Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 21
21
■ TOKYO - Fjármálaráðherra
Japans, Ryutaro Hashimoto, til-
kynnti í gær að
hann hefði sagt af
sér embætti vegna
hneykslismála sem
ráðuneytið hefur
verið bendlað við.
Hann lætur af
störfum síðar í
mánuðinum. Búist
hafði verið við af-
sögninni um hríð
og hafði hún því engin áhrif á verð-
bréfaviðskipti. Ráðherrann beið
með afsögnina þar til hann hafði
komið frumvarpi gegnum þingið
sem á að uppræta misferli verð-
bréfafyrirtækja.
■ PARÍS - Neðri deild franska
-þingsins samþykkti í gær að stytta
herskyldu úr 12 mánuðum í 10
mánuði með 316 atkvæðum gegn
tveimur. Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir sátu hjá en Ný-Gaullistar vilja
að herinn verði að mestu leyti skip-
aður atvinnumönnum. Benda þeir á
að Persaflóastríðið hafi leitt i ljós
að vanþjálfaðar sveitir hermanna
sem gegna lögbundinni herskyldu
séu gagnlausar i hernaði. Þar sem
dregið hefur úr hættunni á sov'-
eskri árás á Vestur-Evrópu hyggst
franska stjórnin fækka mönnum
undir vopnum um 25%.
■ JERÚSALEM - Borgarstjóri
Tel Avív, Shlomo Lahat, sagðist í
gær telja að Likud-flokkur Yitz-
haks Shamirs forsætisráðherra
myndi um síðir falla frá andstöðu
við stofnun ríkis Palestínumanna á
Vesturbakkanum og taka upp við-
ræður við Frelsissamtök Palestínu-
manna (PLO) um það efni. Viðræð-
ur af því tagi eru bannaðar sam-
kvæmt flokkslögum. Lahat er
flokksbróðir Shamirs og stríðshetja.
Hann minnti á að undir foiystu
Menachems Begins og Likud hefði
Egyptum verið skilað Sínaí-eyði-
mörkinni 1979.
■ PEKING - Kínveijar sem tal-
ið er að hafi fundið upp púðrið,
pappírinn, prenttæknina og áttavit-
ann segjast nú hafa fundið Ameríku
fyrstir manna. Hin opinbera frétta-
stofa Kína sagði að fundist hefðu
fornminjar sem bentu til þess að
fulltrúar Taizhongs keisara hefðu
fundið Ameríku árið 640, eða
löngu á undan Kólumbusi sem
sigldi vestur um haf árið 1492.
Minntist fréttastofan ekki á
Vínlandsfund Leifs heppna nokkr-
um öldum fyrir siglingu Kólumbus-
ar til nýja heimsins.
Sú varð líka raunin eftir að Ulf Ade-
hlsson sagði af sér formannsembætti
1986.
Þó að ótrúlegt kunni að virðast
er stundum haft á orði að Bildt svipi
til Olofs Palme sem stjórnmála-
manns. Er þá ekki átt við að þeir
fylgi svipaðri stefnu heldur að stíll
þeirra hafi mörg sameiginleg ein-
kenni. Líkt og Palme hefur Bildt
ákveðið heimsmannsyfirbragð og á
mjög gott með að umgangast fjöl-
miðla, jafnt innlenda sem erlenda. I
kosningabaráttunni var ekki óvenju-
legt að sjá hann veita á víxl sjón-
varpsviðtöl á sænsku jafnt sem lýta-
lausri ensku og þýsku. Hann elskar
að útskýra og hefur mikla frásagnar-
hæfileika.
Eitt er víst að hans bíða mörg
erfið verkefni framundan. I fyrsta
lagi þarf honum að takast að halda
saman fjögurra flokka stjórn út kjör-
tímabilið og lengur ef sú spá hans á
að rætast að borgaraleg öll verði við
völd í Svíþjóð það sem eftir lifir aldar-
innar. Stormasamt stjórnarsamstarf
borgaraflokkanna 1976-1982 sýnir
að það er ekki auðhlaupið verk. í
öðru lagi verður hann að koma
sænsku efnahagslífi á réttan kjöl og
standa við loforðin um að lækka
skattbyrði Svía. Þriðja verkefnið, að
koma Svíþjóð snurðulaust inn í Evr-
ópubandalagið, er loks líklega það
viðamesta og flóknasta. Bildt á því
mjög spennandi tíð en vissulega enga
sæludaga fyrir höndum.
Ryutaro
Hashimoto
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
Kazakhstan:
Ráðstafa gulli og silfri siálfir
Moskvu, Vín. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Kazakstan, næstvíðlendasta lýðveldinu í sovéska
ríkjasambandinu, hyggjast framvegis ráðstafa sjálf afurðum gull-
og silfurnánaa landsins, að sögn TASS-fréttastofunnar. Einn af
þingmönnum Kazakha segir að 7% af sovésku gulli og helmingur
af silfri séu unnin úr jörðu á landsvæði lýðveldisins sem ákveðið
hefur að taka þátt í væntanlegu efnahagsbandalagi 10-12 Sov-
étríkja.
Kazakhar ætla að láta hluta af
góðmálmunum renna til sameigin-
legra sjóða ríkjasambandsins en
Núrsúltan Nazarbajev forseti hef-
ur gefið banka lýðveldisins skipun
um að koma upp eigin varasjóði.
Grígoríj Javlínskíj, einn valda-
mesti hagfræðingur Sovétríkjanna
eftir að valdaránstilraunin fór út
um þúfur, sagði nýlega að Moskv-
ustjórnin hefði á síðasta ári selt
240 tonn af gulli til útlanda eða
álíka magn og unnið væri árlega'
úr jörðu á sovésku landi. Vestræn-
ir sérfræðingar í Sviss draga þessa
staðhæfingu í efa og álíta að gull-
birgðir Sovétmanna séu enn um
2.800 tonn. Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseti skipaði Javlínskíj á
miðvikudag í sérstaka ráðgjafa-
nefnd sína þar sem fyrir var m.a.
Edúard Shevardnadze, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, ásamt
fleiri umbótasinnum.
Erlendar skuldir Sovétríkjanna
eru taldar vera um 68 milljarðar
Bandaríkjadollara. Sérfræðingar
stærsta banka í Austurríki, Credit-
anstalt-Bankverein, segja að ólík-
legt sé að Moskvustjórnin geti
ekki staðið við Ij'árhagslegar
skuldbindingar sínar. Þótt útflutn-
ingstekjur hafi minnkað verulega
á fyrsta ársfjórðungi þessa árs
hafi innflutningurinn minnkað
mun meira eða um 45 af hundr-
aði. Hagnaður af utanríkisvið-
skiptum sé því umtalsverður.
á lága verbinu fyrir alla
AST Bravo 4B6/2S
- vinnustöb framtíbarlnnar.
Aflmikill Í486 25MHZ örgjörvi. 2MB innra minni,
stækkanlegt. 14" Super VCA litaskjár. Miklir
tengimöguleikar. Úrval diska frá 52MB - 1CB.
Verb frá 299.900 kr. stgr. m/vsk.
Tilbob í október.
AST Premium Exec - ferbatölva
Mjög hraðvirkur örgjörvi (80386 SX 20 MHZ).
2 MB innra minni, stækkanlegt. 40 MB diskur.
Disklingadrif 3,5” 1,44 MB. Fislétt (rúm 3 kg).
3 klst. samfelld notkun án hle&slu. VCA skjár - 32
gráskalar. Tengi fyrir mús, litaskjá, prentara o.fl.
249.900 kr. stgr. m/vsk.
Tilboö í október.
Victor og AST
eru löngu viöurkennd gæöamerki
í tölvuheiminum fyrir áreiðanleika,
tæknilega fullkomnun og framsýni.
Hvers vegna Vlctor og AST
gæ&atölvur?
■ Fjárfesting til framtíðar,
þær hafa þá sérstöbu ab fást uppfæran-
legar sem þýbir ab líftími þeirra er lengri
en sambærilegra tölva og eigendurnir
sitja ekki skyndilega uppi meb úrelta
tölvu - þær vaxa meb verkunum.
■ Öflugar, afkastamiklar og hljóblátar.
VICTOR V386MWX
-nett disklaus vinnustöb á netib.
80386SX örgjörvi. 1MB minni, stækkanlegt.
14" VGA litaskjár. Tengi fyrir mús, prentara o.fl.
109.980 kr. stgr. m/vsk.
Tilbob í október.
VICTOR V386MX
80386 SX örgjörvi. 1 MB innra minni, stækkan-
legt. 14" VCA litaskjár. 52 MB diskur. Disklinga-
drif 3,5" 1,44 MB. MS-DOS. WINDOWS.
Hólf ýrir ADD-PAK, (færanlegur har&ur diskur).
Uppfæranieg. Tengi fyrir mús, prentara o.fl.
139.950 kr. stgr. m/vsk.
Tilbob í október.
* Fyrsta flokks EJS þjónusta og
þekking.
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933
St.S.
HÓUNÚAUGlí