Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.1991, Side 10
uo I' MDRGUNBL’ÁEÍIÐ FÖSTUDÁGUR 1. NÓVEMBER lð91 Draugagang- ur í sálarlífinu Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Sumir rithöfundar eiga meira erindi við okkur en margan grunar þótt augu manna hafi kannski ekki beinst svo mjög að þeim. Mér hefur löngum fundist Steinar Siguijóns- son vera einn þessara höfunda. Sögur hans eru um margt athyglis- verðar en hafa ekki notið almenn- ingsathygli sem skyldi. Kann það að stafa af því að viðfangsefni Steinars eru gjarnan djúp manns- sálarinnar og þau eru ekki alltaf tær og fögur. Kjallarinn nefnist nýjasta saga Steinars og hún gerist einmitt á þessum djúpmiðum. Kjallarinn er öðrum þræðinum sálfræðileg skáldsaga um sálar- háska Davíðs. Fátt fáum við að vita af forsögu hans. Þó er ljóst að hann hefur starfað sem skemmtikraftur eða leikari enda af leikurum kominn en hætt störfum og snúið sér alfar- ið að landkönnun eigin innheima. Á yfírborðinu kann að virðast sem hann lifí eðlilegu lífi í eigin húsi með sambýliskonu sinni, Jónínu. En í raun og veru snýst líf hans um baráttu við mikinn draugagang í sálarlífinu. I upphafí sækja á hann raddir sem grafa undan iífstrú hans en hægt og hægt taka þær á sig mynd ofskynjana og að lokum holdgerv- ast þær og sagan breytist í módern- íska draugasögu. Megintáknmynd sögunnar er hús Davíðs, hæðin og kjallarinn. Hæðin er tákn hins borgaralega samfé- lags. Þar búa þau Jónína og Davíð. Hún heldur íbúðinni tandurhreinni og betrumbætir hana stöðugt og er því á sinn hátt fulltrúi samfélags- ins í sögunni. En Davíð kallar hæð- ina og raunar hinn ytri heim kass- ann og þetta tvennt forðast hann eins og heitan eld. Hann vill helst halda sig í kjallaranum sem er ein- hvers konar tákn sálardjúpsins, dulvitundarinnar. Kjallarinn er draugalegur staður með fornfáleg- um leikhúsmunum, rykugur og ber öll einkenni hrörleika. „í vitund hans var þetta staður liðins tíma og það mátti vel kalla hann heim, því hann var vissulega heimur út af fyrir sig.” (bls.37) Ástæður þess að Davíð flýr í þennan heun eru af af ýmsum toga spunnar. Ýjað er að brokkgengu sambandi hans við föður sinn forð- um, ógnvænlegum bernskuminn- ingum og skipbroti í starfi. Ein- angrun Davíðs í kjallaranum fylgir það sem höfundur kallar geðhvarfa- sýki. Hægt og hægt missir hann tökin á tilverunni. Tilgangsleysið nær tökum á honum og hann sann- færist um að heimurinn sé einungis til í huga hans. Við það holdgerv- Myndlist Eiríkur Þorláksson Gallerí Sævars Karls við Banka- stræti 9 hefur þann háttinn á sýn- ingarhaldi sínu, að hver sýning stendur yfir í um það bil mánuð. Þannig hafa gestir góðan tíma til að líta inn þegar þeir koma því við, og geta komið oftar en einu sinni, ef þeim hugnast það sem fyrir augu ber. Slík lengri tímabil eru góð til- breyting í sýningarflórunni, þar sem flestir stærri sýningarstaðanna geta aðeins látið sömu sýninguna standa í rúmar tvær vikur. í októbermánuði hefur staðið yfir sýning á verkum eftir Kristínu Arn- grímsdóttur myndlistarkonu. Krist- ín útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985, og hef- ur síðan tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, auk þess sem hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bóka- safni Mosfellsbæjar 1987; hér er því á ferðinni önnur einkasýning listakonunnar. Steinar Sigurjónsson ast hugsanir hans og minningar og að honum sækja draugar úr öllum áttum uns hann spyr sig „hvort hugsunum hans væri ætlað að sitja um hann og ef til vill að koma hon- um fyrir kattarnef’. (bls.96) Svo Á sýningunni getur að líta tutt- ugu og eina Iitla mynd, og eru þær ýmist unnar með bambuspenna eða pensli og tússi á pappír. Þær eru allar unnar á síðustu þremur árum. Hér er að finna tvær sjálfsmyndir, en hinar bera allar titilinn „Kona. Uppsetning verkanna er nokkuð vel til fundin, og verður til þess að þjappa þeim betur saman í eina heild; þeim er skipað í tvo fleti, andspænis hvor öðrum, þar sem sjálfmyndirnar skapa eins konar upphaf og endi með því að vera eitt fyrsta verkið á vinstri hönd og það síðasta á veggnum til hægri. Sjálfsmyndirnar draga fljótt að sér athygli sýningargesta. Þarna er að finna harðan anddlitssvip, stingandi augu og hendur, sem gegna miklu hlutverki fyrir hvern listamann; í annarri myndinni blas- ir hægri höndin við líkt og hramm- ur, en í hinni setur listakonan hönd undir kinn, eins og í hvíld að loknu góðu dagsverki. Þessar myndir af framkvæmdaaðilanum verða til þess að ramma inn alla sýninguna, fer nú raunar að lokum að hinar holdgerðu hugsanir Davíðs ganga af honum dauðum. Viðfangsefni höfundar í þessari bók takmarkast ekki við sálarlíf Davíðs heldur er hér verið að skoða firringu, einsemd, sundurbútun mannlegra kennda og einangrun meðalborgarans því að Davíð „var einn á meðal þúsundanna og hús hans var eitt þeirra ótal húsa sem borgin var búin til úr”. (bis.5) Sér- stök áhersla er þó lögð á einangrun Davíðs sem listamanns. Togstreita listar og lífs er gamalkunnugt við- fangsefni. Skipbrot Davíðs á lista- sviðinu á sér einmitt slíkar rætur. Hann er einhvers konar dúllari í revíu en rekst illa í hópstarfí og tekur upp á því að taka dúllið alvar- lega. Þetta einangrar hann frá hópnum og áhorfendum og pening- ar hætta að koma inn. Kjallarinn er 3. persónu frásögn. Þó snýst hún í meginatriðum um einræður sálar Davíðs enda þótt þær einræður séu að forminu til samræður þar sem raddir og draug- ar bregða á leik í sálarkytrunni. Davíð er í raun eina persónan sem Kristín Arngrímsdóttir auk þess að standa fyllilega fyrir sínu sem með minnisstæðari sjálfs- myndum sem maður sér. Teikningar af nöktum konum í ýmsum stellingum eiga sér langa sögu í myndlistinni, og nægir að við sögu kemur að ráði ef frá er skilin Jónína. Draugarnir fá að vísu nöfn; Ári, Ýla, Móri, Skögul og Skaup, en lítil persónueinkenni. Þeir eru fyrst og fremst birtingar- myndir hvata og kennda Davíðs sem tæta sálarlíf hans í sundur. Frásagnaraðferð Steinars Sigur- jónssonar er því fráleitt hefðbundin og rökræn epík heldur beinist hún að sundurgreiningu og krufningu á rústum mannlegrar hugveru í nú- tíma. Sagan stjórnast af eigin innri rökum. Kjallarinn er ekki þykk bók. Hún I er 109 síður. Hins vegar er bygging 1 hennar nokkuð heilleg enda sögu- heimurinn heildstæður og bundinn við kjallarann og hugarheim Dav- íðs. Þetta er grimm saga og nálykt- in af síðunum verður stundum býsna stæk þegar draugarnir safn- ast til átaka. Bókin er ekki frekar en aðrar módemískar skáldsögur auðveldasta bók aflestrar en hún er sannarlega nokkurrar yfirsetu virði og reyndar ekki alveg laus við kímni. Útgáfan er vönduð kilja og bókarkápa fagurlega gerð af Val- garði Gunnarssyni. benda á myndir hinna þekktu frönsku listamanna Degas og Ren- oir til vitnis um listrænt gildi slíkra verka. Fegurð kvenlíkamans hefur t verið eilíft viðfangsefni myndlistar- ‘ manna. Konurnar í myndum Kristínar eru ýmist liggjandi, stand- > andi eða sitjandi, og eru séðar frá ■ hlið, að framan eða aftan. Þetta er auðvitað mjög í anda þeirra fjöl- breyttu módelteikninga, sem allir listnemar ganga í gegnum einhvern tíma á sínum námsferli. En í þess- um myndum kemur fram að Kristín hefur góð tök á teikningunni, sem er liðleg, hnitmiðuð og átakalaus; sérstaklega tekst vel til í þeim verk- um þar sem örlitlum litaflötum er bætt inn í pennateikningarnar. Líkt og ljóð Stefáns Harðar Grímssonar í sýningarskrá bendir á verður fegurð aldrei tjáð með orð- um; teikningar Kristínar eru nær þeirri tjáningu, sem hún vill koma . til skila. Hún er greinilega fullfær > um að vinna á þessu sviði, og mun því væntanlega halda áfram á þroskabrautinni og takast á við I stærri verkefni í framtíðinni. Sýning Kristínar Arngrímsdóttur í Gallerí Sævars Karls stendur til I 8. nóvember. Kristín Amgiímsdóttir Þorsteinn Gylfason: Árangiir og blessun Ég sat með vini mínum á Hótel Borg eins og við gerum oft, og hann var að enda við að yrkja handa mér kvæði eins og hann gerir stundum. Við vorum um það bil að taka tal saman um óvenju- lega stuðla og rím í kvæðinu. Þá gellur allt í einu úr hátölurum í hveiju horni ærandi glamur á píanó. Það var vals eftir Schu- bert. Þá veittum við því athygli að við næsta borð sat magnara- vörður með heyrnartól og takka- borð og snúrur. Það var eins og unglingur hefði fengið að æfa sig þama í salnum, sem er naumast tiltökumál því að á síðustu árum eru salirnir á Hótel Borg næstum auðir eins og afgangurinn af mið- bænum í Reykjavík. En hvers vegna var æfingin mögnuð með gjallarhomum? Inni í Gyllta salnum reyndist vera slæðingur af fólki, og allt í einu byijaði einn úr þeim félags- skap að tala svo undir tók í hótel- inu, og undið var upp stórum veif- um sem á var letrað „Vinátta 91”. Ung stúlka dreifði fjölrituðu plaggi upp á margar blaðsíður, og fór ekki á milli mála að það væri Tómstundamálaráðuneytið sem stæði hér fyrir átaki til að efla vináttu. Sá sem talaði fyrstur í gjallar- hornin hefur væntanlega verið tómstundaráðherrann sjálfur. Hann sagði að vinátta væri það mikilvægasta í lífinu og var lengi að því, og svo komu alþingismenn og prófessorar og sögðu að börn og foreldrar ættu umfram allt að vera vinir og að vinátta væri það mikilvægasta í lífi hvers manns alveg eins og ráðherrann hefði svo spaklega sagt. Næst komu tvö börn og ráðherrann spurði þau hvort þau væra vinir pabba og mömmu. „Já,” sögðu bömin í gjallarhornin. Svo voru þau alveg sammála ráðherranum um að vin- átta sé það sem allt veltur á í heiminum. „Allir eiga að vera vin- ir,” sögðu börnin svo að ískraði í hátalarakerfmu. Hávaðinn var svo rammur að það var ekki viðlit fyrir vin minn og mig að halda áfram samræðum yfir kaffinu. Við hrökkluðumst út á götuna frá hálfri könnu. Aðrir gestir í salnum, fáeinar hræður, fóru sömu leið. Okkur datt í hug að fara saman í búð því að okkur vanhagaði um eitt og annað smálegt, en það eru náttúrlega engar búðir lengur í miðbænum. Við skildum í Austur- stræti. Tveim dögum síðar kom fyrirsögn í Morgunblaðinu: „Mannleg samskipti efld með Vin- áttu 91”. Einhveijum þykir það ugglaust umhugsunarverðast við þessa sögu hvað yfirvöld geta einstaka sinnum gengið skipulega til verks. Fyrst er gengið af mannlífinu í miðbæ Reykjavíkur dauðu með því að útrýma allri verzlun þar, með þeim afleiðingum meðal ann- arra að sumt frægasta verzlunar- húsnæði Reykjavíkur eins og ísa- fold, Ragnar Blöndal, Haraldur Ámason og Málarinn stendur autt og tómt, og fræg kaffihús eins og Hótel Borg og Hressingarskál- inn veslast upp. Svo er hert á með óskapnaði eins og Seðla- banka á Ámarhóli og Ráðhúsi í Tjöminni með þeim afleiðingum að það er naumast hægt að ganga um bæinn lengur með opin augun sem var þó aldrei auðvelt. Og ef einhveijir vesalingar á stangli hanga enn í því að fá sér kaffi og spjalla saman í eyðilegum saln- um á Borginni, þá er Tómstunda- málaráðuneytið sent á vettvang til að flæma þá burt með gjallar- hornum undir yfirskriftinni „Efl- um mannleg samskipti. Vinátta 91”. En þetta er nóg um atorku yfír- valda við að útrýma mannlífí úr Reykjavík. Kannski var það aldrei svo merkilegt að ástæða væri til að varðveita það. Samt er það önnur hlið á málinu sem mér fínnst forvitnilegri. Hver maður sér í hendi sér að það er hlægi- legt að efna til opinbers átaks til eflingar vináttu. Ástæðan er eink- um sú að vinátta er eitt af því sem verður ekki skipulagt með neinu móti, ekki í lífí einstaklings og þaðan af síður í hópi manna eða heilu bæjarfélagi. Vinátta er í eðli sínu blessun en ekki árang- ur af erfíði. Maður talar við mann, þeir fara saman á kaffíhús eða í kvikmyndahús, vinna kannski ein- hver verk saman, ganga í sama félagsskap, og einn góðan veður- dag era þeir orðnir vinir. Þeir gera allt aðra hluti en að vera vinir, og það er vegna áhuga beggja á þessum öðrum hlutum sem þeir verða vinir. Vináttan er blessun sem þeim hlotnast en ekki árangur sem þeir kepptu að og náðu. Ef þar kemur að þeir þurfa að fara að rausa um vinátt- una og eflingu hennar, að ég tali ekki um að skipuleggja hana, þá er hún sennilega úr sögunni. Það er hægt að keppa að árangri, en það er fáránlegt að keppa að blessun eins og það er fáránlegt að keppa að heppni. Stjórnmál nútímans era um öll lönd gagnsýrð af þeirri hugsunar- villu að sjá ekki muninn á ár- angri og blessun. Ein ástæðan er sú að þegar eitthvað blessast hjá þjóð þá rísa allir stjórnmálamenn upp og vilja þakka sér það eins og það væri árangur af vafstri þeirra. Og þessi hugsunarvilla er ástæðan til þess að þeir eru alltaf að keppa að hlutum sem ekkert vit er í að keppa að. Þar með er allt umstangið í þeim dæmt til að mistakast. Það er til dæmis eitthvað til sem heitir byggða- stefna á Islandi, og þjóðin hefur verið látin spenna í hana miljörð- um í áratugi. Þessi stefna hefur gert illt ástand miklu verra en það var. Jóhann Hauksson félags- fræðingur og Guðrún Guðmunds- dóttir húsmóðir hafa vakið máls á þessu í snjöllum greinum í Morg- unblaðinu 17da og 27da október, og Guðrún segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi kannazt við þetta nýlega. Mér er sagt að nú ætli Davíð að þjappa byggðinni í landinu saman. En sannleikurinn er auðvitað sá að byggð um allt ísland er blessun sem þjóðinni veitist ef hún fær að vera í friði fyrir byggðastefnu, hvort sem sú er fólgin í að flytja fólk sundur eða saman. Eða tökum dæmi af öðram toga: vinsældakapphlaupið sem er höfuðeinkenni á stjórnmálum nútímans. Á síðustu tímum eru til að mynda íslenzkir stjórnmála- menn á þönum við að trana sér fram í fjölmiðlum í tíma og ótíma, og stagast þar á sömu frösunum ár eftir ár hvar í flokki sem þeir standa. Allt til að afla sér vin- sælda. Enginn hefur, svo ég viti, orðið til að benda þeim á þann sjálfsagða hlut að það er þýðing- arlaust að keppa eftir vinsældum. Fáeinir unglingar í hverri kynslóð rembast við að verða vinsælir, og verða hlægilegir meðal jafnaldra sinna fyrir vikið. Vinsældir eru blessun. Ef maður vinnur þörf verk eða fær snjallar hugmyndir, án þess að hugsa eitt andartak um vinsældir sínar, þá verður hann vinsæll án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því sérstaklega. Ef einhver íslenzkur stjórnmála- maður fengi þá snjöllu hugmynd að leggja sjálfan sig niður að meira eða minna leyti, þá er eins víst að hann yrði fyrirhafnarlaust vinsælasti maður á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.