Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 20
, íMQRGW'frBMfiJÐ .SUNNGDAGUR- 39. WTEMBER;0)991 eftir Pál Lúðvík Einarsson EFTIR NÆSTU mánaðamót hefst reglulegt þinghald Alþingis í einni málstofu en þingið hefur verið deildaskipt um 116 ára skeið. Hin nýja skipan og starfshættir eru í samræmi við þær breytingar sem samþykktar voru á stjórnarskrá og þingsköpum Alþingis á síðasta . vorþingi og kváðu á um afnám deildaskiptingar Alþingis. Það voru ekki allir fullkomlega sammála um ágæti þessa nýja siðar. Var síð- ustu leifum danskrar nýlendustjórnar útrýmt eða aflagt það verklag sem sjálfstæðishetjurnar vildu helst hafa á íslenskri lagasmíð? Stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins sem gilt hefur síðan 1944 er að verulegú leyti byggð á stjórnarskrá þeirri sem Kristján kon- ungur níundi gaf islend- ingum af fijálsu fullveldi sínu árið 1874. Með hliðsjón af því hve ís- lendingum hefur löngum verið um- hugað um stjórnskipan sína og lagagerð gegnir nokkurri furðu hve þessi stjórnarskrá hefur reynst end- ingargóð. Eitt þeirra atriða sem hún kvað á um laut að skiptingu Alþing- is í deildir. Breytingar á stjómskipuninni á lýðveldistímanum hafa snert kjör- dæmaskipan og kosningalög. En sú breyting sem gerð var í vor er grundvallarbreyting á stjórnskipan landsins; skipulagi og starfsháttum æðstu og virðingarmestu stofnunar íslands. Dr. Bjarni Benediktsson lagapró- fessor og forsætisráðherra hefur að öðrum ólöstuðum skrifað hvað mest og ítarlegast um deildaskipt- inguna í ritinu Deildir Alþingis sem kom út árið 1939. Bjarni Benedikts- son bendir m.a. á að, það skipulag að skipta fulltrúum þegnanna í þingdeildir byggi á margvíslegum sögulegum hefðum og viðhorfum; 'stjórnskipan og aðstæðum í hveiju landi, t.a.m. eftir því hvort um mið- stýrt ríki er að ræða eða sambands- ríki. Deildaskipting hefur líka — einkum fyrr á tímum — verið byggð á hugmyndum um mismunandi rétt manna, s.s. að ekki sé við hæfí að fulltrúar eðalborinna þjóðfélags- hópa þurfi að sitja innan um kjörna fulltrúa almúgans. Má e.t.v. nefna lávarðadeild breska þingsins í þessu sambandi. Hugmyndir um skiptingu valds- ins og jafnvægi í ákvarðanatöku hafa einnig haft sín áhrif og stund- um orðið til að styrkja deildaskipt- ingu j sessi. Þeirri röksemd hefur iðulega verið telft fram að deilda- skipt þing tryggi ítarlegri og vand- aðri málsmeðferð; að sú deild sem fær málið síðar til meðferðar geti oft leiðrétt mistök sem fyrri deildin hafí samþykkt í bráðræði — eða e.t.v. óæskilegri róttækni. Það má færa fyrir því rök að þessar hugmyndir um „bremsu- og stöðvunarvald" annarrar þingdeild- ar hafði átt stóran þátt í því að þegar Alþingi öðlaðist löggjafarvald árið 1874, skiptist þingið í efri og neðri deild. Sú skoðun kom m.a. fram þegar Ólafur G. Einarsson núverandi menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um stjórn- arskrárbreytingar í fyrravetur. Dönsk yfírvöld hefðu tryggt sér stöðvunarvald með deildaskipting- unni, þar eð konungur valdi sex þingmenn, þ.e.a.s._ helming þing- manna í efri deild. Ólafur G. Einars- son taldi enga hefð hafa verið fyrir deildaskiptu þingi á íslandi og landsmenn verið skiptingu heldur andsnúnir. Framsögumaður gekk svo langt að segja: „Með afnámi deildaskiptingarinnar erum við að má út síðustu leifar danskrar ný- lendustjórnar á íslandi.“ Flokksbróðir Ólafs í Sjálfstæðis- flokknum, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, var algjörlega á önd- verðri skoðun. Hann fullyrti í umræð- um á Al- þingi að íslendingar hafi viljað deilda- skipt þing og taldi annað söguföls- un. Danska stjórnin hefði hins veg- ar lagt til að þingið yrði óskipt. Þorvaldur Garðar kallaði frumvarp- ið „upphlaup á móti deildaskiptingu Alþingis". Þorvaldur Garðar sagði margan manninn hafa mælt af mis- skilningi um uppruna íslensku stjórnarskrárinnar þegar þeir segðu hana vera afsprengi danskrar stjórnskipunar og stjómvisku. Þá yfirsæist mönnum að bæði íslenska og danska stjórn- arskráin, eins og stjómarskrár annarra lýðræðisríkja, ættu með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til stjómarhátta sem viðgengust þegar fyrir tveimur öldum í móðurlandi þingræðisins Bretlandi. Misjafnar sögur færu t.d. af ágæti þeirrar „tiltektar“ hjá Dönum og Svíum að sameina löggjafarþing sín í eina málstofu. En með öllum öðrum þjóðum sem væra sambæri- legar okkur íslend- ingum að stjórnskip- an, þjóðháttum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.