Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur skyldum að gegna í
félagslífi um þessar mundir.
Það hleypur á snærið í ástar-
málunum. Ferðalög, útivist og
skemmtanir eiga upp á pall-
borðið.
Naut
(20. april - 20. maí)
Þú kemur fjölskyldumálum í
samt lag í dag. Sumir þurfa
að taka vinnuna heim með sér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér gengur allt í haginn. Sam-
skipti við samferðamenn þína
og meðeigendur batna. Þú og
þinn betri helmingur ættuð að
gera ykkur dagamun.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þó þú kunnir að detta í lukku-
pottinn og græða peninga í
dag skaltu varast að eyða
þeim í skemmtanir því þá gufa
þeir fljótt upp. Keyptu heldur
eitthvað til heimilisins, t.d.
húsgögn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Kaflaskipti verða í sambandi
þínu við barn. Málin þróast
þér í hag um þessar mundir.
Hafðu frumkvæðið í því að
hafa samband við vini þína.
- Meyja
(23. ágúst - 22. septcmbcr)
Þér tekst að koma röð og reglu
á ýms mál sem verið hafa að
drabbast hjá þér, einkum
heima fyrir. Tekjur þínar ættu
að aukast úr þessu.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú tekur að þér að skipu-
leggja samkvæmi. Sumir falla
fyrir aðila af hinu kyninu.
Taktu heimboði ef það býðst.
Sþorödreki
(23. okt. - 21. nóvcmber)
Allt gengur þér í haginn á
vinnustað. Starfsframi þinn
virðist tryggður. Þú færð leyfi
til að hrinda ýmsum hugdett-
um þínum i framkvæmd og
hagnast á því. Stefndu á topp-
inn.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Ferðalag reynist mun ánægju-
legra en þig óraði fyrir. Dag-
urinn verður farssællegur í
ástarmálum. Útivist og heil-
brigt líferni er til bóta.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) t&
Þú lýkui' við rannsóknaiverk-
efni. Baktjaldamakk á vinnu-
stað ber árangur hvað starfs-
frama áhrærir. Heppnin verð-
ur með þér heimafyrir.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Hjón og sambúðarfólk nýtur
heimsókna til vina um þessar
mundir. Gleymdu starfinu og
framaraunum þínum í kvöld.
Nú er lag til að lappa upp á
samband þitt við aðra og
stofna til nýrrar vináttu.
. Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) tSí
Abatasöm tækifæri bjóðast í
dag og glæst framtíð virðist
brosa við. Þú kemst áfram á
frumkvæði og hugmynda-
auðgi. Til hamingju.
Stjörnuspúna á ai) lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staöreynda.
DÝRAGLENS
LJÓSKA
SMÁFÓLK
$juvCW)j}fictb & fcdtófi
S ckjxy&jtýffi.-fert (rrufr'
o^aílLlAgccokÍM^^f
fr&o tyycv rumnat'
(XYUL ~to AA/þvtf
jycnnrau (YruyviJi’
N&COI CA.aJie/r \
FOR6ET ITll!
Kæra Magga og Kata. Ég biðst af- Viljið þið að ég sendi fáeinar viðbót? Kæri Kalli. GLEYMDU ÞVÍ!!!
sökunar fyrir hundinn minn, að
hann skyldi sleikja allt kremið af
kökunum.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Frá því veldi ítala leið undir
lok hafa Bandaríkjamenn verið
sigursælastir á heimsmeistara-
mótum. Árið 1985 léku þeir úr-
slitaleik við Austurríki um Ber-
mundaskálina og unnu með 399
IMPum gegn 324 í 176 spila
leik. Kerfið lék Austurríkismenn
grátt í spili 8:
Vestur gefur; enginn á hættu.
Norður ♦ KD842 ¥ ÁG1063
Vestur ♦ 94 + 10 Austur
♦ 7 ♦ Á9653
¥ D42 111111 ¥5
♦ AKDG82 ♦ 106
+ AG8 Suður + KD975
♦ G10 ¥ K987 ♦ 753 • + 6432 Opinn salur.
Vestur Norður Austur Suður
Wolff Feicht. Hamman Rohan
1 lauf 2 tíglar 3 lauf 3 hjörtu
4 lauf 4 hjörtu 4 spaðar Pass
5 lauf Pass 6 lauf Pass
Pass Pass
Lokaður salur.
Vestur Norður Austur Suður
Terraneo Ross Fucik Pender
1 lauf 1 tígull 1 spaði 3 lauf
3 tíglar 3 hjörtu Pass Pass
3 grönd Pass Pass Pass
Báðir vesturspilararnir opna á
sterku laufi og fá á sig tvílita
innákomu. Munurinn er hins
vegar sá, að spaðasvar Fucik
sýndi fjölda „kontróla" (ása og
kónga), en Hamman gat sagt
eðlilega frá lauflitnum. Hamman
og Wolff runnu því í slemmuna,
en Terraneo og Fucik lentu í
slakasta geimsamningnum.
Gegn 3 gröndum hitti Ross á
hjartagosann út, sem Pender
drap á ás og spilaði sjöunni um
hæl, drottning og ás. Og til að
stífla ekki litinn spilaði Ross
næst undan tíunni og vörnin tók
5 fyrstu slagina: 14 IMPar til
Bandaríkjamanna. Þeir náðu
forystunni með þessu spili og
héldu henni óslitið til enda.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á franska meistaramótinu í
Montpellier um síðustu mánaða-
mót kom þessi staða upp í viður-
eign stórmeistarans Olivier Ren-
et (2.485), sem hafði hvítt og átti
leik, og alþjóðlega meistarans
Jean-Luc Seret (2.425).
18. Hxd5! - cxd5, 19. De4!
(Þessi skemmtilega krossleppun
kostar svart hrókinn á a8) 19. —
Kh8, 20. Bxd5 - Dc7, 21. Bxa8
og með mann yfir vann hvítur
auðveldlega, úrslit á mótinu urðu
þessi: 1.-2. Santo-Roman og Ren-
et 11 v. af 15 mögulegum, 3.
Koutly 19 v. 4.-5. Boris Spassky
og Bricard 9'A v., 6. Koch 9 v.,
7. Miralles 8 v., 8.-9. Sharif og
Prie 7V2 v., 10.-11. Huchard og
Anic 6 V2 v., 12.-13. Seret og
Apicella 6 v., 14. Chabanon 5V2
v., Haik 4 v., 16. Fayard 3 v.
Þrír stórmeistarar og tólf alþjóða-
meistarar tóþu þátt á mótinu.
Meðalstig þess voru 2.441 og var
það hið langsterkasta í sögu
franska skáksambandsins. Mótið
árinu áður þótti býsna sterkt, en
þá var sambærileg tala 2.379. Til
samanburðar má geta þess að
meðalstig á Skákþingi Islands í
Garðabæ um daginn voru 2.413
og er það sterkasta Islandsmótið
til þessa.