Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. OKTOBER 1991
8£:
29
Stefán Aðalbjörns
son — Minning
Fæddur 20. júlí 1918
Dáinn 26. september 1991
Að kvöldi 26. þ.m. lést pabbi
okkar, Stefán Aðalbjörnsson.
Pabbi var fæddur á Skólavörðu-
stíg 24a og ólst þar upp, sonur
Aðalbjörns Stefánssonar prentara
sem lést 18. júní 1938 og Þorbjarg-
ar Grímsdóttur sem lifir í hárri elli,
102 ára 8. júlí sl, elst núlifandi
innfæddra Reykvíkinga. Hún þarf
nú að sjá á eftir sjötta barni sínu
af átta, og dvelur hún nú á Drop-
laugarstöðum.
Pabbi giftist móður ökkar Sigur-
laugu Guðmundsdóttur 23. nóv-
ember 1946. Hún lést 10. maí 1977
aðeins 49 ára að aldri. Varð það
honum mikið áfall, þó svo að hann
hafi ekki tjáð mikið tilfinningar sín-
ar. Frá árinu 1952 bjuggu þau í
Vorsabæ 7.
Eignuðust þau átta börn en
fyrsta drenginn sinn misstu þau
hálfs mánaðar gamlan. Frumburð-
urinn Fanney fæddist 6. febrúar
1946, maki hennar er Sigurður Ingi
Sigmarsson. Eiga þau 4 börn og 2
barnabörn. Síðan áttu þau sjö börn:
Laufey Ninna,/ædd 22. maí 1950,
maki Magnús Ólafsson. Eiga þau 3
börn og 1 barnabarn; Eygló, fædd
7. júní 1952, maki Gunnat' Erlends-
son, eiga þau 3 börn; Aðalbjörn,
fæddur 15. febrúar 1954, dáinn 28.
febrúar 1954; Aðalbjörn, fæddur
22. júní 1955, maki Sigurbjörg
Kristinsdóttir, eiga þau 2 börn en
einn dreng átti hann áður; Anna
Björg, fædd 16. júlí 1957, maki
Halldór Hákonarson, eiga þau 3
börn; Guðmundur Helgi, fæddur 20.
janúar 1961, ókvæntur og barnlaus
og bjó hann í föðurhúsum alla tíð
og reyndist hann Stefáni vel; Guðni
Falur, fæddur 5. febrúar 1963,
maki Signý Björk Ólafsdóttir, eiga
þau 2 börn og 2 börn átti hann áður.
Það er skrýtið að við eigum ekki
eftir að sjá hann hér á jörðu fram-
ar, en ekki getum við hugsað okkur
að hann hefði viljað fara öðruvísi.
Að deyja heima, ekkert búinn að
vera rúmliggjandi eða háður öðrum,
það var hans ósk.
Pabbi var ekki allra, dulur og
einrænn, en ánægður var hann með
sinn stóra barnahóp. Þó að við hefð-
um átt að gera ýmislegt öðruvísi,
þá lét hann okkur alveg heyra það,
því að stundum gat hann verið dóm-
harður og þtjóskur. Eitt sinn sagði
hann að hann hefði ekkert á móti
því að fá okkur öll heim aftur, við
áttum öll að hafa verið svo góð
smábörn, þó að við munum nú ann-
að! Ekki voru þau efnuð foreldrar
okkar, en aldrei skorti okkur neitt.
Alltaf var til nóg af öllu t.d. mat
og fatnaði, því að mamma var lista-
kona í höndunum, allt saumaði hún
á okkur, þangað til hún var orðin
alvarlega veik.
Þegar við hugsum um pabba þá
sjáum við hann fyrir okkur að elda
matinn eða við uppvaskið, en
mámma að sauma, bólstra hús-
gögn, teppaleggja eða mála. Já
svona var nú verkaskiptingin á okk-
ar heimili, og þótti sumum vinum
okkar hún dálítið sérkennileg.
Ekkert þótti pabba eins skemmti-
legt og að troða í okkur mat, hita
upp matinn þó svo að við kæmum
heim á misjöfnum tíma eða smyija
fullt fat af brauði, skræla fyrir okk-
ur kartöflurnar og brytja matinn,
já, örugglega langt yfir fermingu
okkar. Hann var það hugulsamur
þessi elska þegar ég (Anna Björg)
bjó hjá honum, orðin móðir. Ef ég
fór út að kvöldi til og kalt var úti,
þá var hann oft búinn að setja
sængina mína á heitan ofn áður en
ég kom heim. Og viljum við Eygló
Sif, dóttir mín, þakka honum fyt'ir
allt sem hann gerði fyrir okkur.
Ef pabbi hefði verið búinn að
ræða um jarðarför sína við okkur,
þá hefði hann viljað láta hafa sem
minnst fyrir henni og bara helst
látið spila valsa og einhver ijörug
danslög.
Pabbi hætti að vinna 1985, hafði
hann unnið hjá Vatnsveitu Reykja-
víkur í um 30 ár. 1988 gerðist hann
„dagmamma", passaði hann litla
sólargeislann sinn, dótturdóttur
sína hana Láru Björgu, frá 4ra
mánaða aldri. Á hún örugglega
mjög erfitt með að skilja, að afi
sinn mun ekki koma til sín framar,
eða sækja sig á leikskólann.
Að öllum öðrum ólöstuðum viljum .
við systkinin þakka Stefáni Hlyni,
dóttursyni hans sem vai' honum svo
ómetanlega góður, en hann ólst
meira og minna upp hjá pabba okk-
ar og við vitum að pabbi var honum
mjög þakklátur.
Við hittumst öll að lokum, þegar
okkar tími er kominn. Dauðinn er
ekki það versta. Pabbi hefur verið
aldeilis ánægður þegar hann hitti
mömmu og alla þá sem á undan
eru gengnir. Pabbi kunni ekki að
segja nei, svo að hann hefur nú
ekki farið að segja nei þegar almæt-
tið kallaði. Guð blessi elsku pabba,
við þökkum honum fyrir allt. Hvíii
hann í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og al!t.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
F.h. okkar systkinanna,
Anna Björg Stefánsdóttir
Ég kveð elsku afa minn með ör-
fáum orðum. Eg bjó hjá honum
fyrstu fimm ár ævi minnar. Hann
var mér alltaf svo góður.
Mér finnst litlu bræður mínir
hafa farið á mis við mikið, að um-
gangast hann ekki eins mikið og
ég, því 1981 fluttum við til Húsavík-
ur, og eftir það sáumst við sjaldnar.
Það er nú sýnt að upphaf jólanna
verður ekki eins hjá mér í ár og
verið hefur síðasta áratug. Ástæðan
er sú að mín ágæta vinkona Hall-
dóra Jóhannesdóttir frá Mosfelli
lést í vikunni sem leið. Já, það er
nú þannig að börnin á Hlaðhömrum
og börnin í Hlíð ásamt Halldóru á
Mosfelli eru orðin fastur liður í að-
ventunni hjá mér, svona rétt eins
og sjónvarpsmessa Sigurbjörns
biskups var orðin fastur þáttur í
jólahaldi íslensku þjóðarinnar. Þetta
ætla ég nú að útskýra nánar. Fyrir
rúmum áratug lét ég hafa mig út
í að skemmta börnum á litlu jólun-
um og öðrum jólatréskemmtunum
um. Vinur minn, Olafur heitinn
Magnússon frá Mosfelli, gaf mér
ýmis góð ráð til þess að vel mætti
fara, en honum (eins og mér) var
alls ekki sama hvernig þessir karlar
væru túlkaðir. Þeir áttu t.d. að vera
barnavinir mestu án þess að vera
einhveijir Jesúbræður bestu. Þegar
börnin á Hlaðhömrum og í Hlíð
halda sín litlu jól þá tekur þetta
samtals um fimm tíma með hléum
því að ný börn koma og fara á
hádegi. Þá var nú auðveldast að
láta sig hverfa í hléum inn á elli-
heimili til hennar Halldóru. Og þetta
var fastur liður allan seinasta ára-
tug. Ég byijaði litlu jóladaginn með
kaffi hjá Halldóru og dvaldi þar svo
meðan hlé var milli skemmtana og
naut auk þess fræðslu um hugar-
'heim barna í kringum síðustu alda-
Umliðna viku alla
áhyggju fyrir niér bárst,.
svo máltu ei mein til falia,
mildur og góður varst.
Ei hefndir illsku minnar,
oft þó ég styggði þig,
naut ég því náðar þinnar,
nákvæm var hún við mig.
(H. Pétursson.)
Ég vil þakka elsku afa mínum
fyrir allt. Guð veri með honum.
Eygló Sif, dótturdóttir.
Látinn er hér í borg á 74. aldurs-
ári Stefán Aðalbjörnsson, til heimil-
is að Vorsabæ 7 í Árbæjarhverfi.
Stefán og eiginkona hans Sigur-
laug Guðmundsdóttir, sem lést árið
1977, voru í hópi frumbyggja hér
í Árbænum. Á vordögum árið 1967
var unnið að stofnun íþróttafélags
hér í hverfinu og var Stefán þar í
fremstu vígiínu, og á stofnfundi
félagsins, sem hlaut nafnið Knatt-
spyrnufélag Seláss- og Árbæjar-
hverfis, KSÁ, var hann kjörinn
formaður. Nafn félagsins var tveim
árum síðar breytt í Iþróttafélagið
Fylkir, og verður það 25 ára næsta
vor.
Þegar við í Fylki komum saman
til að fagna þessum áfanga á næsta
ári munum við minnast þeirra, sem
ruddu brautina, frumheijanna, sem
horfnir eru úr okkar röðum, margir
langt um aldur fram.
Nú sjáum við á bak fyrsta for-
manni félagsins, Stefáni Aðal-
björnssyni, sem alltaf fylgdist af
áhuga með viðgangi og vexti okkar
unga félags, þó að hann hyrfi úr
mót.
Halldóra var alveg einstök mann-
eskja og allir gengu ríkari af henn-
ar fundi. Hún bjó yfir hafsjó af fróð-
leik um menn og málefni, enda eru
þeir ekki fáir sem svo öldruð mann-
eskja hefur verið samferða á lífs-
leiðinni. Kímnigáfan var alveg sér-
stök, alltaf var hægt að sjá skopleg-
ar hliðar á hlutunum og orða ræðu
sína á skemmtilegan hátt. Tungu-
takið var í senn ljúfmannlegt og
kjarkmikið og algerlega laust við
alla tilgerð. Ja, það er ekki lítils
virði að kynnast manneskju sem er
eins og lifandi brú miili hinnar
tæknilausu fortíðar og tækniölvuðu
nútíðar. Og nú eru þeir sem óðast
að hverfa sem hafa tölustafinn 8 í
enda sinnar kennitölu. (Hver hefði
skilið þessa setningu fyrir s.s. ára-
tug?)
Halldóra talaði oft um Mosfells-
dalinn og það góða fólk sem hann
byggir. Og mikið ósköp held ég að
hún hafi verið góður nágranni. Það
er líka ijallgrimm vissa mín að íbú-
ar dalsins séu nánast sérstakur
þjóðflokkur. ■
En þrátt fyrir góða skapið og
kímnigáfuna gat Halldóra líka verið
snögg upp á lagið. Ef til dæmis
brennivínskarlar sem fóru um dal-
inn ætluð að gera sig óhæfilega
breiða og ganga ei hægt um gleð-
innar dyr, þá var þeim kannski sagt
svo vel til syndanna að af þeim
rann snarlega. Þeir gleymdu að
hella upp á sig að nýju, öllum til
góða, mest þó sjálfum sér.
Eiginmaður Halldóru, Kristinn
Minning:
Halldóra Jóhannes-
dóttir frá Mosfelli
Fædd 2. nóvember 1898
Dáin 27. september 1991
stjórn félagsins.
Á kveðjustund eru honum færðar
þakkir fyrir störf hans í þágu fé-
lagsins. Blessuð sé minning hans.
Aldraðri móður Stefáns og öðrum
ástvinum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi þá.
íþróttefélagið Fylkir,
Jóhannes OIi Garðarsson.
Ég kveð elsku afa minn með er-
indum úr þessum barnasálmi.
Ó, Jesús bróðii' besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði,
og lífsins veginn greiði.
Með bliðum bamarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Sb. 1886 - P. Jónsson)
Lára Björg Gunnarsdóttir
í dag þegar ég kveð elsku afa
minn og nafna Stefán Aðalbjörns-
son, þá hrannast minningarnar upp.
Afi dáinn, nei það getur ekki verið,
hann sem var í mat hjá mér kvöld-
ið áður en hann dó, þá var hann
ekki á leiðinni í langt ferðalag. En
við vorum búnir að tala um langt
ferðalag næsta sumar, að ferðast
um Vestfirðina og víðar. Já, mér
finnst afi hafa farið allt of fljótt.
Ég ólst að miklu leyti upp hjá afa
mínum og hann var mér mjög kær,
eins og faðir. Við vorum mjög sam-
rýmdir, þó svo að aldursmunurinn
hafi verið nokkur. Árið 1977 lést
amma mín, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, eftir erfið veikindi, 49 ára
gömul og misstum við þá öll mikið.
En al'i byrgði mikið sorg sína inni
í sér, því að lokaður var hann, og
hann þurfti að vera sterkur því
mörg voru börnin þeirra og sum
þeirra ung. Þá var á heimilinu dótt-
ir hans, Ánna Björg Stefánsdóttir,
tvítug að aldri, og var hún honum
mikil stoð og stytta við heimilis-
störfin og fleira sem hún á þakkir
skildar fyrir.
Eftir að afi var orðinn einn fór
ég að fara með honum eitt og ann-
að eins og t.d. í bingó og á völlinn
Guðmundsson, var mikill söngmað-
ur. Hann vai' einn af stofnendum
karlakórsins Stefnis og fyrsti for-
■maður hans. Þegar karlakórinn var
endurreistur árið 1975 var Kristinn
gerður heiðursfélagi. Þau hjón létu
sér mjög annt um starf kórsins og
styrktu hann með fégjöfum. Það
gei'ði Halldóra einnig oft eftir að
hún var orðin ein, en Kristinn var
farinn að heilsu og lést 1977.
Við karlakórsmenn vorum allir
blessaðir stráklingarnir hennar
Halldóru og hún var að sjálfsögðu
prinsessan okkar. Við gerðum Hall-
dóru líka að heiðursfélaga í karla-
kórnum. Sagt er að það sé eins-
dæmi að kona sé heiðursfélagi í
karlakór, en það er líka gott eins-
dæmi. Halldóra átti sér uppáhald-
slag: Þú komst í hlaðið á hvítum
hesti, þú komst með vor í augum
þér o.s.frv. Þetta lag æfir kórinn
alltaf og alltaf er hugurinn hjá
prinsessunni þegar það er sungið.
Ég vil enda þessi skrif með því
að vitna í lífssögu Aðalheiðar Bjarn-
sem voru hans áhugamál. Einnig
fór ég stundum niður í Vatnsveitu
með honum þar sem hann vann í
um 30 ár. 4. október 1984 varð ég
fyrir alvarlegu mótorhjólaslysi og
lá lengi á sjúkrahúsi. Þá leið varla
sá dagur að hann kæmi ekki í heim-
sókn til mín, stundum gangandi
ofan iu' Árbjæjarhverfi niður á
Borgarspítalann, í hvaða veðri sem
var og þá iðulega með eitthvað í
pokahorninu handa mér. Hann var
ekki bara afi minn, heldur líka mik-
ill vinur minn. Við fórum að vera
enn meira saman eftir að amma
dó. Mjög gaman þótti okkur öllum
og Kollu að bjóða honum í mat því
að kátur var hann og ungur í anda,
og oft var spilað langt fram á nótt
og gisti hann stundum hjá okkur.
Undanl'arin ár höfum við farið
marga bíltúrana saman, sérstak-
lega í sumar. Þá var farið víða um
Suðurland og skoðaðir ýmsir merk-
ir staðir sem afi hafði ekki komið á
í fjölda ára eða aldrei.
Eftir að afi hætti að vinna, þá
fór hann að passa litlu systur mína
hana Láru Björgu og var hún mjög
hænd að honum og skilur ekki að
afi skuli hafa gleymt að sækja sig
á ieikskólann, en þá var hann farinn
í það ferðalag sem enginn getur
flúið. Hún var í ‘Amánuð á Húsavík
í sumar, hjá móðursystur minni, og
fékk stundum að hringja í afa og
þá spurði hún: Afi bíður þú ekki
eftir mér? Og ekki var afi skárri,
því að mikið söknuðu þau hvors
annars. Afi var ánægður með það
að geta hjálpað til við þessa barna-
gæslu, því þá fannst honum hann
gera eitthvað gagn, þó svo að hann
væri orðinn „löggilt gamalmenni".
Afi hefur öi-ugglega verið ánægður
með að fá að deyja heima, ekkert
búinn að vera upp á aðra kominn,
það var hans stfll.
Ég á bágt með að trúa því að
afi sé ekki lengur á meðal okkar,
og mikið á ég eftir að sakna hans.
Við vorum miklir trúnaðai'vinir og
liéldum engu leyndu hvor fyrir öðr-
um.
Ég þakka honum fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig og var mér.
Hann verður búinn að gefa spil
þegar ég kem.
„Besti vinur þinn er sá, sem kall-
ar það besta fram hjá sjálfum þér,“
stendur einhvers staðar.
Stefán Hlyiiur
freðsdóttur verkakonu þar sem hún
segir frá hinni góðu grannkonu sem
aldrei sendi frá sér svangt bárn eða
svangan hund. Þetta er í rauninni
mjög víðtækt líkingamál og gengur
m,a. út á það að hin glöggskyggna
kona sá alltaf hvað hveijum kom
best.
Þannig sé ég fyrir mér húsfreyj-
una á Mosfelli sem við kveðjum nú
hinstu kveðju.
Erlingur Kristjánsson
í dag er til moldar borin Hall-
dóra Jóhannesdóttir, Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ, fyrrum bóndakona á
Mosfelli. Ég minnist hennar sem
gamallar hlýlegrar konu sem ætíð
hafði heimili sitt opið öllum þeim
sem leið áttu um hennar garð, og
ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga þar leið.
Aldrei hitti ég hana öðruvísi en
svo að hún tæki þéttingsfast utan
um mig og léti fylgja nokkur vin-
gjarnleg orð í eyra! Mér finnst
minnisstætt þegar við settumst nið-
ur og ég las fyrir hana og hún hlust-
aði með mikilli athygli, eða þegar
ég var að snyrta hana og pússa en
það fannst henni mjög gaman. En
nú er hún dáin 92ja ára að aldri,
en var eins og unglamb á sig kom-
in. Ég vil þakka henni allar þær
góðu stundir er við áttum saman,
og bið Guð að varðveita minningu
hennar.
Kveikt er Ijós við ljós
burt er sortans svið.
Angar rós við rós
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
'(Stefán frá Hvítada!)
Megi kær félagi fara í friði.
Sylvía Þórarinsdóttir