Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 14

Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 14
reei HaawaTqae .ea írjðAay/./ue ŒGAja/uoHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 Einu sinni í myrkrinu var... Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið GLEÐISPILIÐ - eða Faðir vorrar dramatisku listar Höfundur og leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdótt- ir Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Páll Ragnarsson Það er myrkur - nótt í Kaup- mannahöfn þegar Gleðispilið - leikritið um Sigurð Pétursson, fyrsta leikskáld Islendinga, hefst. Sigurður er í líkburði, ásamt fé- laga sínum, Geir Vídalín. Þeir eru stúdentar í Höfn. Sigurður er æringi mikili, opinn fyrir lýðræðis- stefnum og straumum sem berast frá Frakklandi. Hann liggur ekki á skoðunum sínum, þótt þær veki litia lukku í konungsveldinu, er frakkur, hreinskilinn og opinn í tjáningu sinni. Geir, vinur hans, er alger andstæða, kurteis á mælikvarða samfélagsins, hefur ekki óvinsælar skoðanir, reynir allt hvað hann getur að breiða yfir og afsaka sannleikssýki Sig- urðar, sér það sem hann vill sjá og heyrir það sem hann vill heyra. Sigurður þekkir eymd landa sinna og það óréttlæti sem þeir búa við undir hinni dönsku krúnu og fyrir honum eru lýðræðiskenn- ingarnar sunnan úr álfu eina leið- in til að endurreisa stoltið og sjálfsvirðinguna sem íslendingar höfðu, samkvæmt fornsögum, þær þrjár fyrstu aldir sem landið var byggt. Afstaða hans verður enn harðari eftir að Jón Eiríksson hefur falið honum og Geir að sjá um flokk vefara sem koma til Kaupmannahafnar. Þar hittir Sig- urður alþýðukonuna Ragnheiði Valdimarsdóttur, sem hefur misst ailt, nema eina dóttur, í kjöifar Skaftáreldanna. En dóttirin fór um stundarsakir í fóstur til danskra kaupmannshjóna, sem tóku hana með sér til Danmerkur og nú er Ragnheiður komin til að endurheimta bam sitt. Sigurður tekur að sér að aðstoða hana við að láta reyna á það hvers ein lítil alþýðukona ofan af íslandi má sín á móti fjallstóru embættisbákni kóngsins. Barátta hans fyrir sann- leika, jafnrétti og bræðralagi er hafín. En eins og skáldið sagði: í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Sigurður er listamaður í embættisnámi og -starfí. Leik- húsið er hans heimur, vettvangur til að segja sannleikann, koma upplýsingum á framfæri; hug- myndum sem endurreisa skulu sjálfsvirðingu og tungu íslenskrar þjóðar - en til hvers? Af allri al- þýðunni er aðeins ein kona sem skilur hann - Ragnheiður, og þeir sem meira mega sín, íslensk- ir embættismenn, liggja flatir fyr- ir sannleika konungsveldisins. Þeir eru hórur íslands, lengstum afskiptir á þessu myrka skeri, þó ávallt saddir og uppdubbaðir, ef ske kynni að einhver pótintáti konungsins skyldi líta við. Kjartan Ragnarsson er hér vissulega að fást við merkiiegan efnivið, bæði gamlan og nýjan: Hinn sannleiksleitandi mann, sem á undir högg að sækja. Sigurður er boðberi nýrra tíma, þreyttur á sorgum og volæði íslendinga, lífi þeirra svo snauðu af gleði og von um betri tíð. En það verður að segjast eins og er að maður skilur ekki hvaðan Sigurður fær hug- myndir sínar um von og gleði. Þær vantar hreinlega í verkið. And- stæðurnar sem leikritið byggir á eru örbirgð og allsnægtir. Þeim er teflt fram aftur og aftur og þrátt fyrir ýmsa góða spretti verða þær eintóna til lengdar. Veikleikar Gleðispilsins, sern leik- húsverks, felast í því að kenning- ar og hugmyndir eru ræddar fram og aftur, keyra áhorfandann niður sem áheyranda að kappræðum, fremur en að gera hann að þátt- takanda í því sköpunarverki sem leikhúsið á að vera. Samræður tveggja persóna eru of margar og of langar. Áhorfandinn heyrir um örbirgð, volæði, óréttlæti og siðblindu, horfír á þetta allt líkamnast í vefurum og föngum annarsvegar, embættismönnum hinsvegar - en finnur lítið til. Textinn er svo þéttur og boð- skapur verksins það rækilega end- urtekinn og undirstrikaður að sviðsetningin verður fremur stöð. Menn standa iangtímum saman, nánast kyrrir og ræða málin, lýs- ingin er allar götur dauf, líklega til að undirstrika j>að myrkur hug- ans sem ríkti á Islandi á þessum tíma (hin klassíska lýsing í verk- um um íslenskar miðaldir), rétt eins og hér, í landi sumarbjartra nátta, hafi það lögmál náttúrunn- ar gleymt hlutverki sínu í örfáar aldir. Þessi yfírfærsla á innri veru- leika til hins ytri er að verða að klisju í íslenskum miðaldaverkum og fremur lýjandi fyrir augað í gegnum heila leiksýningu. En þrátt fyrir heldur langar samræður og bóklegan texta, sem er vel skrifaður sem slíkur, er undravert að sjá hversu vel tekst til með persónusköpun. Sigurður Siguijónsson er í hlutverki Sig- urðar Péturssonar, hugsjóna- mannsins sem er fullur af eldmóði í Kaupmannahöfn og fyrst eftir að til íslands kemur. Hann er verðugur sonur eldalandsins mikla, en kulnar smám saman undir vemdarvæng og handleiðslu vinar síns, Geirs Vídalíns, sonar ísalandsins, sem Öm Ámason leikur. Samleikur þeirra Sigurðar og Arnar er frábær, allt frá því að þeir em fremur ólíkar mann- gerðir við sömu aðstæður sem stúdentar í Kaupmannahöfn, til þess að vera kúgaðir við ólíkar aðstæður af embættissiðfræðinni á íslandi. Sigurður fær að reyna að ekkert er eins hættulegt og vinir manns, umhyggja þeirra og sú vissa að þeir kunni fótum manns forráð. Leikur Sigurðar Siguijónssonar verður sterkari og áhrifameiri eftir því sem líður á ævi Sigurðar Péturssonar. And- stæðumar milli hans og Geirs skerpast. Pétursson bognar, en það tognar heldur úr Vídalín. Hann verður biskup, í senn bijóst- umkennanlegur og fyririitlegur vinur vinar síns. Örn Ámason leikur einstefnumanninn Geir af mikilli nákvæmni, er lifandi ímynd embættismannsins sem hugsar mest um munn sinn og maga og er algerlega sambandslaus við til- fínningar sínar. Ég man ekki eft- ir að hafa séð Örn í dramatísku hlutverki áður, en hann sannar hér að hann er á heimavelli í alvör- unni, engu að síður en í glensinu. Vonandi fáum við áhorfendur að sjá meira af dramatískum hæfí- leikum Arnar á fjölum Þjóðleik- hússins í framtíðinni. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Ragnheiði Valdimarsdóttur. Því miður hefst hlutverk hennar á fremur langri ræðu um örlög hennar á íslandi og er frásögnin svo nákvæm og svo nærri sáttum við hörmungarnar að það er frem- ur erfítt að finna til með henni til að byija með. Hún er of tilfinn- ingalega dauð í frásögninni. En eftir því sem líður á leikinn og óréttlætið sem á henni dynur verð- ur meira, nær Ólafía sér á strik og kemur vel til skila þeirri innri baráttu sem Ragnheiður á í, bar- áttunni milli vonar og vonbrigða sem leiðir á endanum til beiskju og kaldlyndis. Sigurður Skúiason leikur böðul- inn Hollenstein, uppgjafa íslend- ing sem einu sinni hét Jón Tuma- son, með miklum ágætum. Jón hafði stungið af frá konu og böm- um á íslandi, farið með Hollend- ingum um heiminn og ræktað hið illa með sér á þeim ferðalögum. Hann er maður skítverka og myrkurs, sem allir hata og fyrir- líta. Sigurður nær vel áð túlka hrottaskap Hollensteins - og í lok veikleika hans; frammi fyrir Ragnheiði Valdimarsdóttur er hann mannlegur. Önnur hlutverk í sýningunni eru smærri. Helgi Skúlason leikur Jón Eiríksson og Erlingur Gísla- son Skúla fógeta Magnússon. Lítil hlutverk en vel unnin. Pálmi Gestsson ieikur Torkelsen, upp- haflega þjón Jóns Eiríkssonar, síðar þjón íslenskra embættis- manna sem hafa vetursetu í Höfn og hreinlega stelur senunni. Þótt hlutverkið sé smátt, skapar Pálmi hér mann sem er fremur heimskur og uppveðraður af þjónshlutverki sínu í upphafi, en þróast yfir í dapurt og vonsvikið gamalmenni, sem á í innri baráttu vegna holl- ustunnar sem honum hefur verið kennd og möguleikanna um að komast út úr hlutverkinu, verða fijáls maður. Hann verður lifandi ímynd manneskjunnar sem á sér drauma, en kann ekki að láta þá rætast - hindranimar innra með honum eiga sér of langa sögu. Önnur hlutverk eru fremur týp- ur en persónur, einhliða fulltrúar og persónugervingar aðstæðna. Þau eru unnin sem slík og lítið við þau að athuga, nema þar sem fremur er ofleikið en van. Það á sérstaklega við um atriðið þegar eymdarlegir fangarnir ramba fram og aftur í gryfju sinni frammi fyrir háborði „íslenska aðalsins", sem belgir sig út af mat og drykk í allri sinni tilgerð. Sviðsetningin var of tilgerðarleg og texti Arnars Jónssonar í hlut- verki Ólafs Stephensen eins og biluð plata, svo tilgerð aðalsins verður vandræðaleg og ótrúverð- ug. Leikmyndin er eiginlega hálf- vandræðaleg. Það er stöðugt verið að draga málmfleka fram og til baka og upp og niður. Sviðið er myrkvað of oft og með of stuttu millibili, til að koma flekunum fyrir. Hún vinnur því gegn því að áhorfandinn lifí sig inn í textann og leikinn, því það er stöðugt ver- ið að loka á þann möguleika með öllum tilfæringunum. Utlit sýn- ingarinnar verður því hálf stirð- busalegt. Búningamir eru aftur á móti fremur raunsæislegir, alþýð- an í sauðalitum, purpurinn tilheyr- ir hinum svokallaða aðli. Þeir falla ágætlega að verkinu, troða sér hvorki fram fyrir það, né draga úr því. Tónlistin er ljúf og seiðandi og mjög vei leikin af þeim Guðna Franzsyni, Martiat Nardeau og Pétri Grétarssyni - og lokaatriðið fyrir hlé, þegar Sigurður Péturs- son býður upp á sjónleik á skips- fjöl, er mjög skemmtilegt, vel unnið og vel leikið og líklega væri sýningin mun skemmtilegri, ef meira hefði verið gert af því að semja skemmtun þá og gleði sem Sigurður boðaði jnn í verkið í stað þess að undirstrika aðstæð- ur lands og lýðs. Fremur það sem hann barðist fyrir, en það sem hann barðist gegn. Ungmennahreyfing Rauða krossins: Sjálfboðaliðanámskeið Vinalínu Ungmennahreyfing Rauða krossins gengst fyrir námskeiði fyrir sjálf- boðaliða helgina 5. og 6. október n.k. Þar verður því fólki leiðbeint sem hefur boðið sig fram til að starfa við símaþjónustu fyrir ungt fólk. Vinalínan er þessi þjónusta nefnd. „Reynslan í Rauða kross athvarfí fyrir unglinga sýnir að þörf er á þjón- ustu sem þessari," sögðu þau Gísli Jökull Gíslason, Harpa Þórsdóttir og Þór Gíslason í samtaii við blaða- mann. „Vinanlínan byggir á erlendri fyrirmynd. Hugmyndin er að fólk sem vill láta gott af sér leiða fái tækifæri til þess. Allir sjálfboðaliðar verða að fara á námskeið áður en þeir taka til starfa. Áhersia er þó lögð á að hjá Vinalínunni er ekki um vandamál sín við venjulegt fólk. I Vinalínuna geta þeir hringt sem eru einmana eða eiga í erfiðleikum.“ Rauða kross Húsið hefur starf- rækt Bama og unglingasíma um árabil. Vinalínunni er ætlað að starfa samhliða þeirri símaþjónustu. Áformað er að halda fundi fyrir sjálf- boðaliðana hjá Vinalínunni a.m.k. mánaðarlega, þar sem þeir geta talað um, (án þess að nefna nein nöfn) þau vandamál sem komið hafa upp og einnig til þess að losa sig við þá byrði sem slík símtöl geta verið. Gert er ráð fyrir að Vinalínan svari símtölum á hveiju kvöldi og að hver sjálfboðaiiði verði tvö kvöld á vakt í mánuði. Að minnsta kosti 20 nýrra sjálboðaliða, 18 ára og eldri, er þörf í viðbót við þá 20 sem fyrir eru , eigi þetta að reynast unnt. Hjá Ung- mennahreyfíngu Rauða krossins starfar einnig svonefndur Húshópur, sem sinnir vettvangsþjónustu í mið- bænum meðal barna og unglinga um helgar í í tengslum við Rauða kross Húsið, sem er athvarf fyrir unglinga. Þriðja verkefni ungmennahreyfíng- arinnar er starf Alþjóðahóps, sem vinnur að því að koma sjálfboðaliðum tii hjáiparstarfa í Gambíu og styðja starfsemi þeirra þar. sérfræðiþjónustu að ræða, heldur iær 'foTk'þar mogúTeiká'á áð'ræðá" urh Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vinstri: Harpa Þórsdóttir, Gísli Jökull Gíslason, Runa Lindblom og Þór Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.