Morgunblaðið - 04.10.1991, Síða 44
VÁTRYG6ING
SEM BRÚAR
BILIB
SJOVÁ
LMENNAR
FOSTUDAGUR 4. OKTOBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Eftirlitsátak vegna sjóðvéla og sölureikninga:
■... ■ V--------
Um 70% reyndust ekki
með skráningu í lagi
EFTIRLITSÁTAK skattrannsókn-
arstjóra vegna sjóðvéla og sölu-
reikninga, sem lauk formlega 1.
september, leiddi í ljós að form á
frumskráningu sjóðvélaskyldra
aðila og reikningaskyldra aðila
var. á einhvern hátt ábótavant hjá
tæplega 70% þeirra sem eftirlitið
náði til. Það náði til 5.544 aðila,
og reyndist form á frumskráning-
unni vera í lagi lijá 1.698 þeirra.
Að sögn Guðmundar Guðbjarna-
sonar skattrannsóknarstjóra var
búnaður sjóðvéla eða form reikninga
ekki í lagi hjá tæplega 38% þeirra
sem eftirlitið náði til þann 1. sept-
ember, eða hjá 2.088 aðilum. Þeim
var sent bréf þar sem gerð var grein
fyrir athugasemdum, og hefur þeim
síðan verið fylgt eftir með heimsókn-
um. Hjá 1.750 aðilum, eða tæplega
32%, voru gerðar athugasemdir
vegna útfyllingar á reikningseyðu-
blöðum, en á þessu stigi hafa þeir
ekki fengið neinn eftirrekstur að
sögn Guðmundar. „Margir þeirra
sem búið er að heimsækja eru komn-
ir með málin í lag en þetta er ástand-
ið eins og það blasti við okkur á
skoðunardegi. Endanleg útkoma
mun væntanlega liggja fyrir um
miðjan nóvember," sagði hann.
Guðmundury sagði grundvallar-
atriði að skráning væri í lagi hjá við-
komandi aðilutn, og þá um leið skil
á virðisaukaskattinum, og síðan ekki
síst að virðisaukaskyld fyrirtæki
væru með reikninga í formlegu lagi,
sem síðan mætti rekja milli bók-
halda. Hann sagðist vera þeirrar
skoðunar að eftirlitsátakið ætti eftir
Lenti á ein-
um hreyfli
MIKILL viðbúnaður var á
Reykjavíkurflugvelli síðdegis í
gær þegar Fokker-vél Flugleiða,
sem gekk aðeins á öðrum hreyfli,
lenti á Hugvellinum. Vélin var að
koma frá Hornafirði með 10 far-
þega.
Slökkvibílar og sjúkralið var í við-
bragðsstöðu þegar vélin lenti rétt
fyrir kl. 16. Lendingin tókst mjög
vel, enda var vindátt hagstæð.
Fiugturninn á Reykjavíkurflug-
velli fékk aðvörun um bilunina þegar
vélin var um 10 rnílur frá landi.
Ekki fengust upplýsingar um Iivenær
hreyfillinn stöðvaðist, en ólíklegt er
talið að ísing hafi orsakað bilunina.
að skila sér vel. og þá ekki síst í
sambandi við innheimtu á virðisauka-
skatti. Átta manns unnu sérstaklega
að eftirlitinu á vegum skattrannsókn-
arstjóra frá því í ársbyijun til 1. sept-
ember, og sagði Guðmundur að helsti
kostnaður við verkefnið hefði verið
launa- og ferðakostnaður þessara
aðila.
HM í hriris:
Island í úrslít
Islenzka landsliðið í brids
tryggði sér í gær sæti í 8 sveita
úrslitum Heimsmeistaramótsins,
sem nú stendur yfir í Yokohama
í Japan.
Tvær síðustu umferðirnar í undan-
úrslitunum verða spilaðar í dag. Fyr-
ir þær hefur ísland forystu í sínum
riðli, 218,25 stig en Bretar koma
næstir með 199 stig.
Sjá nánar á bls. 18.
Björgnnarþyrla á flugi
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Hin nýja björgunarþyrla bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið í æfíngaflugi undan-
farna daga. Þyrlan er af gerðinni Sikorsky og er mun öflugri og með betri útbúnað en þyrlurnar, sem þær
leysa af hólmi. Eldri þyrlurnar hafa bjargað lífi 250 íslendinga frá stofnun björgunarsveitarinnar 1977.
Miklar skemmdir í illviðri í gær:
Hætta á aurskriðum aust-
anlands í kjölfar úrfellis
FOKTJÓN varð víða á Norður- og Vesturlandi í gær af völdum
óveðursins sem gekk yfir landið. Göniul beinamjölsverksmiðja á
Siglufirði hrundi og rafmagns- og símasambandslaust varð í bænum
um tíma. Þök tveggja húsa í bænum sviptust af í heilu lagi. Mikið
tjón varð einnig á Húsavík. Landhelgisgæslan varaði sjófarendur
við að sigla um Látraröst út af Látrabjargi vegna óveðurs. Um 100
skip voru á sjó í gærkvöldi. Veðurstofan spáir inikilli úrkoinu austan-
lands í dag, með hættu á aurskriðum.
á ísafirði við ferðum á heiðina.
Miklar rigningar urðu samfara
óveðrinu á Austurlandi í fyrrinótt
og féllu fjórar aurskriður í Fagra-
dal, milli Reyðarfjarðar og Héraðs.
Á Neskaupstað flæddi vatn inn í
íbúðarhús og hlutust talsverðar
skemmdii' af því, að sögn lögregl-
unnar á staðnum. Þá sló út tveimur
vatnsdælum í bænum árla gær-
morguns en engin vandræði hlutust
af því.
Ofsaveður og snjókoma var á
Breiðdalsheiði og varaði lögreglan
Vegaeftirlitsmenn mældu þar 98
hnúta hraða. Björgunarsveitar-
menn voru í viðbragðsstöðu í allan
gærdag á Vestfjörðum. Versta
veðrið var um hádegisbilið. Þá
mældust 12 vindstig í Æðey. Laus-
ir hlutir, þakplötur og spýtnabrak,
fauk um götur í Súgandafirði og
fjórar rúður brotnuðu í mannlausu
einbýlishúsi í Hnífsdal.
15 bílar lentu utan vegar á Hellis-
heiði í fyrrinótt vegna hálku og ill-
viðris og þar varð einn árekstur. Á
Suðuríjöru í Hornafirði liðaðist
vinnuskúr í eigu Hagvirkis í sundur
og brakið úr honum hvarf út í
veðurofsann.
Veðurstofan gaf út aðvörun í
gærdag vegna ísingar og ókyrrðar
í lofti og lá allt flug niðri hjá Flug-
leiðum eftir kl. 4. Magnús Jónsson
veðurfræðingur sagði að víðáttu-
mikil og djúp lægð, sem valdið hefði
óveðrinu, væri heldur að grynnast
en að veður færi ekki að ganga
niður að ráði fyrr en á laugardag.
Hann sagði að norðanmegin lægð-
arskilanna væri mest úrkoma og
hefði t.a.m. mælst 92 mm. úrkoma
á Reyðarfirði á hálfum sólarhring.
Reiknað væri með að skilin færðust
aftur í austurátt og gert væri ráð
fyrir mikilli úrkomu á Austurlandi
með tilheyrandi hættu á aurskrið-
um.
Sjá einnig Akureyrarsíðu bls. 26
Hagvirki og ístak:
70 starfsmönnum sagt upp
Búist við uppsögnum hjá fleiri verktakafyrirtækjum á næstunni
FJÖRUTÍU starfsmönnum hjá Hagvirki hf. var sagt upp um
mánaðamótin og þrjátíu starfsmönnum hjá ístaki hf. Mikill verk-
efnaskortur og samdráttur virðist yfirvofandi hjá verktakafyrir-
tækjum á landinu og er þess að vænta að fleiri fyrirtæki segi
upp starfsmönnum á næstu vikutn, að sögn Pálma Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Verktakasambands íslands.
Að sögn Steindóru Bergþórs-
dóttur, starfsmannafulltrúa hjá
Hagvirki, er mikill verkefnaskort-
ur framundan hjá fyrirtækinu og
var því brugðið á það ráð um
mánaðamótin að segja upp 40
starfsmönnum.
„Ástandið er verra nú en það
hefur verið undanfarin ár en það
mætti bæta mjög með því að ríki
og sveitarfélög áætluðu betur
fram í tímann og byðu út meira
af verkum yfir vetrartímann. Á
þann hátt gætu verktakafyrirtæki
skipulagt betur vinnutæki sín og
mannskap," sagði Steindóra í
samtali við Morgunblaðið.
Að sögn Páls Siguijónssonar,
forstjóra Istaks, varþijátíu starfs-
mönnunum sagt upp um mánaða-
mótin vegná árstíðasveiflna en
uppsagnirnar voru fleiri en verið
hefur undanfarin haust.
Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Verktakasambands
íslands, segir að tilfinnanlegur
verkefnaskortur sé, einkum í jarð-
vinnu. „Það ríkir gríðarleg óvissa
um framvinduna. Verði ekkert af
álversframkvæmdum á næsta ári
sjá menn fram á mesta samdrátt
í byggingariðnaði í heilan ára-
tug,“ sagði Pálmi.
* ■
Armann
flytur í
Grafarvog
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Glímu-
félagið Ármann fái aðstöðu í
Rimahverfi við Borgarholt í Graf-
arvogi. Þar er gert ráð fyrir 10
hektara íþróttasvæði og er fyrir-
hugað að íþróttamannvirkin verði
rekin í samvinnu við Reykjavíkur-
borg og skólayfirvöld. Jafnframt
mun Armann láta af hendi fim-
leikahúsið við Sigtún.
Að sögn Júlíusar Hafstein for-
manns íþrótta- og tómstundarráðs,
hefur Ármann óskað eftir að koma
upp aðstöðu í nýju hverfunum, þar
sem núverandi svæði félagsins sé
orðið of lítið og ekki útlit fyrir að
frekari uppbygging þar svari kostn-
aði. „Að athuguðu máli var ákveðið
að úthluta félaginu svæði sem liggur
að nýju hverfunum við Borgarholt í
Grafarvogi," sagði Júlfus. „Þarna er
um töluvert svæði að ræða eða um
10 hektara og er gert ráð fyrir að
þar verði mannvirki á vegum borgar-
innar og skólanna og að þau verði
samnýtt með íþróttafélaginu. Ár-
mann mun jafnframt láta af hendi
fimleikahúsið við Sigtún og mun fé-
lagið ekki hafa aðstöðu þar áfram.
Mun borgin þá væntanlega nýta
húsið undir aðra starfsemi þegar að
því kemur. Ennþá hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvort borgin
kaupir húsið af félaginu."