Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
; i.; i ■" 1.1. i'i' ri T )' "l,-TT,-r -"rT-r*—"irrryrf ■■
Svona lítur munstrið út á slæð-
unum sem Wathne-systur gáfu
óperunni að gjöf.
Mozartsýn-
ing og slæður
Á ÞESSU ári eru liðin 200 ár frá
andláti Wolfgangs Amadeusar
Mozarts og mánudaginn 30. sept-
ember sl. voru liðin nákvæmlega
200 ár frá því ópera hans, Töfra-
flautan, var frumflutt í Vínarborg.
Það kvöld frumflutti íslenska óp-
eran Töfraflautuna. Uin leið var opn-
uð sýning Styrktarfélags íslensku
óperunnar á lífi og starfi Mozarts í
máli og myndum og sýndar myndir
úr fyrri sýningum íslensku óperunn-
ar. Sýningin er í anddyri húss ís-
lensku óperunnar og verður opin
daglangt kl. 16-19. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
í sumar hafa staðið yfír viðgerðir
og endurbætur á anddyri húss ís-
lensku óperunnar. Það var höfðing-
leg gjöf þeirra systra Þórunnar,
Bergljótar og Soffíu Wathne, sem
gerði óperunni kleift að ráðast í þær
framkvæmdir. Nú hafa systurnar
gefíð óperunni 100 glæsilegar silki-
slæður, sem þær hafa sérstaklega
hannað og látið framleiða fyrir óper-
una.
Slæðurnar verða til sölu á fyrstu
sýningum Töfraflautunnar, en á
þeim eru myndir úr lífí og verkum
Mozarts. Allt söluandvirði þeirra
rennur í sjóð til frekari endurbóta á
húsnæði óperunnar.
v
Ný koníaks- og kokkteilstofa í Naustinu
Nýir eigendur
taka við staðnum
EIGENDUR veitingahússins
Naustsins við Vesturgötu opna
formlega nú um helgina kon-
íaks- og kokkteilstofu veit-
ingastaðarins. Stofan er þar
sem áður var bjórkráin Geirs-
búð. Eigendurnir segja að
stofan sé ekki einungis ætluð
matargestum Naustsins, held-
ur geti fólk litið þar inn, til
dæmis eftir leiksýningar.
Hjónin Hörður Sigurjónsson
og Rannveig Ingvarsdóttir og
Hafsteinn Egilsson og María
Hilmarsdóttir keyptu rekstur
Naustsins í vor. Óll hafa þau
langa reynslu að baki í veitinga-
húsum. „Við lokuðum Geirsbúð
strax og ákváðum að þar skyldi
verða hugguleg vínstofa, en ekki
bjórkrá,“ sögðu þau. „Hér getur
hver sem er sest niður á kvöldin,
en stofan þjónar líka veitinga-
húsinu og er innangengt í það.
Héma verður opið til klukkan
eitt eftir miðnætti virka daga og
til þijú um helgar. Það hlýtur
að vera grundvöllur fyrir svona
stað. Við trúum ekki öðru en að
margir vilji setjast niður og hafa
það notalegt yfir kaffi og kon-
íaki, fremur en að sækja alltaf
bjórkrámar.“
Hörður og Siguijón eru mjög
vanir veitingamenn. Þeir hófu
báðir störf á Hótel Sögu, en
Hörður hætti þar til að taka við
starfi yfirþjóns á Broadway og
síðar á Hótel íslandi. Þeir kváð-
ust oft hafa rætt um að reka
eigin veitingastað, en skriður
Morgunblaðið/Þorkell
Eigendur Naustsins, hjónin Hörður Sigurjónsson og Rannveig Ingvarsdóttir og Hafsteinn Egilsson
og María Hilmarsdóttir, í nýrri koníaksstofu Naustsins, sem verður opnuð um helgina.
hefði ekki komist á þau mál fyrr
en Hörður hætti störfum á Hótel
íslandi í janúar. „Þegar við fór-
um að þreifa fyrir okkur var
okkur boðið að taka þátt í alls
konar ævintýramennsku,“ sögðu
þeir. „Þegar Naustið var nefnt
höfðum við mjög skamman tíma
til að ákveða okkur, en okkur
langaði að reyna þetta og líst
vel á byijunina. Við vinnum við
þetta sjálf, enda þekkjum við
marga eftir áratugastarf sem
þjónar og viljum gjarnan sinna
þessum viðskiptavinum okkar
persónulega. Naustið hefur feng-
ið góða dóma og það hefur styrkt
okkur í þeirri trú að við séum á
réttri leið. Við erum enn að upp-
fylla þá samninga, sem gerðir
höfðu verið um ýmsa þjónustu
áður en við tókum við rekstrin-
um, en ætlum okkur að reka
Naustið eftir eigin höfði í fram-
tíðinni.“
Hörður, Rannveig, Hafsteinn
og María segja að þau ætli að
endurvekja þann sið að dansað
verði um helgar i Nautinu í vet-
ur. Núna sér Haukur Morthens
ásamt hljómsveit um danstónlist-
ina. Veitingasalnum verður þó
ekki breytt. Þar verður einnig
opið i hádeginu virka daga og
hafa eigendumir bætt á matseð-
ilinn ýmsum heimilismat. Þessi
þjónusta er sérstaklega hugsuð
fyrir þá, sem starfa i miðbænum.
Loks má benda á, að á efri hæð
Naustsins er Símonarsalur, þar
sem 10-40 manna hópar geta
fengið þjónustu, bæði í hádeginu
og á kvöldin.
(Fréttatilkynning)
Það fer vel á þvf að Teppalandsútsalan sé f kjallaranum því verðið fer niður
úr öllu valdi. Teppi, gólfdúkar, flísar og parket í góðu úrvali og á enn betra verði.
Útsalan stendur ytir um allt land því eftirtaldir aðilar halda gólfefnaútsölur
um þessar mundir og þar færðu gólfefni
Byggingavöruverslunin Núpur, ísafirði
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Litabúðin, Ólafsvík
S.G. búðin, Selfossi
Verslunin Brimnes,Vestmannaeyjum
Verslunin Dropinn,Keflavík
frá Teppalandi.
VISA raðgreiöslur
og Euro kredit
Opið laugardaga
frá kl. 10:00 til 16:00
Teppaland
Grensásvegi 13 Sími 81 35 77 81 34 30