Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Minning: 90 Oní Baldvinsson Fæddur 19. maí 1935 Dáinn 27. september 1991 Það er einkennileg tilfinning að kveðja mann, sem hefur verið okk- ur nálægur í huga en samt svo fjar- lægur. Mann, sem átti sér fagra drauma um framtíðina. Mann, sem átti okkur, sem þessar línur ritum. Stundum skilur leiðir á h'fsleið fólks og eftir stendur á stundum barnahópur, sem berst við áleitnar tilfinningar og hugsanir. Þannig horfðum við til pabba okkar úr nokkurri íjarlægð og við fundum að hann horfði til okkar, en samt var sambandið slitrótt. Við höfðum fengið að kynnast honum í bernsku okkar, fundið að hann bar marga fagra kosti til lífs- ins. Draumar hans og vonir bund- nar framtíðinni voru bjartar og fagrar, en náðu ekki að rætast. Það er ekki aðeins sárt þeim, sem á draumana, þegar þeir rætast ekki. Sársaukinn leitar líka á huga þeirra, sem vildu fá að vera með í því að láta þá rætast. En skyndilega verður minningin ein, þar sem áður var ólga tilfinn- inganna. Þá verður svo erfitt að koma því frá sér sem býr hið innra með okkur. Sálmaversin eftir Stef- án frá Hvítadal lýsa vel tilfinning- um okkar. Flutt er orðsins orð þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lægir vonsku vind, slekkur beiskju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er Ijós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnun stráð, engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, enp hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Nú er pabbi okkar Guði falinn og við blessum minningu hans. Við trúum því líka að vinir fái aftur að sjást. Við söknum þess að hafa ekki haft meira samband við hann. Til- finningar okkar, í dag, játa þörfina okkar fyrir þetta samband, sem ekki náðist. Þessi sama þörf býr einnig með ungum afabörnum hans, sem ekki náðu að eiga hann nálægan. Stundum er lífið svo torskilið, óravíddir tilfinninganna svo miklar og við þar á milli, svo smá og eigin- gjörn. Við biðjum góðan Guð að blessa sálu hans og styrkja og leiða ást- vini hans alla. Guð blessi minningu föður okkar og gefi honum frið og láti honum líða vel í eilífðinni. Inga, Steffý, Sigrún og Bjössi Örninn, hann flýgur svo hátt, svo hátt, - Heiðskírt er loftið og fagurblátt og silfurtær sjórinn undir. - Hann sér yfir fjöll og ijörð og ós, - um fjallkollinn dansar sólarljós, en niðri, á grundinni grætur rós- um glóandi morgunstundir. (Þ.G.) Kær vinur minn og frændi er fallinn frá langt um aldur fram. Mig langar til að rifja upp í örfáum orðum þær minningar sem ég á í huga mér t.d. frá okkar bernsku, þar sem við ólumst upp í nálægð og ég leit upp til eldri frænda míns og vinar sem að mér fannst, leit á mig sem yngri bróður og gætti mín eins og ég væri slíkur. Þannig var Örn Baldvinsson ávallt gagn- vart mér, góður drengur og hjálp- samur. Gegnum himinhvelfing kyrra kveldljóð ómar mjúkt og þýtt. Berst til eyrna helgur hljómur ■ hreinn og skær um geiminn vítt. Dýrð sé Guði. Dagur hnígur. Drottins friður jörðu á. Grát ei barn er sólin sígur, svefninn lokar þreyttri brá. Hrygga sál í sorgum þínum sjálfur Drottinn er þér hjá. Hrygga sál, í hæðir stígur hjartans bæn þín jörðu frá. (Valdemar V. Snævar) Mínar innilegustu samúðar kveðjur til allra þeirra sem um sárt eiga að binda. Jóhann Tryggvason Elsku besti frændi minn, Örn Baldvinsson er dáinn, bráðkvaddur. Svo skyndilegur dauðdagi kemur alltaf á óvart, jafnvel þó, eins og í þessu tilfelli, að Örn væri búinn að vera veikur fyrir hjarta. Ég hitti hann fyrir nokkrum dögum og þá leit hann vel út og var ánægður með lífið og tilveruna. Öm, eða Össi, eins og ég kallaði hann alltaf og Gaui, bróðir hans, sem líka er látinn, voru leikfélagar og nánustu frændur okkar systkin- anna á Dalvík. Við Össi vorum reyndar í sama bekk í barnaskóla og síðan í Menntaskólanum á Akur- eyri að loknu landsprófi. Hann var af þessum sterku stofnum frá Böggvisstöðum, Ytra-Hvarfi og Hóli á Upsaströnd. I barnaskólanum var Össi í handavinnu með okkur stelpunum, en þá var ekki algengt að strákar lærðu að sauma og stúlkur að smíða. En Össi var alltaf hæstur enda frábærlega handlaginn. Össi hlaut marga góða eiginleika í vöggugjöf. Hann var greindur, duglegur í íþróttum (á skíðum, í blaki, á skautum o.fl.), fallegur og músíkalskur. Eg leit mjög upp til hans og fannst heiður að fá að fara með honum á skauta og skíði. Allt gat Össi frændi. Leiðir skildu um sinn þegar hann fór til Svíþjóðar til náms í vélaverkfræði. Af tilviljun einni saman giftum við okkur sama dag, sama ár, þ.e. 1. september 1956. Árum saman hittumst við þrenn hjón, skóla- systkini í tilefni af þessum degi. Með konu sinni Kolbrúnu Björns- dóttur, sem varð stúdent frá MR sama ár og við frá MA, eignaðist hann 4 börn. Ingu Jakobínu, lyfja- fræðing í Reykjavík, Stefaníu Birnu, hjúkrunarfræðing á Vopna- firði, Sigrúnu, lækni í Reykjavík og Björn Kristján, nema. Þegar þau hjónin komu heim frá Svíþjóð, hann þá sem vélaverkfræðingur, komum við stundum saman og spiluðum brids. Mikið var líka spjallað um lífíð og tilveruna. En því miður skildu þau hjón árið 1975. Seinna eignaðist hann svo dótt- ur, Hildi Hrönn sem nú er 10 ára, með þáverandi sambýliskonu sinni Svanhildi Karlsdóttur. í lífinu fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvuleiki og Össi fór ekki varhluta af erfiðleikum. En nú síðasta árið virtist hann aftur orðin bjartsýnn og ánægður með lífið. Og eitt er víst. I börnunum hans búa allir góðu eiginleikarnir sem hann átti gnægð af. Vona ég að góður guð gefi Össa mínum þá ró sem hann fann ekki meðal okkar. Kristín H. Tryggvadóttir „Hann Örn er dáinn.“ Þannig bárust mér þau óvæntu tíðindi snemma föstudagsmorguns 27. september sl., en Örn hafði látist óvænt og skyndilega úr hjartaslagi þá um nóttina. Mér sortnaði fyrir augum og var smátíma að jafna mig, áður en ég gat sagt nokkuð. Örn hafði talað við mig í síma tveim kvöldum áður og var hann hress og kátur að vanda. Við Örn vorum mjög nánir vinir allt frá því að ég kom til Akur- eyrar, sem hálfgerður sveitamaður að vestan, og settist í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1951. Þar var Örn og hafði hann byrjað í L. bekk og kominn með 3ja ára menntaskóiareynslu og öll- um hnútum kunnugur. Veitti hann mér ómetanlegan styrk og studdi mig á fyrstu reikulu skrefum inn í hina virðulegu menntastofnun Norðurlands. Var sú ræktarsemi sem Örn sýndi mér strax frá byrjun grunnurinn fyrir því fóstbræðralagi sem við bundumst æ síðar. Örn Balvinsson fæddist á Dalvík 19. maí 1935 og voru foreldrar hans Baldvin G. Jóhannesson, úti- bússtjóri Kaupfélags Eyfírðinga á Dalvík, og eiginkona hans, Stefanía Sóley Jónsdóttir. Foreldrar hans eru bæði látin fyrir nokkru. Þau hjónin eignuðust tvo syni og var eldri sonurinn Guðjón einu ári á undan Erni í menntaskólanum. Leit Örn ætíð mjög upp til eldra bróður síns og voru þeir mjög sam- rýndir. Það var því mikið áfall þeg- Fædd 3. október 1921 Dáin 6. ágúst 1990 Eg ferðast og veit, hvar mín for stefnir á, - ég fer til Guðs himnesku landa, ég fer, uns ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðar sorgin má né annað neitt ástvinum granda. (B.S. Ingemann - Stefán Thorarensen) í gær hefði Sigríður föðursystir mín orðið 70 ára. Hún var fædd að Húsum í Ásahreppi, dóttir hjón- anna Guðbjargar Snorradóttur og Einars Gíslasonar er þar bjuggu alla sína búskapartíð. Sigga, eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum, ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt þremur alsystkinum sínum, þeim Margréti, Óskari og Ágústu er öll lifa systur sína. Einn hálfbróður, samfeði-a, áttu þau, Stein, er ólst upp hjá móður sinni, Kristínu Vilhjálmsdóttur, á Eyrarbakka og er hann látinn. Eftir þessari frænku minni man ég fyrst á Skólavörðustíg 24, en þar bjó hún þá ásamt manni sínum, Einari Ágústssyni, stórkaupmanni, og börnum þeirra, Maríu, Einari og Guðbjörgu, en seinna eignuðust þau soninn Ágúst. Það var gaman -að koma til Reykjavíkur og hafa stans part úr degi hjá Siggu. Samskipti okkar urðu svo nánari er við búum í ná- býli hvor við aðra, hún flyst með fjölskyldu sinni í Safamýri 65 (nokkur hús á milli). Það var ávallt ánægjulegt þegar hún leit inn í kaffisopa og spjall, enda aldrei ar Guðjón féll skyndilega frá aðeins 38 ára gamall 1971. Við Örn lukum stúdentsprófi úr stærðfræðideild MA árið 1954 ásamt 33 öðrum meðstúdentum. Þessi bekkur gekk undir nafninu „Undri“ bæði á meðan við vorum við skólaim og lengi vel eftirá var hans minnst með þessu virðulega nafni. Að stúdentsprófi loknu skyldu leiðir um sinn þó við færumn í sama nám þ.e. vélaverkfræði. Örn settist á skólabekk við hinn virðu- lega og ævaforna Konunglega tækniháskóla í Stokkhólmi í Sví- þjóð á meðan ég tók fyrrihluta verkfræði við Háskóla íslands. Er ég ór í seinnihluta nám við Tækni- háskólann í Kaupmannnahöfn haustið 1957 hittumst við Örn oft- ar er hann átti leið um Kaupmanna- hofn. Örn lauk vélaverkfræðiprófi 1960 og starfaði fyrstu tvö árin í Svíþjóð við skólann sinn hjá Institu- tionen för Verktygsmaskiner. Þeg- ar hann snýr aftur heim árið 1962 starfar hann á fyrstu árunum hjá teiknistofu Sambandsins, verk- fræðistofunni Fjarhitun og hjá Iðn- aðarmálastofnun íslands ásamt því að reka eigin verkfræðistofu. Árið 1966 hóf Órn störf hjá Umbúða- miðstöðinni hf., fyrst sem verk- fræðilegur hönnuður og síðan sem framkvæmdastjóri hennar allt til 1974. Örn sagði méf einhverntím- ann að hann hafi hætt þar þegar reksturinn var kominn á góðan rekspöl, þá var kominn tírhi til að snúa sér aftur að verkfræði frekar en staðna í starfi við eitthvað fínt skrifborð og í mjúkum forstjóra- stól. Þetta lýsir mikið eðli Arnar hvernig hann tók skapandi og spennandi starf fram yfir þægind- in. Árið 1976 ræðst Órn til stál- smiðjusamtakanna Stáivers, sem var samsteypa nokkura fyrirtækja, sem höfðu tekið að sér að byggja jarðhitaaðveitu Kröfluvirkjunnar. Það stóð reyndar þannig á hjá mér að ég hafði tekið mér launalaust leyfi frá föstu starfi til að taka þátt i verkfræðilegri hönnun ailra mannvirkja við Kröfluvirkjun. Við Örn hittumst því sitt hvorum meg- in við samningaborðið, en ætíð lét- um við hið faglega ráða í okkar samskiptum, og datt hvorugum nokkurn tímann annað f hug. Störf nein lognmolla í kringum hana. Hún var mjög hreinskiptin og hress og sagði jafnan meiningu sína á mönnum og málefnum. Oft var rætt um liðna tíð og Hún borin saman við nútíðina, þar sem í dag eru öll þægindi, sem hugsast getur og létta fólki hin ólíku störf til sjáv- ar og sveita. Hún hafði líka reynsluna af hvoru tveggja, þar sem æskuheim- ili hennar var án mikilla þæginda, húsakynni í eldri kantinum, en ævintýri fyrir okkur krakkana. Það var ætíð tiihlökkun samfara virð- ingu fyrir hinum aldna og vinalega bæ að Húsum, sem gagntók sálina við að ganga inn bæjargöngin, koma í gamla hlóðaeldhúsið, sem stóð áfram þótt annað væri komið í staðinn. Og svo mætti áfram telja um æskuheimili hennar. Sigga var af þeirri kynslóð, sem naut þess að helga börnum sínum og heimili krafta sína og umhyggju, og bar heimili hennar þess glöggt vitni, myndarlegt og hlýlegt. Eftir að Guðbjörg, móðir henn- ar, varð ekkja bjó hún á heimili Siggu og Einars í mörg ár og naut umhyggju allrar fjölskyldunnar. Oft var margt um manninn hjá þeim hjónum, enda gestum ævin- lega vel fagnað. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað náið sam- band var milli Siggu og Maríu dótt- ur hennar, sérstaklega eftir lát Einars 1983. Það var mjög skemmtilegt að gleðjast með Siggu, hún var söngelsk og hafði gaman af að taka lagið í góðra vina hóp, 08 - 31 hjá Stálver fóru minnkandi eftir að framkvæmdum við Kröfluvirkj- un var Iokið og færði Örn sig um set árið 1980 og hóf störf hjá Trausts hf. sem hann vann hjá svo til óslitið fram til ársins 1988. Þar fékk Örn virkilega að njóta sín sem hönnuður á flóknum og nýstárleg- um tækjum til notkunar í fisk- vinnslu. Fyrirtækið dafnaði mikið og óx á þessum árum og seldi tæki og hugvit bæði innanlands og utan fyrir fleiri hundruð milljónir á ári. Ég held að Örn hafi notið sín best á þessum árum sem skap- andi verkfræðingur. Árið 1988 kenndi Örn sér þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Hann var þá á spítala í nokkra mánuði, og var talið að hann hefði alveg náð sér og komist yfrir veik indin. Þegar Örn hóf aftur störl 1989 starfaði hann að mestu sem sjálfstætt starfandi verkfræðingur með eigin verkfræðistofu fram til dauðadags. Síðustu störf hans voru aðallega endurhönnun og/eða breytingar á útfærslum við ýmsa framleiðsluferla. Til dæmis vann hann nokkur verk fyrir Álverið í Straumsvík. Örn kvæntist 1956, þegar hann var við nám í Svíþjóð, Kolbrúnu Björnsdóttur og eignuðust þau 4 börn: Ingu Jakobínu, lyfjafræðing, Stefaníu Birnu, hjúkrunarfræðing, Sigrúnu, lækni, og Björn Kristján, nema. Þau Kolbrún skildu 1975. Örn eignaðist eina dóttur, Hildi Hrönn, með Svanhildi Karlsdóttur. Síðustu árin bjó Öm með Önnu Árnadóttur og kveður hún ástkær- an mann. Ég og kona mín kynntums Emi hvort á sinn hátt.. Hún dvaldi á Dalvík eitt sumar sem unglings- stúlka og hitti oft í leik Örn og hans bernskuvini á björtum sumar- kvöldum. Þessi kynni voru þeim gleðileg og minntust þau þess, með eilitlum stríðnisglampa í augum, oft þegar við hittumst, sjálfsagt til að stríða mér. Við hjónin sendum Önnu, börn- um, barnabörnum og öllu nánasta skyldfólki, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng varðveitast í hjörtum okkar. Valdimar K. Jónsson og minnisstæð verður samveru- stundin er hún samfagnaði okkur fjölskyldunni á merkisdegi húsbón- dans. Þegar minningarbrotum er raðað saman um samferðafólkið, sem flyst yfir á annað tilverustig, þá verða ljúfu og góðu stundirnar það sem oftast kemur upp í hugann, þótt ekki gleymist áföll og mót- læti, sem flest allir verða að reyna í þessari jarðvist, og hún frænka var þar engin undantekning. Örlagadísirnar spunnu henni ekki ailtaf gullþræði að feta eftir. En hún stóð af sér með hetjulund margan brotsjó mótbyrs og veik- inda. Þegar dró að lokabaráttu hennar við þann sjúkdóm, sem læknavísindin ráða ekki allskostar við ennþá, stóð hún á meðan stætt varr og studd af sínum nánustu með umhyggju og ástúð. Blessuð sé minning hennar. Halldóra V. Steinsdóttir Sigríður Einars- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.