, Sigtúni 3, á afælisdaginn kl. 17-19. Of|ára afmæli. í dag, 29. OU þ.m. er áttræður Björn Kjartansson, Lang- holtsvegi 6, Rvík. Hann tek- ur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kambaseli 33, Rvík kl. 15-18 í dag, afmælisdaginn. sjötugur Bjarni Halldór Bjarnason, Strandgötu 4, Neskaupstað. Hann tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Mela- götu 12 þar í bæ, eftir kl. 16 á afmælisdaginn. LÁRÉTT: — 1 bárur, 5 kul, 8 synja, 9 veisla, 11 grenjar, 14 verkfæri, 15 skáru, 16 auðir, 17 á húsi, 19 biti, 21 sjóða, 22 gamla, 25 fag, 26 lægð, 17 sefi. LÓÐRÉTT: — 2 liggi á hálsi, 3 sár, 4 beð, 5 stórlæt- is, 6 kyrrsævi, 7 fugl, 9 háð- fugl, 10 með óværu, 12 hrútlömb, 13 var óstöðugur, 18 sjá eftir, 20 sting, 21 bók- stafur, 23 tveir eins, 24 verk- færi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LARETT: - 1 assan, 5 slaga, 8 karpa, 9 hælir, 11 askar, 14 tík, 15 sálma, 16 aulum, 17 rrr, 19 vann, 21 hala, 22 danglar, 25 kýs, 26 áni, 27 iði. LÓÐRÉTT: — 2 snæ, 3 aki, 4 nartar, 5 spakar, 6 las, 7 góa, 9 Húsavík, 10 Lálands, 12 kaldari, 13 romsaði, 18 regn, 2L Nar-84- -her-23-f»á,- 24-tír-------------—------ Tilfærsla aflaheimilda milli kjördæma og innan þeirra: Stórir staðir eflast á kostnað hinna minni FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1976, fæddist Bólu-Hjálmar. Hann var Jónsson. Og þennan dag árið 1906 var Landsíminn opnaður. LÆKNAR. í tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu í Lögbirtingi er tillk. frá ráðuneytinu um veit- ingu starfsleyfa til lækna með leyfisvetingu fyrir almennum lækningum: cand. med. et chir. Anna Björk Magnús- dóttir, cand. med. et chir. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, cand. med. et chir. Stefán Hjálmarsson, cand. med. et chir. Guðni Páll Daníelsson, cand. med. et chir. María Sverrisdóttir, cand. med. et chir. Björn Gunnarsson, cand. med. et chir. Sigríður Lilja Sigmarsdóttir, cand. med. et chir. Guðmundur Harri Guð- mundsson, cand. med. et chir. Siguijón Kristinsson og cand. med. et chir. Guðbjörg Jóns- dóttir. AGLOW Reykjavík, kristileg samtök kvenna, halda mánað- arlegan fund sinn í kaffisal Bústaðakirkju, mánudags- kvöldið kl. 20. Ræðukona kvöldsins verður Þórdís Karlsdóttir úr Keflavík. Hún er ásamt eiginmanni sínum, forstöðumaður krist- ins samfélags þar í bænum, „Vegarins". Fundurinn er öll- um opinn. LANGHOLTSKIRKJA. Kvenfél. Langholtssóknar heldur fund nk. þriðjudags- kvöld, hinn fyrsta á haustinu, kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Einsöng syngur Þóra Einarsdóttir. Stjómar- konur sjá um kaffíveitingar. Síðan helgistund í kirkju. FJALLKONURNAR, kven- félag, heldur fyrsta fundinn á haustinu þriðjudagskvöldið nk. í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Anna Valdemarsdóttir sálfræð- ingnr -flytHP-erindií -Kaffí-eg- nýstárlegar veitingar bomar fram. Fundurinn er opinn öll- um konum og félagsmönnum með gesti sína. HÁTEIGSSÓKN. Kvenfé- lagið heldur fyrsta fundinn á haustinu nk. þriðjudag kl. 20.30 á kirkjuloftinu. Snyrti- vörukynning og kaffíveiting- ar. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg. Nk. þriðjudag er opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 15-16. Kynnt verður ungbarnanudd. NORÐURBRÚN 1, félags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Böðunartími kl. 8. Smíði kl. 9. Lestur framhaldssögu kl. 10. Kl. 13: Leikfimi, hannyrð- ir, leirmunagerð og bókaút- lán. Enska kl. 14 og samveru- stund og kaffitími. Dalbraut 18-20: Leikfimi kl. 13 og frjáls spilamennska kl. 14. GRAFARVOGSSÓKN. Safnaðarfél. sóknarinnar heldur fyrsta fundinn á haust- inu mánudagskvöldið kl. 20.30 í Hamarsskóla. Sr. Þorvaldur Karl Helgason flytur erindi um fjölskylduna. Rætt verður um vetrarstarfið og það kynnt. Kaffíveitingar. FORNBÍLAKLÚBBURINN heldur úti fréttabréfí. Þar segir að rúmlega 3.300 forn- bílar séu á skrá hjá Bifreiða- skoðun íslands. Félagar í klúbbnum eru um 600 talsins og segir í fréttabréfínu að yfír 2.000 eigendur fornbíla á landinu séu ekki meðlimir klúbbsins. Formaður klúbbs- ins bætir við að það teldist góður árangur ef hægt væri með auknu kynningarstarfi að koma félagatölunni upp í 1.000 meðlimi á þessu ári. HVASSALEITI 56-58, fé- lags.- og þjónustumiðstöð aldraðra. Mánudag kl. 9 leik- ■ fímk Kepamikvhma - kl. 19.- Fijáls spilamennska og brids kl. 13. Fótsnyrting kl. 14, svo og teikning og málun. LAUGARNESSÓKN. Heim- boð til kvenfél. Seljasóknar, nk. þriðjudagskvöld. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 19.50. JC-NES heldur almennan kynningarfund, öllum opinn, um starfsemi félagsins, mánudagskvöldið kl. 20.30, á Austurströnd 2, Seltjarnar- nesi. FÉL. eldri borgara. Félags- vist spiluð í dag kl. 14 í Ris- inu og í kvöld kl. 20-23.30. Dansað í Goðheimum við Sigtún. GARÐABÆR: Kvenfélagið heldur matarfund nk. þriðju- dagskvöld kl. 19 í Garðaholti. Gestur fundarins verður Edda Heiðrún Backmann. KVENFÉL. Neskirkju. Fundur mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Tekin ákvörðun um stóraf- mælisfund félagsins 23. nóv- ember og basar og kaffísölu- dag félagsins sem verður 20. október. KVENFÉL. Heimaey. Mánudagskvöld kl. 20.30 verður fundur í Holiday Inn. BÓLSTAÐAHLÍÐ 43, fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Handavinnustofan verður opin mánudag kl. 9-16. Sundtími kl. 9.30. Myndlistarklúbburinn. Leið- beinandi Rebekka. KVENFÉL. Kópavogs. gengst fyrir leikfíminám- skeiði fyrir konur í bænum, eins og undanfarna vetur. Námskeiðið er í Kópavogs- skóla mánud.-miðvikud. kl. 19.15. Kennari er Erna Jóns- dóttir. Nánari uppl. og innrit- un í s. 40729. KIWANISKLÚBBURIN-N- Viðey heldur fund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20 í Kiwanis- húsinu, Brautarholti 26. BRJÓSTAGJÖF. Ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður. Hjálparmæður eru Guðlaug, s. 43939, og Hulda Lína, s. 45740. KALDAKINN. í blaðinu í gær var sagt frá afmæli Ing- ólfs Kristjánssonar á Ystafelli í Köldukinn. Blaðinu var bent á að þar hefði átt að standa Ystafelli í Kaldakinn. KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: F^ eldramorgnar eru í safnaðar- heimili kirkjunnar þriðjudaga kl. 10-12. Nk. þriðjudag fjall- ar Valgerður Hildibrands- dóttir næringarfræðingur um næringu barna. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA. Fyrirbænir í kirkj- unni mánudag kl. 18. Þá er æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. GRENSÁSKIRKJA. Aðal- fundur kirkjunnar mánudags- kvöldið kl. 18. HALLGRÍMSKIRKJA. Fundur í æskulýðsfélaginu Örk, mánudagskvöldið kl. 20. NESKIRKJA. Mömmumorg- unn nk. þriðjudag kl. 10-12. Kaffí og spjall. SELJAKIRKJA. KFUM- fundur mánudagskvöld, yngri deild kl. 17.30 eldri kl. 18.30. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. KIRKJUR Á LANDS- BYGGÐINNI_____________ KÁLF ATJARNAR- KIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Sóknar- prestur. SKIPIN RE YK J A VÍ KURHÖFN: Um helgina er Kyndill vænt- anlegur og á morgun er Lax- . 'Ioss' vséntafílég'uF'áð *úrán.'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.