Morgunblaðið - 01.11.1991, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
12
Rud Thygesen og Johnny Sörensen
Llst og hönnun
Bragi Asgeirsson
Húsgagnaverzlunin Epal að
Faxafeni 7, kynnir út þennan
mánuð verk hinna heimsþekkktu
dönsku húsgagnahönnuða Rud
Thygesen og Johnnt Sörensen,
sem reka teiknistofu saman í
Kaupmannahöfn.
Þeir hafa áður átt verk á sýn-
ingum verzlunarinnar og vöktu
þá sérstaka athygli mína á sýn-
ingu í tilefni 15 ára afmælis henn-
ar fyrr á árinu. Þetta eru með
sanni nafnkenndir hönnuðir í
Danmörku og víðar, t.d. kom út
bók um þá í byijun ársins í til-
efni 25 ára starfsemi þeirra á
vettvangi skapandi hönnunar.
Mjög vel er vandað til bókarinnar
sem var gefin út á vegum Nyt
Nordisk forlag Arnold Busck og
nefnist „90006 Dage med De-
sign” og er eftir Mike Römer.
Lýsir hún ferli RT og JS innan
danskrar húsgangahönnunar á
mjög greinargóðan hátt, þannig
að hún ætti að vera gullnáma
fyrir verðandi hönnuði, því að hér
er um mjög færa einstaklinga að
ræða, sem hafa verið fulltrúar
danskra húsgagnahönnunar á al-
þjóðlegum sýningum og hlotið
viðurkenningar og verðlaun. Sýn-
ishorn verka þeirra eru á ýmsum
virtum listiðnaðar- og núlista-
söfnum, m.a. Victoria og Albert
Museum London og MoMA í New
York.
Og eins og margur veit þá
hefur dönsk hönnun dælt ómæld-
um fúlgum gjaldeyris í þjóðarbúið
og þá ekki síst á sviði húsgagna.
Höfuðeinkenni beggja hönnuð-
anna í framleiðsluþróun þeirra
má segja að sé einföld og traust
útfærsla, ásamt frábæru nota-
gildi þar sem allt sameinast,
Hönnuðirnir snjöllu Kud Thygesen og Johnny Sörensen, er út-
skrifuðust úr húsgagnadeild Listiðnaðarskólans í Kaupmannahöfn
árið 1966 og hafa starfað saman síðan.
hönnun, gæði og útlitsfegurð. Það
er einkum athyglisvert hve stólar
þeirra eru þægilegir fyrir líkam-
ann hvort sem í hlut eiga litlir
kollar eða vandaðir sófar. Mjög
vel fer um bakið í flestum gerðum
stólanna, en það er þýðingarmik-
ið atriði fyrir bakveikar þjóðir
nútímans.
Þá hugsa þeir mikið um rýmið
og nýtingu þess, og þannig eru
þeir þekktir fyrir einfaldar lausn-
ir varðandi raðstóla, þ.e. þegar
stólar eru felldir hver inn í annan
í það óendanlega.
Þeir nota mikið sterka liti eins
og blátt, rautt og gult á húsgögn
sín, en án þess að þeir skeri tiltak-
anlega í augun, en einnig nota
þeir óspart viðarliti svo og and-
stæðumar svart og hvítt þegar
það á við ásamt gráu. En þetta
er allt gert á mjög einfaldan og
ljósan hátt og hvergi bruðlað með
liti.
Það sem fyrst og fremst ein-
kennir framleiðslu Rudy Thyge-
sen og Johnny Sörensen eru ein-
faldar og fagrar bogalínur og
stundum hlykkjast stólbekkir
þeirra og skápar sitt á hvað svo
að minnir á æskustílinn (Jug-
endstil). Þessi meginatriði ganga
aftur í annarri framleiðslu þeirra,
því að vitaskuld teikna þeir fleira
en húsgögn ein, eða allt frá mjög
formhreinum lömpum niður í
sáraeinfalda tappatogara og salt-
stauka. Einfaldleikinn heldur
áfram í hvíldarstólum, skrifborð-
um og eiginlega hveiju sem þeir
taka sér fyrir hendur.
Mikið af framleiðslu félaganna
er hrein veisla fyrir augað vegna
lífrænnar hönnunar og náttúru-
legrar sköpunar.
Það er þannig margt sem gleð-
ur augað í húsakynnum Epal um
þessar mundir og vonandi eykur
„Swinger” (Sveifla), sem samanstendur af hringfarandi sveifluein-
ingum.
þetta framtak áhugann fyrir líf-
rænni og skapandi hönnun hér á
landi.
Hönnun og uppsetning sýn-
ingarinnar er verk Hallgríms Ing-
ólfssonar FHÍ og sýndist mér hún
hnökralaus, en ég var ekki mikið
að spá í hana.
Jólafrímerki 7. nóv. nk.
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Fyrir stuttu barst mér í hendur
6. tilkynning Póst- og símamála-
stofnunarinnar, þar sem boðuð er
útgáfa hinna árlegu jólafn'merkja
7. nóv. nk. Er þetta tíunda útgáfa
þess konar frímerkja. Póststjórnin
ætlast til þess, að menn noti þessi
frímerki sem mest á væntanlegan
jólapóst og raunar allan almennan
póst fram að jólum. Verðgldi
merkjanna benda einnig til þessa,
því að það er 30 kr. og 35 kr., sem
er einmitt annars vegar burðar-
gjald undir almenn bréf innanlands
og til Norðurlanda og svo hins veg-
ar til allra annarra landa. Sú mun
og von íslenzku póststjórnarinnar,
að jólafrímerki hennar seljist sem
mest fyrir jól og helzt alveg upp,
svo að sem minnst þurfi að nota
þau á póstsendingar bak jólum.
Tekið er fram um jólafrímerkin
1991, að þau sýni að þessu sinni
jólaljósið og ljós stjamanna í ís-
lenzku skammdegi. Trúlega nægir
þessi lýsing flestum, og trúlega er
hún runnin frá sjálfum listamann-
inum, sem er að þessu sinni Eiríkur
Smith listmálari. í tilkynningunni
segir svo nokkuð frá æviferli lista-
mannsins og námi við ýmsa lista-
skóla erlendis og eins málverkasýn-
ingum hans. Verður það ekki rakið
nánar í þessum þætti. Tekið er að
endingu fram, að Eiríkur Smith
eigi verk eftir sig í mörgum opin-
berum söfnum, m.a. í Listasafni
íslands og í safni Háskóla íslands
og auk þess víða erlendis.
Ég held ég muni tæplega eftir
því, að þeir listamenn, sem teiknað
hafa jólafrímerki fyrir póststjórn
okkar, hafi allir hlotið almennt hrós
fyrir verk sitt, heldur oft hið gagn-
stæða. Ég hef svo sem áður minnzt
á þetta í sambandi við ýmsar jóla-
frímerkjaútgáfur. Og þessi frímerki
virðast ekki ætla að verða þar
nokkur undantekning. Fyrir fáum
dögum hitti ég mann á fömum
vegi, sem átti tæplega orð yfir
það, hversu ljót honum þættu þessi
frímerki, bæði að teikningu og lita-
vali. Hér verður auðvitað hver að
dæma fyrir sig, enda vart sann-
gjarnt að fella ákveðinn dóm um
frímerki, fyrr en þau eru komin
út og menn haft tækifæri til að
skoða þau. Þau sjálf tala að lokum
sínu máli. Vel má vera, að ýmsum
þyki litir þessara jólafrímerkja full-
sterkir, en myndefnið höfðar vel
til jólahátíðarinnar og það betur
en stundum áður.
Enn nokkur orð um
„aukamerki
Náttúruverndarráðs
Ég gagnrýndi það í þætti 8.
ágúst sl., þegar póststjórn okkar
sendi út 4-tilkynningu sína í júl-
ímánuði, að hún lét þá fylgja með
brytlinga eða blöðunga (folders) frá
stofnun, sem er henni með öllu
óviðkomandi, þ. e. frá Náttúru-
vemdarráði. í þeim var boðuð út-
gáfa svonefnds „aukamerkis”, sem
mun vera í nánum tengslum við
bandarískan listamann. Mun vera
stefnt að því, að slíkt merki verði
gefið út árlega og gerir núgildandi
samningur við Grishams’ Art ráð
fyrir útgáfum árin 1992 og 1993,
eins og þar segir. Ekki var það
sízt vegna þess, að mér var þá
þegar kunnugt um, að einhveijir
erlendir viðtakendur þessara brytl-
inga höfðu fallið i þá gryfju að
álíta, að hér væri um nýtt íslenzkt
frímerki að ræða og jafnvel sent
Frímerkjasölu póststjórnarinnar
beiðni um þessi merki. Þegar svo
var komið taldi ég einsýnt, að ísl.
póststjórnin væri hér komin út á
hálar brautir, enda ætti hún sjálf
einungis að tilkynna útkomu sinna
eigin frímerkja og annað það, sem
þeim tengdist. Allt annað ætti hún
að láta eiga sig.
Jólafrímerki 1991.
Um svipað leyti og ég birti þessa
gagnrýni mína og aðvörun til frí-
merkjasafnara um að láta ekki
blekkjast af þessum „aukamerkj-
um”, komu forráðamenn Náttúru-
verndarráðs fram í útvarpi og sjón-
varpi til þess að kynna hina vænt-
anlegu útgáfu. Jafnvel var rætt um
fyrstadagsumslög í þessu sam-
bandi. Þeir, sem hér þekkja nokkuð
til, vita auðvitað, að slíkt er með
öllu óheimilt, enda eru það einung-
is póststjómir, sem hafa heimild
til að láta stimpla frímerki á út-
gáfudegi þeirra.
A frímerkjum er ævinlega tekið
fram verðgildi þeirra til burðar-
gjalds. Á engum öðrum merkjum,
sem seld hafa verið almenningi
hérlendis, kemur slíkt fram. Menn
kannast t.d. við jólamerki ýmissa
líknarfélaga. Aldrei hefur þar kom-
ið fram söluverð þeirra. En hvað
gerist nú rneð „aukamerki” Nátt-
úruverndarráðs? Enda þótt ráðið
hafi í sumar tekið skýrt fram, að
þetta merki væri ekki „póstburðar-
merki og þá auðvitað um leið ekki
gilt sem frímerki”, hafa þeir nú
ekki hikað við að láta verð þess
koma fram á sjálfu merkinu og það
er ekki neitt smáræði eða 360 kr.,
að því er ég hef heimild um frá
frímerkjakaupmanni, sem nýlega
var boðið að taka þessi merki til
sölu. Um leið var svo enn minnzt
á fyrstadagsútgáfu merkjanna við
hann. Ekki mun hafa orðið úr við-
skiptum við hann, enda benti hann
á þá agnúa, sem eru á sölu þess-
ara „aukamerkja. Ég fæ nú ekki
annað séð en Póst- og símamála-
stofnunin hljóti að láta þetta mál
til sín taka, enda bezt að stemma
á að ósi sem fyrst.
Er póststjórnin enn á hálli
braut?
Með síðustu tilkynningu póst-
stjórnarinnar lætur hún fylgja til-
kynningu á ensku, svo smekklegt.
sem það nú er, frá einkafyrirtæki
hér í borg. Að vísu er hér verið að
kynna einkar læsilega bók um ís-
lenzk frímerki. Hins vegar á póst-
stjórnin hér engan hlut að máli,
að því er ég bezt veit. Vel má vera,
að þetta sé fyrirboði þess, sem
koma skal, að Póstur og sími verði
smám saman einkavæddur í sam-
ræmi við stefnu núverandi ríkis-
stjórnar. Ef svo er, er þessi nýja
stefna póstsins vel skiljanleg. En á
meðan svo er ekki, held ég, að for-
ráðamenn Póst- og símamálstofn-
unarinnar ættu að fara sér hægt
í þessum efnum. Erfítt getur sem
sé orðið að neita öðrum fyrirtækj-
um um sömu þjónustu, ef eftir yrði
leitað.
Bifröst í Borgarfírði:
60 stiga heitt
vatn kom úr
borholu við
skólasetrið
Stafholti
I SUMAR hefur verið unnið að
borun eftir heitu vatni á skóla-
setrinu í Bifröst í Borgarfirði.
Það segir sig sjálft að það er
dýrt að kynda upp svo vaxandi
skólastarf með olíu en hingað
til hefur verið talin lítil von um
að fá heitt vatn við eða í næsta
nágrenni skólans, en eftir ýms-
ar mælingar var ákveðið að
hefjast handa í sumar og bora
steinsnar frá sjálfu skólahús-
inu.
Borað var niður á 210 metra
dýpi en lítill árangur varð af því.
Nokkur hiti var að vísu í holunni
en ekkert vatn. Var þá ákveðið
að flytja sig um set og bora nýja
holu í um það bil 50 metra fjar-
lægð frá hinni og nú varð annað
upp á teningnum. Þegar komið
var á 170 metra dýpi kom upp
verulegt magn af 35 stiga heitu
vatni og þegar komið var á 280
metra dýpi kom upp mun heitara
vatn. Er talið að það sé um 60
gráðu heitt og í verulegu magni.
Er nú unnið að fóðrun holunnar
til þess að gera marktækar mæl-
ingar og gera hana virkjunar-
hæfa. Sennilegt er þó að holan
verði eitthvað dýpkuð að lokinni
fóðrun. Kostnaði við borunina er
skipt til helminga á milli Norður-
árdalshrepps og Samvinnuháskól-
ans.
BRG