Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
Glit flytur út
hraun í gámum
GLIT hf., sem um árabil hefur framleitt hraunkeramik, hefur byrj-
að útflutning á óunnu hrauni til Þýskalands. Vonir standa til að
samið verði um fasta sölu á nokkrum gámum ár hvert. Hraunið, sem
tekið er úr hraunnámum á Suðurnesjum, er flutt út í 20 feta gámum
og greiðir kaupandinn um 310 þúsund krónur fyrir hvern gám.
Kaupandi hraunsins er fyrirtæki
í Greding í Þýskalandi sem hannar
garða og er hraunið ætlað til skreyt-
inga, t.d. í gosbrunnum og fiskabúr-
um.
Einnig hefur Glit hf. hafið út-
flutning á keramiki til Nýja Sjá-
lands og virðist um raunverulega
eftirspurn að ræða þar í landi að
því er segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu. Fyrirhugað er að hefja
kynningu á vörunni í Astralíu eftir
áramót. Auk þess hefur Glit hf.
fengið umboðsmann í Belgíu og er
útflutningur að hefjast þangað.
Kennsla til atvinnuflug-
prófs hefst eftir helgi
FLUGMALASTJORN mun ann-
ast kennslu til atvinnuflugprófs
í umboði samgönguráðuneytis
og hefst kennslan næstkomandi
mánudag. Menntamálaráðu-
neytið mun styrlqa kennsluna
með fjárframlagi sem samsvar-
ar þeim kostnaði sem ráðuneytið
hafði af þessari kennslu á meðan
Fjölbrautaskóli Suðurnesja ann-
aðist hana.
Kennsla mun fara fram í hús-
næði Flugmálastjórnar við
Reykjavíkurflugvöll, eins og und-
anfarin ár. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra hefur á grundvelli
tillagna nefndar um flugskóla sem
hann skipaði 2. október sl. ákveðið
að fela Flugmálastjóm að gangast
fyrir námskeiðum sem uppfylli öll
skilyrði um námsinnihald og fram-
kvæmd til að þátttakendur geti
Rafmagnsveitan:
3,8% hækkun
á rafmagni
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
ákvörðun stjórnar Rafmagnsveitu
Reykjavíkur um 3,8% hækkun á
gjaldskrá stofnunarinnar frá og
með nýliðnum mánaðamótum.
I bréfi til borgarráðs kemur fram
að hækkunina megi rekja til 5%
hækkunar á heildsölugjaldskrá
Landsvirkjunar frá sama tíma. „Til
þess að mæta þeim útgjöldum, sem
af því leiðir fyrir rafmagnsveituna
leggjum við til við hæstvirt borgar-
ráð, að gjaldskrá rafmagsveitunnar
verði hækkuð um 3,8% frá sama
tíma,“ segir í bréfi stjómar Raf-
magnsveitu Reykjavíkur til borgar-
ráðs.
útskrifast með atvinnuflugpróf.
Nefndin starfar áfram að mótun
tillagna um skipan flugskóla i
framtíðinni og er henni ætlað að
ljúka störfum fyrir lok marsmán-
aðar 1992. Formaður nefndarinnar
er Þórhallur Jósepsson, deildar-
stjóri í samgönguráðuneytinu.
Morgunblaðið/KGA
Iðnnemar mótmæla þrengingu á útlánarreglum LÍN
Myndin að ofan er tekin á fundi sem stjórn Iðnnema-
sambands íslands og nemendur við Iðnskólann í
Reykjavík buðu fjármálaráðherra til í gær en tilefn-
ið var að mótmæla nýrri túlkun fulltrúa ríkisins í
stjórn Lánasjóðsins á úthlutunarreglum. Iðnnemar
telja túlkun fulltrúa ríkisins svipta suma iðnnema
lánshæfni hjá LÍN. Riijuðu iðnnemar á fundinum
upp ummæli fjármálaráðherra á kosningafundi sl.
vor um að fráleitt væri að gera breytingar á sjóðn-
um sem myndu bitna á iðnnemum. Steingrímur Ari
Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, mætti fyr-
ir hönd Friðriks á fundinn.
Fundur íþróttamálaráðherra Evrópu 1989 fór fjórfalt fram úr fjárlagaheimildum:
Var gert með fullu sam-
þykki fjárveitinganefndar
- ségir Svavar Gestsson, fyrrum menntamálaráðherra
RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir meðal annars kostnað við fund
íþróttamálaráðherra Evrópu í skýrslu sinni um ríkisreikning 1989,
sem birt var á Alþingi í gær. Kostnaður við fundinn varð 7,8 milljón-
ir króna en til hans voru ætlaðar tvær milljónir í fjárlögum. Svavar
Gestsson, sem var menntamálaráðherra á þessum tíma og þar með
ráðherra íþróttamála, segir að ákvarðanir um útgjöld vegna fundar-
ins hafi verið teknar í fullu samráði við fjárveitinganefnd Alþingis.
farið fram samkvæmt reglum Evr-
ópuráðsins, sem hafi m.a. haft í för
með sér mikinn þýðingarkostnað
og kostnað vegna aðstöðu fyrir
blaðamenn.
Ríkisendurskoðun og yfírskoðun-
armenn ríkisreikninga átelja fjölda
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
segir að stærstu útgjaldaliðir vegna
fundarins hafi verið 1,5 milljónir í
skipulag og umsjón, 1,1 milljón til
veizlu í Valhöll og ýmis kostnaður
vegna þýðingar, tæknibúnaðar,
löggæzlu og prentunar. „Meðal
annars var útlagður kostnaður
vegna gjafa til ráðstefnugestá um
500 þúsundir króna. Að auki voru
150 þúsundir króna greiddar fyrir
frumsamið tónverk í tilefni fundar-
ins. Kostnaður af framangreindu
Nýtt sérblað
á föstudögnm
Daglegt líf, Ferðalög, Bílar
heitir nýtt sérblað sem hef-
ur göngu sína í Morgun-
blaðinu í dag og kemur í
stað Daglegs lífs sem
fylgdi Morgunblaðinu á
föstudögum. Eins og heitið
ber með sér verður fjallað
um allt sem viðkemur dag-
legu lífi fólks, ferðalögum
og ökutækjum af öllum
tegundum. Aður var fjallað
um ferðamál í viðauka í
Lesbók og svo var einnig
um bíla, en þessir þættir
hafa verið færðir yfír í
þetta nýja blað.
3
ING|
MA
Haustkvefið
veirusýking meö
' svipuó fcinkermi og inflúensa
\&'J%
’éi
HVOR HEFUR VlNNiNGINN
GOlflNN B)A ASTRAN?
ÍMs
tagi virðist bæði vera óþarfur og
óeðlilegur," segir Ríkisendurskoð-
un. Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi
í menntamálaráðuneytinu, segir að
mikili hugur hafi verið í þeim, sem
undirbjuggu ráðstefnuna, að tengja
saman íþróttir og menningu, og
hafi Atli Heimir Sveinsson því verið
fenginn til að semja tónverk. Reyn-
ir segir að gjafir til ráðstefnugesta
hafi verið lopapeysur og litlir minja-
gripir, og talan hálf milljón komi
sér ókunnuglega fyrir sjónir.
„Það er eftir öðru að Ríkisendur-
skoðun skuli fjargviðrast yfír því
að 150 þúsund krónum skuli eytt í
að kaupa menningu, þ.e.a.s tón-
verk, en nefnir hvergi að risnu-
kostnaður menntamálaráðuneytis-
ins var lækkaður verulega í minni
tíð; sennilega um þriðjung til helm-
ing frá því sem var í tíð Sverris
Hermannssonar, þegar sá kostnað-
ur fór hæst,“ sagði Svavar Gestsson
í samtali við Morgunblaðið.
Svavar segir að þarna hafi verið
á ferðinni stærsti ráðherrafundur,
sem haldinn hafí verið hérlendis.
„Fjárveitinganefnd féllst á þetta
allt saman hjá okkur. Hún fór yfir
málin áður og taldi að betra væri
að fara svo yfir þau aftur seinna.
Henni var alveg ljóst að tveggja
milljóna króna fjárveitingin myndi
ekki duga og féllst síðan á að taka
þetta inn sem aukafjárveitingu,
þannig að hún var gjörsamlega með
í ráðum,“ sagði Svavar Gestsson.
Reynir Karlsson segir að það
hafi verið löngu ljóst að fundurinn
myndi kosta yfir fimm milljónir
króna, og því hafi verið misráðið
að ætla aðeins tvær milljónir til
hans á fjárlögum. Fundurinn hafi
um
Atvinnutekjur hjóna mældust
2.370.000 krónur sem svarartil 220
þúsunda á mánuði í dag en að
meðaltali hækkuðu atvinnutekjur á
framteljenda um 12% frá því í fyrra.
Atvinnutekjur sjómanna hækkuðu
mun meira er atvínnutekjur í heild.
Meðaltekjur framteljenda með sjó-
mannaafslátt voru 1.800.000 krón-
ur á síðasta ári og nam hækkun á
þessum tekjum 19,5% á mann.
Hækkun atvinnutekna annarra
framteljenda var 11,5%.
Þar sem fjallað er um þróun
kaupmáttar í þjóðhagsáætlun segir
að í ár verði kaupmáttur ráðstöfun-
artekna um 2% meiri en árið 1990.
Hvað varðar árið 1992 hinsvegar
er gert ráð fyrir að hann verði 3%
lakari en í ár og er þá miðað við
að byrði beinna skatta á heimilin
atriða í ríkisfjármálunum í skýrslu
þessara aðila um ríkisreikning
1989. Meðal annars er heimildir til
útgjalda í 6. grein ijárlaga gagn-
rýndar, léleg innheimta opinberra
gjalda og seint sé brugðist við at-
hugasemdum.
Sjá nánar í miðopnu.
Þjóðhagsáætlun fyrir 1992:
Kvæntir karlar með
170 þús. í meðallaun
Verðlagsspá sýnir 5,5 - 6% verðbólgu næsta ár
SKATTAFRAMTÖL kvæntra karla sýna meðaltekjur af atvinnu upp
á 1.830.000 krónur á ári. Það svarar til rúmlega 170 þúsund króna
mánaðartekna nú í ágúst. Þessar upplýsingar er að finna í þjóðhags-
áætlun fyrir 1992. Þar kemur einnig fram að verðlagsspá Þjóðhags-
stofnunar sýnir 5,5-6% verðbólgu á næsta ári. í þjóðhagsáætlun
kemur fram að samkvæmt skattframtölum 1991 og greiningu Þjóð-
hagsstofnunar á þeim voru meðalatvinnutekjur á árinu 1990
1.055.000 króna á framtcljanda eða 88 þúsund á mánuði að meðal-
tali. Hækkun launavísitölu Hagstofu frá meðaltali 1990 og til ágúst
1991 er 11% þannig að þessar meðaltekjur samsvara 98 þúsund krón-
dag.
verði óbreytt.
Verðlagsspá fyrir næsta ár er
háð óvissu um kjarasamninga. Gert
er ráð fyrir að hækkun innflutnings-
verðlags verði í takt við erlenda
verðbólgu og að meðalgengi krón-
unnar verði óbreytt milli áranna
1991 og 1992. Að síðustu gerir
spáin ráð fyrir að tekjuöflun ríkis-
sjóðs verði í meginatriðum óbreytt.
A þessum forsendum sýnir verð-
lagsspá Þjóðhagsstofnunar 5,5-6%
hækkun framfærsluvísitölu milli
meðaltala áranna 1991 og 1992.
Til samanburðar má nefna að
OECD spáir að hækkun neysluvöru-
verðs á næsta ári verði um 4% til
jafnaðar í aðildarlöndum sínum.
Þessi samanburður felur í sér að
raungengi muni hækka að öðru
óbreyttu á næsta ári.