Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 1

Morgunblaðið - 01.11.1991, Page 1
72 SIÐUR B/C/D 249. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991■Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Vilja stofna sinn eigin seðlabanka Gera ráð fyrir að hann fái umráð yfir gnll- og gjaldeyriseign Sovétríkjanna Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur lagt til, að stofnaður verði sérstakur rússneskur ríkisbanki, sem fengi umráð yfir gull- og gjaldeyriseign sovéska alrikisins. Segist Jeltsín hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess, að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, hafi viljað auka peningamagn í umferð án þess að leita samráðs við lýðveldin. Hanan Ashrawi, talsmaður Pal- estínumanna, sagði að ræða Sham- irs ylli „skelfilegum vonbrigðum” og Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sakaði ísraelska forsætisráðherrann um að fara rangt með staðreyndir og rangtúlka mannkynssöguna. Hann sagði að arabísku sendinefndirnar ættu ekki að hefja viðræður við ísraela um efnahagssamvinnu fyrr en ísraelar féllust á tilslakanir til að greiða fyrir samkomulagi um hernumdu svæðin. Hann hafnaði einnig áskor- un Bandaríkjastjórnar um að deilu- aðilarnir reyndu að fínna málamiðl- unarlausn. Shamir lagði meðal annars til að fyrirhugaðar samningaviðræður Israela og araba yrðu haldnar í ísra- el og arabaríkjunum. Fulltrúar Jórdana, Sýrlendinga og Palestínu- manna höfnuðu tillögunni þegar í stað og sökuðu Israela um að hafa brotið samkomúlag við Bandaríkja- stjórn um að viðræðurnar færu fram í Madrid. Bandarískur emb- ættismaður sagði þó að ekki mætti gera of mikið úr þessum ágrein- ingi. „Við vorum við því búnir að sendinefndirnar myndu setja hörð skilyrði þannig að ræður þeirra hingað til hafa ekki komið á óvart,” sagði hann. Ræða Shamirs markaði tímamót að því leyti að fulltrúar næstum allra arabaríkjanna hlýddu í fyrsta skipti í 43 ára sögu ísraels á ávarp Ieiðtoga landsins án þess að ganga út. Forystumenn friðarhreyfinga í ísrael tóku henni vel, sögðu að Shamir héldi „öllum dyrum opn- um”, en urðu fyrir vonbrigðum með að hann skyldi ekki hafa lýst því Að sögn rússnesku fréttastof- unnar, RIA, hefur Jeltsín sent rússneska þinginu tillögu þess efn- is, að gull- og gjaldeyriseign Gos- bank, sovéska ríkis- eða seðla- bankans, verði látin renna til nýs, rússnesks ríkisbanka en sam- kvæmt fyrirhuguðum efnahags- samvinnusáttmála sovésku lýð- veldanna eiga þessar eignir, og skuldirnar líka, að skiptast á milli þeirra. Síðastliðinn mánudag hvatti Jeltsín til þess, að komið yrði bönd- um á peningaframboðið en hag- fræðingar segja, að það sé alveg stjórnlaust. Kunni Gosbank engin önnur ráð við fjárlagahallanum en að prenta meira og meira af seðl- um. Snemma í síðasta mánuði fór Gorbatsjov fram á það við bank- yfir að landnám gyðinga á her- numdu svæðunum yrði stöðvað um stundarsakir að minnsta kosti til að greiða fyrir friðarsamkomulagi. Sjá fréttlr af friðarráðstefn- unni á bls. 22. ann, að hann útvegaði 30 milljarða rúblna upp í hallann, en hann er talinn verða 240 milljarðar rúblna á þessu ári. RIA hefur það eftir Jeltsín, að þessi bón Gorbatsjovs brjóti í bága við efnahagssáttmálann auk þess sem Rússar vilji tengjast hinu al- þjóðlega efnahagslífi og því verði þeir sjálfir að geta stjórnað pen- ingaframboðinu. --------------- Pólland: Flokkur Mazo- wieckis með flesta þingmenn Lýðræðissambandið, flokkur Tadeusz Mazowieckis, fyrrum forsætisráðherra, fékk flest at- kvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi á sunnu- dag. Talningu atkvæða lauk í gær- kvöldi og samkvæmt upplýsingum þeim sem Morgunblaðið aflaði sér í Varsjá, höfuðborg Póllands, hlaut flokkur Mazowieckis 12,31% at- kvæða og 62 menn kjörna. Næstir komu fyrrum kommúnistar, sem buðu fram undir nafni Lýðræðis- bandalags vinstrimanna, en þeir fengu 11,98% atkvæða og 60 menn kjörna. 460 fulltrúar sitja í neðri deild pólska þingsins. Bilun í tölvukerfi olli því að úrslitin voru ekki birt fyrr en í gærkvöldi. Reuter Palestínumenn á Vesturbakka Jórdanar fagna ræðu eins af fulltrúum þeirra, Haidars Abdel-Shafis, á ráðstefnunni um frið í Miðausturlöndum í Madrid í gær. Arabar út um allan heim fylgdust af athygli með því er Abdel-Shafi hvatti Israela til að fallast á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Miðausturlandaráðstefnan í Madrid: Skilyrði deiluaðilanna fyrir frekari viðræðum stangast á Agreiningur um hvar efna skuli til frekari samningaviðræðna Madrid. Reuter. FULLTRÚAR ísraela og araba á ráðstefnunni um frið í Miðaustur- löndum lögðu í gær fram skilyrði fyrir frekari viðræðum, sem stöng- uðust mjög á. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels, varaði við því að arabar myndu hætta á að viðræðurnar sigldu í strand ef þeir héldu til streitu kröfu sinni um að ísraelar létu af hendi land- svæðin sem þeir hernámu í stríðinu árið 1967. Arabísku sendinefnd- irnar lögðu hins vegar áherslu á að ekki væri hægt að semja um varanlegan frið í þessum heimshluta nema Israelar skiluðu her- numdu svæðunum. Þá kom upp ágreiningur um hvar efna skyldi til fyrirhugaðra samningaviðræðna í kjölfar ráðstefnunnar. Bandaríska tímaritið Forbes gagnrýnir Grænfriðunga: Tryggðu hvalveiðibann með prettum og fjárframlögum VIRT bandarískt viðskiptatímarit, Forbes, hefur birt grein, þar sem fram kemur hörð gagnrýni á umhverfisverndarsamtökin Grænfriðunga og David McTaggart, fyrrverandi formann og núverandi heiðursformann þeirra. Samtökin eru þar sögð hafa beitt prettum og varið milljónum dala til að tryggja að Alþjóða- hvalveiðiráðið samþykkti bann við hvalveiðum árið 1982. Tímaritið hefur eftir Francisco Palacio, fyrrverandi ráðgjafa Grænfriðunga, að hann og Mc- Taggart hafi ásamt samstarfs- mönnum sínum fundið leið til að fá bannið samþykkt. Þeir hafi notfært sér fátæk ríki og nokkur smáríki, sem höfðu nýlega öðlast sjálfstæði, og fengið þau til að ganga í ráðið. Samtökin hafi greitt árgjöld vegna aðildar ríkj- anna að ráðinu, 20-30.000 dali (1,2-1,8 milljónir ÍSK) fyrir hvert ríki, og einnig staðið straum af kostnaði vegna þátttöku þeirra á fundum þess. Palacio segir ennfremur að for- ystumenn samtakanna hafi skipað sjálfa sig eða vini sína sem vís- indamenn eða fulltrúa þessara ríkja á fundum hvalveiðiráðsins. Hann hafi sjálfur verið fulltrúi St. Luciu, en hann er kólumbískur ríkisborgari og býr í Miami í Bandaríkjunum. Fulltrúi Antigua var bandarískur vinur Palacios og Panama franskur vinur McTaggarts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.