Morgunblaðið - 04.10.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
19
Karpovhélt
naumri forystu
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Ivantsjúk missti niður vænlega stöðu gegn Karpov í gærkvöldi.
___________Skák
Margeir Pétursson
ANATÓLÍ Karpov lenti í tölu-
verðum þrengingum í skák
sinni við Vasílí Ivantsjúk á
Heimsbikarmóti Flugleiða í
gærkvöldi, en með þrautseigju
tókst honum að halda jafntefli
og þar með efsta sætinu.
Ljubojevic, sem vann Karpov í
fyrrakvöld, var nú heillum
horfinn. Eftir hroðalega yfir-
sjón í 29. leik gegn Khalifman
voru úrslitin ráðin. Júgóslavinn
hlaut sitt fyrsta tap og er jafn
landa sínum Nikolic og Banda-
ríkjamanninum Seirawan í
þriðja sæti, á eftir Ljubojevic
og Karpov. Jóhann Hjartarson
gerði jafntefli við Gúlko með
svörtu í bráðskemmtilegri
skák.
Frekar en fyrri daginn heppn-
aðist byrjun Jóhanns ekki sérlega
vel, en hann tefldi nú Kóngsind-
verska vörn, sem m.a. Kasparov
hefur mikið dálæti á. Honum
heppnaðist þó að flækja taflið sér
í vil og Gúlko þurfti að finna lag-
lega uppskiptafléttu til að halda
taflinu í jafnvægi. Jan Timman
hefur ekki verið tilbúinn til að
mæta íslenska haustinu, hann á
við kvefpest að stríða og tafl-
mennska hans í gær gegn Speel-
man var afskaplega slök. Eng-
lendingurinn þurfti lítið að hafa
fyrir sinni fyrstu vinningsskák á
mótinu, en við tapið datt Timman
niður í neðsta sætið með þeim
Jóhanni Hjartarsyni og Gúlko.
Ehlvest vann aðra skák sína í
röð er hann lagði Murray Chandl-
er að velli. Englendingurinn eyddi
alltof miklum tíma og þótt Ehlvest
yrðu á mistök kom það ekki að
sök, Chandler svaraði með ennþá
grófari afleik á síðustu mínútunni.
Það þarf að fara langt aftur í
tímann til að finna jafnslaka tafl-
mennsku hjá Valerí Salov og hér
í Reykjavík. Eftir tapið fyrir
Karpov í þriðju umferð hefur hann
ekki borið sitt barr, e.t.v. hefur
hann sett markið of hátt í upp-
hafi. Eftir vel heppnaða byijun í
gær gegn Seirawan var tafl-
mennska Salovs lítt skiljanleg og
hann lenti skyndilega í erfiðu
hróksendatafli með peði minna,
sem Bandaríkjamaðurinn vann
örugglega. Það var þó huggun
fyrir Salov að Ulf Andersson gaf
biðskák sína við hann frá umferð-
inni áður.
Hinn 31 árs gamli Yasser
Seirawan hefur um árabil verið
öflugasti skákmaður vestanhafs
og hann hefur teflt snurðulaust á
þessu móti og stendur nú mjög
vel að vígi fyrir iokabaráttuna.
Svíinn hefur heldur ekki séð til
sólar í þessu móti og hefur engin
færi fengið. í gærkvöldi tefldi
hann eina ferðina enn fremur
linkulega með hvítu og gerði bar-
áttulítið jafntefli við Beljavskí.
Svo sem sjá má af frammistöðu
þeirra Timmans, Salovs og And-
erssons er þetta mót einfaldlega
svo sterkt að jafnvel öflugustp
skákmenn heims þurfa að ná sínu
bezta til að verða fyrir ofan miðju.
Með hvítt gegn Portisch átti
Nikolic gótt færi á að bæta enn
góða stöðu sína á mótinu, en
Ungveijinn jafnaði taflið mjög
snemma og var aldrei í neinni
hættu.
Heildarstaðan eftir 9
umferðir
1. Karpov 6V2 v.
2. ívantsjúk 6 v.
3.-5. Ljubojevic, Seirawan og
Nikolic 5'/2 v.
6.-7. Khalifman og Ehlvest 5 v.
8. Speelman 4 ‘/2 v.
9. —12. Chandler, Salov, Beljavskí
og Portisch 4 v.
13. Andersson 3‘/2 v.
14, —16. Jóhann, Timman og
Gúlko 3 v.
Frídagur á skákmótinu í dag
Keppendur fá frí í dag og
mæta væntanlega endumærðir til
leiks á morgun í tíundu umferð.
Sú ellefta verður síðan tefld á
sunnudaginn og sú tólfta á mánu-
daginn. Alla dagana hefst keppnin
klukkan 17.10.
Hvítt: Vasílí ívantsjúk
Svart: Anatólí Karpov
Caro—Kann vörn
1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rc3 -
dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Bc4 -
Rgf6 6. Rg5 - e6 7. De2 - Rb6
8. Bd3 - h6 9. R5f3 - c5 10.
dxc5 - Bxc5 11. Re5 - Rbd7
12. Rgf3 - Dc7 13. 0-0 - 0-0
14. Hel
í úrslitaeinvígi áskorenda-
keppninnar 1987 lék Andrei So-
kolov hér 14. Bd2 gegn Karpov,
en náði engum stöðuyfírburðum.
14. - b6 15. Rxd7 - Bxd7 16.
Re5 - Bc6
Karpov sér sig knúinn til að
láta biskupaparið af hendi og með
það og peðameirihluta að vopni
stendur hvítur betur að vígi.
17. Rxc6 - Dxc6 18. Bf4 -
Had8 19. Hadl - Bd6 20. Bd2
- Dc7 21. g3 - Dc6 22. a3 -
Be7 23. Bc3 - Dc7 24. Be5 -
Bd6 25. Bc3 - Be7 26. Bc4 -
Dc6 27. Hd3 - Hxd3 28. Bxd3
- Hd8 29. Hdl - Hd5 30. Df3
- b5 31. Hel - Dd7 32. He5 -
Bf8 33. Hxd5— Rxd5 34. De4 -
f5 35. Dd4 - a6
ívantsjúk hefur fram að þessu
orðið býsna vel ágengt, en næsti
leikur hans er linkuiegur og gefur
Karpov kost á að virkja biskupinn
á f8. Mun sterkara virðist nú 36.
b4! sem bæði neglir niður svarta
peðaminnihlutann, auk þess sem
áætlun hvíts er skýr, hann heldur
svartreitabiskupnum á löngu
skálínunni og leikur síðan c2-c4.
36. Bd2 - Be7 37. De5 - Bf6
38. Db8+ - Kf7 39. Da8 - Dd6
40. b3 - Bc3! 41. Bxc3 - Rxc3
42. Dc8 - Rd5 43. b4 - Re7
44. Db7 — Kf6 45. Bfl og hér
var samið jafntefli.
Eitt atriði úr myndinni „Komdu með í sæluna!
Bíóborgin sýnir myndina
„Komdu með í sæluna“
BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn-
ingar myndina „Komdu með í
sæluna“. Með aðalhlutverk fara
Dennis Quaid og Tamlyn Tomita.
Leikstjóri er Alan Parker.
Myndin segir frá Jack McGurn,
blásnauðum íra sem kominn er vest-
ur til Los Angeles. Hann er sýningar-
maður í kvikmyndahúsi að atvinnu
og fær hann vinnu í faginu í húsi í
Litlu Tókýó, sem er hverfi þar sem
Japanir eru fjölmennir. Það er Jap-
ani sem rekur bíóið, Kawamura að
nafni, og á hann dóttur sem Jack
verður hrifinn af. Kawamura á í fjár-
hagsörðugleikum og býður Fujioka,
stöndugur kaupsýslumaður, honur
leið út úr þeim. Hann vill kvænast
á ný og ganga að eiga dóttur hans.
Lily, dóttir Kawamura, kemur ekki
til hugar að taka bónorði karlsins
en þegar Jack herðir upp hugann og
spyr Kawamura hvort hann megi
umgangast hana þvertekur hann fyr-
ir það. Úr vöndu er að ráða því að
brátt er Lily orðin barnshafandi eftir
Jack enda eru þau nú gift þótt slíkt
sé lögbrot í Kaliforníu. Ekki bætir
það úr skák að Japanir gera árás á
Pearl Harbor og þá eru Bandaríkin
komin með í leikinn.
Síðasta sýning-
arhelgi
Péturs Friðriks
SÝNINGU Péturs Friðriks í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, lýkur um
helgina.
A sýningunni í Hafnarborg eru
rúmlega 60 verk: olíumálverk,
akrýl- og vatnslitamyndir, flest ný,
en einnig eldri myndir, allt frá árinu
1951. Gömlu myndirnar eiga það
sameiginlegt með þeim nýrri að þær
hafa aldrei verið sýndar áður.
GENERAL ELECTRIC
S I L I K 0 N
GE Silglaze silikon er einþátta
sýrulaust þéttiefni til notkunar
við toppfyllingu. Hefur einnig
góða viðloðun við PVC málaðan
við og ál.
GE Silglaze fæst glært
Togþol +/- 50 %
FÆST í FLESTUM
BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM
GE SILIK0N, ÞÉTTING TIL
FRAMBÚÐAR
I —1