Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 16
iMQRGtWBLAÐIÐ SUWUPAGU'R 29. SEFJ'EMBERíilöStl vl«6 Án sovézks stuðnings eru dagar stjórnar hans taldir að dómi bandarískra sérfræðinga eftir Guðm. Halldórsson MÍKHAIL Gorbatsjov Sovétforseti hefur lýst því yfir að viðræður verði fljótlega hafnar um brottflutning 11.000 sovézkra hermanna frá Kúbu. Yfirlýsing hans er alvarlegasta áfallið af mörgum, sem stjórn Fidels Castros hefur orðið fyrir á tiltölulega skömmum tíma. Sovétmenn hafa dregið verulega úr aðstoð og niðurgreiðslum, við- skipti við Austur-Evrópu hafa lagzt niður og nú er svo komið að bandarískir sérfræðingar telja að stjórn Castros sé dauðadæmd, þótt hún kunni að haldast við völd í nokkur ár enn. Castro og Gorbatsjov: minni aðstoð. Talið er að frekar fáir sovézkir hermenn verði eftir á Kúbu, ef 11.000 verða fluttir þaðan. Þótt Gorbatsjov segði ekkert um áhrifin, sem slíkur brottflutningur kynni að hafa á hernaðaraðstoðina við Kúbu, eða hvort framhald yrði á hergagnasendingum, virðist hilla undir lok tímabils náins hernaðar- samstarfs Sovétmanna og Kúb- verja, sem náði hámarki í Kúbudeil- unni í október 1962 og leiddi til kúbverskrar hernaðaríhlutunar með sovézkum stuðningi í Eþíópíu og Angola. Þegar Kúbudeilan stóð sem hæst voru 40.000 sovézkir herrpenn á Kúbu. Með hjálp Sovétmanna komu Kúbveijar sér upp öflugum herafla, sem nú mun skipaður 100.000 mönnum auk 130.000 varaliða. Mótbárum gegn miklum viðbúnaði við bæjardyr Bandaríkjamanna hefur verið svarað með fullyrðing- um um að Kúbveijar þurfi sovézka hernaðaraðstoð til að afstýra hættu á bandarískri innrás og koma í veg fyrir að grafið verði undan bylting- unni. Með sömu rökum hefur fijáls- um kosningum og auknu fijálsræði í_ efnahagsmálum verið hafnað. Óvíst er hvað verður um bækistöð til rafeindanjósna, sem Sovétmenn hafa haft í Lourdes á Kúbu. Kúbveijar vilja lítið gera úr áhrifum heimkvaðningar sovézkra hermanna. Tilkynning Gorbatsjovs komi ekki á óvart og þeir hafi mótað eigin vamarstefnu byggða á reynslu úr styijöldunum í Angola og Eþíópíu. I vor var lokið við að flytja 50.000 kúbverska hermenn heim frá Angola ásamt flugvélum, skriðdrekum og stórskotavopnum, sem Sovétmenn höfðu útvegað. Flestir íbúar Kúbu fá þjálfun í skæruhernaði og samkvæmt áætl- un um vamir eyjunnar verða óbreyttir borgarar kvaddir í herinn, ef það verður talið nauðsynlegt. A Kúbu ríkir bágborið efnahags- ástand, sem hefur veikt stöðu Castros. Astandið heldur áfram að versna þar sem Sovétmenn hafa ákveðið að hætta vöruskiptaverzl- un við eyjarskeggja. Kúbveijar hafa selt Sovétmönnum sykur á uppsprengdu verði og fengið mest- alla olíu sfna frá Sovétríkjunum. Þrír fjórðu innflutnings þeirra hafa komið þaðan. Áður en valdaránstilraunin var gerð í Moskvu höfðu Sovétmenn sett það skilyrði að fá greitt í hörð- um gjaldeyri fyrir útflutning til Kúbu. Á sama tíma og dregið hef- ur úr gjafmildi Sovétmanna virðist um fáa tekjumöguleika að ræða vegna strangrar miðstýringar í efnahagsmálum. Áhrif minnkandi vörusendinga frá Sovétríkjunum eru tilfinnanleg. Minna er flutt inn af korni þaðan en áður og skortur hefur verið á brauði. Flest matvæli hafa verið skömmtuð og biðraðir hafa mynd- azt við matvöruverzlanir. Einnig hefur verið tekin upp skömmtun á gasi, benzíni, fötum og rommi. Nýlega var jafnvel farið að skammta tóbak. Sovézkar niðurgreiðslur námu 3,5 millljörðum dollara í fyrra, en 4,1 milljarði árið áður og í ár dreg- ur enn meir úr þeim. Olíusendingar frá Sovétríkjunum drógust saman um 23% í fýrra og ef olía verður ófáanleg á næsta ári getur orðið neyðarástand. Spamaðaráætlun hefur verið tekin upp og samkvæmt henni er gert ráð fyrir að uxar verði notaðir í vaxandi mæli. Þúsundir hafa boð- ið sig fram til að vinna sveitastörf í hálfan mánuð kauplaust. Ef sovézkum olíu- og kornsendingum .verður hætt með öllu verður þjóðin að sætta sig við svokallaða „núll- lausn“ og reynt hefur verið að búa þjóðina undir það í eitt og hálft ár. í áróðri stjómarinnar er því hald- ið fram að eyjarskeggjar vilji held- ur vera án rafmagns en að taka aftur upp kapitalisma og gefast upp fyrir „heimsvalda-fyrirætlunum“ bandarísku stjórnarinnar. Castro hefur aldrei viljað líkja eftir þeim pólitísku og efnahagslegu breyting- um, sem orðið hafa í Sovétríkjunum síðan Gorbatsjov kom til valda fyr- ir fimm árum, og lýst því yfir að Kúbveijar muni standa vörð um sósíalisma á hveiju sem dynji ann- ars staðar í heiminum. „Bylting eins og okkar skiptir ekki um nafn og hugmyndir," sagði Castro nýlega á fjöldafundi. „Við munum ekki leyfa þeim að koma hingað og tala við okkur um kap- italisma, markaðshagkerfl og aðrar slíkar firrur.“ I forsetakosningunum í Rúss- landi í vor var eitt vinsælasta bar- áttumál Borís Jeltsíns að aðstoð við Kúbu og önnur fylgiríki Sov- étríkjanna yrði hætt. Síðan hafa völd Jeltsíns stóraukizt og nokkrir traustustu vinir Kúbveija í Kreml voru handteknir eftir valdaránstil- raunina, þeirra á meðal Jazov mar- skálkur, sem var á Kúbu 1961, og Kijúsjkov, yfirmaður KGB, sem dvaldist þar fyrir nokkrum mánuð- um. Fyrr á þessu ári komu harðlín- umenn í Kreml í veg fyrir að Gor- batsjov gengi að kröfu George Bush forseta um að Sovétmenn hættu allri aðstoð við Kúbu. Bush sagði um Castro eftir vald- aránstilraunina að „ekki væri ólík- legt að farið væri að slá út á hon- um svita". Aðrir töldu að hann kynni að hafa bætt stöðu sína nokk- uð í Kreml með því að bera kápuna á báðum öxlum. Þeir vildu því ekki fullyrða að Sovétmenn mundu hætta öllum niðurgreiðslum og taka fyrir alla hemaðar- og tækn- iaðstoð. Bent er á að Sovétmenn hafl mikla þörf fyrir fjórar milljón- ir lesta af sykri, sem þeir hafa feng- ið frá Kúbu árlega, og sumir sér- fræðingar telja að stjórn Castros gæti þraukað, þótt hún fengi 25% lægra verð fyrir sykurinn. Stefna Kúbustjórnar virðist lítið hafa breytzt. „Við hvikum ekki frá þeirri braut, sem við höfum valið,“ sagði flokkurinn í yfirlýsingu eftir valdaránstilraunina. „Við höldum áfram að fylgja hinni óháðu stefnu Kúbu til sósíalisma." Bandaríkjastjórn hyggst halda áfram þrýstingi sínum á stjórn Castros, ef ástandið í mannréttind- amálum á Kúbu batnar ekki, ef stuðningi við skæruliða í E1 Salvad- or verður ekki hætt og ef ekki verð- ur efnt til heiðarlegra kosninga. Um leið eru Bandaríkjamenn stað- ráðnir að koma í veg fyrir að Castro leiki sama leik og fyrir 11 árum, þegar árás var gerð á sendiráð Perú og 10.000 Kúbveijar báðu um hæli. Þá lýsti Castro því yfír til að draga úr félagslegri og pólitískri spennu að allir, sem vildu fara frá Kúbu, mættu flýja frá hafnarbæn- um Mariel. Yfirvöld á Kúbu tæmdu fangelsi og geðsjúkrahús og yfír 100.000 manns fengu að fara til Florida. Bandaríkjamenn eru viðbúnir að mæta öðrum slíkum „Mariel-flótta“ og líklega verður komið í veg fyrir að bátar sigli frá ströndum Banda- ríkjanna til að bjarga bátafólki. Hundruð Kúbumanna leggja líf sitt í hættu til að komast til Florida á hrörlegum flekum í von um betra líf. Talið er að 1.000 hafí tekizt að flýja það sem af er árinu, en margir hafa drukknað. Bandaríska áróðursstöðin Radio Marti í Miami hvetur Kúbveija til að taka ekki þessa áhættu. Tæplega 60% íbúa Kúbu fædd- ust eftir að Castro kom til valda 1959. Margir af eldri kynslóðinni halda enn tryggð við hann, en hug- myndir hans virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá ungu fólki, þótt það virðist bera vissa virðingu fyr- ir honum. Nú þykir ýmislegt bend- ir til þess að kúbverskir leiðtogar óttist að upp úr kunni að sjóða vegna hins versnandi efnahags- ástands. Fólk hefur til dæmis verið hvatt til að ganga í sérstakar bylt- ingarsveitir, sem eiga að kveða niður óánægju og halda uppi vörn- um fyrir byltinguna. Ýmsir telja of snemmt sé að af- ■ skrifa stjóm Castros strax og benda á að hann hafí haldið völdun- um lengur en valdhafar kommún- ista í Austur-Evrópu. Þess séu mörg dæmi að hann hafi sigrazt á erfiðleikum og breytt stöðunni sér í hag. Hann kunni því að verða líf- seigari en ætla mætti í fljótu bragði og ólíklegt sé að stjórn hans hrynji á nokkrum vikum eða mánuðum. Flestir andstæðingar hans hafí ver- ið handteknir, óánægðu fólki hafi verið leyft að flýja til Bandaríkj- anna og öryggissveitum hafi hing- að til tekizt að ráða við ástandið. Engin stjórnarandstaða hefur fengið að starfa á Kúbu að undan- teknum nokkrum fámennum mannréttindahópum, sem hafa gætt þess að ganga ekki svo langt að liðsmenn þeirra léndi í fangelsi. Kúbveijar eiga sér litla lýðræðis- hefð og það háir þeim sem vilja nýtt stjórnarfyrirkomulag. Hvað sem því líður hefur aldrei ríkt eins mikil efnahagsleg og pólit- ísk óánægja á Kúbu og nú og skort- urinn gæti leitt til óeirða. Margir efast um að kúbverskir hermenn mundu skjóta á almenning og telja að þeir mundu néita að hlýða skip- unum á sama hátt og sovézku her- mennimir í Moskvu þegar valdar- ánstilraunin var gerð. Bandarískir embættismenn telja að án stuðnings Sovétmanna virðist fátt benda til þess að stjóm Cast- ros geti haldizt lengi við völd. Fyr- ir aðeins tveimur ámm var Castro- stjórnin ekki talin í hættu, en nú er svo komið að óttazt er að pólit- ískt öngþveiti kunni að taka við á Kúbu, ef hrikta fer í máttarstoðum stjórnarinnar. Enginn veit hvað við tekur, þótt vonað sé að nýju efna- hags- og stjórnmálakerfi verði að lokum komið á fót. Eitt af því sem gæti gerzt að sögn sérfræðinga er að yfirmenn í hemum geri stjómarbyltingu án blóðsúthellinga. Einnig er sagt að komið gæti upp svipuð staða og í Rúmeníu, þar sem Ceausescu var settur af og margir féllu í miklu umróti, sem varð. Hvorki andstæð- ingar né stuðningsmenn Castros vilja útiloka að til átaka kunni að koma, þótt flestir voni að við taki friðsamleg aðlögun að lýðræðis- legri stjórnarháttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.