Morgunblaðið - 01.11.1991, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
Rjúpur limlestar í Borgarfirði:
Bæði reið o g sár yf-
ir þessu háttalagi
- segir Þórunn Eiríksdóttir
húsfreyja á Kaðalstöðum II
TVÆR rjúpur úr hópi 20-30 rjúpna sem hafast við vetrarlangt
við bæinn Kaðalstaði í Borgarfirði voru illa leiknar af skotveiði-
mönnum um síðustu helgi. Ónnur þeirra svo illa leikin af skotsá-
rum að hún lifði ekki daginn, en hin tórði með annan vænginn
skotinn af í nokkra daga. Þórunn Eiríksdóttir, húsfreyja á Kaðal-
stöðum II, segir að hún sé bæði reið og sár yfir háttalagi þeirra
er þetta gerðu enda telur hún ekki heilbrigt af þeim sem skutu
á rjúpurnar að skilja við þær í þessu ásigkomulagi.
Ljósmynd/Kristján Soffaníasson
Rjúpan sem vængurinn var skotinn af lifði þannig í nokkra daga.
„Það hefur verið hópur af ijúp-
um sem dvalið hefur í tijárækt-
inni við bæ okkar nú nokkra und-
anfarna vetur og þetta eru alveg
yndislegir og elskulegir fuglar,”
segir Þórunn. „Nú í vetur hafa
tjúpurnar verið alveg dauðspakar
og hafst við eiginiega undir hús-
veggnum hjá okkur. Og það hefur
greinilega verið skotið á þennan
hóp þrátt fyrir að stórt skilti hér
við veginn segi að stranglega sé
bannað að skjóta fugla á túnum
Kaðalstaðabæjanna.”
í máli Þórunnar kemur fram
að ijúpnahópurinn komi í tijá-
ræktina við bæinn í september,
skömmu áður en veiðitíminn
hefst, og haldi sig þar frameftir
vetri en hverfi á brott er byijar
að vora. „Okkur hér á bænum
þykir orðið ákaflega vænt um
þessa fugla enda eru þeir nær
jafnspakir og heimilshænsni,"
segir Þórunn. „Það var því mjög
sárt að sjá tvær af þessum ijúpum
jafnilla leiknar og raun bar vitni
en við höfum engar upplýsingar
um hveijir voru þama að verki.”
Meitilinn:
Hlutafjárút-
boð framlengt
um mánuð
STJÓRN Meitilisins í Þorláks-
höfn hefur ákveðið að fram-
lengja 150 milljóna króna hluta-
fjárútboð sitt um einn mánuð.
Utboði þessu átti að ljúka í dag,
1. nóvember.
Marteinn Friðriksson, stjórnar-
formaður Meitilisins, segir að á
þeim mánuði sem liðinn er frá því
að hlutaíjárútboðið hófst hafi ekk-
ert nýtt hlutafé komið inn í fyrir-
tækið. Framlenging útboðsins er
hins vegar gert að beiðni hluthafa
sem telja líkur á að nýtt fé náist
inn á næstunni.
Þótt reksturinn á Meitlinum hafi
verið erfiður á síðustu árum hefur
vinnsla í fyrirtækinu verið í fullum
gangi allt þetta ár. Aðspurður um
hvað gerist ef ekki tekst að ná inn
nýju hlutafé segir Marteinn að hann
geti ekki á þessari stundu spáð um
slíkt.
VEÐUR
I DAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 1. NÓVEMBER
YFIRLIT: Um 250 km vestur af írlandi er víðáttumikil 970 mb. lægð,
sem grynnist en hreyfist lítið.
SPÁ Norðaustan átt, gola og kaldi. Rigning eða súld á Norður-
og Austurlandi en að mestu þurrt sunnanlands og vestan. Hiti-4-10
stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi norðaustan átt, rigning eða
slydda á Norður- og Austurlandi en þurrt suðvestan til. Hiti rétt
yfir frostmarki norðvestanlands en allt að 10 stig á Suðausturlandi.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss norðan- og norðaustan átt. Snjó-
koma eða éljagangur á norðanverðu landinu en skýjað með köflum
syðra. Kólnandi veður.
Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/■»/■» Slydda
/ * /
* * *
* * * » Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
#
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
/ VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 5 skýjað Reykjavík 9 léttskýjað
Bergen 10 skýjað
Helsinki 8 alskýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Narssarssuaq x0 léttskýjað
Nuuk 2 rigning
Ósló 5 rigning
Stokkhólmur vantar
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 9 mistur
Barcelona 16 þokumóða
Beriin 3 helðskirt
Chicago 6 súld
Feneyjar S þokumóða
Frankfurt 4 mistur
Giasgow 7 rigning
Hamborg 3 skýjað
London 13 alskýjað
Los Angeles 10 heiðskírt
Lúxemborg S þoka
Madríd 13 mistur
Malaga 19 mistur
Mailorca 21 skýjað
Montreal 7 hálfskýjað
NewYork 12 alskýjað
Orlando vantar
París 9 alskýjað
Madeira 21 léttskýjað
Róm 13 þokumóða
Vín 4 léttskýjað
Washington 10 skýjað
Winnipeg +15 léttskýjað
Neyðarhnappur
forðar eldsvoða
TALIÐ er að neyðarhnappur hafi forðað því að ekki hlaust af slys
þegar eldur kom upp á miðvikudagskvöldið í íbúð sem er í bygg-
ingu Samtaka endurhæfðra mænuskaðaðra við Sléttuveg. íbúinn, sem
er fatlaður, gat gert öryggisverði frá Securitas viðvart með því að
senda boð með neyðarhnappi sem er tengdur stjórnstöð öryggisgæsl-
unnar en íbúðin var þá að fyllast af reyk, að sögn Hannesar
Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Securitas.
Tókst öryggisverðinum fljótlega
að kæfa eldinn sem kom upp í eld-
húsi. Kona sem var gestkomandi í
íbúðinni hafði verið við elda-
mennsku en þurfti að bregða sér
frá og kviknaði þá í út frá pönnu.
íbúinn var rúmliggjandi og sendi
boð til Securitas þegar reykur barst
um íbúðina. Þegar öryggisvörurinn
kom á staðinn var konan komin
aftur og hafði reynt að sketta vatni
á eldinn en við það gaus eldurinn
upp og var íbúðin að fyllast af reyk.
Öryggisverðinum tókst strax að
kæfa eldinn og þurfti ekki að kalla
til slökkvilið. Engar verulegar
skemmdir urðu af völdum reyksins.
Þrír slösuðust í árekstri
vegna framúraksturs
Þrír menn slösuðust í hörðum árekstri á Kjalvegi, skammt frá síjóm-
búðum Blönduvirkjunar í gær. Areksturinn er rakinn til framúrakst-
urs. Einn mannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á
Borgarspítalann. Hann var mikið brotinn en ekki talinn í bráðri lífs-
hættu, að sögn lögreglu.
Slysið varð í brekku. Sendibíl var
ekið upp brekkuna en Skoda-bíl á
leið niður var ekið fram úr öðrum
bíl og framan á sendibílinn. Þeir
þrír sem í Skodanum voru slösuð-
ust allir, farþegi í framsæti mest.
Hinir lágu í gær á sjúkrahúsinu á
Blönduósi, skornir og vankaðir, að
sögn lögreglu. Ökumann sendibíls-
ins sakaði ekki að ráði.
Mornunblaðið/Sverrir
Danskir dagar hófust ígær
Danskir dagar hófust í öllum verzlunum Miklagarðs í gær. Þeir
munu standa til 9. nóvember. Á boðstólum verða á annað hundruð
danskar vörutegundir og auk þess verða margvíslegar uppákomur
alla daga. Það var V. Villardsen, sendiherra Danmerkur á íslandi,
sem klippti á borða og opnaði þar með dönsku daga. Viðstaddir voru
fjölmargir gestir, þeirra á meðal Markús Örn Antonsson borgarstjóri.