Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 5 Fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu: Kanadískir eftirlitsmenn á Keflavíkurflugvelli Keflavík.^ KANADÍSKIR eftirlitsmenn ásamt fulltrúum bandarisku afvopnuna- reftirlitsstofnunarinnar „On Site Inspection Agency“ fóru um varnar- svæðið á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag.. Aðgerðin er liður i æf- ingu móttöku á eftirlitsnefndum erlendra ríkja vegna eftirlits með vopnabúnaði samkvæmt samningi um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu sem undirritaður var í París 19. nóvember 1990 af ríkjum Atlantshafs- og Varsjárbandalagsins. Varnarmálaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli höfðu umsjón með æfingunni. Að sögn Friðþórs Eydal upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins er fram- kvæmd eftirlitsins flókið ferli og háð ákveðnum takmörkunum varð- andi tilkynningu, tíma ,og lengd eftirlitsheimsókna, fjölda og útbún- að eftirlitsmanna og hvað þeim væri heimilt að skoða, svo dæmi séu tekin. Eftirlitsheimsóknir til Áhugi stórkaup- manna á Ríkisskip: Fyrirspurn frá Kýpur ÁHUGI Félags stórkaupmanna á að kaupa Ríkisskip hefur vak- ið athygli innanlands og fjöldi fyrirspurna hefur borist félag- inu sökum þessa, að sögn Stef- áns Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra Félags stórkaup- manna. Þar að auki barst ein fyrirspurn frá Kýpur um málið. Stefán segir að þeim hafi borist skeyti frá íslenskum skipamiðlara sem starfar nú á Kýpur og vildi sá fá upplýsingar um þennan áhuga stórkaupmanna en honum höfðu borist óljósar fregnir af málinu. Þessi maður, Baldvin Jónsson, starfar nú fyrir Global Marines sem rekur skipamiðlun og olíuverslun við Miðjarðarhafið. Staða málsins nú er annars sú að stórkaupmenn bíða svars frá samgönguráðherra við bréfi því sem þeir sendu honum nýlega og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir helgina. ------------ Lagt til að Thorvald- BÍLL FBÁ HEKLU BOBBAB SIG «057 sensstræti verði lokað Umferðarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að leggja til að Thorvaldsensstræti við Austur- völl verði lokað fyrir bílaum- ferð. Thorvaldsensstræti liggur með- fram Austurvelli, frá Vallarstræti að Kirkjustræti. Haraldur Blöndal, foi-maður umferðnefndar, sagði að í ályktuninni væri bent á að eftir að búið væri að loka Vallarstræti við Austurvöll fyrir bílaumferð yrði Thorvaldsensstræti ekki ann- að en bílastæðagata. Ef hún ætti að þjóna því hlutverki þyrfti að búa til snúningshaus, annað hvort við Nýja kökuhúsið eða með því að taka af Austurvelli, en slíkar aðgerðir myndu annars vegar tak- marka möguleika á útiveitingahúsi við Nýja kökuhúsið en hins vegar spilla Austurvelli. Því hefði umferðamefnd lagt til að loka Thorvaldsensstræti enda væri hlutverki götunnar fyrir bíla- umferð lokið með lokun Vallar- strætis. Alyktun umferðarnefndar verður tekin fyrir í borgarráði. íslands einskorðast ekki endilega við umsamin varnarsvæði, en fylgd og kostnaður við ferðir eftirlits- manna um landið er á ábyrgð ís- lenskra stjórnvalda. -BB Morgunoiaoio/Bjorn tsionaai Eftirlitsmenn að störfum á Keflavíkurflugvelli, en meðal þess sem þeir skoðuðu voru Phantom F-15-orr- ustuþotur varnarliðsins, en þær falla undir ákvæði samkomulagsins um takmarkaðan heildarfjölda slíkra véla. Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga □ Án vsk □ Bensín- eða Dieselhreyfill □ Aflstýri/Framhjóladrif □ 5 gíra handskipting/sjálfskipting □ Burðargeta 1-1,2 tonn □ Farþegafjöldi allt að 11 manns □ Þriggja ára ábyrgð 6 manna VW Transporter með palli 3 manna VW Transporter með palli Lokaður VW Transporter HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 VANDAÐIR VINNUBÍLAR J/tÁ VOLKSWAGEN y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.