Morgunblaðið - 01.11.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
11
Er verið að eyði-
leggja Kjarvalsstaði?
eftir Einar
Hákonarson
Nú að lokinni sýningu að Kjarvals-
stöðum vöknuðu með mér ýmsar
hugleiðingar um hvernig komið er
fyrir þeim ágæta stað. I tvö ár hef
ég búið og starfað í Svíþjóð, en hef
þó fylgst vel með menningarlífinu á
Islandi.
Þegar ég kom aftur heim um miðj-
an júní sl. heyrði ég óánægjuraddir
úr mörgum áttum, bæði frá lista-
mönnum og listunnendum um hve
dapurlega væri komið fyrir þessu
flaggskipi íslenskrar myndlistar. Það
virðist nú hafa villst inn í skurð
þröngrar einstefnu í vali á sýningum,
með þeim árangri að fólk er hætt
að sækja sýningar þar í sama mæli
og áður.
Hlutverk Kjarvalsstaða hefur-
breyst frá því að vera vettvangur
fjölbreyttrar listastarfsemi í þröng-
sýna safnastofnun. Húsið er kennt
við einn ástsælasta listamann þjóð-
arinnar og þar er hýstur hinn mikli
arfur, sem hann ánafnaði Reykjavík-
urborg. Jafnframt voru Kjarvalsstað-
ir eini vettvangurinn þar sem lista-
menn gátu sótt um að halda stórar
sýningar.
Sjaldgæfara er nú en áður að um
slíkt einkaframtak sé að ræða, vegna
mikils kostnaðar og breyttrar stefnu
í húsinu.
í sambandi við Kjarvalssafnið hef-
ur lítið heyrst, þótt stundum sé talað
um rannsóknir á myndlist hans, en
mér vitanlega hefur lítið verið gert
í safni hans annað en að hengja upp
af og til þær myndir sem búið var
að ganga frá áður en núverandi for-
stöðumaður tók við, en þó er búið
að ráða enn einn listsagnfræðinginn
að staðnum.
Menn virðast vera meira upptekn-
ir við að snobba fyrir erlendum tísku-
stefnum, en þar elta listsagnfræðing-
ar skottið hver á öðrum.
Eg hef heyrt frá ábyrgum aðiljum
að undanfarna mánuði hafi keyrt um
þverbak hvað varðar aðsókn að
Kjarvalsstöðum. Skýringuna segja
þessir sömu aðiljar vera, og ég tek
undir hana, að sýningu eftir sýningu
finnst fólki það vera gabbað og það
hvekkist og fælist húsið.
Ekki bætir úr skák að opnunar-
tíma Kjarvalsstaða hefur verið
breytt, þannig að vinnandi fóiki er
gert erfiðara að komast, nema um
helgar.
Nú er það svo að ég hef fylgst
nokkuð vel með starfsemi hússins
alveg frá opnun þess 1973, þá sem
fulltrúi listamanna í þáverandi sýn-
ingarráði, síðar sem formaður stjórn-
ar þess og í tæpt ár sem listráðunaut-
ur. Víst er að oft var tekist á um
stefnuna og sýndist mönnum sitt-
hvað í þeim efnum, en þótt ýmsum
hafi þótt láta hátt í lýðræðinu á þeim
tíma, skilaði sú umræða meiri breidd
í starfseminni og meira lífi en „kom-
missarastefna” núverandi staðar-
haldara.
Frægar að endemum urðu fimm
ára áætlanir rússneskra „kommiss-
ara” í efnahagsmálum. Þegar ekkert
gekk upp var oftast gripið til þess
ráðs að gera einhvern að blóra-
böggli og viðkomandi látinn ijúka.
Eins er farið að á Kjarvalsstöðum
nú um stundir. Þegar fólk lætur ekki
sjá sig, er konunni sem sér um kaffi-
stofuna kennt um lélega aðsókn að
húsinu og sagt upp.
Eg hef áður vikið að því í grein í
Morgunblaðinu, sem ég skrifaði fyrir
rúmum tveim árum, hve vald list-
sagnfræðinga er orðið mikið og var-
aði þá við því sem nú er að gerast.
Hræðsla og snobb manna hér á
landi við fræðinga á ýmsum sviðum
þjóðlífsins er að verða að þjóðarböli.
Fræðinga sem alist hafa upp í bókn-
ámsskólum, sem gefa fína titla.
Sjálfstæð hugsun og sköpunar-
hæfíleikar virðast þó ekki komast
þar að. Fræðingarnir koma sér síðan
fyrir í góðum áhrifamiklum stöðum
víðsvegar í þjóðfélaginu. Áhrifa
þeirra gætir nú víða, sem lýsir sér í
stöðnun og getuleysi til þess að blása
lífí í hlutina með hugmyndaauðgi og
framsækni.
íslenskir hugsjónamenn eiga nú í
baráttu við þéttan múr manna sem
telja það sitt helsta hlutverk í lífínu
að passa upp á aðstöðu sína.
Svið íslenskrar myndlistar hefur
breyst mikið með tilkomu listsagn-
fræðinganna, þeir vilja stýra og
stjórna og segja til um hvað sé list
og ekki list. Stjórnvöld hafa verið
ósínk við að veita fé til nýrra stöðu-
veitinga þeim til handa, meðan litlu
hefur verið varið til sjálfrar sköpun-
arinnar í listum.
Það ætti ekki að vera launung
neinum, sem vilja vita að samkeppni
meðal listamanna er mikil og barátt-
an fyrir tilverunni oft hörð. Markaðs-
lögmálin eru þar hvað tærust og
afkoma listamannsins ræður því
hvort hægt er að halda áfram.
Þetta voru listsagnfræðingamir
fljótir að sjá og á Kjarvalsstöðum
hefur núverandi forstöðumaður not-
fært sér aðstöðuna til þess að hampa
þeirri list og þeim listamönnum, sem
honum líkar. Núverandi forstöðu-
maður, en hann er ráðinn til sex
ára, hefur tekið upp þann sið að bjóða
myndlistarmönnum sér þóknanleg-
um að sýna að Kjarvalsstöðum þeim
algjörlega að kostnaðarlausu og gef-
ið út veglegar listaverkabækur um
viðkomandi, en það er kostnaður í
hátt á aðra milljón krónur.
Samtímis lagði hann til að leiga
hússins væri hækkuð um eitthundrað
prósent til þeirra, sem fengju þá náð
að sýna í húsinu.
Undirritaður veit það manna best
áð mikil áhætta fylgir því að halda
stórar sýningar að Kjarvalsstöðum.
Útlagður kostnaður við slíkar sýn-
ingar er ekki undir einni milljón
króna.
Nú væri í sjálfu sér ekkert að at-
huga við slík boð ef rökstudd væru,
en undarlegt þykir manni að gengið
er fram hjá listamönnum sem sýnt
hafa með starfí sínu og verkum, að
þeir væru verðugir slíks boðs.
Það skýtur nokkuð skökku við, ef
fulltrúar í Menningarmálanefnd
Reykjavíkur telja það sitt hlutverk
að stuðla að slíkum ójöfnuði milli list-
amanna. Heilbrigð samkeppni skek-
kist alvarlega, því myndlistarmenn
hafa ekki ráð á slíkum kostnaði við
gerð listaverkabóka um sjálfa sig.
Mörgum er farið að ofbjóða það
vald sem Menningarmálanefndin
hefur afhent listsagnfræðingnum á
Kjarvalsstöðum. Hann sér um inn-
kaup á listaverkum til borgarinnar,
velur þá listamenn úr sem fá að sýna
frítt á Kjarvalsstöðum, úthlutar þeim
fáu tímabilum sem eftir eru til leigu
á staðnum og setur saman samsýn-
ingar með listamönnum sér þóknan-
Iegum og gefur þar að auki ráðgjöf
við ýmis tilefni, nú síðast í sambandi
við samkeppni um skreytingar í Ráð-
hús Reykjavíkur.
Listsagnfræðingurinn fær að
ráðskast að vild með listamenn og
þeim sem eru í náðinni, líkar eðlilega
vel, enda fá þeir ríkulega umbun
með þátttöku í sýningum á vegum
stofnunarinnar erlendis, nú síðast
sýningu í samvinnu Kjarvalsstaða og
Listasafns Gautaborgar.
Ég hef haft aðstöðu til þess að
fylgjast nokkuð vel með því sem sýnt
hefur verið á vegum íslenskra opin-
berra aðilja á Norðurlöndum síð-
astliðin tvö ár. Verk sama fólksins
eru sýnd aftur og aftur og menn þar
ytra hafa spurt mig hvort íslending-
ar væru svona einhæfír í myndlist
sinni. Einnig heyrði ég þær raddir
hvort ósjálfstæði íslenskra myndlist-
armanna væri svona mikið eins og
raun ber vitni. Eftirapanir úr alþjóð-
Einar Hákonarson
legum listatímaritum væru áberandi
og undirlægjuháttur við uppskrúfað-
ar stefnur listsagnfræðinganna alls-
ráðandi.
Það síðastnefnda er að verða að
einu alvarlegasta vandamáli mynd-
listarinnar í hinum vestræna heimi í
dag.
Gagnrýnisraddir eru farnar að
verða mjög háværar gegn þessu valdi
listsagnfræðinganna, sem sitja nú
orðið á flestum póstum sem skipta
máli. Jafnvel forstöðumaður Lista-
safns íslands, Bera Nordal, viður-
kenndi þetta í útvarpsþætti fyrir
skömmu.
Ég hef hér að framan gagnrýnt
þær breyttu áherslur, sem orðið hafa
í rekstri Kjarvalsstaða og þykir mið-
ur að þær hafi knúið mig til and-
mæla.
Ég er ekki ánægður með það að
stór hluti reykvískra myndlistar-
manna leitar nú í æ ríkari mæli til
annarra byggðarlaga með sýning-
arhald sitt, vonsviknir með þróun
mála á þeim stað, er átti að vera
þeim hvatning og vettvangur til dáða
á myndlistarbrautinni. Eg er ekki
ánægður með það að Reykvíkingar
forðist Kjarvalsstaði vegna þröng-
sýni í sýningarhaldi.
Menningarmálanefnd Reykjavík-
ur, sem Kjarvalsstaðir heyra nú und-
ir, verður að taka á þessum málum
af festu svo vindar lýðræðis og fijórr-
ar listar nái að blása um Kjarvals-
staði á ný.
Höfundur er myndlistarmaður.
Hvassaleiti
- íra herb. með bilskúr
Til sölu og afhendingar strax rúmgóð 4ra herb. íbúð á
1. hæð. Ibúðin er öll ný máluð og með nýjum teppum.
Makaskipti á 2ja herb. íbúð koma til greina.
7 /?/? /)/} fýS) Faiteignaþjónuitan
£ CrC/ c/c/ sk“|a||iil1130’3-
Þorsteinn Steingrímsson, lögg. fastsali.
s: 26600, 985-27757 og hs: 625711.
GOODfYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
HEKLA
FOSSHÁLSI 27
SÍMI 695560 674363
Við gefiim orðinu „einkatölva" nýja merkingu!
Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því þær má taka með sér hvert sem er.
hær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og rafhlaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh-
forritin, eru tengjanlegar við aðrar tölvur, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski.
Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh-
tölvubúnað samkvæmt Ríkissamningnum eru
nóvember
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800