Morgunblaðið - 04.10.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991
ÍÞRfimR
FOLK
■ IVAN Lendl var sleginn út í
þriðju umferð opna ástralska meist-
aramótsins í tennis í vikunni.
Tvítugur Suður Afríkubúi, Wayne
Ferreira sigraði Tékkann, 4-6, 6-2,
5-7.
H DAVID Burrows, bakvörður
enska knattspyrnuliðsins Liverpo-
ol, meiddist á læri í Evrópuleiknum
. í Finnlandi í fyrradag og fór af
-’.velli. Þar með eru ellefu leikmenn
félagsins meiddir! Þar á meðal John
Barnes, Mark Wright, Dean
Saunders og fyrirliðinn, Ronnie
Whelan, sem þarf að fara í annan
uppskurð vegna meiðsla í hné. Ta-
lið var að hann gæti farið að leika
er í ljós kom að hann hafði ekki
náð sér af meiðslunum.
■ GARY Pallister, varnarmaður
Man. Utd. meiddist einnig í Evr-
ópuleik í vikunni og verður ekki
með gegn Liverpool á Old Trafford
á sunnudag.
I GAETANO Salvemini þjálfari
ítalska 1. deildarliðsins Bari var
. rekinn í vikunni og Pólverjinn
Zbigniew Boniek ráðinn í hans
stað.
■ JOHN Salako, enski landsliðs-
útheijinn hjá CrysUil Palace, sleit
krossbönd í hné í 1:0 sigurleiknum
gegn Leeds í vikunni og verður
ekki meira með í vetur — og varla
með fyrr en eftir heilt ár. Meiðsli
hans eru svipuð og þau sem Paul
Gascoigne varð fyrir í .vor.
H BRFiSJf/hnefaleikarinn Micha-
I Watson, sem slasaðist alvarlega
er hann mætti landa sínum Chris
Gubank í bardaga um heimsmeist-
aratitilinn í millivigt á dögunum
virðist á örlitlum batavegi. Watson
rotaðist og hlaut heilaskemmdir.
Læknar hafa greint einhverja heila-
starfsemi, en segja allt of snemmt
að segja til um hvort Watson nær
sér. Hann er enn í dái.
H TVEIR gullverðlaunahafar í
sundi Afríkuleikunum, sem lauk í
vikunni, féllu á lyfjaprófi; reyndust
hafa neytt anaþólískra stera, og
hafa því misst átta verðlaunapen-
inga sem þau unnu. Þetta voru
Senda Gharbi frá Túnis, sem vann
til fimm gullverðlauna í kvenna-
' Tlokki, og Egyptinn Emad el-Sha-
fei. Hann vann ein gull- og tvenn
silfui’verðlaun.
H YANNICK Noah, liðsstjóri
franska iandsliðsins í tennis, íhugar
nú að leika sjálfur í úrslitaleik Dav-
is-bikarkeppninnar — óopinberri
heimsmeistarakeppni landsliða —
gegn Bandarikjunum í næsta
mánuði. Hann hefur lítið leikið þar
sem af.er árinu, en er að hugsa
um að taka þátt í tvíliðaleiknum
gegn Bandaríkjamönnum.
H ÞÝSKA stúlkan Steffi Graf
varð í vikunni yngst kvenna til að
ná 500. sigrinum í einliðaleik í tenn-
er hún sigraði Petru Langrovu
frá Tékkóslóvakíu 6:0, 6:1 á móti
i Leipzig. Graf er 22 ára og þriggja
mánaða.
H JOHN McEnroe verður hugs-
anlega í liði Bandaríkjanna í úr-
slitaleik Davis-bikarkeppninnar,
sem fer fram í Lyon í Frakklandi
29. nóvember til 1. desember.
KORFUKNATTLEIKUR
Besta lið Evrópu leysist upp
Þjálfari og fimm leikmenn Evrópumeisfara Jugoplasfika flúnir frá Split
ÞJALFARI og fimm leikmenn
Evrópumeistara Jugoplastika
eru flúnir frá Split í Júgóslavíu
vegna stríðsástandsins sem
ríkir þar og allt útlit er fyrir
að besta körfuknattleikslið
Evrópu leysist upp.
Þjálfari Evrópumeistaranna,
Ranko Zeravica, llúði tii
heimabæjar síns Belgi-ad, og þeir
Zoran Savic og Zoran Sretenovic,
en þremenningarnir eru Serbar,
og Svartfellingarnir Luka
Pavicevic. Nebojsa Razie og Veli-
bor Radovic, flúðu saman en ekki
er vitað hvert.
Búið er að ráða nýjan þjálfara
en þar sem fimm lykilmenn vant-
ar í liðið og lítið er hægt að æfa
vegna ástandsins er útlitið ekki
bjart hjá þessu stórliði. „Það er
stríð hér og sannast sagna hugsa
fáir um körfubolta á meðan,"
sagði einn forráðamanna félags-
ins í gær en vildi ekki láta nafns
síns getið.
Hann sagði að liðið gæti trúlega
ekki varið titilinn þar sem það
tæki líklega ekki þátt í deildar-
keppninni í Júgóslavíu. „Ef við
verðum að leggja alla starfsemi
niður um tíma, þá gerum við það.
Við eigum engra annarra kosta
völ,“ sagði hann.
Formaður júgóslavneska körfu-
knattleikssambandsins sagði að
vegna ástandsins væri hugmyndin
að leika deildina í tveimur riðlum,
austur og vestur og síðan úrslita-
keppni fjögurra efstu liða úr hvor-
um riðli. „Ef lið frá Króatíu og
Slóvaníu geta ekki fallist á þetta
þá er aðeins einn möguleiki eftir,
að leika deiidina án þeirra,“ sagði
Uzelac formaður og bætti því við
að liðin yrðu að gefa svar fyrir
laugardaginn þannig að máiin
munu skýrast um helgina.
í apríl varð Jugoplastika fyrst
liða til að verða Evrópumeistari
þrjú ár í röð og mánuði síðar varð
liðið meistari í Júgóslavíu sjötta
árið. í röð. Nafninu hefur verið
breytt í Slobodna Dalmacija eftir
fyrirtæki sem styrkir liðið, en nú
er allt útlit fyrir að félagið leysist
upp — um tíma að minnsta kosti.
Urvalsdeildin í körfuknattleik hefst um helgina:
Meisturum UMFIM og
ÍBK spáð bestu gengi
ÍSLANDSMEISTARAR
Njarðvíkinga eða Keflvíkingar
verða íslandsmeistarar íkörfu-
knattleik ef marka má spá for-
svarsmanna og leikmanna Úr-
valsdeildarfélaganna sem gerð
var á blaðamannafundi í gær
þar sem keppnistímabilið, sem
hefst um helgina, var kynnt.
Það voru einmitt þessi tvö lið
sem léku til úrslita um meist-
aratitilinn á síðasta keppnistímabili.
Ef spá blaðamanna er höfð til hlið-
sjónar þá munu Njarðvíkingar hafa
það aftur í vetur því samkvæmt
þeirri spa verður UMFN í fyrsta
sæti og ÍBK í öðru.
Annars eru leikmenn og blaða-
menn ótrúlega sammála um hvernig
lokastaðan verður. Skoðum fyrst
spá leikmanna:
1.-2.UMFN/ÍBK, 125 stig, 3. KR,
106 stig, 4. Valur, 102 stig, 5.
Grindavík, 88 stig, 6. Haukar, 61
stig, 7. Þór, 59 stig, 8. Tindastóll,
49 stig, 9. Skallagrímur, 25 stig,
10. Snæfell, 20 stig.
Blaðamenn spáðu þannig:
1. UMFN, 58 stig, 2. ÍBK, 49 stig,
3.-4. KR/Valur, 47 stig, 5.
Grindavík, 36 stig, 6. Tindastóll,
27 stig, 7. Haukar, 26 stig, 8. Þór,
22 stig, 9.-10. Snæfell og Skalla-
grímur, 9 stig.
Keppni í úrvalsdeildinni hefst á
sunnudaginn kl. 20 með þremur
leikjum. í A-riðli mætast KR og
Tindastóll í íþróttahúsinu á Selt-
jarnarnesi og í B-riðli mætast ann-
ars vegar Grindavík og Þór suður
með sjó og að Hlíðarenda
Reykjavíkurmeistarar Vals og
Haukar.
Tveir bestu bakverðir landsins; Jón Kr. Gíslason ÍBK (t.h.) og Páll Kol-
beinsson KR. Því er spáð að Jón og fjélagar muni veita meistururum UMFN
mesta keppni í baráttunni um íslandstitilinn. KR-ingum ereinnigspáð velgengni.
Mikill áhugi á Sudurnesjum
Mikill áhugi er fyrir komandi
keppnistímabili á Suður-
nesjum eins og endranær. í
Njarðvíkum hefur verið stofnaður
stuðningsmannaklúbbur og hafa
þegar rúmlega 100 manns skráð
sig í klúbbinn. Njarðvíkingar
segja að þetta sé mikið fullorðið
fólk sem ekki hafi sótt leiki félags-
ins reglulega hingað til og því sé
þetta viðbót við það sein fyrir
var. Mikil stemning er fyrir því
að styðja vel við bakið á liðinu
og fylgja því einnig í útileiki.
í Keflavík er einnig öflugur
stuðningsmannaklúbbur og hafa
meðlimir hans ákveðin forréttindi
á leikjum IBK. Þeir eru öruggir
um sæti og eru þau númeruð,
þeir fá veitingar í leikhléi og
nokkrum sinnum á vetri kemur
þjálfari liðsins á fundi hjá klúbb-
num og ræðir starfið og hvað
verið er að gera.
ÍÞRÚmR
FOLK
H IAN Rush hefur verið boðinn
nýr samningur hjá Liverpool og á
hann að vera til þriggja ára. Samn-
ingur hans við félagið rennur út
eftir þetta keppnistímabil en Rush,
sem verður þrítugur síðar í mánuð-
inum, hefur nú verið hjá félaginu í
11 ár ef undan er skilið eitt ár hjá
Juventus á Ítalíu. Nýi samningur-
inn tryggir Rush um 700.000 ISK
á viku.
H PETER Reid, stjóri Man. City
í Englandi, hefur boðið meisturum
Arsenal 800.000 pund í framheij-
ann Perry Groves, sem ekki hefur
náð að tryggja sér í sæti í liðinu.
H GARY Lineker, fyrirliði Tott-
enham, kom beint af sjúkrahúsinu
í Evrópuleikinn gegn Hajduk Split
í fyrrakvöld. Kona hans eignaðist
fyrsta barn þeirra hjóna fyrr um
daginn — dreng sem skýra á Georg.
H DAGRÚN Ólafsdóttir sjúkra-
þjálfari var á bekknum hjá Vals-
mönnum þegar þeir léku gegn Sion
í Evrópukeppninni á miðvikudag-
inn.
H STÚLKURNAR í Stjörnunni
í Garðabæ sem léku í 2. deild í
sumar voru duglegar við að skora.
Þær gerðu 138 mörk í deildinni og
skoruðu því meira en karlalið Gróttu
í 4. deildinni, sem gerði 106 mörk
í deildinni í sumar eins og sagt var
í blaðinu á þriðjudaginn.
ADOFINNI
Öskjuhlíðar-
hlaup ÍR
Hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR
fer fram á morgun, laugardag
og hefst klukkan 12 á hádegi við
Perluna. Þátttakendur geta valið
um að hlaupa 3,5 kíómetra eða 7
kílómetra. Keppt er í sjö aldurs-
flokkum og skráning fer fram við
rásmarkið frá kl. 10.30.
Skálahlaup Fram og Ármanns
Skálahlaup skíðadeilda Fram og
Ármanns verður í Bláfjöllum á
morgun, laugardag og verður
hlaupið frá skíðaskála Ármanns að
skíðaskála Fram. Hlaupið hefst kl.
14 og er keppt um bikar sem Ár-
menningar afhentu Frömurum þeg-
ar þeir vígðu skálann.
Námskeið fyrir þjálfara og leiðbeinendur
í frjálsíþróttum verður haldið á Laugarvatni 11.-13. október.
Námskeiðsgreinar: Þjálfun afreksfólks ífjölþraut, sprett-
og grindahlaupum.
Kennarar verða Karl Zilch og Frank Hensel, en hann
er landsliðsþjálfari Þjóðverja í grindahlaupi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar,
sími 91-685525.
Frjálsíþróttasamband íslands.
KKI semur við Austurbakka
Körfuknattleikssambandið og
Austurbakki hf. gengu frá
samningi í gær og mun Austur-
bakki samkvæmt honum sjá sam-
bandinu fyrir búningum, skóm,
boltum og íþróttadrykkjum fyrir
andvirði 3,5 milljónar króna næstu
þijú árin. Fyrsta árið verður það
1,5 milljón en næstu tvö ár ein
milljón hvort ár.
Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ
sagði við þetta tækifæri að þetta
væri sjötta árið sem sambandið
semdi við Auturbakka og að þessu
sinni væri um tvöfalt hærri upphæð
að ræða en áður, enda væri kvenna-
landsliðið nú tekið með.
Árni Þ. Árnason hjá Austurbakka
sagði að samstarfið hefði gengið
vel og að KKÍ stæði alltaf við samn-
inga og við svoleiðis menn væri
gott að eiga viðskipti við. „Það er
ánægjulegt að sjá gróskuna í körf-
unni hér á landi og æskulýðsstarfið
er öflugt," sagði Árni.