Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 18
reer aaawa^aB .es íiuoAauviMua niaAjanuojiOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 Gallblaðra fjarlægð. Gallblaðra í bláu halógenljósi. eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur ÉG ER stödd inni í skurðstofu á Landakotsspítala, íklædd grænum stakk og buxum, með þunna húfu á höfði og grisju fyrir vitunum. Fyrir framan mig ligg- ur ung kona á skurðarborði. Handleggir hennar liggja beinir út frá hliðunum og í vinstri höndina er þrædd nál sem saltvatn drýpur hægt inn í. Stúlkan er í djúp- um lyfjasvefni og veit ekki um allt það tilstand sem nú fer fram í kringum hana. Hún veit ekki af því að verið er að maka joði á nakinn kvið hennar sem gljá- ir fagurlega í geislunum frá margarma ljósinu fyrir ofan hana. Það er verið að búa hana undir aðgerð. Innan skamms mun þessi stúlka ekki lengur hafa neina gallblöðru. Hún verður numin brott úr henni innan klukkustundar með kviðsjáraðgerð. Slíkar að- gerðir hafa verið gerðar af kvensjúkdómalæknum um árabil hér á landi en það eru aðeins rösk þrjú ár síð- an gallblaðra var í fyrsta sinn tekin úr sjúklingi með þessari aðferð í útlöndum. Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða krossins hefur gefið Landakotsspítala tæki til að gera slíkar aðgerðir. Þessi aðgerð sem ég er að fara að horfa á er ein af þeim allra fyrstu hér á landi af þessu tagi. Morgunblaðið/KGA Aðgerð að ljúka, gallblaðran komin í nýrnabakka. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.